Morgunblaðið - 23.08.1960, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 23.08.1960, Blaðsíða 13
Þriðjudagur 23. ágúst 1960 MORCUTSBLAÐIÐ 13 — Aldarminning Frh. af bls. 9 á aldarafmæli hans, víða minnzt með þakkarhug. Og gömul sókn arbörn Hjarðarholtsprestakalls munu lengi minnast hins aðsóps mikla klerkrs, heimilis hans, konu og barna. Það var bjart yfir Hjarðarholti í tíð séra Ól- afs og fjölskyldu hans. Þrjú börn síra Ólafs og frú Ingibjargar eru á lífi: Páll kaup maður, lengi búsettur í Færeyj- um, Kristín læknir, kona Vil- mundar fyrrv. landlæknis Jóns- sonar, og Ásta, kona Ólafs hrepp stjóra Bjarnasonar í Brautar- holti. En látin eru: Jón Foss læknir (d. 1922) ög Guðrún (d. 1918), fyrri kona Björns pró- fasts Stefánssonar á Auðkúlu. Jón Guðnason. ÚTSVARSSKRÁ 1960 Skrá um aðalniðurjöfnun útsvara í Reykjavík árið 1960, liggur frammi til sýnis í gamla Iðnskólanum við Vonarstræti frá þriðju- degi 23. þ.m. til mánudags 5. seotember n.k., alla virka daga kl. 9 I.h til kl. 5 e.h,laugardaga þó kl. 9—12 f.h. Útsvarsseðlar verða bornir heim til gjaldenda næstu daga. Athygli skal vakin á því, að á útsvarsseðlum gjaldenda eru inn- borganir fram til 13. þ.m. dregnar frá álögðum útsvörum og er gerður fyrirvari um skekkjur, sem kunna að hafa orðið. Tekið skal þó fram, að af mcrgum ástæðum getur farizt, fyrir, að gjaldseðill komi í hendur réttum viðtakanda, en það leysir vitaskuld ekki undan gjaldskyldu. Frestur til að kæra yfir útsvörum er að þessu sinni til mánu- dagskvölds 5. sept. n.k., kl. 24, og ber að senda útsvarskærur til niðurjöfnunarnefndar, þ. e. í bréfakassa Skattstofunnar í Al- þýðuhúsinu við Hverfisgötu, fyrir þann tíma. Þeir, sem kynnu að óska eftir upplýsingum um álagningu út- svars síns, skv. síðari málslið 2. mgr. í 21. gr. útsvarslaganna, sendi skriflega beiðni til niðurjöfnunarnefndar fyrir sama tíma. Niðurjöfnunarnefnd verður til viðtals á skattstofunni kl. 9—12 fyrir hádegi og kl. 2—4 eftir hádegi alla virka daga, laugardaga þó kl. 9—12 f.h., meðan útsvarsskráin liggur frammi samkvæmt framansögðu. Borgarstjóraskrifstofan í Reykjavík, 22. ágúst 1960. Barnavinafélagið Sumargjöí óskar að leigja húsnæði fyrir ungbarna-dagheimili. Stærð 100—130 ferm., má jafnvel vera óinnréttað. Barnavinafélagið Sumargjöf Fornhaga 8 — Sími 16479. Matsveina og veitingaþjónaskólinn tekur ti lstarfa 5. september. — Innritun fer fram í skrifstofu skólans í Sjómannaskólanum 23. og 24. ágúst, kl. 2—4. — Sími 19675. SKÓLASTJÓRI Báfa og skipasalan Sem nýr 80 tonna stálbátur til sölu. — Allt í topp- standi. Mjög hagkvæmt verð og greiðsluskilmálar. BÁTA og SKIPASALAN Austurstræti 12, Ö2. hæð). Sími 3-56-39 Vér flytji yuum u ít Kápu- dragta- og kjólaefni Margskonar nýtízku snið og gerðir úr gerfisilki í marglitum prentuðum Fataefni úr gerfisilki í margtium prentuðum og ofnum mynstrum. Rykfrakkapoplin 100% bómull í nýtízku litavali mjög eftirsótt sérgrein. Vér væntum að fá að vita um hvers þér óskið. DEUTSCHiR INNEN - UNDAUSSENHANDEL TCXTIl BERLIN W 8 • BEHRENSTRASSE 4« DEUTSCHE DEMOKRATISCHE REP UBLIK HVAÐ ER VERÐMÆTI HLUTANNA ÚR AL MENNU INNBÚI, SEM ERU NÚ í SÝNINGAR GLUGGA MÁLARANS í BANKASTRÆTI? Getraun þessi á að vekja sérstaka athygli á, að verðmæti allra hluta hafa stórhækkað í verði síðustu mánuði. Hún á líka að minna á, að brunatryggingarupphæðin þarf að vera í samræmi við verðmæti inn- búsins. Margt fólk hefur ekki gert sér þetta ljóst, fyrr en það hefur misst eigur sínar í eldsvoða og hafið innkaup á ný fyrir tryggingar- upphæðina. VERÐLAUN K R. 5.000.- □ Sá þátttakandi, sem getur upp á réttu verðmæti fær í verðlaun kr. 5.000,— Q Ef fleri en einn senda rétt svar verður dregið milli þeirra um verðlaúnin. n Komi ekkert svar rétt fær sá verðlaunin; sem verður næst réttu svari. C3 Úrslit getraunarinnar verður auglýst í dagblöðunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.