Morgunblaðið - 24.09.1960, Side 16

Morgunblaðið - 24.09.1960, Side 16
16 MORGVN11AÐ1Ð Laugardagur 24. sepf 1960 ið allan bæinn eins og frekast var unnt. Hýasintur, túlípanar og páskaliljur þutu upp eins og gor- kúlur. í friðsamlegum hliðargöt- um þutu skopparakringlur og marmarakúlur barnanna, með undirleik hjólaskauta og hlaupa- ban'da. Vorið, sem hafði svo lengi látið á sér standa, ýtti undir öll árs- tíðabundin verzlunarviðskipti, og rak fólk út á götuna. Vondaufir kaupmenn, sem höfðu dag eftir dag séð snjóinn dynja á glugg- unum, sem þeir höfðu prýtt með sumarhöttum, sterkum litum og garðáhöldum, fengu nú svo mik- ið að gera, að þeir bjartsýnustu voguðu sér að andvarpa: „Ég held við ætlum að hafa það af“. Sonja, sem var ánægð og þreytt eftir daglangt en ábatasamt strit í litlu Parísarbúðinni sinni, komst að þeirri niðurstöðu, að hún ætti skilið að fara heim í leigubíl, og hringdi svo til Phyll is, áður en hún pantaði hann. Þeg ar hún opnaði íbúðina brosti hún, andaði ánægjulega að sér matarilminum og gekk síðan út í eldhúsið, til að forvitnast nánar um matinn. — Þú ert alltof þreytt til þess arna, Phyllis, sagði hún. — Við hefðum heldur átt að borða úti, en úr því að þú ert búin að hafa alla þessa fyrirhöfn, er ég sár- fegin. Ég er glorhungruð: — Það er ég líka. Við getum borðað eftir fimm mínútur. Sonja dokaði ofurlítið í dyrun um, meðan hún var að taka af sér nýja sumarhattinn. Það brá fyrir viðkvæmni í augum henn- ar, er hún horfði á litlu eldakon- una. — Ég held ég verði að fara að verzla méð skrautsvuntur, sagði hún og setti upp kunnáttusvip, — en þó því aðeins, að þú viljir verða sýningarstúlka hjá mér. Ég sé strax, að engin svunta get- ur farið vel eða notið sín á neinni annarri, en margar konur eru nægilega blindar til að halda, að þær muni þá líka fara þeim sjálf um vel. Þú hefur alveg dásam- legan vöxt, væna mín. — Æ . . réttu mér fatið þarna, og flýttu þér svo inn, annars verður maturinn kaldur. Þessar tvær konur höfð’u strax orðið beztu vinir, þegar þær hitt ust af tilviljun í kapellu þrenn- ingarkirkjunnar, fyrir fjórum mánuðum. Sonja, sem hafði ver- ið „einkaritari“ dómprófastsins þá stundina, hafði séð þessa að- laðandi ungu stúlku sitja í bið- stofunni. Eftir vingjarnlegt við- tal þeirra, hafði Sonja farið inn til Harcourts og sagt: — Yndis- leg ung stúlka, rúmlega tvítug. Hún segir, að ég þurfi ekki ann- að en segja, að Phyllis sé kom- in. —Þá veit ég hver hún er, svaraði hann. Láttu hann koma inn, og komdu svo sjálf aftur eftir tuttugu mínútur. Phyllis hafði gengið róleg inn um dyrnar, þar sem hún hafði svo oft beðið úti fyrir, þegar hún var með móður sinni. Sonja, sem hafði enga hugmynd um vináttu gamla mannsins og Phyllis, hafði opnað dyrnar og óneitanlega hugsað sér gestinn ganga öðru- vísi inn en raun varð á. Hún varð svo hissa, er hún heyrði grátkæft óp og sá stúlkuna hlaupa yfir gólfið eins og til að leita verndar hjá gamla mann- inum, að hún stóð írreyfingar- laus í sömu sporum, og ætlaði aldrei að geta fengið sig til að fara. Þegar Sonja kom aftur, hafði Phyllis dregið stólinn sinn alveg að dómprófastinum og var aftur orðin róleg. — Komdu hingað, Sonja, sagði hann blíðlega. — Ungfrú Phyllis Dexter hefur orðið fyrir þungu mótlæti. Hún hefur mLsst báða foreldra sína á sorglegan hátt, og heimilið leystist upp. Hún er nýkomin heim frá Englandi. Eina systir hennar liggur í sjúkrahúsi en er i afturbata. Öll önnur skyldmenni eiga heima langt héðan. Hún á vinafólk, sem mundi vafalaust gera eitt- hvað fyrir hana, ef...... — Eigið þér við, að þér ætlið að trúa mér fyrir stúlkunni? spurði Sonja áköf, rétt eins og Phyllis væri hvergi nærri. — Já, ef þér vilduð taka hana að yður í nokkra daga, rétt á meðan hún er að róða það við sig, hvað hún taki fyrir .... Þarna sérðu, hélt hann áfram við Phyllis og greip um hönd hennar. — Ég vissi alveg, hverju Sonja mundi svara. — Þakka yður fyrir. . Sonja, hvíslaði Phyllis og leit á hana aðdáunaraugum. — Ég vil feg- in fara með yður. — Þannig stendur á, he’t Harc ourt áfram, hugsandi, — að ef Phyllis leitar til Sinclairs eða Duncans eða annarra vina for- eldra sinna, verður hún að sæta þessari vingjarnlegu en leiðin- legu meðaumkun, sem gerir ekki annað en aðeins tefja fyrir því, að hún jafni sig aftur .... Jæja, hlaupið þið nú og sjáið til, hvernig ykkur getur komið saman. Sonja hafði staðið upp og lagt höndina á arm Phyllis, vingjarn- lega. En svo hikaði hún, döpur í bragði. — Hafið þér sagt henni um mig? spurði hún dræmt og með lágri rödd. — Phyllis, sagði Harcourt og leit alvarlega á ungu stúlkuna. — Heidurðu, að ég gæti sagt þér nokkuð, sem myndi breyta áliti þínu á Sonju? Konurnar litu hvor á aðra. Bros lék um varir Phyllis og hún tók undir arminn á Sonju. — Er þetta nægilegt svar, Sonja? spurði Harcourt. — Þér eruð mér góður, svar- aði hún, rétt eins og þau væru ein þarna inni. Þær gengu nú til dyra og leiddust, en þá sneru þær sér báðar við og veifuðu hendi í kveðjuskyni. Án þess að vera heimskulega hégómlegar, gat hvorug þeirra verið blind á þá staðreynd að þær voru eins ó- líkar og mest gat orðið. — Sonja dökk, næstum blásvört, og með svo viðkvæman hörundslit, að hún sýndist næstum föl, en Phyll is Ijóshærð með óþægt hrokkið hár, dökkbrún augu og djúpa spékoppa. Gamli maðurinn benti þeim með hendinni, þegar þær ætluðu út og þær hinkruðu við. — Ef þið, þessar tvær hæfi- leikakonur, eruð jafn ólíkar hið innra sem hið ytra, ætti vinátta ykkar að geta orðið skemmtileg. — Hvað finnst þér? sagði Phyllis, þegar Sonja settist við matborðið. — Heldurðu ekki, að Pat ætli að koma? — í páskaleyfmu? Ágætt . . . Nei, engar kartöflur, þakka þér fyrir. — Hún kemur á þriðjudags- kvöld og verður í heila viku. Ég skal lesa þér bréfið. ,,Ég hlakka mikið til að hitta Sonju. Þú hef- ur áreiðanlega verið heppin að hitta hana, og ég hlakka óskap- lega til að hitta ykkur“. Segðu mér, Sonja. Veit annars nokkur að þú eigir þér nokkurt ættar- nafn? — Nei, en gefðu mér sósuna þarna. „Ég er nú ekki viss um, að ég vilji setjast að hjá ykkur, þar sem ég gat alveg eins vel búizt við, að íbúðin hennar Sonju sé eins lítil og mín“. — Ég skal senda henni hugg- unarskeyti fyrir nóttina .... já, gefðu mér piparinn .... ég get sem allra bezt sofið á legubekkn- um. Nei, væna mín, þú ert alltof lappalöng tii þess. Talar hún ekki eins og háskólaprófessor? Er ekki enska hennar grein? Ég er nú sjálf nýbúin að slá mér upp í seinni alda sagnfræði. — Áttu við, að ... . ? — Víst gerði ég það. Maður- inn er ekkert skotinn í mér, en hann er einmana og Celeste er hænd að mér .. það er allt og sumt. Ég vek áhuga hans af því einu, að hann getur þolað að horfa á mig.En hann elskar mig ekki, og ég er ekki nokkra vitund skotin í honum .. Ég held bein línis, að Andrew hafi létt, þegar ég sagði honum það. Hann veit að ég gæti aldrei orðið heima hjá mér við háskóla. Og auk þess eru aðrar ástæður — mik- ilvægar ástæður — sem þér er ókunnugt um. Tvisvar eða þrisvar áður hafði Sonja gefið í skyn, að ekki væri allt í lagi. — Ef þig langar einhverntíma til að segja mér það, skal ég hlusta á það, sagði Phyliis, — og ef það er eitthvað Ijótt, ætla ég ekki að trúa því .... — Ég er búin að fá bréf frá Grace, bætti hún við, nokkru seinna, þegar hún sá, að Sonja ætlaði heldur ekki nú að segja henni sögu sina. — Hvernig vegnar systur þinni í Agnesarklaustrinu? — Að sumu leyti hefur hú» meira frjálsræði en mér hefði getað dottið í hug. Þetta er há- kirkjustofnun, og ég held, að reglurnar þar séu ekki eins strangar og í eldri reglunum .. .. Ég skal lesa þér ofurlítið úr bréfinu: „Ég hefði lent hér fyrr eða síðar. Það hefur þegar búið með mér lengi, og löngu fyrr en þetta skeði sem kom mér til að ákvarða mig. Og annars væri ég bara þér til byrði, Phyllis. Mig skortir svo gjörsamlega alla hag sýni. Hefði ég átt að sjá fyrir mér af eigin ramleik, er ég hrædd um, að einhverntíma hefði reynt á þolinmæðina hjá vinum pabba“. — Þetta skaltu ekki vera að lesa fyrir mig, sagði Sonja, þeg- ar hin gerði ofurlitla þögn. — Þetta er fullkomið einkamál. — Já, en ég vildi bara ræða það við þig. Heyrðu nú fram- haldið: „Ef ég á að vera alveg hreinskilin, var ég orðin þreytt á heiminum. Það er ekki „hold- I ið“, sem neitt sé að athuga við, ' því að ég hef alltaf haft gott ( vald á því, né heldur Satan, því að hann er ekki annað en gömul ihjátrú. Nei, það er bara heimur- inn, sem að minu áliti er ekki nógu góður dvalarstaður fyrir mannverur. j — Hún kemur einkennilega orðum að þessu, sagði Sonja bros j andi. — Ég er alveg viss um, að hún hefur getað verið geysilega skemmtileg. ! — Grace hafði sitt góða skap : frá Hönnu. r j — Þú hefur nú líka fengið þinn skerf .... auk munnsins og augnanna. Þú ert alveg ótrúlega I lík mömmu þinni eins og hún var á þínum aldri. Jæja, áfram j með þig! Þetta bréf virðist ætla að verða skemmtilegt. — Mér finnst ég alls ekki bund : in eða öðrum háð hér — las j Phyllis áfram. „Jafnvel þó að pabbi hefði ekki gefið klaustrinu þessa gjöf, 1925, hefði ég ekki hugsað mig um tvisvar að fara hingað. Fólkið, sem heldur stofn uninni uppi, veit, að þær fær fullt verðgildi fyrir aurana sína. Það veit, að við biðjum fyrir því, sem vitanlega er ekki nema sjálf sögð skylda okkar, og ég væri vel til í að gera .það, jafnvel þó að það hefði ekkert gefið. Ég þekki sumt af þessu fólki mæta- vel og veit að því veitir ekke;rt af fyrirbænunum okkar. Ég Ijóstra ekki upp neinu leyndar- Skáldið og nrainma lifla 1) Ég verð að fá nýja skó fyrir 2) Ég á enga nothæfa! 3) Ah-a, en þá förum við heldur dansleikinn í kvöld.... ekkert á dansleikinn — og ég losna við að fara í hreina sokka. í á ó AWRIGHT, MR.TRAIL IT'S THI5 WAY/ I THOUGHT YOU WAS A FRIENO O' TOM'S... AND YET YOU'D ME OVER TO THE LAW/ Unnoticep by mark in THE PIM LIGHT, A WIRE SNARE SET IN THE TRAIL IS CAREFULLY AVOIPEP BY MOSS TURN ' 1 AM TOM'S FRIENP... BUT I'M ALSO A PEPUTY ©aMe WARPEN... NOW HEAP FOR THE CABIN/ i — Eg hélt að þú værir vinur Tomma . . . og samt ætlar þú að taka mig fastan. — Eg er vinur Tómasar . . . En ég er einnig veiðivörður . . . Við skulum koma okkur að kofan- um. — Allt í lagi Markús . . . Við förum þessa leið. 1 myrkrinu tekur Markús ekki eftir gildru úr örmjóum vír stréngdum þvert yfir stíginn og Moss gætir sin vandlega á. Það er sagt, að systir Cecilia lesi öll bréf, sem héðan fara. Nú strýkur hún sér áreiðanlega um fallegu hökuna og fer að velta því fyrir sér, hvort þetta síðasta sé nú viðéigandi, en sjálf get ég ekki skilið, hvaða ástæða væri til að fara að strika það út. Ef ekki velgjörðarmenn okkar hafa neina þörf fyrir þænirnar okk- ar, þá eyðum við miklum tima til einskis í þær, en það er einmitt helzta hrósun okkar, að við eyð- um aldrei tímanum til einskis.“ —Systir Cecilia hefur sýnilega ákveðið að lofa þessu að standa, sagði Phyllis. SUtltvarpiö Laugardagur 24. september 8.00—10.20 Morgunútvarp (Bæn. — 8.19 Tónleikar. — 8.30 Fréttir. — 8.40 Tónleikar. — 10.10 Veðurfr.,'. 12.00 Hádekisútvarp. (12.25 Fréttir og tilkynningar). 12.50 Oskalög sjúklinga (Bryndís Sig- urjónsdóttir). 14.00 Laugardagslögin. (Fréttir kl. 15.00 og 16.00). 16.30 Veðurfregnir. 19.00 Tómstundaþáttúr barna og ung- linga (Jón Pálsson). 19.25 Veðurfregnir. 19.30 Tilkynningar. 20.00 Fréttir. 20.30 Smásaga vikunnar: „Þurrkur" eft ir Einar H. Kvaran. (Þorsteinn O, Stephensen leikari). 20.50 Léttir tónar:.Max Jaffa og hljóm- sveit hans leika, og Grethe og Josef Dichler leika á tvö píanó. 21.25 Leikrit: „Vitavörðurinn“ eftip Helga J. Halldórsson. — Leikstj.s Gísli Halldórsson. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Danslög. 24.00 Dagskrárlok,

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.