Morgunblaðið - 16.09.1960, Blaðsíða 15
Föstudagur 16. sept. 1960
MOncTiNnr aoið
15
Frá flugsýningunni í Farnborough.
'1
Lightning
SAMTIMIS því, að flug-
sýningin stóð í Farnbor-
ough gerðu Bretar og
Bandaríkjamenn samning
sín á milli um nána sam-
vinnu um smíði þrýstilofts-
Véla, sem fara með marg-
földum hraða hlióðsins. —
Samvinna á þessu sviði er
báðum löndunum vafa-
laust mjög mikilvæg, því
mörg vandamál eru enn
óleyst, enda þótt þegar
hafi verið smíðaáar all-
margar flugvélategundir,
sem „brotið“ hafa hljóð-
múrinr
Á Farnborough-sýningunnl
voru margar brezkar þotuteg
undir sýndar, en óhætt er að
segja, að enginn þeirra hafi
vakið jafnmikla athygli og
Lightnig, nýjasta orrustu-
þota brezka flughersins. Mönn
um þótti nóg um, er Lightning
þaut yfir mannfjöldann, enda
þótt aðeins tæplega helmingur
hreyflaorkunnar væri notaður.
Hún mátti ekki „brjóta“ hljóð
múrinn þarna á sýningunni
vegna þess hve mikill hávaði
fylgir, en ekki var Lightning
langt frá „múrnum" og stund
um rak hún nefið alveg í hann.
Einn af sterku hlekkjunum
Lightning er nú öflugasta
orrustuþota brezka flughers-
ins. Hún er smíðuð bæðj sem
dag- og næturorrustuþota,
hefur flogið með meira en tvö
földum hraða hljóðsins og er
nú að verða einn af sterku
hlekkjunum í vörnum Atlants
hafsbandalagsins í Bretlandi.
Við fyrstu sýn virðist Lightn
ing ekki mikið annað en hreyfl
arnir tveir. En staðreyndin
er sú, að þessi litla þota er
búin margbrotnari og ná-
kvæmari mælitækjum og
vopnum en nokkur önnur
brezk eins manns orrustuþota.
Lightning hefur bæði stórar
vélbyssur og rakettur. — Og
stjórntækin eru það fullkom-
in, að flugmaðurinn getur gert
„blindandi“ árásir. Hann getur
elt uppi óvinaflugvél og grand
að henni án þess að sjá hana
nokkru sinni öðru vísi en í
mælitækjum sínum.
Með þreföldum hljóðhraða
Lightning getur flogið í
yfir 60,000 feta hæð og nær
hagkvæmustu flughæð á tæþ-
um þremur mínútum. Hrað-
inn er geysilegur og það var
skerhmtilegt að sjá fjórar
Lightning í einum hnapp
„reka nefið í hljómúrinn".
★ ★ ★
Enda þótt ekki sé langt liðið
síðan brezki flugherinn fékk
Lightning þoturnar og Eng-
lish Electri^ sé nú í rauninni
að hefja framleiðsluna fyrir
í
i.y
i'
Lightning-þotur í Farnborough.
rak nefift í hljóðmúrinn
alvöru eru Bretar langt komn
ir með smíði næsta þrepsins
í þessum stiga, sem aldrei virð
ist ætla að enda. Bristol 188
er í smíðum og þegar er kom-
ið á hana fluglag. Þessi þota
á að fljúga með þreföldum
hraða hljóðsins. Hún er srmð
uð úr nýrri blöndu af ryðfríu
stáli, soðin saman. Fyrsta 188-
þotan verður einkum notuð
við tilraunir varðandi „hita-
vandamálin" í flugi með marg
földum hraða hljóðsins.
Langur undirbúningur
188-þotan er frábrugðin
flestum bandarískum þotum,
sem smíðaðar hafa verið í svip
uSlum tilgangi, að því leyti, að
húh er ekki flutt upp í há-
loftin og sleppt þar frá stærri
flugvél. 188 getur hafið sig
til flugs af eigin rammleik.
Það er býsna langt síðan
undirbúningur var hafinn að
smíði 188. Upphaflega voru
gerðar tilraunir með margs
konar aluminiumblöndur. Eng
in reyndist þola hinn geysilega
hita, sem myndast við loftmót
stöðuna á margföldum hljóð-
hraða svo að horfið var frá
því að smíða 188 úr aluminium
eins og flestar aðrar þotur^
Þá voru hafnar tilraunir
með titaninum, en þær fóru
á sömu leið. Titianium rann-
sóknunum miðaði heldui ekki
nógu hratt. Loks var horfið
að stálinu. Löngu eftir að smíð
in var hafin náðist mjög góður
árangur með tveimur nýjum
stálblöndum. En það var of
seint fyrir þessa fyrstu þotu.
Nýja stálið verður notað í þær
næstu hafi ekki fundizt eitt-
hvað annað, sem betur reynist.
En aðeins með því að nota stál
telja sérfræðingar búk þotunn
ar tryggan í flugi með þreföld-
um hljóðhraða.
Jafnvel uppi í háloftunum
þar sem jafnan er hörku gadd
ur verður þotan um 200 stiga
heit að utan vegna loftmótstöð
unnar. Þess vegna verða kæli
tæki stór hluti af útbúnaði
hennar. Þar verður ekki
loftkæling, heldur verður
eldsneytið leitt í pípum til kæl
ingar bæði flugmanni og
stjórntækjum. h.j.h.
Þinnig verður 188.
Góður markaður fyrir
niðursuðuvörur
Verksmiójan á Bildudal endurbætt
BÍLDUDAL; 13. sept. — Rækju-
veiði mun hefjast hér núna eftir
helgina, en verksmiðjan hefur
ekki starfað síðan í júní. Verður
bæði unnið að hraðfrystingu og
niðursuðu. — Verksmiðjan hefur
verið mjög endurbætt í sumar að
vélakosti og frágangi öllum.
Undanfarið hefur verið mikill
og góður markaður fyrir niður-
suðuvörur, svo sem grænar baun-
ir, ket o. fl. Ný framleiðsla hefur
verið tekin upp, og er það fisk-
bollur og fiskbúðingar. í verk-
smiðjunni munu milli 40 og 50
manns starfa.
Pétur Thorsteinsson hefur land
að hér í síðustu viku 30 tonnum
af fiski. Einn bátur hefur róið
héðan með þorskanet, en afli
verið fremur tregur. mest 2 tonn
í lögn.
Smokkur í Arnarfirði.
Smokkurinn hefur gengið í
síðustu viku, og þar sem hann
er eftirsóttur í beitu, eru marg-
ir bátar farnir á smokkfiskaveið
ar, bæðj héðan og eins aðkomu-
bátar. Afli er þó ekki eins góður
enn og hann var í fyrra, mest
rúm 200 kg. á mann yfir nóttina.
Fyrir hvert kíló (fryst) fæst hæst
fjórar krónur. — H. F.
ðdýru prjúnavörurnar
seldar í dag eftir kl. 1.
UliarvörubúSin
Þingholtsstræti 3.
almennar
LOKAÐ
í DAG VEGNA FLUTNINGS
OPNUM
Á MORGUN í HINÚM NÝJU HÚSAKYNNUM
OKKAR í PÓSTIÚSSTRÆTI 9
ALMEItlNAR TRYG0INGAR HF.