Morgunblaðið - 24.09.1960, Qupperneq 8
8
MORCUNBT 4fílÐ
Laugardagur 24. sept 1960
Teknar verði upp visinda-
legar nútímavinnuaðferðir
Rábstefnu íslenzkra verkfræðinga lauk i gær
RÁÐSTEFNU íslenzkra verk-
fræðinga lauk í gær og hafði
staðið í tvo daga. Afgreiddi ráð-
stefnan þrjár ályktanir.
1 gærmorgun flutti dr. Benja-
mín Eiríksson hagfræðilegterindi
á ráðstefnunni um fjárfestingu
og framleiðni. Lauk hann ræðu
sinni á þessum orðum:
„Efnahagslegar framfarir hvíla
á tveimur megin stoðum. Annars
vegar er tæknin, hins vegar fjár-
magnið. Hvort tveggja þarf að
styðja og örva. En hvort um sig
krefst sérstakra aðferða. Inn-
leiðsla nýrrar tækni og aukning
Krúsjeff í essinu sínu
HÚSIÐ númer 680 við Park
Avenue í New York er bæki-
stöð sendinefndai Rússa hjá
Sameinuðu þjóðunum. Yfir
aðaldyrum eru rúmgóðar sval
ir og þar birtist skyndiiega
kl. 3,10 sl. miðvikudag Krú-
sjeff forsætisráðherra Sovét-
ríkjanna. Fyrir neðan sval-
irnar beið hópur blaðamanna
og ljósmyndara og ræddi for-
sætisráðherrann við þá ofan
af svölunum • í upp undir
klukkustund.
Krúsjeff kvaðst hafa snætt
vel og langaði til að komast
út undir bert loít og „þarna
voruð þið þá“.
— „Ég vissi ekki að þetta
væri svona góður staður fyrir
blaðaviðtal“, sagði hann bros
andi.
Meðan Krúsjeff var þarna
á svölunum, tóku noKkrar
stúlkur úr skóla sem er hand
an við götuna, að syngja „God
bless America". Aðspurður
hvort hann vissi að stúlk-
urnar væru að syngja „Drott-
inn blessi Ameríku", svaraði
Krúsjeff: „Leyfum þeim að
syngja. Við syngjum einnig
í Rússlandi — Internatioual-
inn“.
Og forsætisráðherran lyfti
krepptum hnefanum og sörg
hárri raust upphaf byitingar
söngsiac
.— Hve lengi ætlið þér að
dvelja í Bandaríkjunum,
spurði einn blaðamannanna.
— í tvær vikur eftir að Alls
herjarþinginu lýkur.
— Veit forsætisráðherrar.n
að þinginu lýkur ekki fyrr en
i desember?
— Ég hélt það yrði ekki
fyrr en í janúar, sagði Kfú-
sjeff.
— Ég óska yður gleðilegra
jóla, kallaði þá einn blaða-
mannanna.
— Og ég óska yður góðs nýs
árs, svaraði Krúsjeff.
Þá var nokkuð rætt um
væntanlegar forsetakosningar
í Bandaríkjunum og Krúsjeff
spurður hvort honum þætti
ekki sjálfum það illa gert
gagnvart frambjóðendunum
að taka frá þeim for-
síður dagblaðanna, en Krú-
sjeff kvaðst ekki álíta að þeir
móðguðust yfir því. For-
sætisráðherranum var þá bent
á að ef áætlanir hans stæðust
yrði hann í Bandaríkjunum
þegar kosningar fara fram.
— Hvað hefur það að segja?
Ég má ekki kjósa.
Auglýsing
varðandi umsóknir um eftirgjafir á aðflutn-
ingsgjöldum af farartækjum, vegna sjúk-
dóms eða föílunar.
Að gefnu tilefni, hefur nefnd sú, sem úrskurðar
umsóknir urn eftirgjafir á aðflutningsgjöldum af
farartækjurn sökum sjúkdóms eða fötlunar (lækna-
nefndin) ákveðið, að allar slíkar umsóknir, sem
liggja hja nefndinni og hafa ekki verið afgreiddar,
þurfi að endurnýja.
Þeir af oldn ums. og nýir ums., sem óska eftir
að koma til greina á yfirstandandi ári, að því er tek-
ur til fyrrgreindra eftirgjafa, verða að hafa Komið
umsóknum sínum til ritara nefndarinnar, Þórðar
Benediktssonar, SÍBS, Reykjavík, fyrir lok október
mánaðar n.k.
Eftirgjafir aðflutningsgjalda koma aðeins til greina
af bifreiðum innfluttum frá Rússlandi eða Tékkó-
slóvakíu.
Nánari upplýsingar gefa: Formaður læknanefndar-
innar, Páll Siguiðsson, Pósthússtræti 7, IV. hæð,
viðtalstími, virka daga, nema laugardaga, kl. 1—2,
sími 12525, og ritari hennar, Þórður Benediktsson,
SÍBS, Bræðraborgarstíg 9, Reykjavík, sími 22150.
Reykjavík, 23. september 1960
F.h. læknanefndarinnar.
Þórður Benediktsson
Kvikmynd
frá íslenzku kristniboðsstöð-
inni í Kongó verður sýnd í Bet-
aníu, Laufásvegi 13, í kvöld kl.
8.30 og mánudaginn 26. sept.
á sama tíma.
Kristniboðssambandið.
KFUM
Aimenn samkoma annað kvöld
kl. 8.30. Ólafur Ólafsson kristni-
boði talar. Allir velkomnir.
mm
% J
hennar byggist fyrst og fremst
á menntun þjóðarinnar. Hún
hvílir á víðum og víkkandi sjón-
deildarhring. Tæknin heimtar
menntun og þekkingu og menn-
irnir, sem beita sér fyrir henni
þurfa að hafa framsýni og fram-
tak, og þetta hvort tveggja er
bezt eflt með hæfilegri og réttri
tegund af menntun og þjálfun.
Ég þarf víst ekki að vera lang-
orður til'þess að sannfæra ykkur,
kæru verkfræðingar, um þetta
atriði.
Hitt atriðið, aukning fjár-
magnsins, er ákaflega háð and-
rúmsloftinu í þjóðfélaginu. And-
rúmsloftið þarf að stuðla að því
að menn vilji geyma verðmæt-
in til morgundagsins, að menn
vilji leggja fyrir, að menn vilji
spara, að menn sjái sér einhvern
hag í því að spara, að þetta sé
lofsverð viðleitni ,að menn séu
hvattir til þess, að. menn sjái
dyggð í því að einhver leggi til
hliðar fjármagn, eða leggi fram
fjármagn, sem síðan sé hægt að
kaupa fyrir vélar, tæki, skip,
byggja hafnir, vegi, brýr, leggja
í framkvæmdir í jarðrækt og
margt fleira, og þá náttúrlega að
menn fái hæfilega greiðslu fyrir
slíka þjónustu, því hún byggist
á sjálfsafneitun.
Hér getur löggjafinn orkað
miklu með heppílegri lagasetn-
ingu, en launþegasamtökin geta
hér haft mikil áhrif til góðs,
með því að koma fram með sann-
girni og skilningi.“
Athuganir á nýtingu vinnu-
afls og fjármagns
Að erindi dr. Benjamíns loknu,
fóru fram umræður og tóku
margir til máls.
Eftirfarandi tillögur voru
samþykktar:
„Ráðstefna íslenzkra verkfræð-
inga, haldin í Reykjavík 22. og
23. september 1960, telur tíma-
bært að gerðar séu ráðstafanir
til að hafnar séu reglubundnar
athugai»ir á nýtingu (fram-
leiðni) vinnuafls og fjármagns í
íslenzku atvinnulífi og niðurT
stöður slíkra athugana birtar
reglulega. Telur ráðstefnan slík-
ar athuganir nauðsynlegar til
þess að þróun íslenzks atvinnu-
lífs samræmist sem bezt hags-
munum þjóðarinnar.“
Tæknimenntun endurskoðuð
Ráðstefna íslenzkra verkfræð-
inga vekur athygli á því ástandi,
sem í dag ríkir í tækni og vís-
indamálum þjóðarinnar.
Ráðstefnan skorar á stjórnar-
völdin að beita sér þegar fyrir
nákvæmri athugun þessara mála
með það fyrir augum að skapa
heildarstefnu í vísindamálum,
þar sem lögð sé áherzla á að
verja stöðugt auknum hluta
þjóðarteknanna til tækni- og
vísindaþróunar.
Ráðstefna íslenzkra verkfræð-
inga 1960 telur nauðsynlegt, að
tæknimenntun í landinu ve'rði
tekin til gagngerðrar endurskoð-
unar, þannig, að hún verði auk-
in og endurskipulögð í samræmi
við kröfur tímans.
Loks var samþykkt eftirfar-
andi tillaga:
„Það er álit ráðstefnunnar að
Islendmgar geti ekki fremur en
aðrar þjóðir viðhaldið lífskjör-
um sínum hvað þá bætt þau,
nema þeir taki upp vísindalegar
nútíma-vinnuaðferðir í rekstri
atvinnuvega sinna, og raunar í
rekstri þjóðfélagsins alls.
Til þess að þetta sé mögulegt
verður nú og framvegis að leggja
hina ríkustu áherzlu á að þjálfa
með þjóðinni mikinn fjölda vel
menntaðra sérfræðinga á sviðum
hvers konar náttúruvísinda,
tækni, viðskipta- og efnahags-
mála, og nota þekkingu þeirra
við úrlausn hinna margvíslegu
vandamála, sem steðja að í fram-
leiðslustarfseminni og rekstri
þjóðfélagsins.
Þó eitt brýnasta viðfangsefnið
í bráð sé vafalaust það að auka
afrakstur þeirra framleiðslu-
tækja, sem þjóðin ræður nú yf-
ir, þá ríður ekki minna á að
einbeita kröftunum að því, að
kanna og undirbúa hagnýtingu
hráefna og orkulinda landsins á
fjölbreyttari hátt en nú er gert
og með stofnun nýrra framleiðslu
greina fyrir augum.
Á þessu sviði bíður fjöldi rann-
sókna- og tilraunaverkefna, sem
ekki má fresta um of, því öll
rannsókna- og tilraunastarfsemi
tekur óhjákvæmilega . langan
tima.
Þau vandamál, sem hér hafa
verið gerð af umtalsefni, eru
vissulega ekkert sérmál verk-
fræðingastéttarinnar, heldur
varða þau þjóðina alla. Ráð-
stefna íslenzkra verkfræðinga
heitir því á stjórnarvöld lands-
ins, forráðamenn rannsóknar-
starfsemi, atvinnufyrirtækja og
almenning allan að gefa þeim
fyllsta gaum.“
Að fundi loknum í gær skoð-
uðu verkfræðingarnir ýmis fyr-
irtæki. Þá hafði félagsmálaráð-
herra síðdegisboð inni í ráð-
herrabústaðnum fyrir þátttakend
ur ráðstefnunnar og í gærkvöldi
héldu verkfræðingar sameigin-
legt hóf á Hótel Borg.
Sumkomur
Zion, Óðinsgötu 6 A
Samkomur á morgun. Almenn
samkoma kl. 20.30. Hafnarfjörð-
ur. Almenn samkoma kl. 16. —
Allir velkomnir.
Heimatrúboð leikmanna.
Börn!
Filadelfía
Bænasamkoma kl. 8.30. Allir
velkomnir.
Dansnámskeiðin eru að byrja!— Innritun er á mið-
vikudaginn, 23. sept. frá kl. 2 e.h. í Skátaheimilinu
Röðun í flokka sama dag kl. 5—6.
Gömludansarnir — Innl. og erl. þjóðdansar
Þjóðdansafélag Reykjavíkur sími 12507