Morgunblaðið - 23.08.1960, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 23. ágúst 1960
M O R r. TllV K L 4Ð1Ð
11
Sigurður A. Hiugnússon:
Rætur vestrænnar
leikmenntar
BARÁTTA grísku kirkjunn-
ar gegn elddansinum kemur
manni einkennilega fyrir
sjónir þegar þess er gætt að
meginpartutinn í helgihaldi
hennar á sér að einhverju
leyti heið.iar rætur. Sjálf
messan og ailar helztu hátíðir
orþódoxu kirkjunnar bera
sterkan keim af forngrísku
helgihaldi, en hafa fengið
kristilega gljáhúðun. Sama
máli gegnir um elddansinn.
Hann á sér miklu eldri og
dýpri rætur en sögnina um
helgimyndimar átta sem
björguðust úr brennandi
kirkjunni í Kostí fyrir rúm-
um 700 árum. Elddansinn er
í rauninni beint framhald
hinnar fornu dýrkunar Díó-
nýosar (Bakkusar), sem átti
frumheimkvnni sitt í Þrakíu.
í þessu samoandi er það fróð-
leg staðreynd að gríska orðið
„þrakía“ merkir „glóð“.
Siðurinn hefur að sjálfsögðu
tekið ýmsum breytingum í ald-
anna rás, sennilega mestum eft-
ir að elddansarararnir fluttust
búferlum frá heimkynnum sín-
um í Þrakíu. í Agía Elení er t. d.
slátrað lambi nú, en í Langadas
var hinn fornhelgi tarfur notað-
ur til fórnfæringar fram á sið-
ustu ár. Þesi tarfur var keyptur
fyrir sameiginlegt fé þorpsbúa í
ársbyrjun. Frá 18. janúar, daginn
fyrir hátíð heilags Aþanasíosar,
var honum beitt á sérstakan grös
ugan túnblett, þaðan sem hann
var sóttur að kvöldi 20. inaí. —
Hann var skreyttur rósasveigum
og blómum, á horn hans voru
sett logandi kerti, og síðan var
hann leiddur inn í þorpið í
broddi dansandi og syngjandi
fylkingar við dynjandi bumbu-
slátt. Hann var teymdur til kirkj-
unnar þar sem hann var bund-
inn til næsta dags, þegar hon-
um var fórnað með hátíðlegri
athöfn og blóði hans stokkið á
undirstöður kirkjunnar. Tarfur-
inn varð að vera lýtalaus: svart
ur; eins, þriggja eða fimm vetra;
„fulikominn" (þ. e. ógeltur) og
ósnortinn af oki. Þessi þáttur há-
tíðahaldanna er samkynja fórn-
færingum Díónýsosar-hátíðanna.
Til skamms tíma var annar
þáttur hátiðahaldanna í þorpum
elddansaranna „heimsóknir“
helgimyndanna til nálægra
þorpa. Það var skýrt þannig að
dýrlingurinn þyrfti að heim-
sækja bræður sína í öðrum þorp
um. Þegar dansinum á eldinum
var lokið og „stynjendurnir"
voru í algleymi, dönsuðu þeir
með helgimyndirnar og blakt-
andi blys yfir fjöll og firnindi
við undirleik bumbunnar. Fjöll-
in bergmáluðu tónlistina og villt
an söng dansaranna, en blys
þeirra lýstu upp fjallvegina í
stjörnubjartri næturkyrrðinni.
Áður fyrr var það líka einn þátt
ur í sjálfum elddansinum að
„stynjendurnir“ hlupu út í
skóga eða upp á fjöll, en komu
svo aftur og héldu áfram dans-
inum á eldinum fram til dögun-
ar. Eitt af höfuðeinkennunum á
dýrkun Díónýsoar vai „leiðslan"
eða „æðið“ sem greip konurnar
í föruneyti guðsins, svo þær
dönsuðu um skóga og fjöll með
blaktandi blys við djúpa tóna
flautunnar og bumbunnar.
Þá má benda á átið og drykkj
una sem einkennir þessar hátíð-
ir. Það er hliðstætt hinum miklu
át- og drykkjuveizlum sem
fylgdu dýrkun Díónýsosar, þó nú
sé sennilega gætt meira hófs en
þá. Gríska orðið „orgía“ merkti
upprunalega „guðdómleg hrifn-
ing“ og var notað um þá sem
snortnir voru af guðinum í
vímu víns, dans og tónlistar.
„Stynjendumir“ í Makedóníu
bera þó lítinn svip fyrirrennara
sinna í fornöld. Þeir lifa ein-
földu og ströngu lífi, eru guð-
hræddir og vinnusamir. Að vísu
eiga þeir nokkuð af því ofstæki
sem einkennir slíka söfnuði, elia
gætu þeir sennilega ekki dansað
á glóðunum. Reglur bræðralags-
ins eru strangar og krefjast ai-
gerrar hlýðni við leiðtogann,
lingurinn eyði ykkur ekki“ og
allir viðstaddir reyna að rifja
upp misgerðir sínar til að bæta
fyrir þær.
Áður fyrr er sagt að „styrjend
urnir“ hafi verið sértrúa’rf .okku
í víðtækara skilningi en þeir eru
nú. Þá var kónaki helgidómur
þeirra, þar sem ljós brann árið
um kring. Þeir sóttu ekki kirkju
nema á hátíð Konstantínosar og
skriftuðu ekki fyrir prestum
kirkjunnar. Þorpsbúar litu á
„stynjendurna" sem „Guðs út-
valda", er væru yfir þjón,
kirkjunnar hafnir. Þeir voru
beinu sambandi við dýrlinginn,
og hann sagði þeim fyrir verk-
um. Þeir höfðu engar rifaðar
heimildir eða arfsagnir, en sið
urinn gekk munnlega frá kyn-
slóð til kynslóðar. Leiðtoginn
lék í rauninni hlutverk prests í
söfnuði sínum, stjórnaði helgi-
haldi og tók menn til skrifia. Þá
er og sagt að „stynjendurnir"
hafi gegnt hlutverkum lækna,
Presturinn vígir vatnið í Agía Eleni. Til vinslri helgimyndirnar.
Elddans í l\lakedóniu IV.
sem er meðalgöngumaður milli töframanna, haft upp á þjófum
dýrlingsins og safnaðarins. Leið-
toginn velur venjulega sjálfur
eftirmann sinn og fer þá fyrst og
fremst eftir heiðarleik mannsins,
tryggð hans við fornar venjur,
hæfileikum hans til leiðsagnar
og lífsferli hans. Hann vígir
hinn verðandi leiðtoga inn I
leyndardóma bræðralagsins og
þjálfar hann í nokkur ár. Þeir
sem ætla sér að dansa á eldin-
um verða að iðka föstur og bind-
indi um ákveðinn tíma. „Dýr-
lingurinn ikýs aldrei vonda
menn“. Sé ekki allt með felidu
um dansarann, kemur þ ið strax
í ljós þegar hann nálgast eldinn.
Falskir dansarar brenna sig á föt
unum eða verða fyrir tauga-
áfalli.
Elddansinn er árleg nauðsyn til
og illræðismönnum með töfra
brögðum og rekið burt drauga
þar sem þeir voru tii trafala.
Þeir voru líka boðnir í brúð-
kaup tii að tryggja farsæld
hjónabandsins, látnir vígja ný
hús, og þannig mætti lengi telja.
Haft er fyrir satt að þeir sem
áður ryirr hafi gert gys
að „stynjendunum“, haíi verið
drepnir með köldu blóði.
Það sem er hins vegar for-
vitnilegast fyrir Evrópuþjóða
yfirleitt er sú staðreynd, að í
hinum einkennilegu siðum
„stynjendanna“ í Makedóníu
höfum við í rauninni rætur vest-
rænnar leikmenntunar. Dýrkun
Diónýosar varð í Aþenu upphaf-
ið að hinum miklu grísku leik-
húsverkum sem enn gnæfa yfir
lagðar í munn. Þessi atriði sjá-
um við enn í elddansinum. Sjálf-
ir elddansararnir eru hliðstæður
kórleiðtoganna, en „stynjend-
urnir“, sem ekki dansa á eldin-
um heldur dansa kringum hann
og syngja, eru hliðstæður kórs-
ins í forngrískum leikhúsverk-
um.
★
Enn hefur engin fullnægjandi
skýring verið gefin á elddansin-
um. Læknar og sálfræðingar
hafa rannsakað fyrirbærið. en
ekki fundið neina senni’ega
skýringu. Út yfir tók þó, þegar
nokkrir „stynjendanna‘“ döns-
uðu á glóðinni í ullarsokkum,
bæði árið 1939 og 1953, og sokk-
arnir sviðnuðu ekki einu sinni,
en vasaklútar sem kastað var á
eldinn samtímis fuðruðu upp á
svipstundu. Nokkur pör slíkra
sokka eru nú geymd á safni
læknaakademíunnar í Aþenu.
Elddans er ekki óalgengt fyrir
brigði, þó hann sé lítt þekktur
í Evrópu. Á fjórða tugi aldar
innar kom fakírinn Kuda Bux
til Lundúna og dansaði þar á
glóðum undir ströngu eftilrlifi
vísindamanna. Tveir áhugamenn
reyndu að leika það eftir hon
um, en skaðbrenndust. Hiti glóð
arinnar mældist 430 gráður á
celsius. Einn daginn þegar fak-
írinn hafði dansað yfir glóðina
að venju, neitaði hann að endur-
taka dansinn á þeirri forsendu
að eitthvað hefði brostið inni i
Hinum helga tarfi slátrað í Langadas.
að tryggja velfamað bræðra-
lagsins og þorpsbúa yfirleitt.
Falli hann niður af einhverjum
orsökum má búast við drepsótt-
um eða öðru óárani. Einnig er
litið á það sem bendingu dýr-
lingsins um að leyndar syndir
’hrjái bræðralagið eða þorpsbúa.
Þess vegna hrópa dansararnir
oft meðan á dansinum stendur:
„Bætið fyrir óréttlætið, svo dýr-
aðrar leikbókmenntir. Sú þróun
átti sér langa sögu, en hún hófst.
með hinu einfalda formi kórleið-
togans og kórsins (á grísku þýð-
ir orðið „kóros“ dans og ovðið
„tragúdía" (tragedía) söngur).
Kórleiðtogarnir voru hinir eigin-
legu leikarar, en kórinn, sem
táknaði rödd almennings, dans-
aði kringum þá og altarið syngj-
andi línurnar sem honum voru
sér. Þetta má vitanlega skýra
svo, að einbeiting viljans hafi
gert honum kleift að dansa á
eldinum, en þegar hún bilaði
hafi hann ekki verið þess megn-
ugur lengur. Þess ber líka að
geta að fakírinn var mjög ná-
kvæmur um lengd glóðarinnar
Hann varð að komast yfir hana
í ákveðnum fjölda skrefa.
Elddansinn er einn angi þeirra
fjölbreytilegu trúarbragða sem
hafa að markmiði sameiningu
við guðdóminn í vímu fullkom-
ins algleymis eða hrifningar. Til
biðjendur Díónýsosar trúðu á
holdtekju guðsins í sjálfum sér
þegar þeir átu kjötið af hinum
heilaga tarfi. „Stynjendurnir"
eru gripnir af dýrlingnum þegar
þeir dansa á eldinum og þeir fá
nýjan kraft þegar þeir neyta
hins fórnfærða tarfs eða lambs.
Skýring þeirra á því, hvers
vegna þeim verður ekki meint
af elddansinum er sú, að neilög
Helena, móðir heilags Konstant-
ínosar, hlaupi á undan þeim með
vatnskönnu og kæli glóðina. öll
trúarbrögð þessarar tegundar
eru tengd tónlist, dansi og al-
gleymi. Þau er að finna meðal
frumstæðra þjóðflokka í ástral-
íu, Afríku, Norður-Ameríxu, á
Kyrrahafseyjum, í Indlandi og
víðar. Hin foma dýrkun á Attis
og Kybele í Egyptalandi er ná-
skyld helgihaldi „stynjendanna”.
Sama er pð segja um kristinn
sértrúarflokk í austurhluta Eúss
lands, hina svokölluðu „Kristí”,
sem trúa því að Kristur taki sér
bólfestu í karlmönnum safnað-
arins og María mey í kvenfólk-
inu, eftir að þau hafa verið
tilbeðin með trylltum dans'. sem
kallar fram algert algleym?.
Erfitt er að spá nokkru um
það, hve lengi elddansinn í Make
dóníu muni haldast við lýði.
Margt bendir til þess að dagar
hans séu senn taldir. Einangrun
þorpanna hefur verið rofin, frið-
helgi hinna fornu siða er á bak
og burt. Ferðamenn drífur að
hvaðanæva til að skoða þetta
einkennilega fyrirbæri, og
„Stynjendurnir" eru órólegir
vegna þess að helgihald þeirra
er orðið sýningarvara og kann
smám saman að týna alvörunni.
Margir þeirra líta með söxnuði
til þeirra daga þegar elddansinn
fór fram fyrir luktum dyrum.En
við, sem urðum sjónarvottar að
tilbeiðslu þeirra, erum þakklát-
ir fyrir einstæða reynslu sem
gaf okkur gleggri skilning á upp
tökum merkilegs þáttar í menn-
ingu okkar.
Brúin á Mióu*
sundinn fullgerð
STYKKISHÖLMI, 18. ágúst: --
Brúin á Mjósundum milli Helga-
fellssveitar og Eyrarsveitar er nú
fullgerð og er nú verið að ýta
að henni. Er það talsverður kafli,
sem þarf að keyra ofan í af hraun
grýti til þess að ná yfir í brúna
og er það sérstaklega langur kafli
Helgafellssveitarmegin. Hvort
þessu verður lokið í haust skai
ósagt látið en það mun vera ætl-
unin, enda lang bezt allra hluta
vegna að ljúka því af.
Við þessa brú styttist vegur-
inn í Grafarnes að verulegum
mun, og þar að auki verður-þetta
miklu betri vegur. Vegurinn
frá brúnni og inn í gegnum um
hraunið er þegar hafinn og hefur
verið lagður nokkurn spöl