Morgunblaðið - 16.09.1960, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 16.09.1960, Blaðsíða 2
2 MORGVNBLAÐIÐ Föstudagur 16. sept. 1960 Bærinn afsalar sér ekki rétti til ráðninga Rætt nm skiptivinnu í bæiarstjórn Á bæjarstjórnarfundi í gær urðu umræður um skipti- vinnu vörubílstjóra í Reykja- vík. Er forsaga þessa máls á þá leið, að í vor barst bæjar ráði erindi frá stjórn Þróttar, þar sem óskað var eftir auk inni skiptivinnu bílstjóranna hjá bænum. Var þessu erindi Þróttar vísað til Ráðningar- stofu Reykjavíkurbæjar. • TRUFLAR VINNU í umsögn sinni um þessa beiðni Þróttar tók Ráðningarstofan fram að sú regla hefði gilt að undan- förnu, að skiptivinna hefði verið framkvæmd yfir háveturinn, en taldi að ekki væri heppilegt, að hafa skiptivinnu um lengri tíma, m. a. vegna þess, að hún truflaði vinnu og samhæfni bílstjóra og verkamanna yrði ekki eins góð, ef skiptivinna væri. Treysti Ráðn ingarstofan sér því ekki til að mæia með breytingum á þessu. • EKKERT HEYRBIST FRÁ ÞRÓTTI Var þessi umsögn Ráðningar- — Kongó Frh. af bls. 1 sem í borginni væru, hefðu verið staðnir að því að útbreiða áróður í herbækistöðvum Kongóhers. — Væru menn þessir einungis borg aralega klæddir hermenn. Kvaðst Mobutu hafa fyrirskipað lokun rússneska sendiráðsins svo og sendiráða annarra kommúnista- ríkja og gefið öllum aðilum þeirra 48 klst. frest til að yfir- gefa landið. í morgun bárust þær fregnir gegnum Tass-fréttastofuna rúss- nesku, að Lumumba hefði hneppt Mobutu í fangelsi og hefði enn öll völd í landinu. — Fréttir þessar voru rangar. Berjasf fyrir utan griðastaðinn í nótt dvaldist Lumumba með Victor Lundula, herráðsforingja, £ Leopold-herstöðinni. 1 morgun var Lundula lokaður inni í þvottahúsi herstöðvarinnar, en Lumumba þá kominn í áttina til bækistöðva Sameinuðu þjóðanna. í dag voru gerðar tvær til- raunir til að ráða Lumumba af dögum. í fyrra skiptið reyndi Kongó-hermaður að kasta að honum handsprengju, en félagar hans öftruðu því. Síðar ógnaði annar Lumumba með vélbyssu, en hermenn frá Ghana afvopn- uðu hann. Er Lumumba var kominn und- ir vernd liðs Sameinuðu þjóð- itnna komu þar að tveir flokkar Kongóhermanna. Var annar fylgjandi Lumumba en hinn and- stæður. Lenti þessum flokkum saman í bardaga frammi fyrir griðastað Lumumba, en her- mönnum frá Ghana tókst að skilja þá um síðir. Hermenn fóru víða um götur Leopoldville í dag og hrópuðu ókvæðisslagorð um Lumumba. Hvítir fluttir Frá Elisabethvilie berast þær fregnir, að rólegra sé nú í Man- ono, þar sem barizt var í gær og fyrradag. Um 70 manns létu lífið í bar- dögunum, þar sem áttust við lög- reglumenn frá Katanga og fylgj- endur Lumumba. Er talið, að upphaf bardaganna hafi verið óknyttir 15 ára unglinga. — Lið Sameinuðu þjóðanna vann aðeins að brottflutningi hvítra manna úr héraðinu, og kvartaði stjórn Katanga mjög undan því að það hefði látið bardagana að öðru ieyti aískiptalausa. stofunnar send stjórn Þróttar snemma í júlí. Ekki bárust bæj- arráði eða bæjarstjórn nein svör frá stjórn vörubílstjórafélagsins og leið svo ágúst, að ekkert heyrð ist frá Þrótti í málinu. • DYLGJUR GUÐMUNDAR Á bæjarstjórnarfundi 1. sept. bar bæjarfulltrúi kommúnista, Guðmundur J. Guðmundsson fram tillögu þess efnis, að bær- inn léti vörubílstjórafélaginu Þrótti eftir að deila þeirri vöru- bílavinnu, sem bærinn þarf á að halda. Fylgdi hann þessari til- lögu sinni úr hlaði með harðorð- aðri ádeiluræðu, þar sem hann dylgjaði m. a., að þrálátur orð- rómur gengi um pólitíska mis- notkun í sambandi við ráðningu vörubíla í bæjarvinnu og ákveðn ir starfsmenn, eins og hann orð- aði það, hefðu þessa ráðningu að féþúfu. • GEKK TREGLEGA Á fundi bæjarstjórnar í gær lá fyrir tillaga fiá stjórn Þróttar, sem gekk mjög í sömu átt og þessi tillaga Guðmundar. Auður Auðuns, borgarstjóri, flutti ítarlega ræðu á fundinum og rakti gang málsins frá upp- hafi. Benti borgarstjóri á hina ein kennilegu málsmeðferð, sem aug- sýnilega væri gerð í þvi eina augnamiði, að koma af stað póli- tísku moldviðri og virtist sem bæjarfulltrúanum hefði gengið treglega að fá stjórn vörubílstjóra félagsins til þessa leiks með sér. Þá tók frú Auður fram, að ekki kæmi til mála, að bær- inn afsalaði sér réttinum til að ráða vörubíistjóra í vinnu og seldi hann í hendur utan- aðkomandi aðila. Bar borgar- stjóri fram frávísunartillögu við tillögu Guðmundar J., og var sú tillaga samþykkt með 10 atkv. gegn 3. Hljómleikar Steinunnar S. Briem í kvöld EINS og áður hefur verið getið hér í blaðinu, mun Steinunn S. Briem halda tónleika í Þjóðleik- húsinu í kvöld kl. 8.30. Eru liðin 3 ár, síðan Steinunn efndi til sjálfstæðra tónleika á íslandi, en á Ítalíu kom hún fram opinber- lega 1957, 1958 og 1959. Einnig kom hún fram í Reykjavík sl. vor á tónleikum Musica Nova, þar sem hún lék „5 skissur fyrir píanó“ eftir Fjölni Stefánsson, en það verk var nýlega flutt á nor- rænu tónlistarhátíðinni í Stokk- hólmi. Á efnisskránni eru verk eftir Haydn, Schumann Chopin, Fauré og Cyril Scott. Símaklefar settir upp við Reykjavíkurhöfn HAFNARSTJORN hefur á fundi sínum fyrir skömmu samþykkt að semja við Landssmiðjuna um smíði á fjórum símaklefum, sem settir verða upp við Reykjavík- urhöfn. Verða þessir símaklefar til afnota fyrir sjómenn og aðra er störf hafa með höndum við höfnina. Þessir símaklefar verða úr aluminíum og smíði þeirra svo einföld, að hún mun ekki taka langan tíma. Hafnarstjóri hefur fullan hug á að framkvæmdum verði hraðað svo sem föng eru á, sagði Einar Thoroddsen, yfir- hafnsögumaður, Mbl. í gær. Það hefur verið ákveðið að einn þessara símaklefa verði efst á Faxagarði, annar fremst á Ing- ólfsgarði. við vitann, sem þar er. Þá verður þriðji kiefinn á Grandagarði, við togarabryggj una, þar sem Brimnes liggur nú bundið. Og fjórði símaklefinn verður sennilega settur upp á Ægisgarði. Fyrsti almenningssíminn við höfnina er nú kominn í hús það sem hafnarvogin á Grandagarði er. Þá er í ráði að setja síma- klefa upp í námunda við gömlu verbúðabryggjuna við Lofts- bryggju. Mjög aðkallandi er að slíkum almenningssímum verði komið upp við höfnina Tækin sjálí munu komin til landsins. og Ingvar efstir Ingi R. vann Svein Johannessen BIÐSKÁKIR úr 1. og 2. urmferð Gilfers-mótsins voru teíldar í Sjómannaskólanuim í gærkvöldi. Leikar fóru þannig úr fyrstu um- ferð, að Benóný vann Guðmund Lárusson, Ingvar vann Jónas og Arinbjörn og Guðmundur Ágústs son sömdu jafntefli án þess að tefla frekar. Biðskákir úr 2. umiferð fóru svo, að Ingi R. vann Svein Jo- hannessen og Ingvar vann Gunn- ar. Staðan í mótinu eftir tvær um- ferðir er þessi: 1.—2. Benóný Benediktsson og Ingvar Ásmunds son með 2 vinninga hvor, 3.—6. Arinbjörn Guðmundsson, Friðrik Ólafsson, Guðm. Ágústsson og Ingi R. Jóhannsson með 1% v. hver, 7.—8. Ólafur Magnússon og Svein Johannessen með 1 v. bvor og 9.—12. Guðm. Lárusson, Gunn ar Gunnarsson, Jónas Þorvalds- son og Kári Sólmundarson með engan vinning. í kvöld verður tefld 3. um/ferð í Sjómannaskólanum og hefst kV 7,30 e.h. Þá tefla saman: Ólatfur og Ingi, Ingvar og Friðrik, Benó- ný og Gunnar, Arinbjörn og Jón- as, Kári og Guðm. L. og Svein Johannessen og Guðm. Ag. Áhorfendum skal bent á að tíðar strætisvagnaferðir eru í ná- grenni Sjómannaskólans. Það eru leiðir 8, 9, 16 og 17. Gamli bíllinn þrjózkaðisf — og lögreglan handtók ökumanninn 10 ára og unnið allar sinar skákir HAFNARFIRÐI: — Þremur um- ferðum er nú lokið á afmælis- móti Taflfélags Hafnarfjarðar, en alls verða þær níu. í efstu sæt- unum eru Leifur Jósteinsson og Haukur Sveinsson, hvor með 3 vinning. Þó eru þeir Lárus Johnsen og Björn Þórðarson með IVz vinning hvor. Leifur Jósteinsson, sem er að- eins 10 ára gamall, hefur vakið allmikla athygli. Hann hefur unn íð allar sínar skákir, og það á móti sterkum skákmönnum svo sem Sigurgeir Gíslasyni, Birni Jóhannessyni og Stíg Herlufsen. Er hér vafalaust á ferðinni mikið skákefni. ÞING FRAMHALDSSKÓLA- KENNARA FULLTRÚAÞING Landssam- bands framhaldsskólakennara hefst í Gagnfræðaskóla Austur- bæjar kl. 4 e.h. í dag. Þingið sækja fulltrúar úr frramhalds- skóhim í öllum landshlutum. I FIRRINÓTT handtóku lögreglu þjónar tvo menn og eina stúlku, sem voru í þann veginn að aka af stað í bíl, er þau hugðust stelast á í ökuför. Þetta næturævintýri upphófst eftir dansleik í einu samkomuhús anna. Skyldi baldið til áframhald andi skemmtunnar í húsi einu í útjaðri bæjarins. Þar taldi ung stúlka sig ráða yfir húsnæði svo miklu, að hún bauð með hér 10 til 13 manns. Var þangað farið í þrem bílum. En öll áform ungu stúlkunnar um næturpartí fóru út um þúfur og gestirnir, sem allir höfðu hresst sig á brennivíni, urðu frá að hverfa. En þrennt hafði misst af bílnum og stóð eftir í nepju næturinnar. Þá sá annar mannanna hvar gamall bíll stóð. Hann fór inn í har.n, þvi hurðin var opin, og sá að kveikjuláslykilinn stóð í á sínum rétta stað. Hin tvö, sem með honum voru, komu nú líka inn í bílinn og hóf ökumaðurinn að reyna við gamla bílinn. En illa gekk að koma bílnum í gang. Eyra eigandans var næmt, hann vaknaði, og sá hverju fór fram í bilnum. Hann hringdi á lögreglustöðina. Brátt þustu á staðinn lögregluþjónn á bifbjóli og lögreglubíll. Var sá, sem ók á mótorhjólinu kominn að lítilli stundu liðinni. Gamli bíll- inn hafði stöðugt þrjózkazt við að fara í gang og er lögreglu- þjónninn reif upp hurðina, sat undir stýri bílsins ölvaður maður, Var hann ásamt félögum sínum handtekinn á stundinni. Að vörmu spori kom svo lögreglu- bíllinn og var fólkið flutt í hon- um á lögreglustöðina. ★ • ★ Þessi bíll var ekki sá eini, sem varð fyrir barðinu á óráðvöndu fólki þessa nótt. Bíl var stolið á Grímstaðaholti. Hann fannst benzínlaus í Skerjafirðinum og það tókst í gærdag að finna þá, sem þar höfðu verið að verki, tveir ungir menn, og hefur hvor- ugur þeirra bílpróf. S'NAIShnUr / SV 50 hnúfar & Sn/áhun* * ÚSi iSH. W’-J&Z'H-Z . 5 Stœði fyrir rúml. 100 bíla við Arnarhól LOKIÐ er að gera teikningar af stærsta bílastæðinu í Miðbænum og munu framkvæmdir hefjast eftir helgina við það. Höfnin hefur látið umferðar- nefnd bæjarins í té mikla ióð norðan Arnarhóls, þar sem eitt sinn var um það rætt að reisa nýja lögreglustöð Reykjavíkur. Á þessu nýja stæði við Amarhól verður pláss fyrir rúmlega 100 bíla. Með þvi verður hægt að láta mikinn fjölda bíla, sem nú nota aðliggjandi götur að hafn- arhverfinu sem stæði, fá þarna góðan samastað, um leið ætti um- ferðin að liðkast miög á nær- liggjandi götum. NÝR stormsveipur er nú við suð-vesturströnd Grænlands og veldur m. a. SV-roki (100 km á klst.) á veðurskipinu Bravo, sem er staðsett miðja vegu milli Hvarfs og Labra- dor. Sveipurinn hreyfist all- hratt, um 60 km á klst., norð- austur eftir og mun valda vax- andi S-átt hér á landi í nótt eða á morgun. er 21 st. hiti í Hamborg, 15 í London, 9 í Reykjavík og 12 í Brattahlíð. í New York var 20 st. hiti. Veðurspáút klukkan 10 í gærkvöldi. SV-land til Vestfjarða og SV-mið til Vestfj.miða: Vax- andi SA átt, stinningskaldi og allhvass og rigning með í annan stað er víðáttumik- m°!:gn*num- il en kraftlítil lægð yfir Bret- landseyjum, og veldur hún N- átt hér á landi og um austan- vert Atlantshaf. Eins og kortið ber með sér, Norðurland, NA-land. norð urmið og NA-mið: Hægviðii, síðan SA kaldi, skýjað. Austfirðir, SA-land, Aust- fjarðamið og SA-mið: Breyti- leg átt, skýjað.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.