Morgunblaðið - 17.08.1960, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 17.08.1960, Qupperneq 16
16 M ORCVIS Bl AÐÍB Miðvikudagur 17. ágúst 1960 PATRICIA WENTWORT7 Qamlor syndir 4e L — í skónum á hægra fætin um á honum. Hann hlaut að vita, að hann var að stofna Iífi sínu í hættu með því að hafa það á sér, en hins vegar var engin Jif- andi sála í heiminum, sem hanr. gat trúað fyrir því. Og nú fer hann sjálfsagt að hirða fjársjóð- inn . . . ef hann þá hefur nokkurn tíma verið til! Það virðist ekki fylgja þessum ræningjafjársjóð- um nein gæfa, og þessi gelur hin- um ekkert eftir, hvað það snertir. Maud Silver kom með spak- mæli: „Sá, sem reynir að verða Ujótt ríkur, verður ekki sak- ]aus“. — Já, Salómon kailinn vissi jafnlangt nefi sínu, sagði Frar.k. En hvernig er það með þig? Ætl- ar þú að verða hér eitthvað áfram eða fara til borgarinnar? — Ég ætla að vera hjá þeim mæðgunum í nokkra daga. Ung- frú Anning hefur náð í húshjálp í bili; það er kona, sem var hjá þeim, endur fyrir löngu, áður en hún giftist, og ég veit hún verð- ur fegin að hafa mig þarna, jafn- vel þótt mamma hennar sé nú orðin skemmtilegri í umgengni en hún var áður. — Ég er hræddur um, að þetta fari illa með hana efnalega. — Það er náttúrlega óumflýj- anlegt, að hún bíði eitthvert tjón af því. En hún hefur pant- anir í september, sem hún vonar að fari ekki út um þúfur. Það eru þrjár mæðgur, sem eru þar alltaf allan þann mánuð á hverju ári. Hún hefur hringt ti! þeirra og þær ætla alls ekki að breyta þe?su í ár. Auk þess er eitthvert vinafólk þeirra, einhver Bunting- hjón, sem þær voru búnar að benda á staðinn, og þau fara víst heldur ekki að rifta sinni pöntun. Að öllu samanlögðu vona ég, að þær verði ekki fyrir neinu veru- legu tjóni af þessu . Frank Abbott, sem teygði úr Cofvriríl P T B Bo» 6 CoprnKoQM — Afsakið herra minn, en þér eigið líklega ekki eldspýtu?! sér og lét fara vel um sig, sagði að þær mættu teljast heppnar að sleppa svona vel. — Ég vona, sagði hann, — að hún viti, að ef þú hefðir ekki verið, hefði hún vafalaust verið tekin föst áður en frú Castleton kom upp um sig. Og líklega hefði hún aldrei gert það ef ekki hefði verið fyrir þinn tilverknað. En hvernig í dauðanum fór þig að gruna hana? Það hefur verið mér hreinasta ráðgáta. — Það voru svefnpillurnar fyrst og fremst, svaraði Maud Silver. — Þegar ég heyrði, að hún hefði ekki einungis tekið þær nn í viðurvist frá Hardwick held ur auk þess beðið hana að Iíta inn til sín til þess að sjá, hvort, hún væri stofandi, þá fór mig að gruna, að þarna væri verið undir- búin rækileg fjarverusönnun. Þetta var svo ólíkt manneskju, sem var eins örugg með sjálfa sig og frú Castleton. Svo fór ég að athuga nánar samband hennar við fólkið þarna í húsinu. Hún hafði þekkt það allt mjög lengi. Hún var frið og vel gefin og heppin í því, sem hún tók sér fyrii hendur, en engum virtist geta þótt teljandi vænt um hana. Hún var tengd frú Field eldgöml um vináttuböndum, en það var vinátta, sem virtist aðeins vera komin upp í vana, en ekkert þar út yfir. Heldur ekki virtist hafa verið um neina ást að ræða í hjónabandi hennar. Frú Trevor hefur sagt mér, að eina mann- eskjan, sem henni þótti nokkurn tíma vænt um, hafi verið Irena systir hennar, sem drukknaði fyrir tíu árum. Og allir töldu, að hún væri vön að fara sínu fram og gera aðeins það sem henni gott þætti. Hún var ein þessara kvenna, sem láca aldrei sveigja sig hænufet frá því, sem þær hafa einu sinni ætlað sér. Með öðrum orðum stórhættuleg Lýttir húsmóðurinni heimilisstörfin ★ Á þessari frábæru þvottavél er rafmagns- vintlunni stjórnað með fæti. Viðgerðir og varahlutir að Laugavegi 170. Sími 17295. ÞVOTTAVELIN ★ sýður ★ þvær , i * i ★ vindur ★ dælir Ný sending komin: Verð kr. 8.015,00. — Sendum gegn póstkröfu. 11 E K L A - Austurstræti 14 - Sími 11687 manneskja að reyna að kúga til fjárút'áta. — En þú vissir ekki, að verið væri að reyna það. Hún svaraði settlega: — Það kom í ljós. Frú Field talaði mikið við mig, og það kom greinilega í ljós, að stjúpsonur hennar var að reyna að hafa peninga út úr henni með hótunum um að gefa út bréf, þar sem systir frú Castle ton var annar aðilinn. Hún sagði mér ekki annað en það, að kven- fólkið hefði alltaf verið á hæl- unum á manninum sínum, og hann hefði verið ofgóður í sér til þess að bita frá sér. Hún sagði, að ein hefði alveg sérstaklega | hagað sér heimskulega, og þetta hefði verið afskaplega leiðinlegt, af að hún hefði drukknað á sundi, um sömu mundir, en auð- vitað hefði það verið af því að hún hefði fengið sinadrátt. Það var frú Trevor sem tengdi þetta tvennt saman, þegar hún sagði mér um ást frá Castleton á þess- ari systur sinni, sem hefði farizt á þennan hátt. Það er nú erfitt, svona eftir á, að telja upp öll smáatvik, sem geta staðfest grun manns og aukið hann. En ef nú þessi áðurnefndu bréf voru frú Castleton álíka áhyggjuefni og þau voru frú Field. var engin ástæða til að halda, að Alan Field sleppa hinu tækifærinu, sem þau buðu upp á. En var frú Castleton þannig innrætt, að hún myndi láta undan hótunum eða þá láta það viðgangast, að nafn systur hennar væri saurgað? Nei, það var hún ekki, þóttist ég viss um. Ég hélt nú áfram athugunum mín um og varð brátt vör við ein- hvern spenning, sem virtist hafa gripið flesta í húsinu. Pippa May-. bury var að því komin að sleppa sér. En frú Castleton, sem hafði verið að kvarta um höfuð- verið og tekið svefnlyf, virtist nú vera hin hressasta. En undir rólegri framkomu hennar, vaið ég vör við eitthvað, sem ég kann ekki að nefna. Sigurhrós er kannske fullsterkt orð yfir það, og ánægja nær því ekki fullkom- lega heldur. Kannske kæmist ég nær sanni að kalla það íullnæg- ingu. Og það hélt áfram að auk- ast jafnt og þétt og loks fór ég áð verða óróleg og beinlínis hrædd við það .... Hún brosti og bætti síðan við: — Þú sérð, að þetta var allt ósköp einfalt mál. Hann hló. — Það er það alltaf hjá þér. En eins og ég var að segja, þá eru það allmargir, sem mega vera þér þakklátir fyrir þetta. Til dæmis hefði Hardwick vel getað hafa haldið áfram að þegja .... Maud Silver hristi höfuðið. — Nei, hann hefði aldrei látið taka saklausa mannekju fasta. — Kannske ekki, en þú verður nú samt að játa, að Adela hin fagra hafði þarna sterka aðstöðu. Gamall fjölskylduvinur . . . gest- ur í húsinu .... Persóna með stórum staf . . . . og svo ef út i það er farið, var hins vegar ekki annað en nokkuð sterkur grunur. Hún hefði getað komið með sams konar sögu og Pippa Maybury . . sagzt hafa farið að hitta hann og koinið að honum dauðum. Sann- ast að segja, skil ég ekki, hvers vegna hún kom ekki með slíka skýringu. Maud Silver hóstaði. — Nei, 1 það hefði hún aldrei gert. I — Og hvers vegna ekki? — Hún hefði aldrei komið l fram með slíka játningu. Eins og þú sagðir var hún persóna í þjóð- félaginu. Nafn hennar hefur verið á almannavörum í þrjátiu ár, og aldrei hefur neitt komið fram til að kasta skugga á það. Hún hafði talsvert höfðingjastolt til að bera og hefði heldur kosið dauða — sjálfrar sín eða annarra — en láta það vitnast, að hún hefði farið á leynlegt mót með manni eins og hr. Field. Hann horfði á hana hálflokuð- um augum. Þarna var Maud ! gamla lifandi komin. | Hann stóð upp, og gekk til henn ' ar og kyssti á hönd hennar: j — Yðar auðmjúkur þjónn, göfuga frú! Ég kveð yður þangað til næsta morð kemur á dagskrá. Hún leit á hann ástaraugum. — Æ, góði Frank minn . . (Sögulok). 21.40 22.00 22.10 22.30 a r í li ð Markús eyðir nokkrum ánægju legum dögum í fylgd með Tóm- asi Ludlow við veiðar á vatna- rvæðmu. — Tómas, þetta er dásamlegt land. Líttu bara á fuglana fljúga þarna í sólsetrinu. Ef ég gæti málað mundi ég velja mér svona fyrirmyndir. — Eg hefi málað myndir af 1 mörgum fuglum og dýrum Mark- ús. — — Er það? Ég vissi ekki að þú værir listamaður Tommi! — Mi — mig langar til að verða Það Markús. Langar þig til að sjá nokkrar af myndum mín- um? gBUtvarpiö Miðvikudagur 17. ágúst. i 8.00—10.20 Morgunútvarp (Bæn. — 8.15 Tónleikar. — 8.30 Fréttir. — 8.40 Tónleikar. — 10.10 Veðurfr.) 12.00 Hádegisútvarp. i 12.55 „Við vinnuna": Tónleikar. j 15.00—16.30 Miðdegisútvarp. Fréttir kl. 15.00 og 16.00). ■ 16,30 Veðurfregnir. J 19.25 Veðurfregnir. 19.30 Operettulög. ( 19.40 Tilkynningar. | 20.00 Fréttir. ' 20.30 Ur Grænlandsferð; II: Frá Bratta j hlíð til Garða (Sveinn Einarsson). 21.50 Islenzk tónlist: „Systurnar í Garðshorni‘% svíta fyrir fiðlu og píanó eftir Jón Nordal (Björn Olafsson og Wilhelm Lanzky- Otto leika). 21.15 Afrek og ævintýri: Biðin langa, — þriðji og síðasti hluti frásagn- ar Olivers La Farges (Vilhjálmur S. Vilhjálmsson rithöfundur). Tónleikar: NBC-hljómsv. leikur ungverska rapsódíu nr. 2 eftir Liszt og rúmenska rapsódíu nr. 2 eftir Enesco; Leopold Stokowski stjórnar. Fréttir og veðurfregnir. Kvöldsagan: „Trúnaðarmaður 1 Havana" eftir Graham Greene; I. (Sveinn Skorri Höskuldsson magister þýðir og les). Um sumarkvöld: Gustav Winckl- er, Alma Cogan, Haukur Morth- ens, Jörgen og Greta Ingmann, Mouloudji, Mary Thomas, Giu- seppe Scarola, The Little Gaeíis Singers og Deep River Boys skemmta. Dagskrárlok. Fimmtudagur 18. ágúst —10.20 Morgunútvarp (Bæn. — 8.15 Tónleikar — 8.30 Fréttlr — 8.40 Tónleikar — 10.10 Veðurfr.). Hádegisútvarp. (12.25 Fréttir og tilkynningar). . „A frívaktinni“, sjómannaþáttur (Guðrún Erlendsdóttir). Miðdegisútvarp. (Fréttir kl. 15.00 og 16.00). Veðurfregnir. Veðurfregnir. Tilkynningar. Fréttir. Erindi: Um fallstrauma (Hjört- ur Halldórsson menntaskóla- kennari). 21.00 Samleikur á knéfiðlu og píanó: Mstislav Rostropovitsj og Djukin leika: a) Dans úr „Igor fursta“ eftir Borodin. b) Intermessó eftir Granados- Cassado. c) Alfadans eftir Popper. 21.15 Upplestur; Kristján frá Djúpalæk les frumort ljóð. 21.25 Frægir söngvarar: Cesare Siepi syngur ítalska söngva. 21.40 Um kartöfluframleiðslu: Edwald B. Malmquist talar við Friðrilc Friðriksson kaupmann og Magnúa Sigurlásson verzlunarstjóra að Miðkoti í Þykkvabæ. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Kvöldsagan: „Trúnaðarmaður 1 Havana" eftir Graham Greene; II. (Sveinn Skorri Höskuldsson), 22.30 Nútímatónlist flutt af sinfóníu- hljómsveit Chicagoborgar undir stjórn Rafaels Kubeliks: a) Sinfonische metamorphosen, sinfónískar ummyndanir eftir Paul Hindmith á stefjum eftir Carl Maria von Weber. b) Fimm hljómsveitarlög op. 16 eftir Arnold Schönberg. 23.10 Dagskrárlok. 8.00 12.00 15.00 I 16.30 19.25 19.30 | 20.00 f 20.30 SYNDIÐ 200 METRANA

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.