Morgunblaðið - 24.09.1960, Blaðsíða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ
Laugardagur 24. sept 1960
TJtg.: H.f. Arvakur Reykjavík.
Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson.
Ritstjórarí Valtýr Stefánsson (ábm.)
Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Matthías Johannessen. '
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Lesbók.: Arni Óla, sími 33045.
Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn: Aðalstræti 6.
Augiýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6 Sími 22480.
Askriftargjald kr. 45.00 á mánuði innanlands.
1 lausasölu kr. 3.00 eintakið.
ENDALEYSA
p LÖÐ stjórnarflokkanna
** hafa alloft að undanförnu
lýst eftir úrræðum stjórnar-
andstæðinga í efnahagsmál-
um. Einkum var þó talið fróð-
legt að heyra, hvað Fram-
sóknarflokkurinn óskaði að
gera, því að af honum hefði
átt að mega krefjast einhverr-
ar ábyrgrar stefnu, þó að þess
væri ekki að vænta, að komm
únistar hefðu áhuga á öðru en
torvelda sérhverjar þær að-
gerðir, sem til heilla gætu
leitt. í gær birti Tíminn svo
forystugrein um „stefnu“
’Framsóknarflokksins og nefn
ist hún „Leið Framsóknar-
flokksins“.
Forystugrein þessi er með
þeim hætti, að naumast getur
nokkur skyni borinn maður
varizt brosi við lestur henn-
ar, þótt hér sé um hið mesta
alvörumál að ræða. Munum
við því leitast við að bregðast
við grein þessari á sama hátt
og Hammarskjöld gerði, er
fréttirnar bárust til S. Þ. af
því að báðir forsætisráðherr-
ar í Kongó hefðu verið settir
af, en ekki með léttlyndi
Argentínumannsins, sem ekki
gat stillt sig um að reka upp
skellihlátur.
Um stefnu Framsóknar-
flokksins segir orðrétt á þessa
leið:
„Framsóknarmenn lögðu til,
að allar aðgerðir væru við það
miðaðar að halda uppbygg-
ingarstefnu síðustu ára með
fullum þrótti en draga úr
fjárfestingunni (Leturbreyt-
ing Mbl.) eftir vali með fjár-
festingarleyfum .... “
Þá hafa menn það svart á
hvítu, að Framsóknarflokkur-
inn vildi halda áfram f járfest-
ingu „með fullum þrótti“, en
draga samt úr henni! Þetta
er fyrsta patent Framsóknar-
flokksins, sem leysa á vanda
þjóðarinnar. En betur má ef
duga skal og höfundur heldur
áfram:
„Framsóknarflokkurinn
vildi jafna skattana, sem fyrir
voru í efnahagskerfinu og
færa þá meira yfir á eyðslu
og hækka síðan hóflega yfir-
færslugjaldið til þess að
tryggja rekstur útflutnings-
atvinnuveganna“.
Örlítið síðar segir:
„Framsóknarflokkurinn
vildi einnig afnema uppbóta-
kerfið“.
Þarna hafa menn patent
númer tvö, að hækka yfir-
færslugjaldið til þess að
tryggja rekstur útflutnings-
atvinnuveganna en afnema
samtímis uppbótakerfið!
Um þriðja patentið, að
jafna skattana, skal ekki fjöl-
yrt, þó að menn geti varla var
izt þeirri hugsun að það, sem
við er átt, sé að jafna ætti
niður á almenning þeim litlu
sköttum, sem samvinnufélög-
in hafa til þessa borið. En hitt
er svo ánægjulegt að Tíminn
skuli lýsa því yfir, að skatt-
ana hefði átt að færa yfir á
eyðslu, þ. e. a. s. að ríkisstjórn
in hafi farið rétt að, er hún
lækkaði beinu skattana en
lögleiddi þess í stað eyðslu-
skatta, söluskattinn.
Þetta er þá stefna Fram-
sóknarflokksins og má segja,
að ekki hafi verið lýst eftir
henni til einskis.
MERK RÆÐA
SL. fimmtudag flutti Eisen-
hower Bandaríkjaforseti
merka ræðu á Allsherjarþingi
Sameinuðu þjóðanna. Lagði
hann þar fram tillögur um að-
stoð við Afríkuríkin, sem mið
ar að því hvorttveggja í senn
að hjálpa hinum vanþróuðu
ríkjum til að öðlast og varð-
veita sjálfstæði og styrkja
Sameinuðu þjóðirnar.
Þó að Bandaríkin leggi allra
þjóða mest af mörkum fjár-
hagslega til aðstoðar vanþró-
uðum þjóðum, vill Eisenhow-
er, að fjármunirnir fari um
hendur Sameinuðu þjóðanna,
svo að þær verði öflugri, og
skýtur þar skökku við stefnu
Rússa, sem yfirleitt haga að-
stoð sinni þannig, að fé sé
veitt til ákveðinna mann-
virkja, sem síðan sé hægt að
benda á að segja að byggð séu
fyrir rússneskt fé.
Þá flutti forsetinn einnig
tillögur um friðun himin-
geimsins og afvopnunarmál-
in. Var ræða forsetans öll hóf-
samleg og skynsamleg.
Enginn efi er á því, að Eis-
enhower hefur nú styrkt að-
stöðu Bandaríkjanna gagn-
vart Rússum, enda hefur nú
farið, eins og fyrri daginn, að
„upp komast svik um síðir“
og Krúsjeff »r nú á hreinu
undanhaldi eftir Parísar-
hneykslið og ofbeldishótanir,
sem áttu að styrkja aðstöðu
Rússa.
UTAN UR HEIMI
HNEFI
steyftur
— að Krúsjeff
• Lögreglumenn New
York-borgar áttu í meira
lagi annríkt sl. mánu-
dag, þegar Krúsjeff, for-
sætisráðherra Sovétveld
isins, og fylgdarlið hans,
svo og leiðtogar nokk-
t urra annarra kommún-
istaríkja komu til borg-
arinnar til þess að sitja
fundi Allshérjarþings
Sameinuðu þjóðanna.
— ★ —
• Fjölmenni mikið mót-
mælti komu kommún-
istaleiðtoganna — og þá
fyrst og fremst Krús-
jeffs, og mátti hið fjöl-
menna lögreglulið hafa
sig allt við til þess að
hindra, að til reglulegra
uppþota kæmi. Þarna
voru m. a. á ferð flótta-
menn frá járntjaldslönd-
unum — og var þeim
mörgum heitt í hamsi.
— ★ —
• Hér að ofan er svip-
mynd frá þessum degi.
— Óþekkt kona steytir
krepptan hnefann að
byggingu Sameinuðu
þjóðanna í bráðri heift
— en lögreglumaður
reynir að róa hana . . .
. . . Og innan veggja
húss SÞ er sá, sem heift
konunnar beinist að —
Nikita Krúsjeff (minni
myndin), sem virðist í
þungum þönkum . . .
HEIMURINN okkar er sífellt að „minnka“ —
jafnvel norðurpóllinn er nánast að komast í
þjóðbraut og er ekki lengur sá heimsendi kald-
ur, sem hann fyrrum var — og það fram á síð-
ustu ár. — Flugvélar fara svo til daglega yfir
heimsskautssvæðið — og sumar hafa lent á ísn-
um. — Nokkrir hinna bandarísku kjarnorkukaf-
báta hafa líka heimsótt pólinn.
★ ★ ★
Þessi mynd var tekin gegnum hringsjá
kjarnorkukafbátsins „Sea Dragon‘;, og sjást
þar nokkrir af áhöfn hans á skemmtigöngu á
norðurpólnum, þegar kafbáturinn brauzt þar
upp á yfirborðið hinn 25. ágúst sl. — Myndin
var þá þegar send gegnum útvarp til megin-
landsins, en varnarmálaráðuneytið í Washing-
ton sendi hana hinsvegar ekki frá sér til birt-
ingar fyrr en nær mánuði síðar.