Morgunblaðið - 05.10.1960, Qupperneq 5
Miðvilíudagur 5. ok’t. 1960
MORC1JTSBL ÁT>ÍÐ
5
H.f. Eimskipafélag íslands hf. Detti-
foss er 1 Rvík. Fjallfoss er á leið til
Antwerpen. Goðafoss er á Norðfirði.
Gullfoss er á leið til Leith. Lagarfoss
er í Keflavík. Reykjafoss er á leið til
Ventspils. Selfoss er á leið til Ham-
borgar. Tröllafoss er á Siglufirði.
Tungufoss er á leið til Rvíkur.
H.f. Jöklar. — Langjökull lestar á
Austfjarðahöfnum. Vatnajökull er á
ieið til Leningrad.
Skipadeild SÍS.: — Hvassafell er á
leið til Gdynia. Arnarfell kemur til
Rvíkur á morgun. Jökulfell losar á
Húnaflóahöfnum. Dísarfell er í Borg-
arnesi. Litlafell er í Faxaflóa. Helga-
fell er í Onega. Hamrafell er á leið til
Batumi.
Skipaútgerð ríkisins: Hekla er í R-
vík. Esja fór í gær austur um land.
Herðubreið er á Kópaskeri. Skjald-
breið fer 1 dag vestur um land til Ak
lireyrar. Pyrill er á leið til Seyðisfjarð
ar. Herjólfur fer fá Rvík kl. 21 í kvöld
til Vestmannaeyja og Honafjarðar.
Eimskipafélag Reykjavíkur hf. —
Katla er á leið til Rvíkur. Askja er á
leið til ítalíu.
Flugfélag íslands hf.: Gullfaxi fer til
Oslóar, Khafnar og Hamborgar kl. 8:30
i dag. Kemur aftur kl. 23:55 í kvöld.
Fer til Glasgow og Khafnar kl. 8 í
fyrramálið.
Innanlandsflug: I dag til Akureyrar,
Húsavíkur, Isafjarðar og Vestmanna-
eyja. A morgun til Akureyrar, Egils-
Btaða, Kópaskers, Patreksfjarðar, Vest
mannaeyja og Þórshafnar.
Loftleiðir hf.: — Leifur Eiríksson er
væntanlegur kl. 23 frá Stavangri. Fer
til New York kl. 00:30.
Blessuð sólin elskar allt,
allt með kossi vekur;
haginn grænn og hjarnið kalt
hennar ástum tekur.
Geislar hennar út um allt
eitt og sama skrifa
á hagann grænan, hjarnið kalt:
himneskt er að lifa!
Hannes Hafstein:
Mælt fram í skemmtiför.
ÞESSI mynd af Falcon-sex
tettinum birtist I nýju texta-
hefti ,,do re mi“, sem kom út
fyrir nokkrum dögum. Þar er
einnig grein um Falcon-sex-
do
re
mi
tettinn, ásamt viðtölum við
hljóðfæraleikara og er það
ætlun útgefanda heftisins að
kynna Iesendum þess yngri
hljóðfæraleikara landsins og
hljómsveitir þeirra. Hefti
þetta er með nýju sniði, það
flytur vinsælustu dægurlaga-
textana með gítarhljómum og
kennsluþátt í gítarleik. Það
gerir þeim, sem hafa áhuga á
kleift að leika öll lögin, sem
í heftinu eru, ef þeir æfa sig
með nægri þolinmæði. Einnig
er í heftinu skemmtilegt sam-
tal við hinn vinsæla söngvara
Sigurdór. Frágangur á ritinu
er allur hinn smekklegasti og
til þess vandað í hvívetna.
Má öruggt telja að þetta
rit verði vinsælt meðal tán-
inganna, enda er það einkum
ætlað þeim til skemmtunar og
fróðleiks.
Sálfræðingurinn: Annað hvort
borgið þér reikninginn eða ég
geri yður vitlausan.
★
Konan: — Hvernig særðust
þér maður minn?
Hermaðurinn: — Af sprengju,
frú.
Konan: — Sprakk hún?
Hermaðurinn: — Nei, hún
skreið til mín og beit mig.
★
Rakari: — Hef ég rakað yður
áður?
Viðsk.v.: — Nei, ég fékk þetta
ör í Frakklandi.
★
Sér maðurinn þinn fyrir þér,
Lísa?
— Hvort hann gerir blessaður,
i síðastliðinni viku útvegaði hann
mér hvorki meira né minna, en
fimm staði til að þvo á.
★
Skoti hitti Ameríkana, sem var
að virða fyrir sér hina gríðarstóru
Forth-brú.
— Beyrðu sagði Ameríkaninn,
hvaða smá járnstöng er þetta,
sem liggur yfir ána þarna?
— Veit ekki, svaraði Skotinn,
hún var ekki þarna í gær.
Georg: — Hefurðu nokkurn
tíma kynnst manni, sem hefur
komið þér til að skjálfa og titra
við minnstu snertingu?
Marta: — Já, tannlækninum.
BLÖÐ OG TIMARIT
Samtíðin — októberblaðið er komið
út, fjölbreytt og skemmtilegt. Ritstjór
inn skrifar forustugrein um Vífilsstaða
hælið: Hálfrar aldar sigursókn gegn
hvíta dauðanum. Freyja skrifar fjöl-
breytta kvennaþætti. Pá er framhalds
sagan: Hver var hún? Smásagan: Hún
kom, sá og sigraði. Ingólfur Davíðsson
skrifar þáttinn: Ur ríki náttúrunnar.
Guðm. Arnlaugsson skrifar skákþátt.
Arni M. Jónsson skrifar bridgeþátt.
Ennfremur eru vinsælir danslagatext-
ar, draumaráðningar, afmælisspádóm-
ar fyrir alla daga októbermánaðar,
grein um Elvis Presley, getraunir,
krossgáta, bókarfregn o.m.fl. Forsíðu
myndin er af rússnesku leikurunum
Elina Bystritskaja og Pyotr Glebof í
nýrri kvikmynd.
Aukablað af heimilisritinu Heima er
bezt, er komið út. I því er meðal ann-
ars bókaskrá yfir fjölda bóka með upp
lýsingum um þær. Einnig er greinin
Bókasafn alþýðu, eftir Steindór Stef-
ánsson frá Hlöðum. Grein um bók-
ina ..Hrakhólar og höfuðból" og höf-
und hennar Magnús á Syðra-Hóli eftir
Jochum M. Eggertsson. verðlaunaget-
xaun o. £1.
Níræð verður í dag frú Gróa
Árnadóttir Smáratúni 15, Kefla-
vík. Hún dvelur nú sjúkrahúsinu
í Keflavík.
60 ára er í dag, Bjarni Þórð-
arson, Jófríðarstaðavegi 8,
Hafnarfirði.
Á morgun fimmtudaginn 6.
eiga gullbrúðkaup hjónin Þor-
gerður Árnadóttir og Stefán
Þórðarson, Snorrabraut 32.
Nýlega hafa opinberað trúlofun
sina ungfrú Ingibjörg Ámunda-
dóttir, frá Vatnsenda, Árn. og
Kjartan L Jónsson frá Sauðár-
króki.
2. október voru gefin saman í
hjónaband í Neskirkju af séra
Jóni Thorarensen, ungfrú Fjóla
Bótólfsdóttir, Breiðholti við Lauf
ásveg og Ólafur Gíslason, skrif-
stofumaður, Mávahlíð 5. Heimili
þeirra verður fyrst um sinn að
Breiðholti við Laufásveg.
HUSRÁÐ
Stúlka óskast
þarf að geta annast lamaða
konu. Fær tilsögn. 2ja herb.
íbúð á hitaveitusvæði fylg-
ir. Tilb. merkt: „1500—
1736“ og upplýsingar í
síma 14286.
Saumanámskeið
hefst 14. okt. í Mávahlið
40. Væntanlegir þátttakend
ur tali við mig sem fyrst.
Brynhildur Ingvarsdóttir
Trillubátur
Til sölu trillubátur 314 t.
með 24 ha. Albinvél. Selst
mjög ódýrt Uppl. í síma
32171 og 34545 eftir kl. 19.
Húsmæður
Þrítug kona vill taka að
sér hreingerningu og ræst
ingu í heimahúsum. Uppl.
í síma 35660 frá 1—5 aðeins
í dag.
Ung barnlaus hjón
sem vinna bæði úti óska
eftir 2ja herb. íbúð. Fyrir-
framgreiðsla. Sími 10615
næstu daga frá 6—7 á
kvöldin
Ráðskona
óskast á norðlenzkt sveita
heimili. Má hafa með sér
1—3 börn. Nýtt steinhús,
rafmagn, sími. — Uppl. í
síma 34961.
Vil gjarnann taka
ráðskonustöðu hjá 1—2
mönnum í Reykjavík. Tilb.
merkt: „Ráðskona — 1735“
sendist fyrir 15 okt. á afgr.
Mbl.
Tilboð óskast
í sem nýjan 49 lesta bát. I
Leiga gæti komið til greina
Uppl. hjá Landssambandi
ísl. útvegsmanna.
Kona óskar
eftir að leigja litla 2ja herb
íbúð, helzt í Vesturbænum.
Húshjálp. Uppl. i síma
34823.
Rósir eru viðkvæmar og visna
mjög fljótt, þó er hægt að fá
þær til að standa lengur, ef vel
er um þær hugsað. Oft fara
blómin á alveg nýafskornum rós
um að hanga, áður en þau hafa
breitt almennilega úr sér. Þetta
er hægt að lagfæra með því að
dýfa stilkunum augnabliik ofaní
sjóðandi vatn, en til þess að guf-
an eyðiieggi ekki blómin verður
að vefja pappír utanuim þau á
meðan.
Keflvíkingar
nokkur eldhúsborð til sölu
(tækifærisverð). Uppl. hjá
Einari Gunnarssyni, Smára
túni 32. — Sími 2232.
Keflavík
4ra—5 herb. íbúð eða ein
býlishús óskast til leigu.
Uppl. í síma 1804, Keflavík.
Múrarar
Tilboð óskast í utanhús-
púsningu á húsinu Unnar-
braut 12, Seltjarnarnesi. —
Uppl. á staðnum eða í síma
23392.
Hafnfirðingar
Námskeið í teiknun og mál
un, verður í Flensborgar-
skólanum 2 kvöld í viku kl.
8—10. Uppl. í síma 50239
milli kl. 7 og 8 e.h.
Bjarni Jónsson
Pels
Nýr danskur pels til sölu.
Stórt númer. Uppl. í síma
12052.
íbúð óskast
húshjálp kemur til greina.
Uppl. í síma 22150.
Kona óskast
frá kl. 1—7. Má hafa með
sér barn. — Uppl. í síma
50125 eftir kl. 7.
Ungur maður
með gagnfræðipróf og bíl
próf óskar eftir vinnu, má
vera erfiðisvinna. — Tilb.
sendist afgr. Mbl. merkt.
„Reglusamur — 1008“
Herbergi
1—2 herb. með húsgögnum
óskast til leigu sem fyrst.
Tilb. sendist Mbl. fyrir 7.
okt, merkt: „Strax — 1009“
Tvær reglusamar
símastúlkur óska eftir 2
herb. og eldhúsi eða að-
gangi að eldhúsi, strax eða
1. nóv. Uppl. í síma 35950
kl. 4—7 á morgun.
Mótatimbur
til sölu er mótatimbur að-
eins naglrekið, einnig nagl
ar í stærðum 2” 214’’ 3” —
Simi 23297.
Tek menn í fæði
Uppl. í síma 16639.
Hlutabréf
í sendibílastöð til sölu. —
Sími 36184 eftir kl. 7,30 á
kvöldin.
Kona eða stúlka
óskast til afgreiðslustarfa.
Athugið, vinnutími eftir há
degi.
Austurbar
Sími 19611.
Pússningasandur
til sölu ódýr. Upplýsingar
í síma 50230.
Lœknisstaða
Til umsóknar frá 1. des. 1960 að telja er staða L
aðstoðarlaiknis á lyflækningadeild Landspítalans.
Laun samkvæmt launalögum. Staðan verður veitt til
4 ára í senn.
Umsóknir með upplýsingum um aldur, námsferil og
fyrri störf, sendist til skrifstofu ríkisspítalanna,
Klappaistíg 29, íyrir 15. nóv. 1960.
SKRIFSTOFA RlKISSPlTALANNA