Morgunblaðið - 17.08.1960, Qupperneq 19
Miðvikudagur 17. agust 1960
MORCUNBLAÐIÐ
19
i 1 i
SKAK
i 1 i
Einvígið
Friðrik: 1 Vt — Freysteinn: Vi.
1 SJÁLFSTÆÐISHÚSINU fer
fram skákeinvígi þeirra Friðriks
Ólafssonar og Freyteins Þor-
bergssonar. Tveim skákum er nú
lokið og urðu úrslit þau að 1.
skákin varð jafntefli en aðra
skákina vann Friðrik. Ég hafði
ekki tækifæri til að fylgjast með
gangi í. skakarinnar, en fróðir
menn segja hana nokkuð góða
á köflum, því báðir keppendur
munu hafa sleppt tækifærum,
en þó sér í lagi Friðrik, sem var
kominn með létt unna stöðu
stuttu fyrir bið. — Aftur á móti
skaut skökku við í annarri skák-
inni, því eftir byrjunina var eins
og Freysteinn félli í „trans“ og
framleiddi eintóma dellu eftir
það. Þetta er að vísu nokkuð
harður dómur, en þegar menn
hafa unnið Islandsmeistaratitil-
inn í skák, þá mega þeir ekki
falla svona saman, þó að stór-
meistari eigi hlut að máli. Að-
sókn að einvjginu er vægast sagt
léleg, þegar tekið er tillit til
þess hve gott húsnæðið er sem
teflt er í, og hitt að þama eig-
ast við stóimeistari í skák og
skákmeistari Islands.
Hér á eftir rek ég 2. skákina
í einvíginu, og nota um leið
tækifærið til þess að leiðrétta
sögusagnir um nýjung, sem ein-
hverjir ófróðir hafa komið á
kreik.
HVÍTT: Freysteinn Þorbergsson
SVART: Friðrik Ólafsson.
Griinfelds-vöm.
1. d4, Rxffi, 2. c4, g6, 3. Rc3, cl5,
4. Bf4. Af mörgum álitinn einn
traustasti leikurinn gegn Grún-
felds-vöm. 4 — Bg7, 5. e3, 0—0,
6. Db3. Freysteinn þiggur ekki
peðið sem Friðrik býður upp á,
sem sé 6. cxd5, Rxd5. 7. Rxd5,
Dxd5. 8. Bxc7 I kringum þessa
peðsfléttu svarts hafa spunnizt
löng afbrigði, sem ég hef rakið
að nokkru í síðasta hefti af Skák.
Sennilegt er að Freysteinn hafi
viljað sneiða hjá hinum marg-
brotnu flækjum sem koma upp
eftir peðsi'ánið. 6. — dxc4, 7.
Bxc4, Rcfi. Nokkrir ungir menn
sem sátu með byrjanabók Pach-
manns á hnjánum komu þeim
— Öryggisráðið
Frh. af bls. 1
arinnar og yrði umsátursástandið
látið haldast í sex mánuði.
Þá sagði Lumumba að ef Kongó
fengi ekki innan 14 daga um-
ráðarétt yfir gulli sínu, eignum
og föðurarfi, sem Belgir hefðu
flutt úr landi, sjái ríkisstjórnin
sig tilneydda til að leggja eignar-
hald á allar eigur Belga í Kongó.
Vantraust rætt í Briissel
Á morgun verður fundur í
belgíska þinginu til að ræða van-
traust á Kongóstefnu ríkisstjórn-
arinnar. Gaston Eyskens forsætis-
ráðherra Belgíu samþykkti í síð-
usttr viku að kalla þingið saman
til að ræða vantrausttillögu stjórn
arandstöðunnar. Hefur stjórnin
sætt mikilli opinberri gagnrýni
undanfarið, og mun hún á morg-
un leggja fram ítarlega skýrslu
um atburðina áður og eftir að
Kongó varð sjálfstætt ríki hinn
30. júlí sl. Umræðurnar í þing-
inu munu sennilega taka tvo
daga og að þeim loknum fara
fram atkvæðagreiðsla. Stjórn-
málamenn í Brússel efast ekki
um að stjórn Eyskens muni ganga
með sigur af hólmi. Eyskens hef-
ur sjálfur tilkynnt að e£ svo
verði, muni miklar breytingar
gerðar á ríkisstjórninni í næsta
mánuði.
Biæðsla stöðvast ö Norðliiði
orðrómi á kreik að hér sé um
nýjung að ræða, af því að leik-
urinn er ekki tilgreindur af Pach
mann! Þessum staðhæfingum er
þó ekki rétt að trúa, því dr.
Trifunovic getur um þennan leik
í bók sinni Grúnfeldsvörn, og |
tilgreinir tvær skákir, þar sem
L. Prins er stjórnandi svörtu
mannanna. T. d. 8. Be2, b6. 9.
h3 (Bf3). 9. — Bb7. 10. Rf3.
Staðan er flókin. Landau-Prins,
Amsterdam 1939. Aftur á móti
„kombinerar" Friðrik með hug-
mynd Smyslofs í Grúnfelds-vöm
og leikur Rí-d7-b6. Sjálfur tefldi
ég nokkrar hraðskákir við L.
Prins í Júgóslavíu 1959 og kom
þessi leikur þá fyrir. Aftur á
móti kann vel að vera að Frið-
rik hafi ekki þekkt leikinn, en
fen gið hugmyndina yfir borð-
inu, því óneitanlega stýrir þessi
leikur inn í flækjur, sem betur
henta Friðrik en Freysteini. 8.
Be2, Rd7. Þessi skemmtilegi
flutningur á riddaranum er
kenndur við Smyslof. 9. Hdl!
Hindrar svart í að leika e5, sem
gæfi honum frjálsa stöðu. 9. —
Rb6. 10. Bf3. Óþarflega þung-
lamalegt. Emfaldast var strax 10.
Rf3. 10. — a5! Leikið til þess að
hrekja drottninguna af bezta
reitnum um leið og Rb6 og c6
eru skapaðir möguleikar á sókn
drottningarmegin. 11. Rb5? Al-
varleg yfirsjón..Bezt var 11. a3,
a4. 12. Dc2, Bf5. 13. e4 (Önnur
leið er 13. Be4). 13. — Rxd4.
14. Hxd4, Dxd4. 15. Rge2 með
geysiflókinni stöðu. 11. — a4! 12.
Dc3? Betra var Da3. 12. — Rd5,
13. Bxd5, Dxd5. 14. Rxc7, Dxg2.
15. f3? Skárra var 15. Rxa8. 15.
— Dxhl. 16. Kf2, Bh3! og Frey-
steinn gafst upp.
Vægast sagí léleg taflmennska
af Freysteins hálfu!
ÍRJóh.
Nýr sveitarstjóri
í lívera^erði
f HVERAGERÐI hefur verið
ráðinn nýr sveitarstjóri frá og
með 1. ágúst síðastliðnum að
telja.Er það Matthías B. Sveins-
son, rafvirkjameistari, sem bú-
settur hefur verið á Selfossi.
NESKAUPSTAÐ, 16. ágúst: —
í gærmorgun varð að stöðva
bræðslu í síldarverksmiðjunni,
vegna þess að állir lýsisgeymar
voru orðnir fullir. Gengið hefur
erfiðlega að fá skip til að flytja
lýsið burtu til geymslu í öðrum
höfnum, en þó kom Þyrill í kvöld
er tekur 4—500 tonn af lýsi, og
mun þá bræðsla aftur geta hafizt.
Verksmiðjan hefur brætt látlaust
nær hálfan mánuð, en sólarhrings
afköst. hennar eru tæp þrjú þús.
rnál.
Mikill fjöldi skipa hefur legið
liér undanfarna daga vegna brælu
á miðunum. Síðustu vikurnar heí
ur varla komið sá dagur, að ekki
væru hér tugir síldveiðiskipa.
Raimsólin
heldur áíram
UNNIÐ er að áframhaldandi ranrv
sókn á árásarmálinu, sem sagt
var frá í blaðinu í gær, er ráðizt
var á konu í svefnherbergi henn-
ar og hún gripin kverkataki.
Maðurinn, sem handtekinn var
og settur í gæzluvarðhald, er enn
í haldi.
Enda þótt framkoma sjómanna
sé yfirleitt með ágætum, virðist
nú orðið tímabært að hafa hér
ríkislögreglu á sumrum, eins og
í öðrum síldveiðibæjum. Fastir
lögregluþjónar eru hér tveir, en
þyrftu að vera fleiri á sumrin,
þegar skipakomur eru tíðar. Að-
staða lögreglunnar hefur einnig
verið slæm, þar sem ekkert fanga
hús er hér enn, þótt lengi hafi
staðið til að koma því upp. —S.L.
Kveikt í skúr
FREMUR rólegt var hjá slökkvi
liðinu í gær. Um kl. 5 síðdegis
var liðið kvatt inn í Sindraport,
þar sem kviknað hafði í skrani.
Eldurinn var slökktur fljótlega
og varð ekki teljandi skaði.
Klukkan um tíu í gærkvöldi
var slökkviliðið beðið að koma
upp í Grænuhlíð. Þar höfðu
strákar byggt sér allmyndarleg-
an skúr, en einhverjir brennu-
vargar borið eld að honum, sv(
að hann skíðlogaði, þegar að var
komið. Talin var hætta á, að
ráður brotnuðu í næsta húsi
vegna eldshitans. Brunavörðun-
um tókst að slökkva bálið, áður
en skúrinn féll, og urðu ek'
skemmdir á öðrum hlutum er
honum.
Ketill Magsiússon
75 ára
AKRANESI, 16. ágúst. — í dag,
16. ágúst, er Ketill Magnússon
í Bolungarvík vestur 75 ára. —
Hann á þrjú börn hár á Akranesi
og dvelst nú ásamt konu sinni
í boði þeirra hér syðra. Hafa þau
hjónin m.a. brugðið sér til höf-
uðborgarinnar, en þangað hefur
Ketill ekki komið í 35 ár. Svo vel
hefur hann unað sér í Bolungar-
vík, sem löngum hefur verið vígi
sókndjarfra sjómanna. — Oddur.
— Kaupstefnan
Framh. af bls. 3
í Leipzig hér, Kaupstefnan, af-
hendir kaupstefnuskírteini, sem
jafngilda vegabréfsáritun og veit
ir allar upplýsingar.
Viðskipti Islands og Austur.
Þýzkalands minnka
Holmelin gat þess, að viðskipti
Austur-Þýzkalands og íslands
hefðu dregizt saman að undan-
förnu, og kenndi hinum nýju efna
hagsráðstöfunum um. Fyrstu sex
mánuði þessa árs hefðu viðskipt-
in t. d. verið 30—40% minni en
a sama timabili árið áður. Væru
þó viðskipti þessara landa Is-
lendingum hagstæð, að áliti hans.
Þýzkur ræðismað-
j
ur á Patreksíirði
PATREKSFIRÐI, 13. ágúst. —
Mánudaginn 8. ágúst kom þýzka
eftirlitsskipið Poseidon. Flutti
það hingað þýzka sendiherrann
hr. Hans R. Hirschfeld í tilefni af
opnun ræðismannsskrifsitofu á
staðnum, og um leið innsetningu
hins nýja ræðismanns Friðþjófs
Ó. Jóhannessonar forstjóra, sem
skipaður hafði verið í það em-
bætti.
Hafði hinn nýskipaði ræðismað
ur boðið allfjölmennum hóp í um
boði þýzka sendiherrans til sam-
kvæmis um borð í skipinu kl. 17
til 19. Flutti þýzki sendiherrann
þar ræðu, tilkynnti hann skipan
hins nýja ræðismanns og ámaði
honum allra heilla í starfi, um
leið og hann þakkaði unnin störf
undanfarið vegna þjóðar sinnar.
Tilkynnti sendiherrann og að
Friðþjófur Ó. Jóhannesson væri
ennfremur kjörinn heiðursræðis-
maður fyrir Barðastrandarsýslu.
Friðþjófur Jóhannesson þakkaði.
Ennfremur flutti ávarp Árni G.
Þorsteinsson, oddviti og árnaði
hinum nýkjörna ræðismanni allra
heilla. Dvaldi fólk síðan við ríf-
legar veitingar til kl. 19. — Um
kvöldið hafði svo hinn nýkjörni
ræðismaður boð inni. — Trausti.
— Ibnrekendur
Frh. af bls. 20.
Þátttakendur ráðstefnunnar
eru:
Frá Danmörku: Formaður In-
dustriraadet, Aage L. Rytter,
forstjóri, varaformaður J. C.
Thygesen forstjóri, dr. techn. A.
N. Neergaard forstjóri, Axel
Odel framkvæmdastjóri, E. Car
stens skrifstofustjóri, E. Klæbel
skrifstofustjóri.
Frá Finnlandi: Formaður Fin-
lands Industriforbund B. Láng
‘hjelm aðalforstjóri, varafor-
maður Wald. Jensen konsul, fil.
dr. C. E. Olin framkvæmdastjóri.
Frá Noregi: Formaður Norges
Industriforbund A. Monrad-Aas
forstjóri, formaður fyrir Hjemme
industrigruppen, Paul Steenhoff
forstjóri, formaður fyrir Eksport
industrigruppen, Th. Arentz for-
stjóri, Knut Hald forstjóri, og
aðstoðarframkvæmdastjóri R.
Roem Nielsen.
Frá Svlþjóð: Formaður Sve
j riges Industriförbund Bror Lag-
ercrantz, Axel Iverot frarn-
kvæmdastjóri og Lennart Köm-
er forstjóri.
Frá fslandi: Formaður Félags
ísl. iðnrekenda, Sveinn B. Val-
fells, forstj. varaformaður, Axel
Kristjánsson forstjóri, Gunnar
J. Friðriksson íramkvæmdastj.,
Sveinn Guðmundsson fram-
kvæmdastjóri, dr. ing. Jón E.
Vestdal, forstjóri, Pétur Sæ-
J mundsen framkvæmdastjóri og
| Helgi Ólafsson skrifstofustjóri.
J Með -hinum erlendu gestum
eru konur þeirra, en þær munu
' m. a. heimsækja Reykjalund
meðan á ráðstefnunni stendur.
Agreiningur
Framh af bls 1
ráðizt harðlega á kínverska
kommúnista.
4. Frásögn rússnesku blaðanna
um hátíðahöld í Norður-Kóreu
í gær í tilefni þess að 15 ár
voru liðin frá því landið komst
undan yfirráðum Japana. í
frásögnum blaðanna var getið
um hópgöngu, þar sem borin
voru spjöld með myndum af
Marx, Engels, Lenin, Krúsjeff
og Kim II Sung, leiðtoga Norð-
ur Kóreu, en ekki m.innzt á
myndir af kínverskum leiðtog-
unum.
Áætlað er að Krúsjeff fari til
Norður Kóreu snemma í október.
J Ýmsir stjórnmálamenn Vestur-
veldanna spá því að hann muni
þá koma við í Peiping til að
reyna að draga úr ágreininginum.
Þakka innilega öllum þeim mörgu, sem sýndu mér
vinsemd og hlýhug með heimsóknum, gjöfum og skeyt-
um á sextugs afmæli mínu 12. þ. m.
%
Sveinn Sæmundsson.
Skrifstofur okkar
verða lokaðar frá hádegi í dag 17. þ. m. vegna
jarðarfarar.
H. ÓLAFSSON & BERNHÖFT.
Elskulegi maðurinn minn
ILLUGl GUÐBJARTUR SIGURÐSSON
Bolungarvík
andaðist í Sjúkrahúsi ísafjarðar má.nudaginn 15. ágúst.
Ilalldóra M. Sigurðardóttir, böm og tengdabörn
Útför föður okkar
KOLBEINS ÞORSTEINSSONAR
fyrrverandi skipstjóra
sem lézt á hjúkrunardeild Hrafnistu aðfaranótt 16.
ágúst, fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 19. ágúst
kl. 10,30.
Hrefna Kolbeinsdóttir, Þóra Kolbeinsdóttir
Baldur Kolbeinsson, Ágústa Kolbeinsdóttir
Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og jarð-
arför föðursystur okkar
SIGRlÐAR JÓNSDÓTTUR
frá Móhúsum, Stokkseyri
Valgerður Andrésdóttir, Magnús Andrésson
Innilegt þakklæti til allra er sýndu okkur hlýju og
vinarhug við andlát og jarðarför
GUÐRÚNAR HARALDSDÖTTUR
fiá Hrafnkelsstöðum.
Systkin hinnar látnu.
Þökkum hjartanlega auðsýnda samúð og vinarhug við
andát og jarðarför
ELfNAR VIGFÚSDÓTTUR
Brekastíg 12, Vestmannaeyjum.
Elinborg Pétursdóttir, tsleikur Jónsson,
Sigríður Pétursdóttir, Sigurður Sveinsson,
Jónína Pétursdóttir, Ólafur Jónsson,
börn og barnabörn.