Morgunblaðið - 16.09.1960, Page 20

Morgunblaðið - 16.09.1960, Page 20
20 MORGVNBLAÐIÐ Föstudagur 16. sept. 1960 11 Grænt Ijós Lloyd C. Douglas -11 mmmm^^mm essee. — Tveir tímar, eða kann- ski bara hálfur annar, ef þér spýtið í, sagði Brock. Sjálfur hafði hann ekki neitt að „spýta i“ og varð að treysta á fæturna. Clay Brock yngri, sem var ekki nema tuttugu og tveggja ára, en samt þunglyndur og órór, hafði síðustu tvo dagana — Par- ker til ánægju — reynt að kom- ast í kynni við hann. Ungi mað urinn var hár og grannvaxinn, alvarlegur, næstum undarlegur, hvort sem nú dapurleiki hans var meðfæddur, eða var afleiðing af lélegum klæðnaði og leiðinlegri vinnu. Parker forðaðist að spyrja Ungi maðurinn mátti sjálfur á- kveða, hvort hann vildi komast í frekari kynni við hann eða ekki. Frú Brock, sem stjórnaði öllu húshaldinu, var vafalaust raun- veruleg höfðingskona, og faðir hennar, hinn æruverðugi Gra- ham læknir, sem átti heima í þriðja húsi frá þeim i skuggsælu götunni, var vaíalaust einhver virðulegasti borgari bæjarins, ef trúa mátti Trumbull lögfræðingi. Frú Brock gaf sig stundum á tal við hann — því að í raun og veru hafði hún áhyggjur af þess um einmanna unga manni, sem ráfaði um, tilgangslaust, allan daginn og fór snemma í rúmið til að lesa og einu sinni hafði hún minnzt á bæði föður sinn, Graham gamla lækni, og bama barn hans, sem var hjá honum. Clara Brock var verulega hreyk in af þeirri stúlku. — Elisa hefur rödd, sagði hún eitt kvöldið, þegar þau sátu sam an á svölunum. — Ég á ekki við það, að sún syngi eitthvað skár en hinar telpurnar í kirkjukórn- um, heldur hefur hún góða rödd, og það er synd og skömm, að hún skuli ekki geta sýnt henni ein- hvern sóma. Pabbi sendi hana í þrjá vetur til Louisville, en nú eru tímarnir svo erfiðir, að hann getur það ekki í ár. Auk þess er hann ekki hraustur lengur — hann hefur þrjá um sjötugt — og hlýtur að hætta störfum áður en langt um líður. Okkur þykir öllum fyrir þvi, að hann skuli þurfa að fara þessar löngu ferð ir, í hvaða veðri sem er og á þessum hræðilegu vegum, um há- vetur. En þér skiljið sjálfsagt, hvernig þessu er varið. Þegar einn maður hefur verið læknir í fjörtíu og tvö ár á einum og sama staðnum, getur enginn fæðzt í heiminn eða yfirgefið hann án þess að hann þurfi að vera þar viðstaddur. Auk þess er hann illa stæður efnalega og get ur ekki gert meira fyrir Elísu. Svo er þetta líka vont fyrir Clay því að hann ætlaði sannarlega að'styrkja hann eitthvað, þegar þar að kæmi. Parker jánkaði því, að það væri leiðinlegt fyrir stúlkuna að geta ekki haldið áfram söngnámi sínu. — Aðalgallinn er, að Elísa þekkir ekki neinn, sem getur komið henni í samband við þá, sem hún þarf að þekkja til þess að geta komizt áfram á þessu sviði. Það kostar of fjár að efna til hljómleika á þann hátt, að þeir geti vakið athygli . . . En auðvitað . . . eins og hver önn ur móðir . . . hef ég ennþá meiri áhyggjur af Clay. Veslings dreng urinn hefur þrælað svo mikið, síðustu árin, til þess að ná stúd entsprófinu. — Er hann kominn svo langt? spurði Parker hissa. — Hann er svo unglegur, flýtti hann sér að bæta við. — Já, ég veit vel, að hann sýnist ekki neitt mikið á ytra borðinu, sem heldur ekki er von, eins og hann verður að vinna í eldhúsinu og við hvað sem fyrir kemur. Frú Brock ruggaði sér á- hyggjufull í stólnum. — Það er draumur hans að feta í fótspor pabba, og ég veit ekki, hvernig maður getur farið að því. Það eitt er víst, að það eyðileggur hann alveg að þurfa að snúast svona í öilu mögulegu eins og hann gerir nú. Ég held ég sjái mun á honum, dag frá degi . . . En hvað er ég að hugsa að fara ekl^j fram í eldhús . Fyrirgefið, að eg hef verið að þreyta yður með þessum fjölskyldu áhyggj- um. En ég fæ svo sjaldan tæki- færi til að tala um þær við aðra. Parker sagðist vel kunna að meta trúnað hennar. — En líklega hafa allir sínar áhyggjur við að stríða, sagði hún með viðkvæmu brosi um leið og hún stóð upp. — Það er trúlegt, svaraði Park er og opnaði bókina sína. Síðdegis næsta dag kom Elísa að heimsækja Klöru frænku sína. Parker hafði verið á göngu um bæinn og þegar hann kom inn í forstofuna, fann hann þær frænk ur í ákafa viðræðum. Frænka Elísu hefði nú vel getað kynnt þau, en hún lét sér nægja að senda honum bros í kveðju stað. Af þessu réð hann, að Klara Brock væri fús til að sýna gesti sínum alla kurteisi og jafnvel trúa honum fyrir einkamálum sínum — en svo heldur ekki meira. Að taka hann sem einn af fjölskyldunni var annað mál. En einmitt þetta sýndi gott uppeldi hennar og meðfædd hyggindi, fannst Parker. En þejta litla atvik fékk hon- um nokkurs óróa engu að síður. Hann varð að kannast við, ‘fyrir sjálfum sér, að dvöl hans hér í húsinu krefðist frekari greinargerðar . . . nema hann þá tæki það ráð að hafa sig á burt. Þegar hann kom í herbergi sitt, greip hann þrúgandi einmana- leiki. Svo sat hann lengi við gluggann og velti fyrir sér spurn ingunni, sem nú var búin að kvelja hann í, heilan mánuð. Ef til vill róaðist hann ef hann út- vegaði sér bækur og létist vera að lesa um eitthvað sér til fróð- leiks. En hvað átti það að vera? Á leiðinni hafði hann eignazt bækling, sem hét „Stöðuval". Það voru sjálfsagt til margar bækur um það efni. Rann ætlaði að skrifa til Chicago eftir nánari upplýsingum. Élísa gekk niður eftir götunni. Hann fór að hugsa um, að áhugi hans á henni stafaði eingöngu af því, að hann hefði ekki fengið að kynnast henni. Hefði Klara Brock kynnt hann ungu stúlk- unni, hefði hann sjálfsagt ekki hugsað um hana meir. En nú sár langaði hann til að kynnast henni. Þegar honum varð snöggvast litið á hana áðan, hafði hann séð, að hún var snotur og dökkhærð, og betur klædd en aðrar stúlkur, sem hann hafði séð í bænum. Hann hafði líka tekið eftir því, að þegar hún leit á hann, hafði það verið feimnislaust, sem benti til, að hún væri ekkj sá heimaln- ingur, sem vænta mætti, hér í Leeds. Hann fór að hugsa um, hvort það myndi ekki vera henni kvalræði að vera innilokuð á þessum stað. Ekki hafði nein á- nægja skinið út úr módökkum augunum; það eitt var víst. Næsta dag átti Elísa aftur er- indi við Klöru frænku, og Park- er hitti hana við útidyrnar, þeg ar hún kom. Augu þeirra játuðu að visu, að þau hefði sézt áður, en úr samtali varð ekki. Sama kvöld barði Clay yngri að dyrum hjá Parker. Þegar hon um var boðið inn, sagði hann, feimnislega: — Þegar ég var að setja nýja peru í lampann yðar í morgun, tók ég eftir þessari bók. Og svo benti hann á „Stöðu val“. Má ég fá hana lánaða þegar þér eruð búinn með hana? — Viljið þér ekki fá yður sæti? spurði Parker, vingjarn- lega. — Og bókina getið þér feng ið strax, ef þér viljið. Ég er bú- inn með hana. Eftir fáeina daga á ég von á heilu safni um sama efni, og það er yður velkomið að lesa líka, ef yður langar tii. Þér viljið gjarna fræðast um þetta, þykist ég vita. Kærið þér yður um að tala um það? — Ég vil nú síður vera að þreyta yður með mínum áhyggj um, hr. Parker. Ég er víst hvorki nýjung né einsdæmi á þessu sviði. Ég lauk stúdentsprófinu í júní. . . — Og hvað langar yður þá til að taka fyrir? — Læknisfræði. Hún er það eina, sem ég hef nokkurntíma haft áhuga á, en hinsvegar get ég ekki lagt stund á hana og unnið fyrir mér um leið, eða hvað? Parker hristi höfuðið, og sagð ist alltaf hafa heyrt, að lækna nám útheimti alveg sérstaklega andlega einbeitningu. — Og þessvegna verð ég að láta það lönd og leið, hélt Clay áfram ng yppti öxlum vonleysislega, — en hinsvegar held ég ekki að ég þoli vistina hér mikið lengur. — Það get ég vel skilið, svaraði Parker eftir langa þögn, því að hann hafði verið að strjúka á sér fingurna, rétt eins og hann væri að fara í þrönga hanzka — þetta var ávani hjá honum, ef hann var að íhuga eitthvað, sem krafðist vandlegrar umhugsunar. — Þér hafið vist heldur litlar framtíðarhorfur hér, er ég hrædd ur um . . . okkur veitir stundum erfitt að ákveða, hvernig við eig um að snúast við tilverunni . . . Þegar Parker leit upp og í augu unga * mannsins, tók hann eftir Skáldið og mamma litla 1) Þarf útvarpið að vera svona hátt 2) Já, annars heyri ég ekki .... stillt? 3) .... hvað ég er að lesa. AAeanwhile, in the shack } ... ( L I GOTTÁ \ýARN~MK TRAIL SOME WAY...MAVBE WltH tHIS PIECE OF WIRE I CAN REACH THAT w _ PEER HIPE f . WELL, I TRIEP TO KEEP TRAIL AWAY FROM HERE, BUT HE COME ANYWAY...I CAN'T LET HIM GlT__ NO FURTHER/ 1 THE ISLAND SEEMS PESERTEP, BUT l'P BETTER CRUISE AROUNP ANP TAKE A 6000 LOOf 0. —Eyjan virðist það er vissara að gaumgæíilega! manniaus, en rannsaka það — Jæja, ég reyndi að halda Markúsi héðan, en hann kom samt .... Ég get ekki leyft hon- um að koma nær! Á meðan, í kofanum. — Ég verð einhvernveginn að aðvara Markús. Ef til viii næ ég í elghúðina með bessum vír! því, að svipur hans lýsti óvenju legum áhuga, rétt eins og hann gæti sér þess til, að þarna byggi eitthvað eitthvað meira undir. Svo þögðu þeir báðir langa stuncL — Þakka yður kærlega fyrir, sagði Clay loksins og stóð upp. — Við tölum betur um þetta seinna, er það ekki? Parkera reyndi að gefa í skyn með rödd sinni, að hann væri bjartsýnn. — Það rætist einhvernveginn úr þessu öllu. Missið þér bara ekki móðinn . . . ég óska yður vel- geiígni og hamingju. — Þakka yður fyrir . . . sömu leiðis, sagði ungi maðurinn, og röddin var auðmjúk. Hvað átti drengurinn við? Kannski ekki neitt. Hann hafði sagt það kurteislega og blátt á- fram, eins og menn óska gleði legs nýárs eða því um líkt. Parker var það snöggvast á að öfunda drenginn, sem var svo dapur og bitur. Hann hló háðs- lega þegar hann minntist gömlu sögunnar um bersköllótta rakar- ann, sem bauð viðskiptavininum óbrigðult hárvaxtarmeðal. — Missa ekki móðinn! Guð minn góður! eÞgar bækurnar komu til Park ers síðdegis á laugardag, breytt- ist viðmót allra þarna svo mjög, að honum fannst hann sjálfur ekki vera sami maður og áður. Frú Brock, sem hafði ekki verið viðstödd þegar bækurnar komu, kom í dyrnar til þess að segja honum, að hún hefði fundið bóka skáp handa honum, og maður hennar kom inn til hans um kvöldið og sagðist vona, að hr. Parker ætlaði að dvelja hjá þeim áfram. Innileiki hans stakk mjög í stúf við hina formföstu fram- komu, sem hann hafði hingað til notað. Þegar Parker sat næsta morg un í sólskininu á svölunum með sunnudagsblaðið sitt, heyrði hann allt í einu eitthvert skrjáf. Klar Brock stóð frammi fyrir honum í svötrum, fornlegum silkikjól, sem var svo þröngur, að hann SHÍItvarpiö Föstudagur 16. september 8.00—10.20 Morgunútvarp (Bæn. — 8.15 Tónleikar. — 8.30 Fréttir. — 3.40 Tónleikar. — 10.10 Veöurfr.) 12.00 Hádegisútvarp. (12.25 Fréttir og tilkynningar). 13.15 Lesin dagskrá næstu viku. 13.25 Tónleikar: „Gamlir og nýir kunn íngjar". 15.00—16.30 Miðdegisútvarp. Fréttir kl. 15.00 og 16.00). 16.30 Veðurfregnir. 19.25 Veðurfregnir. 19.30 Operettulög. 19.40 Tilkynningar. 20.00 Fréttir. 20.30 A förnum vegi í Rangárþingi: Jón R. Hjálmarsson skólastjóri talar við tvo bændur, Hafliða Guðmundsson í Búð og Odd Odds • son á Heiði. 21.00 Tónleikar: Klarínettukvintett í A-dúr (K581) eftir Mozart (V. Ríha og Smetana-kvartettinn leika), 21.30 Utvarpssagan: ,,Barrabas“ eftir Pár Lagerkvist; II. (Olöf Nordal). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Kvöldsagan: „Trúnaðarmaður í Havana" eftir Graham Greene: XVIII. (Sveinn Skorri Höskulds- son). 22.30 I léttum tón: Kúbanska söngkon- an og píanóleikarinn Numidia leikur og syngur með Leiktríóinu. 23.00 Dagskrárlok. Laugardagur 17. september 8.00—10.20 Morgunútvarp (Bæn. — 8.15 Tónleikar. — 8.30 Fréttir. — 8.40 Tónleikar. — 10.10 Veðurfr.) 12.00 Hádegisútvarp. 12.50 Oskalög sjúklinga (Bryndís Sig- urjónsdóttir). 14.00 Laugardagslögin. (Fréttir kl. 15.00 og 16.00). 16.30 Veðurfregnir. 19.00 Tómstundaþáttur barna og ung- linga (Jón Pálsson). 19.25 Veðurfregnir. 19.30 Tilkynningar. 20.00 Fréttir. 20.30 Einsöngur: Paul Robeson syngur. 20.45 Smásaga vikunnar: ,,A fornum slóðum" eftir Nils Johan Rud, í þýðingu Jóns R. Hjáimarssonar (Gestur Pálsson leikari). 21.05 Tívolí-kvöld: Tippe Lumbye hljómsveitarstjóri stjórnar flutn ingi laga eftir afa sinn, Hans Christian Lumbye. 21.30 Leikrit: „Mauðurinn, sem átti hjarta sitt í Hálöndunum" eftir William Saroyan, i þýðingu Hall- dórs Stefánssonar. — Leikstjóri: Láruc Pálsson. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Danslög. 24.00 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.