Morgunblaðið - 24.09.1960, Side 19

Morgunblaðið - 24.09.1960, Side 19
Laugardagur 24. sept 1960 MORCVNRLAÐIÐ 19 — Guðmundur Arnason Framh. af bls. 6. kosningadúxum. Fjórar eða fimm af kyninu hafa tekið þátt í feg- urðarsamkeppni, allt frá Tí- volí til Themsarbakka, þar á meðal Ágústa dóttir Guðmund- ar. Hún varð fegurðardvottning íslands. I>á varð gamli maðurinn glaður og setti skilti á front fyr- irtækis síns: „Lokað í 5 mínút- ur“, en kom ekki aftur fyrr en eftir 5 daga. Það er óneitaniega gaman, að slíkir skrautfuglar með jafn skemmtilegan hugsunargang séu ennþá til meðal vor á sjálfri at- ómöld. Það er ekki þar með sagt, að allri þjóðinni færi jafn vel að haga sér þannig. Svona skemmtilega hefði enginn brugð ið við slíku atviki nema ef vera kynni þeir misskildu listamenn Sölvi Helgason eða Sólon ísland us, Jóhannes blápungur, Sæfinn ur á 16 skóm, Símon Daiaskáld og Guðmundur nafni hans og frændi dúllari, sem allir væru á topp-listamannastyrkjum í dag ef þeir væru uppi. Ungur að árum var hann sett- ur til mennta á Flensborgar- skóla. Skólar gera meira af því að valda tjóni og sálarskemmd- um á slíkum fágætum furðufugl um, en betrumbæta. Því var það lán, að Guðmundi lét betur að leika við lostfagrar meyjar en gefa sig að grúski og bókar- mennt í ,,den tid“. Þó var hann enginn eftirbátur skólabræðra sinna, er til prófrauna kom. Frumstæður einstaklingskraft- ur mannsins er oft meiri en svo, að ein skólaganga fái þar um 'þokað. Skólar eru eins og skap- aðir fyrir normalt og leiðinlegt fólk. Þó getum við víst ekki án þeirra verið. Lífið er að verða of innviklað og óskemmtilegt. Annars hefði Guðmundur orðið sómaprestur og sálusorgari og fyrirgefið mannlegan breizk- leika sóknarbama sinna af meiri skilningi en margur dyggð ugur og skírlífur presturinn. Sá einn skilur. sem hefur reynt sæt leika syndarinnar sjálfur. Að skílja er sama og fyrirgefa, seg- ir einhvers staðar, Heilagur Franz frá Assisi var playboy, flagari og fyllibytta áð- ur en hann reis og steig upp úr svaðinu og spillingunni eins og svo margir ef ekki allflesíir dýr lingarnir. Aðeins slíkir eiga sína upprisu og endurfæðingu í lif- andi lífi. Athugunarefni fyrir upptökuskilyrði í guðfræðideiid. Guðmundur hefur alla tíð ver- ið við hestaheilsu. Hann taiar og malar mikið um sjúkdóma og tekur sjúkdóminn með stjórn- lausu hugmyndafluginu aður en hann nær að smitast. Þannig Ibólusetur hann sjálfan sig óaf- vitandi, svo að flestir sjúkdómar hræðast hann og leggja á flótta undan honum nema timburmenn og tilheyrandi taugaflækjur, sem leysast fljótt af sjálfu sér. En góð heilsa og hreysti er miklu fremur ávöxtur réttra lífsvið- horfa og lífs-innstillingar. Þó sótti á hann einhvers konar asthma, andþrengsli eða súrefn- isstífla fyrr á árum. í þessum andarteppu-köstum sínum fannst Guðmundi eins og trekkspjaldið fungeraði ekki í nefinu á sér, svo að hann lagði land undir fót og sótti heim einhvern heims- frægan trekkspecialist vi.askuid í skozku hálöndunum, en þar er misvinda og þar er uppáhalds- mjöður Munda bruggaður, sem er Haig and Haig, White horse, Jonny Walker, Yat 69, Higland Queen og Ballantine. — Trekk specialistinn hjó upp hið klass- íska Adonisnef hans með hamri og meitli eins og sjálfur maistari Michelangelo væri að meitla hornin í höfðinu á Móses gamla. Trekkspjaldið trillar og dúllar síðan svo að ekki hefur slegið niður í karli en hið klassíska gríska nef hans skipti um bygg- ingarstíl við aðgerðina, yíirgaf klassíkina og hefir haldið sér að rococo-stíl síðan öllum til mikils augnayndis, einkum konum, sér í lagi þegar nefbroddurinn hef- ur sig upp og niður að framan eftir skapslögum og geðsveiflum Guðmundar. Nú er Guðmundur orðinn fræg ur málverkaspekúlant, sem höndlar með nútímalist. Því er aldrei að vita, hvaða stefnu nef- ið á eftir að taka næst. Þar eru margar áttimar, ismarnir og stefnurnar eftir því. Hann er bæði af Bolholts- og Langholtsætt. Langholtsættin hefur framleitt einhver lifandis ósköp af gáfumönnum og mikil- hæfum kennimönnum eins og þá Birtingana frá Birtingaholti, séra Magnús Helgason og bræður hans, séra Magnús Andrésson á Gilsbakka, Ásmund biskup og ráðherrana Pétur Magnússon og Guðmund í. Guðmundsson og ó- ‘tal feiri. Ættin brauzt út úr ó- þekktum víddum og breiddum almúgans og reis með Magnúsi alþm. Andréssyni 1 Syðra-Lang- holti og hefir ekki fallið né sigið að gáfum og vitsmunum að ráði síðan, þó að sumir kvistir henn- ar séu að vísu misvitvir eins og sagt var um sjáifan Njál. Hugarvíls- og hugarangnrs fólki er fyrir góðu að hitta mann eins og Guðmund af og til. Gásk inn og glaðværðin er engu að síður smitandi en þjáningin og þunglyndið. Stundum held ég, að hann sé hvorki af Bol'nolts- eða Langholtsætt heldur 1 sérflokki kominn í beinan karllegg af karli Bakkusi, stundurn bara í 2—3 ættlið eða óskilgetinn son- ur hans. Hann er sannkallaður hugarkætir, skapbætir og gleði- bætir, fullur og ófullur. Hann á sér skemmtilega og glæsilega eiginkonu. Hún er Á°laug Sig- urðardóttir slembis Sigurðsson- ar skálds frá Arnarholti og apó- tekara í Eyjum. Hann er talinn af vísum og fjölfróðum framhjá- tökusérfræðingum innan ætt- fræðinnar óskilgetinn sonur Friðriks áttunda Guðmundur er þannig mágur Friðriks níunda Danakonungs á forna vísu og fer vel á því. Hin heilbrigða samkeppni um makann, sem návtúran þarfnast sjálfri sér. til viðhalds og upp- yngingar hefir fegrað hana og viðhaldið æskufjörinu svo að alltaf hafa verið áhugasamir gaukar í kringum hreiðrið, sem þó var aldrei hleypt of langt en mátulega til að láta makann vara sig. Þegar samkeppnin er úti er hnignun á næsta leiti. Þetta skilja gamlir og góðir í- haldsmenn. Því mlssa margar konur of snemma sjarma sinn, skrautfjaðrir, kynþokka og að- dráttarafl og líkaminn verður um aldur fram ömurleg endur- speglun sálarinnar. Börnin eru þrjú. Það er of snemmt að tala um barr.alán í öllum tilfellum íyrr en börnin eru öll, þ. e. fyrr en mannskepn- an er búin að renna skeið sitt, því að aldrei er að vita, hvenær á skeiðinu hún rís hæst og dalar lægst. En börn Guðmuvidar og Ásu eru gjörvileg, góð og svip- hrein og að vera góðar mann- eskjur, er það ekki það æðsta og bezta í þessu lífi? Það eru alltof fáir. Það á mikið vín ePir að renna sina réttu boðleið áður en Guð- mundur er allur Það er langt þangað til hann dansar síðasta dans og drekkur síðasta fuliið í þessari blautu og safaríku sól- skinstilveru. See you later, alligator, in a while crocodile. Sæll að sinni, gamli pamfíll. Súptu ekki eins og krókódíll! Örlygur Sigurðsson. - SJb. Framh. af bls. 11. inn með 46 atkvæðum, Thor Thors fær 9 atkvæði og Nosek 25 atkvæði. Kapphlaup milli stór- veldanna í austri og vestri veld- ur því að Thor Thors fær ekki fleiri atkvæði. Alllöngu fyrir þingið var vitað að hann átti miklu fylgi að fagna. En kosn- ing Bolands hafði verið undir- búin lengi og Bretland og Banda- ríkin höfðu frá upphafi heitið honum fylgi sínu. Rússar og fylgiríki þeirra stóðu hins veg- ar fast með Nosek og höfðu feng- ið nokkur hinna hlutlausu ríkja til stuðnings við hann. Hinn nýkjörni forseti tekur nú við fundarstjórn og er fagnað með lófataki. Hann flytur ræðu og lætur m. a. þá ósk í ljós, að þetta allsherjarþing verði „þing manúðarinnar." Dagur hinnar svörtu Afríku Nú er komið að inntöku nýrra ríkja í samtök Sameinuðu þjóð- anna. Á dagskránni eru inntöku- beiðnir frá 15 ríkjum, Kýpur- lýðveldinu og 14 Afríkuríkjum, sem öll hafa nýlega fengið sjálf- stæði. Forsetinn leggur til að greidd verði atkvæði um hvert einstakt ríki. Fyrst kemur inn- tökubeiðni Kameroon lýðveldis- ins til atkvæða. Hún er sam- þykkt með samhljóða atkvæð- um. Þá biður þingforseti sere- moníumeistara þingsins að sækja fulltrúa hins nýja þátt- tökuríkis. Gerir hann svo og fulltrúar hins unga lýðveldis ganga í salinn og er vísað til sætis. Er þeim fagnað með al- mennu lófataki. Síðan er sam- þykkt með samá hætti inntaka 13 nýrra Afríkuríkja. Fulltrúar þeirra eru allir svertingjar, margir vörpulegir og svipmiklir menn, flestir klæddir að hætti Evrópumanna en nokkrir bera litríkar skikkjur, hátíðabúninga þjóða sinna. Einnig er samþykkt inntökubeiðni Kýpur-lýðveldis- ins, þannig að samtals eru 14 ný ríki tekin í samtökin á þessum fyrsta degi allsherjarþingsins. — Fulltrúar belgiska Kongó-lýð- veldisins geta ekki tekið sæti á þinginu, þar sem tvær sendi- nefndir eru komnar þaðan og óvissa leikur á því, hvor þeirra fari með umboð stjórnar lands síns. 96 þjóðir Meðlimaríki Sameinuðu þjóð- anna eru nú orðin 96. Af þeim eru 25 í Afríku. Afríkuþjóðirnar eru þannig orðnar fjölmennasti þjóðahópurinn frá einstakri heimsálfu. Þingforsetinn býður hin nýju ríki velkomin. Frelsi Afríkuþjóðanna hefur styrkt Sameinuðu þjóðirnar, segir for- setinn. Flest þessara nýju ríkja eru fyrrverandi nýlendur Frakka. Það er líka utanríkisráðherra Frakklands, sem fyrstur kveður sér hljóðs úr hópi þingfulltrúa til þess að bjóða þær velkomnar í samtökin og óska þeim til ham- ingju með inngöngu þeirra í SÞ. Síðan er hver heillaóskaræðan flutt á fætur annari. Til máls taka m. a. fulltrúar Túnis, ítalíu, Bretlands, Perú, Ceylon, Haiti, Sovétrikjanna, Bandaríkjanna og Afghanistan. Fulltrúi Finnlands flytur þeim árnaðaróskir fyrir hönd Norðurlandanna allra. Af hálfu Bandaríkjanna talaði Hert- er utanríkisráðherra og Gromyko af hálfu Sovétríkjanna. Þessi fyrsti fundur Allsherjar- þingsins stendur framundir kl. 7. Er þá enn ekki lokið að bjóða hin nýju ríki velkominn. Er gert ráð fyrir að því ljúki á kvöld- fundi. En í fyrramálið munu fulltrúar hinna nýju aðildarríkja flytja þakkarávörp sín. Nær eitt þúsund fulltrúar. Fulltrúar á Allsherjarþinginu munu nú vera orðnir nær eitt þúsund talsins. Er það langsam- lega fjölmennasta þing, sem al- þjóðleg ríkjasamtök hafa haldið. Dagurinn í dag hefur verið dagur hinnar svörtu Afríku. Hann hef- ur verið sigurdagur hins þel- dökka kynstofns, sem haldið hef- ur uppi langri baráttu fyrir frelsi sínu og jafnrétti við hinn hvíta mann. Með frelsinu kemur auk- inn þroski og ábyrgðartilfinning. Grundvöllur Sameinuðu þjóð- anna hefur í dag breikkað að mun. Vonandi hefur hann einn- ig styrkzt. En þótt ekkert orð sé oftar nefnt í ræðum manna á þessu mikla þjóðanna þingi en orðið „öryggi“ er það þó einmitt öryggi, vissa un\ varanlegan frið og mannhelgi, sem veröldina skortir í dag. Setningarfundi Allsherjarþings ins er að ljúka. Þrjú högg ís- lenzka hamarsins í hendi þing- forsetans hljóma út yfir salinn. Hið mikla þjóðahaf fellur eins og straumþung elfa frá þessum fyrsta fundi. Tvö þúsund og fimm hundruð blaðamenn, út- varpsmenn og ljósmyndarar segja heiminum frá því, sem hér gerðist. Sögulegur dagur er að kveldi kominn. S. Bj. 5 útigangar SKRIÐUKLAUSTRI, 23. sept. —- Göngum er nú að ljúka á af- réttum Fljótsdælinga. Á Vestur- Öræfum fundust 5 útigengnar kindur, 3 voru veturgamlir hrút- ar, sem fundust á svonefndum Maríutungum, norðaustan Vatna- jökuls og 2 ær veturgamlar fund ust skammt þar fyrir norðaustan. Veður var ágætt í göngunum og fé lítur vel út. — Flugvöllur Frh. af bls. 20. lögð á hilluna fyrir" fullt og allt í vor, sagði Hilmar að lokum. Verður áreiðanlega góð Björn Pálsson flaug nýlega vestur til jsafjarðr.r og skoðaði flugbrautina. Sagði hann í við- tali við Mbl., að sér litist mjög vel á mannvirkið, það væri vel unnið. — Þessi braut verður áreiðan- lega góð, sagði Björn, en að vísu verður ekki lent á henni í suð- austan vindi. Hins vegar verður í mörgum tilfellum hægt að nota völlinn, þó vindhæð sé það mikil, að ólendandi væri á sjó — og þar á ég við norðangjóluna, sem oftast blæs inn Skutulsfjörðinn, sagði Björn. Sá síðasti Ekki verður byggð nein far- þegaafgreiðsla við flugvöllinn á Skiþeyri að sinni og engar ráða- gerðir eru uppi um að setja nið- ur lendingarljós, því samtímis þeim yrðu að koma aðvörunar- ljós á fjöllin umhverfis. Svo sem Hilmar Sigurðsson upplýsir mun Katalínu lagt í vor. Allt frá stríðslokum hafa Katalínubátarnir gegnt þýðingar miklu hlutverki í samgöngumál- um okkar, ekki hvað sízt við Vestfirði nú síðari árin. — Um skeið átti Flugfélagið 3 Kata- línubáta og Loftleiðir 2 — og er Sæfaxi, sem nú verður lagt, hinn síðasti þeirra. Hugheilar þakkir votta ég öllum þeim, sem með heim- sóknum, gjöfum og skeytum, sýndu mér margvíslegan hlýhug og virðingu á 80 ára afmæli mínu 30. ágúst sl. Guð blessi ykkur öli. Halldór Gamalíel Sigurjónsson frá Hallbjarnarstöðum á Tjörnesi Hugheilar þakkir færum við öllum, sem glöddu okkur með heimsóknum, gjöfum og heillaóskum á gullbrúð- kaupsdegi okkar 10. sept s.l. Guð blessi ykkur öll. Svanborg Jónsdóttir, Stefán Kristjánsson, Ólafsvík Lokað í dag vegna jarðarfarar * Isborg Miklatorgi Útför mannsins iníns KJARTANS JAKOBSSONAR fyrrverandi vitavarðar frá Reykjarfirði, fer fram frá ísafjarðarkirkju, laugardaginn 24. sept. kl. 2 með bæn frá heimili foreldra hans, Engjavegi 6. Flóra Ebenezerdóttir Jarðarför föður míns og fósturföður, JÓNS SIGURÐSSONAR skipstjóra frá Blómsturvöllum, fer fram frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 27. sept. kl. 1,30. Blóm vinsamlega afþökkuð, en þeim sem vildu minnast hins látna er bent á Barnaspítalasjóð Hringsins. Fyrir hönd okkar og annarra ættingja. Vigdís Jónsdóttir, Gunnlaugur Kristjánsson. Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför móður okkar og tengdamóður KRISTÍNAR RICHTER JÓNSSON Soffía Ingólfsdóttir, Friðgeir Bjarnarson, Anna Ingólfsdóttir, Vilhelmína Markan, Einar Markan. /

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.