Morgunblaðið - 24.09.1960, Síða 11

Morgunblaðið - 24.09.1960, Síða 11
MORGUNliLAÐIÐ II Laugardagur 24. sept 1960 ,Svartur’ dagur New York, 20. sept. SAMEINUÐU þjóðirnar, víðtæk- ustu alþjóðasamtök, sem sagan greinir, eru að hefja 15. alls- herjarþing sitt. Loftið er þrungið eftirvæntingu og óvissu. Til þessa þings er komið meira stór- menni og fleiri áhrifamenn en til nokkurrar annarrar samkomu samtakanna. Allar götur, sem liggja að aðalstöðvum þeirra, eru fullar af fólki. Þúsundir lögreglu þjóna standa á verði til þess að gæta öryggis fulltrúanna og koma í veg fyrir upphlaup og óeirðir. Slíkur viðbúnaður hefur ekki sézt hér fyrr. Hvað veldur? Það er fyrst og fremst koma þriggja manna til þingsins, þeirra Nikita Krúsjeffs, Fidels Castro og Janosar Kadars. Fjöldi fólks frá löndum þessara leið- toga, sem nú á hér heima, á þeim grátt að gjalda. Bandaríska lög- reglan óttast árásir á þá, og læt- ur einskis ófreistað til þess að vernda þá. Fyrir framan hin glæsilegu húsakynni Sameinuðu þjóðanna blakta 82 fánar meðlimaríkja þeirra við hún. En í dag er áformað að veita 15 nýjum ríkj- um inngöngu í samtökin. salnum. Til vinstri við okkur sitja fulltrúar Indverja undir forystu Krisna Menons. Hægra megin eru Ungverjar undir for- ystu Kadars. Milli hans og Thor Thors, formanns íslenzku sendi- nefndarinnar, er mjór gangur. Kadar er meðalmaður á hæð, grannleitur, með vörtu á hægri kinn, skuggalegur yfirlitum. Hann fitlar við blað og blýant, eins og hann hafi aldrei haldið á beittara vopni. En upp í huga þeirra, sem á hann horfa, kemur minningin um verkamennina og stúdentana, sem hann lét skjóta í Búdapest, um rússnesku skrið- drekana, sem hann kæfði með uppreisn og frelsishreyfingu ung versku þjóðarinnar. Fyrir framan okkur sitja full- trúar Ghana og Frakka, Ghana- mennirnir í litríkjum skikkjum, á þingi Sameinuðu þjúðanna 15. þings Sameinuðu þjóðanna í New andi í eina mínútu. York. — Fulltrúar gera bæn sína stand- (Ljósm. SÞ) Frá setnincgu allsherjarþingsins í New York Eftir Sigurð Bjarnason Hið mikla þjóðahaf Þegar komið er inn í hin fögru salarkynni verður þess einnig vart að óvenjulegar ör- yggisráðstafanir hafa verið gerð- ar. Við hvern stiga og hverjar dyr eru öryggisverðir. Allsstað- ar verður að sýna skýrteini og persónuleg skilríki. Hvergi er hætt á neitt. Hér ólgar hið mikla þjóðahaf. Hér mætast hvítir menn, svartir og gulir. Við íslendingarnir erum komn ir til sæta okkar í þann mund, sem setning þingsins á að hefj- ast. Við erum vinstra megin í í FREGN Mbl. á dögunum um áformaða byggingu hey- mjölsverksmiðju hér á landi var m. a. minnzt á það, að Rannsóknarráð ríkisins hefði undanfarin 2 ár haft með höndum rannsóknir, er stefndu að byggingu slíkrar verksmiðju. í rannsóknaráðinu hefur hiti og þungi þessara rannsókna hvílt á formanninum, Ásgeiri Þorsteins- syni, verkfræðingi, — og sneri Mbl. sér því til hans í gær með það fyrir augum að afla sér frek ari upplýsinga af þessu merka undirbúningsstarfi, grasarann- sóknnum og fleiru, sem haft get- ur stórkostlega þýðingu fyrir ís- lenzkan landbúnað. Hagnýting grass til fóðurs — Hvað er helzt að segja al- ipennt um rannsóknirnar á þessu ári? — Við höfum í ár starfað í miklu stærri stíl en í fyrra — jafnvel í verksmiðjustíl — að þeim athugunum, sem byrjað var á fyrir tveim árum og voru í frum athugun 1959. Þær voru, eins og kunnugt er, við það miðaðar, að reyna að komast að raun um, bvernig bezt megi hagnýta gras til fóðurs og á hvern hátt megi koma fram endurbótum á þeim aðferðum, sem nú eru almennt notaðar hér á landi og annars- staðar. Þá var verkefnum á þessu sviði fjölgað nokuð frá í fyrra og ni. a. ransakað, hvernig hagnýta gulum, grænum og rauðum. Afríkumennirnir elska skæra liti. 1 sendinefnd Ghana eru tvær konur, önnur ljómandi lag- leg, hin stórkorin og mikilúðleg. Ég held ég .hafi aldrei séð svart- ara hörund á ævinni. En þetta er geðþekkt og myndarlegt fólk. Faðmlög tveggja vina Klukkan er nú orðin 20 mín- megi grasið í ýmsum fóðurblönd- um — og eru sumar af blöndum þessum algert nýmæli. Nýjar aðferðir við votheysgerð — í fyrrahaust stóðu málin þannig, sagði Ásgeir síðan, — að við höfðum gert ýmsar nýjar athuganir í sambandi við verk- un grass í vothey og reynt nýjar tegundir votheysgeymslna, mun einfaldari en áður hafa tíðkazt. Voru það geymslur úr vír og pappír, en við fergjun notuðum við vatnsfyllta plastpoka. Þessar athuganir fóru aðallega fram í til raunastöðiní á Keldum. Samskonar tilraunir voru svo endurteknar í sumar og bornar saman við eldri aðferðir: við vot- heysgerð, þ. e. a. s. steinsteyptar gryfjur, þar sem notað var grjót- farg. Kom í ljós, að hin nýja að- ferð — sú, að fergja með vatni í plastdúkspoka — hafði augljósa yfirburði yfir hina eldri. Var hún bæði mun handhægari og fljót- virkari hvað það snertir, að halda niðri gerjunarhita í votheyinu, en það er eitt aðalviðfangsefnið í votheysgerð. Kostir knosunar og pressunar grass — Hvers fleira er svo að geta frá rannsóknunum sl. sumar? — Þá var einnig haldið áfram tilraunum með að knosa og pressa gras — og nú notaður við það stórvirkari útbúnaður en fyrr. Leiddu tilraunirnar ótvírætt x ljós, að þessi meðierð a grasinu útur yfir 3. Allir fulltrúar virð- ast nú komnir í sæti sín og hljóð- skrafið í salnum er að dvína. En allt í einu hefst geysilegur ys og þys. Hvað skyldi nú vera að gerast? Það skyldi þó ekki hafa komizt einhvern óboðinn gestur inn á hið ginnhelga þjóðaþing með hníf í ermi eða skammbyssu í vasa, þrátt fyrir allar öryggis- ráðstafanirnar? getur haft geysimikla þýðingu, ekki aoeins til þess að létta undir við þurrkun á því og framleiðslu grasmjöls, heldur skapast líka með þessu mun betri möguleikar til að geta geymt grasið í óþurrk uðu ástandi. Hefur sýnt sig, að pressun grasssins gefur miklar vonir um bætta votheysverkun. Vélar koma til sögunnar — Hvernig fer þessi knosun og pressun grassins fram? — Þessi nýjung á sviði fóður- framleiðslu úr grasi — að pressa grasið — er algert nýmæli, og ekki voru í fyrra á boðstólum vélar, er nota mætti við þessa meðferð á grasinu. Nú í sumar tókst mér hins vegar að hafá upp á líkum vélum, sem notaðar eru á búgarði einum í Bandaríkjun- um. Er þar látið hið bezta af þessari meðferð grassins. Það hef ur því ráðizt, að ég fari vestur þangað í næsta mánuði, til að kynnast af eigin sjón þessum „félaga-1 graspressumálunum. ítarleg skýrsla innan skamms — Undirbúningsrannsóknirnar fyrir heymjölsverksmiðjuna eru annars komnar á lokastig nú? — Lokaskýrsla um grasrann- sóknirnar verður tilbúin til af- hendingar í hendur landbúnaðar- ráðherra mjög fljótlega eftir að ég kem heim aftur úr vesturför- inni, en sá fróðleikur, sem sú ferð kann að leiða af sér, getur haft mikilsverð áhrif á niður- stöður og árangur rannsóknanna. Að öðru leyti mun skýrsian inni- haida upplýsingar um grasmjöls- Nei, sem betur fer hefur ekk- ert slíkt gerzt. Hinsvegar hefur Nikita Krúsjeff, sem seztur var aftarlega í salnum vinstra megin, hlaupið úr sæti sínu og stefnir með heilan herskara af ljósmynd urum á eftir sér, þvert yfir ræðu- pallinn fyrir framan okkur, í áttina til Fidel Castro, sem situr yzt hægra megin framarlega. — Hvítklæddur Kúbumaður heldur um herðar Krúsjeffs og leiðir hann rakleitt til Castros. Þessir tveir höfðingjar fallast í faðma með miklum fagnaðarlátum, Ijós- framleiðslu í öðrum löndum, Noregi, Hollandi, Bretlandi, Sviss og Bandaríkjunum. Ennfremur samanburð á hinum ýmsu tegund um véla, sem notaðar eru í þessu skyni, en það eru nú einkum svonefndar háhitavélar, er nota aðallega olíu sem eldsneyti, en einnig láglhitavélar, er styðjast við annan hitagjafa, svo sem raf- orku, og gætu þar af leiðandi vel komið til greina hér á landi. Þar sem við höfum einnig yfir jarðhitanum að ráða sem orku- gjafa, verður viðhorfið til hans einnig rætt í skýrslunni í þessu sambandi. Leitað viðunandi grundvallar Til þess svo að gera tull skíl þingsályktunartillögu þeirri um heymjölsverksmiðju, sem Alþingi samþykkti árið 1958, en á grund- velli* hennar hefur mestmegnis verið unnið, þurfa einnig að liggja fyrir ítarlegar skýrslur um ræktunarkostnað og annan stofn- kostnað — svo og rekstursskýrsl- ur, er sýna sem ítarlegast, hvaða möguleikar eru fyrir hendi hér á landi til þess að koma upp grasmjölsgerð á viðunandi fjár- hagslegum grundvelli. — Hvað viljið þér á þessu stigi málsins segja um þá möguleika? — Það er von mín og okkar ellra í Hannsóknarráði ríkisins, að takast megi að finna slíkan grundvöll. Þá tel ég ekkert vafa- mál, aðLstjórnarvöldin og Alþingi taki vel þessu máli, sem hefur svo mikla þýðingu fyrir íslenzk- an landbúnað. Skýrslan um rann- sóknirnar verður annars að sjálf- sögðu kynnt á blaðamannafundi eins og endranær í slíkum tilfell- um. — Ól. Eg. myndavélarnar smella eins og skothríð sé hafin í salnum — og tilganginum er náð. Dálítill leik- ur hefur verið settur á svið, at- hygli allra hefur í nokkrar mín- útur beinzt að þessum góðvinum, hinum hnellna forsætisráðherra Sovétríkjanna og hinum síp- skeggjaða, einkennisklædda upp- reisnarforingja frá Kúbu. Þeir eru menn dagsins í þeim skiln- ingi, að þeir hafa vakið langsam- lega mesta athygli. Tító Júgó- slavíuforseti situr hinsvegar í ró- legheitum í sæti sínu og lætur lítið á.sér bera. Með lögum skal Iönd byggja Þegar þeir Castro og Krúsjeff hætta að faðmast er kominn tími til þess að fara að setja alls- herjarþingið. Dag Hammarskjöld, framkvæmdastjóri SÞ og Perú- maðurinn Belaunde, fráfarandi forseti þingsins, eru komnir í sæti sín. Belaunde slær þrjú högg í borðið með hamrinum, sem Islendingar gáfu SÞ árið 1952. Hamarinn er gerður af Ás- mundi Sveinssyni myndhöggv- ara, fögur smíð og eru á hann letruð orðin: Með lögum skal lönd byggja — á íslenzku og latínu. Öllu slær í dúnalogn. For- setinn segir allsherjarþingið sett, býður fulltrúa velkomna og bið- ur þá síðan að hefja þingið með hljóðri bæn í eina mínútu. Þing- heimur rís úr sætum, hver þjóð biður með sínum hætti. Hér stendur veikt og villuráfandi mannkyn frammi fyrir guði sín- um. En um hvað biður það? Skyldi ekki allt þetta mikla þing biðja af grunni hjarta síns um frið handa öllum mönnum? Við skulum vona að svo hafi verið. En þessi hljóða bænarstund, þessa eina mínútu, þetta örsmáa brotabrot af mannkynsævinni er mikilfengleg stund, einstæð og ógleymanleg. Forsetinn heldur setningar- ræðu. Minnist starfs samtakanna á liðnu starfsári, þakkar Hamm- arskjöld mikið og gott starf, drepur á Kongómálið og lætur í Ijós einlæga von um heillaríkan árangur af starfi þess þings, sem nú er að hefjast. F orsetakosningar Síðan ber að kjósa nýjan for- seta. Að þessu sinni hefur verið rætt um þrjá menn, sem til greina kæmu, þá Boland frá ír- landi, Nosek frá Tékkóslóvakíu og Thor Thors frá Islandi. At- kvæðaseðlum er útbýtt og skrif- leg kosning fer fram. Atkvæði falla þannig að Boiand er kos- Frairih. á bls. 19 llagnýting grass til fóðurs Rætt við Ásgeir Þorsteinsson, formann Rannsóknarráðs ríkisins

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.