Morgunblaðið - 23.08.1960, Blaðsíða 19
Þriðjudagur 23. ágúst 1960
HORCVTSBLAÐIÐ
19
— American
Framh. af bis. 6.
ur til upplýsinga, og tónustarmið-
sitöðina, sem hún hefur rekið síð-
an 1951. Einnig er stofnunin oft
verndari listsýninga O'g tónleika,
sem Norðurlandabúar halda í
Bandaríkj unum. Og ýmsa aðra
starfsemi og milligöngu hefur
hún með höndum, sem of langt
yrði upp að telja.
Mr. Strong sagði að þetta væri
sín fyrsta ferð til Norðurlanda
sem framkvæmdastjóri American
Scandinavian Foundation. Þegar
félagið var stofnað fyrir 50 árum
stóðu Norðurlönd mjög framar-
lega á bókmenntasviðinu, enda
mest byggit á þeirri hlið, en nú tel
ur mr. Strong að e.t.v. hafi listum
og listiðnaði á Norðurlöndum
ekkí verið sýndur sá sómi sem
ástæða er til. Hann hélt heim-
leiðis í gærkvöldi.
A LAUGARDAGINN leysti
Axel Kvaran, lögregluþjónn,
það þrekvirki af hendi, af
synda frá Nesvíkurbotni í
Brautarholtsborg á Kjalar-
nesi að Loftsbryggju í Reykja
víkurhöfn.
Vegalengdina, 9600 metra,
synti Kvaran á 3 klst. og 57
mínútum. í fyrra synti Eyj-
Axel Kvaran syndir
Kjalarnessund
ólfur Jónsson þessa sömu leið
og var þá 4 klst. og 26 mín.
á leiðinni.
Björgunarbátur Slysavama
félagsins Gísli Johnsen, fylgdi
sundmanninum eftir á sund-
inu, en áhöfn bátsins var:
Sigurður Teitsson, skipstjóri
og Guðmundur sonur hans,
Jóhannes Briem, Hálfdán
Hendriksson, Eyjólfur Jóns-
son og Pétur Eiríksson.
Sundmaðurinn synti að
mestu bringusund, en brá
annað slagið á hliðarsund og
baksund.
Sund þetta hefur hlotið
nafnið Kjalarnessund og er
það 2100 metrum lengra en
Drangeyjarsund.
Bessastaðasund.
Þrír lögregluþjónar úr
Reykjavík syntu sl. miðviku-
dag yfir Skerjafjörð eða hið
svo nefnda Bessastaðasund.
Axel Kvaran synti yfir
Skerjafjörð í annað sinn, en
auk hans voru Hellert Jóhann
esson og Raymond Steinsson.
Alls hafa 13 manns synt
Bessastaðasund yfir Skerja-
fjörð og þar af 11 lögreglu-
þjónar úr Reykjavík.
Enska knattspyrnan
FYRSTA UMFERÐ ensku deild-
arkeppninnar fór fram sl. laugar-
dag og urðu úrslit leikjanna þessi:
1. deild
Aston Villa — Chelsea ......... 3:2
Eolton — Birmingham ........... 2:2
Burnley — Arsenal ............. 3:2
Fulham — Cardiff .............. 2:2
Leicester — Biackpool.......... 1:1
Manchester U. — Blackburn...... 1:3
N. Forest — Manchester City ... 3:2
Preston — Newcastle .......... 2:3
Sheffield W. — W.B.A. ......... 1:0
Tottenham — Everton ........... 2:0
Wolverhampton — W. Ham......... 4:2
2. deild
Bristol Rovers — Middlesbrough 2:3
Charlton — Scunthorpe ......... 1:1
Derby — Brighton ............. 4:1
Huddersfield — Luton........... 1:1
Leyton Orient — Ipswich ....... 1:3
Liverpool — Leeds............... 2 0
Norwich — Sheffield U. .....„.. 1:1
Plymouth — Stoke ............ 3:1
Portsmouth — Lincoln ........ 3:0
Rotherham — Southampton ....... 1:0
Sunderiand — Swansea .......... 2:1
3. deild
Bamsley — Coventry ........... 4:1
Bournemouth — Q.P.R............ 1:0
Bradford City — Bristol City .. 2:0
Brentford — Tranmere .......... 4:1
Colchester — Hull............ 4:0
Grimsby — Chesterfield ........ o :0
Newport — Reading.............. 5:2
Port Vale — WalsaU ............ 1 :i
Southend — Bury ............... 0:2
Swindon — Halifax ............. 1:1
Torquay — Shrewsbury .......... 2:0
Watford — Notts County ........ 2:2
4. deild
Aidershot — Manslieid .......„.. 2:0
Chester — GiUingham ........... 2:1
Crewe — Barrow ................ 0:1
Crystal Paluce — Accrington ... 9:2
Dariington — Doncaster......... 1:0
Bxeter — Carlisle ............. 0:0
Oldham — Northamton ........... 1:2
Peterborough — Wrexham ....... 3:0
Southport — Hartiepools ....... 2:0
Stockport — Rochdaie .......... 1:0
Workington — Bradford......„... 1:3
York — Millwail.............. 3:2
Ekki er hægt að segja að úrslit
leikja í I. og II. deild hafi komið
svo mjög á óvart þegar undan-
skilið er tap Manchester United
á heimavelli. Nýju liðunum í I.
deild Aston Villa og Cardiff gekk
vel og má reikna með að þau
veiti and.stæðingunum harða mót-
spyrnu.
Athyglisvert er hve Derby,
Portsmouth og Plymouth gekk
vel, en öll þessi lið voru í fall-
hættu mestan hluta af síðasta
keppnistímabili. — Reikna má
með að keppni í III. deild verði
mjög tvísýn. Nýju liðin úr IV.
deild virðast sterk en aftur á
móti gekk liðunum sem féUu úr
II. deild, Hull og Bristol City,
illa. Sterkustu liðin í IV. deild
Crystal Palace og Peterborough
unnu auðveldlega enda kepptu
þau bæði við lið, sem féllu nið-
ur úr III. deild.
Akraiiesbátar
AKRANESI, 22. ágúst. — Dekk-
báturinn „Síldin" kom úr róðri í
gærmorgun með fjórar stórlúður,
sem vógu samtals 770 pund.
„Síldin" fékk einnig 1 tonn af
skötu í þessum róðri.
Dragnótabáturinn Hilmir kom
sama morgun með 860 kg. af
rauðsprettu og 800 kg. af þorski
og ýsu. Fékkst þetta í 11 togum.
Mb. Ólafur Magnússon kom
heim af síldveiðum á sunnudag
s.l. og mb. Sigurður og Sigrún
eru væntanleg í kvöld. —Oddur.
- ÍÞRÖTTIR
Bæjakeppni:
Hafnarfjörður
— Köpavogur
í KVÖLD hefst á Hörðuvöllum
í Hafnarfirði bæjakeppni í frjáls
um íþróttum milli Hafnarfjarð-
ar og Kópavogs. Keppnin hefst
kl. 8 e. h. og verður í kvöld
keppt í eftirfarandi greinum:
100 m hlaupi, langstökki, þrí-
stökki, kúluvarpi og 4x100 m
boðhlaupi.
í bæjakeppninni er keppt í 11
greinum og heldur kepninni
áfram á morgun og hefst á sama j
tíma. Tveir keppendur eru frá |
hvorum aðila í hverri grein. —j
Þetta er í annað sinn, sem þessi j
' bæjakeppni fer fram, en i x'yrra
unnu Hafnfirðingar.
— Skagamenn
Framh. af bls. 18.
góð tækifæri. Þórður skaut þrisv
ar að markinu, en knötturinn
lenti ýmist í markmanninum eða
varnarleikmanni, og Jóhannes
átti opið tækifæri á 40. mín. er
hann komst inn fyrir, en Geir
bjargaði með úthlaupi. Framm-
arar voru daufir í þessum leik og
vantaði liðið algerlega hina nauð
synlegu leikgleði'til þess að árang
ur næðist í knattspyrnukappleik.
Skagamennirnir börðust aftur á
móti og það gerði gæfumuninn.
— Valur vann
Framh. af bls. 18.
dæmir réttllega vítaspyrnu.
Matthías hefir meiðst og haltr-
ar útaf en Hjálmar Baldursson
kemur inn i staðinn. Björgvin
tekur vítaspyrnuna en Heimir
ver glæsilega.
Á 37. min. kemst Björgvin
framhjá Herði og ætlar að lyfta
knettinum yfir úthlaupandi
markmann, en of hátt og knött-
urinn fer yfir þverslána. —
Skömmu fyrir lok hálfleiksins
ætlar Gunnar Gunnarsson að
skalla knöttinn og hleypur upp
á bakið á Hólmbert með þeim
afleiðingum að Hólmbert verð-
ur að yfirgefa völlinn. Einar
Magnússon kemur inn á fyrir
Hólmbert.
1 byrjun sfðari hálfleiks sótti
ÍBK nokkuð ó og á 5. mín. gaf
Guðmundur knöttinn til Þór-
halls, sem var í dauðafæri en
hitti ekki knöttinn. Fimm mín-
útum síðar á Valur innkast á
hægra kanti. Hilmar kastar til
Bergsteins, Sem stendur einn og
óvaldaður á vítateig. Bergsteinn
tók nokkur skref áfram og skaut
fremur lausum bolta í hendur
Heimis, sem missir knöttinn inn
í markið.
Klaufaskapur bæði hjá vöm
og markmanni. —
Bæði liðin eiga nokkur mark-
tækifæri. Björgvin spyrnir fram-
hjá af góðu færi og sama er
að segja um Högna. Á 23. mín.
liggja tveir Valsmenn í valnum.
Hjálmar er borinn út af. Berg-
steinn rís upp aftur og haltrar
það sem eftir er leiksins. Þrátt
fyrir þetta áfall í liði Valá tekst
Keflvíkingum ekki að jafna. —
Högni brennir af úr dauðafæri á
markteig og Skúli á þrumuskot,
sem Gunnlaogur ver í horn. —
Leiknum lauk án þess að fíeiri
mörg væru skoruð.
Eftir tækifærum beggjan lið-
anna, hefði markatalan getað
orðið hærri ,en eftir gangi leiks-
ins í heild er sigur Vals sann-
gjarn. Valsmenn voru mun fljót-
ari á knöttinn. Þeir tóku flesta
skallabolta. Gunnlaugur var
öruggur í markinu. Björn Júlíus-
son sterkur á miðjunni og Gunn-
ar Gunnarsson góður í stöðu
vinstri framvarðar. í framlín-
unni var Bergsteinn leiknastur
og Bragi vann mikið. —- Lið
ÍBK náði aldrei saman í þessum
leik. Mestan hluta fyrri hálf-
leiks stóð Skúli úti á kanti og
horfði á leikinn, en Þórhallur
réð ekki v.ð stöðu miðfram-
herja þrátt fyrir dugnað og
hörku. Sterkasti maður varnar-
innar var Sigurfinnur vinstri
bakvörður og Einar, sem kom inn
á í stað Hólmberts, átti góðan
leik. B. Þ.
— Félagsheimili
Framh. af bls. 3
hefði. Kaupfélaginu hefði þyl
þótt vel til fundið að gefa fé-
lagsheimilinu hljóðfæri.
Síðasti ræðumaður var séra
Sveinbjörn Högnason. Minntist
hann eins og fyrri ræðumenn á
hinar miklu framfarir, sem hér
hefðu orðið og framtíðarmögu-
leika í hreppnum.
Að lokum þakkaði Páll oddviti
ræðumönnum og las síðan upp
skeyti, sem borizt höfðu. Siðan
voru borð upp tekin og dans stig-
inn fram eftir nóttu.
Var vígsluhátíð þessi öll hin
hátíðlegasta og Hvolhreppingum
til mikils sóma.
G.E.
Notið sjóinn
og sólskinið
— Bennó
íbúð til sölu
Fjögurra herb. jarðhæð við Gnoðavog til sölu. —
Sér inngangur, sér hiti. — íbúðin er í ágætu standi,
laus nú þegar og selzt með mjög góðu verði og
. skilmálum.
Nánari upplýsingar gefur ,
Máll'hitningsskrifstofa
INGl INGIMUNDARSSON HDL.
Vonarstræti 4 II. hæð. — Sími 24753
Eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma,
PÁLÍNA SIGRÍÐUR STEINADÓTTIR
andaðist að Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund 21. þ.m.
Jarðarförin auglýst síðar.
Þórhallur Baldvinsson
Halldór Þórhallsson, Þórunn Mey vatnsdóttir
og barnabörn
Sonur okkar
HALLDÓR RUNAR
sem andaðist 19. þ.m. verður jarðsunginn frá Fossvogs-
kirkju miðvikudaginn 24. ágúst kl. 10,30.
Ingibjörg Halldórsdóttir, Torfi Guðbjartsson
Jarðarför föður okkar
IRIÐLEIFS ÞÓRÐARSONAR
sem lézt 17. þ.m. íer fram frá Fossvogskirkju miðviku-
daginn 24. þ.m. kl. 3.
Börn hins látna
Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við fráfall og
jarðarför
KRISTJÖNU ÞORSTEINSDÓTTUR
Strandgötu 28, Neskaupstað.
Jóhann Sigurðsson, Þorsteinn Jónsson,
Ólafur Jónsson, Steinunn Jónsdóttir
Baldvin Jónsson, Axel Þorsteinsson
Þökkum innilega auðsýnda vináttu og samúð við and-
lát og jarðarför systur okkar,
GUÐRtJNAR ST. JÓNSDÓTTUR
Valgerður Jónsdóttir, Guðjón Kr. Jónsson
Þökkum hjartanlega auðsýnda samúð og vinarhug vlð
andlát og jarðarför mannsins míns, föður, tengdaföður
og afa
GÍSLA JÓNS GÍSLASONAR
frá Hjaltastaðahvammi.
Guð blessi ykkur öll.
Helga Guðmundsdóttir,
Ingunn Gísladóttir, Guðrún Gísladóttir,
Jón Björnsson, Baldur Jónsson,
Gísli Jónsson, Björn Jónsson.
Þökkum inniiega öllum þeim, er sýndu okkur samúð
og vinarhug við andlát og jarðarför móður okkar,
tengdamóður og ómmu
JÓHÖNNU ÁRNADÓTTUR
Börn, tengdabörn og barnabörn(