Morgunblaðið - 24.09.1960, Side 1
20 siðc£r og Lesbók
Frá Allsherjarþinginu ■ gær:
Krúsjeff vill láta Hammarskjúld hætta
IÁstæða til að flytja aðalstóðvar
Sþ til Sviss9 Austurríkis
— eða jafnvel Moskvu
Lið Sþ i Kongó verði aðeins
notað til stuðnings Lumumba
Sameinuðu þjóöunum, New York, 23. sept. — (NTB-Reuter). —
1 LANGRI ræðu sinni á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóð-
anna hér í dag gerði Krúsjeff, forsætisráðherra Sovétríkj-
anna, það að tillögu sinni, að Dag Hammarskjöld, sem hann
veittist mjög að vegna Kongó-málsins, yrði látinn hætta
störfum — og einnig að aðalstöðvar Sameinuðu. þjóðanna
yrðu fluttar til Sviss, Austurríkis eða jafnvel Moskvu, þar
sem hægt væri að tryggja öryggi fulltrúa á þingum þess.
I»á lagði hann fram tillögur í þrem liðum um allherjar
afvopnun á fjórum árum, mjög svipaðar fyrri tillögum
Sovétríkjanna. Loks lýsti hann yfir stuðningi við ný-
lendurnar í heiminum og þær þjóðir, sem nýlega hafa öðl-
azt sjálfstæði. — Miklar bollaleggingar eru uppi um það,
hvort Hammarskjöld muni segja af sér, vegna ummæla
Krúsjeffs um hann. Margir stjórnmálaleiðtogar gerðu þegar
að ræðunni lokinni athugasemdir við ýms ummæli hans.
Nikita Krúsjeff var annar á
mælendaskránni í dag, næstur á
eftir Nkrumah, forsætisráðherra
Ghana. Eisenhower forseti Banda
ríkjanna var ekki á fundinum,
meðan Krúsjeff hélt ræðu sína.
Afvopnunartillögur í þrem liðum
Afvopnunartillögur Krúsjeffs
voru sem fyrr segir í 3 iiðum og
við það miðað, að þær yrðu fram
kvæmdar á fjórum árum:
1) ÖU farartæki, sem flytja
eiga kj arnorkusprengj ur, sikulu
fjarlægð úr herbúnaði hinna
ýmsu landa; jafnfraimt skal laigt
bann við framleiðslu nýrra og
þær birgðir, sem til eru, eyðilagð-
ar.
2) Algjört bann við kjarnorku-
vopnum og öðrum gereyðingar-
vopnum, framleiðslu þeirra hætt
og birgðir eyðilagðar. Jafnframt
skal fækkað í herafla þjóðanna og
dregið úr herbúnaði þeirra að því
marki, sem samkomulag næst
um.
Mobutu handtekur
tvo samsærismenn
Þeir voru báðir ráðherrar i stjórn Lumumbc
Leopoldville, 23. september.
— (NTB—Reuter). —
ANTOINE GIZENGA, sem
var aðstoðarforsætisráðherra
í stjórn Patrice Lumumha,
var tekinn höndum hér í
morgun. Var það Mobutu
hershöfðingi sjálfur, sem gaf
út tilkynningu um þctta, en
hann virðist enn vera „sá
sterki“ í Kongó.
Powers hjónin
og Krúsjeíf
NÉw YORK, 23. september. —
(NTB — Reuter). — Oliver
Powers og eiginkona hans komu
í dag til New York í von um að
geta náð fundi Krúsjeffs. Munu
þau bera fram við hann ósk um
að sonur þeirra, Francis Powers,
flugmaður U-2 þotunnar, verði
náðaður. >au hjónin reyndu
árangurslaust að fá viðtal við
Krúsjeff í Moskvu, meðan rétt-
arhöldin yfir syninum stóðu yfir
þar.
Hann skýrði einnig frá þvi, að
annar ráðherra, Maurice Mpole,
hefði verið handtekinn, en í ljós
hefði komið, að báðir þessir
menn hefðu staðið að samsæri
gegn sér síðastl. sunnudag.
Engin áform um Lumumba
Mobutu var að því spurður í
dag, hvaða áform hann hefði
varðandi Lumumba. Svaraði
hann því til, að eins og sakir
stæðu væru þau engin.
Liðsmenn Sameinuðu þjóð-
anna úr her Sameinaða Araba
lýðveldisins og Túnis bættust
í dag í hóp þeirra hermanna
frá Ghana og Súdan, sem
staðið hafa vörð um bústað
Lumumba.
Sænskt lið norður á
bóginn
Frá JElisabethville berast þær
fregnir, að fulltrúi Sameinuðu
þjóðanna, Ian Berendsen, hafi í
dag skýrt frá því, að sveit
sænskra hermanna úr liði SÞ
hafi verið send til Pwete, um
400 km norður af borginni.
Búast stjórendur liðs SÞ
Framh. á bls. 2.
Þessar myndir voru teknar fyrr í vikunni af Krúsjeff geispandi undir ræðuhöldum á þingi
Sameinuðu þjóðanna; — í gær hefur hann svo hrisst af sér slenið.
3) Öll ríki skulu leysa upp að
fullu herafla sinn og einungis
hafa léttvopnað lið til löggæzlu
innanlands. Allt sem eftir er af
öðrum vopnabúnaði skal eyðilagt
eða tekið í notkun í friðsamleg-
um tilgangi.
Þá flutti Krúsjeff tillögur,
einnig í þrem liðum, um að aðild-
arríki Sameinuðu þjóðanna sam-
þykktu yfirlýsingu, þar sem þess
væri krafizt, að öllum nýlendum
yrði veitt sjálfstæði.
Árásin á Hammarskjöld
í framhaldi af þessu gerði Krú-
sjeff það svo að tillögu sinni, að
Dag Hammarskjöld, fram-
kvæmdastjóri Sþ, yrði látinn
hætta störfum, og í hans stað
sett á fót 3ja manna framkvæmda
nefnd, skipuð einum fulltrúa
Vesturveldanna,<einum frá komm /
únistaríkjunum og þeim þriðja
frá hlutlausum ríkjum. Krúsjeff
veittist harkalega að Hammar-
skjöld fyrir aðgerðir hans í
Kongó og ásakaði hann um að
hafa dregið taum nýlenduveld-
anna. „Þetta skapar mikla
hættu“, bætti hann við í aðvör-
unartón. Sagði hann einnig m. a.,
að víta þyrfti Hammarsikjöld,
svo að hann misnotaði ekki stöðu
sína, heldur innti störf sín af
Norskt hvalveiði
skip týnt
LÝST er eftir norsku hvalveiffi-
skipi, sem lét úr höfn í Noregi 13.
ágúst 'og hélt til veiða á Græn-
landshafL Ekki er vitað til að
neitt hafi heyrzt til skipsins síð-
an og barst lögreglunni hér ósk
um að lýst væri eftir því.
Skipið er frá Molde. Það heitir
Rodney og er 93 lestir að stærð.
Samkv. fréttaskeyti NTB fiá
Ósló í gærkvöldi er staðhæft, að
Bandaríkjaher á íslandi muni
hefja leit á svæðinu milli íslands
og Grænlands. Ekki fékkst þetta
staðfest hjá Upplýsingaþjónustu
Bandaríkjanna, því engin slík
beiðni hafði þá borizt Bandaríkja
mönnum að sögn talsma Jpp-
lýsingaþjónustunnar. -
hendi í samræmi við sáttmála
Sþ og samþykktir Öryggisráðsins.
Þá lýsti hann þeirri skoðun sinni,
að Sameinuðu þjóðirnar væru ein
hliða og reyndu að leysa málin
svo að ákveðinn hópur þeirra
væru ánægðar. Vesturveldin mis-
notuðu stöðu framkvæmdastjór-
ans í þágu eigin hagsmuna og
svo væri um annað starfsfólk sam
takanna, sem einnig væri valið
með slíkt fyrir augum.
Aðalstöðvarnar fluttar?
Þá lagði Krúsjeff til, að
menn hugleiddu, hvort ekki væri
rétt að flytja aðalstöðvar Sam-
einuðu þjóðanna frá New York.
Gerði hann uppástungu um Sviss
og Austurríki, eða jafnvel
Moskvu. Hann sagði, að fulltrúar
á þessu þingi hefðu orðið fyrir
margvíslegum óþægindum.
Af öðrum atriðum, sem Krú-
Framh. á bis. 2.
Kommúnisfar ógna
verkamönnum
en láta undan í ASB
EINS og Morgunblaðið hefur áður skýrt frá, ætluðu komm-
únistar að beita sams konar ofbeldi í ASB, félagi afgreiðslu-
stúlkna í brauða- og mjólkurbúðum eins og því er þeir
beittu í verkamannafélaginu Dagsbrún, þegar þeir neituðu
löglegri kröfu um allsherjaratkvæðagreiðslu um fulltrúa til
Alþýðusambandsþings. í ASB létu kommúnistar kjósa full-
irúa á fundi, en eftir uppljóstranir Morgunblaðsins á ofbeldi
þeirra, hafa þeir nú snúið við blaðinu, ógilt fyrri kosningu
og séð sig tilneydda til að láta fara fram allsherjaratkvæða-
greiðslu. —
Aftur á móti halda kommúnistar áfram að hundsa sjálf-
sagða kröfu verkamanna í Dagsbrún um allsherjaratkvæða-
greiðslu og í gærkvöldi barst blaðinu greinargerð félags-
stjórnar þeirra, þar sem reynt er að klóra í bakkann og rétt-
læta gerræðið í félaginu. Greinargerð þessi kemur ekki fram
fyrr en kommúnistar hafa legið á framkomnum listum í
sex daga. Þeir neituðu fulltrúum lýðræðissinna að fylgjast
með málum og bera saman nöfnin á undirskriftalistunum við
spjaldskrá félagsins þar til þeir töldu sjálfa sig örugga um
sinn hag. Staðfestu þessi vinnubrögð kommúnistastjórnar-
innar þann grun, að ýmsu þurfi að leyna í sambandi við
félagsmál Dagsbrúnar. Þá er Morgunblaðinu ennfremur
kunnugt um, að undanfarna daga hafa starfsmenn komm-
únistastjórnarinnar í Dagsbrún, og einkum þeir Eðvarð
Sigurðsson og Guðmundur J. Guðmundsson, heimsótt vinnu-
staði og hringt heim til einstakra verkamanna sem mæltu
með allsherjaratkvæðagreiðslu í félaginu og hótað þeim
öllu illu, ef þeir ekki afneituðu fyrri afstöðu sinni. Ef þeir
gerðu það „yrði þeim sleppt“ við frekari refsingar af hálfu
stjórnar Dagsbrúnar, svo notuð séu þeirra eigin orð.