Morgunblaðið - 05.10.1960, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 05.10.1960, Blaðsíða 13
Miðvik'udagur 5. okt. 1960 MORGTJTShLAÐlÐ 13 Hitt og þetta 'frá SÞ: írinn á forsetastóli — Islenzkur blaðafulltrúi —IMýlenduskipulagið afturgengið — Skugginn yfir þinginu Á forsetastóli SÞ: írinn, Frederick H. Boland, og framkvæmda- stjórinn, Dag Hammarskjöld. — IIm þá hafa leikiS stríðir stormar. — New York, 1. október. V M forsetastól allsherjar- J>ings Sameinuðu þjóðanna og framkvæmdastjóra þeirra leika nú stríðir stormar. — Aldrei hafa önnur eins hvass- viðri geisað í ræðum þjóða- leiðtoganna hér, eins og ein- mitt á þessu þingi. Um það ber öllum saman, sem sótt hafa þessar samkomur að staðaldri. En hið græna marmaraborð þingforsetans er traust og stöð- ugt. Engin hætta er á að því verði auðveldlega velt. En hver situr í sjálfum forsetastólnum? Á þeim manni, sem þar á sæti mæð ir mjög. Forseti 15. þingsins er írinn Frederick A. Boland, margreynd ur stjórnmálamiaður og diplomat lærður hagfræðingur og fræði- maður, sem á yngri árum sínum lék á píanó í danshljómsveit og Stundaði hnefaleik sér til heilsu bótar og skemmtunar. Enn sem komið er hefur hvorki reynt á músíkhæfileika hans né handstyrk. Á fundinum í morgun þurfti hann að berja hamri sínum lengi og hart í borð ið í miðri ræðu Krusj effs forsæt- isráðherra Sovétríkjanna, áður en hann fengið komið að áminn- ingu til ræðumannsins fyrir ljótt orðbragð. Honum tókst þó að stöðva hinn herskáa forsætisráð- herra og biðja hann að stilla orð um sínum í hóf. Hagfræðingur að menntun Boland er fæddur í Dublin ár- ið 1904 og er því 56 ára gamall. Hann lauk hagfræðiprófi í Dubl in, en stundaði framhaldsnám í fræðigrein sinni í háskólunum í Harward, Ohicago og Norður- Carólínu. Þegar hann dvaldi á námsárunum sínum í Bandaríkj- unum vann hann m.a. fyrir sér með því að leika í danshljám- sveit, sem ferðaðist um landið. Síðan árið 1929 hefur Boland verið í utanríkisþjónustu fra. Jafnframt hefur hann tekið þátt í fjölmörgum aiþjóða ráðstefnum fyrir hönd lands síns. Hann varð sendiráðsritari í París árið 1932. Tveimur árum síðar tók hann við starfi í utanrí'kisráðuneyti írlands. Árið 1936 varð hann for stjóri deildar utanríkisviðskipta og árið 1946 tók hann við stjórn utaríkisráðuneytisins. Hann var sendiherra írlands í London árin 1950—1956. Síðan árið 1956 hefur hann verið einn af fulltrúum írlands á þingi Sam einuðu Þjóðanna. Á síðustu fjór um þingunum hefur hann verið varaformaður írsku sendinefnd- arinnar. Árið 1958 var hann for- maður fjórðu nefndar þingsins. Boland er kvæntur listmálar- anum Frances Kelly, en lands- lagsmyndir hennar og manna- myndir eru allþekktar. Áður mun hún hafa hallast nokkuð að kubisma. Þau hjón eiga fimm uppkomin börn, einn son og fjórar. dætur. Rólegur og veðurbitinn „Freddie" Boland, eins og hann oft er kallaður af kunningj- um sínum er meðalmaður á hæð, gráhærður og rauður í andliti. Honum stekkur sjaldan bros á forsetastóli. Þó gat hann ekki stillt sig um að kíma þegar Mac- millan forsætisráðherrg Breta lét í ljós sérstaka ánægju yfir að eiga þess kost að ávarpa hið virðulega þing undir forsæti full trúa lands, „sem mitt eigið land er tengt svo nánum tegslum". Þá hló allur þingheimur og frinn í forsetasœtinu líka. Mun mönn- Eftir Sigurð um almennt hafa komið í hug hin langa, og ekki ævinlega ást- úðlega viðureign íra og Breta. íslenzkur blaðafulltrúi þingforsetans Forseti allsherjarþingsins hef- ur mikið að gera. Hann hefur yfirumsjón með öllu starfi þings ins, í samráði við framkvæmda- stjóra samtakanna, varaforseta þingsins og nefndaformenn. Hann kemur einnig töluvert fram út á við fyrir þess hönd. Til hans er leitað um margvíslegar upplýsingar um starfsemi þings- ins af hálfu blaða og annarra fréttastofnana. En 2500 frétta- menn og ljósmyndarar fylgjast með því, sem hér gerist og segja heiminum frá því. Eitt fyrsta verk hins nýkjörna forseta var að ráða sér blaða- fulltrúa. Varð íslendingurinn, ívar Guðmundssonð fyrrverandi fréttastjóri Morgunblaðsins, fyr- ir valinu. En hann hefur starfað við upplýsingadeild Sameinuðu þjóðanna sl. 9 ár, um skeið í Kaupmannahöfn en lengstum hér í aðalstöðvunum í New York, og getið sér hér gott orð. Er ég þess fullviss, að íslenzkir blaðamenn, ekki hvað sízt gamlir samstarfs- menn hans samgleðjast honum með þann heiður, sem honum er sýndur með ráðningunni sem blaðafulltrúi forseta aillsiherjar- þingsins. Blaðafulltrúinn hefur skrif- stofu við hlið skrifstofu þeirra Bolands og Hammarskjölds, sem eru að baki þingsalarins og því rétt við forsetastólinn. Þar verð- ur hann helzt að vera viðiátinn, hvenær sem forsetinn þarf á honum að halda. Aldrei hafa svo margir . . . Um þetta þing hefur verið sagt, að aldrei í veraldarsög- unni hafi svo margir þjóða- leiðtogar haft jafnmikið að segja hver öðrum og fulltrú- arnir á þessu þingi. Hingað hafa komið 10 þjóðhöfðingjar og a.m.k. 15 forsætisráðherr- ar, auk mikils fjölda utanrík- isráðherra og annarra ráð- herra. Á Vínarráðstefnunni árið 1814 voru saman komnir flestir leiðtogar Evrópu. Á friðarráðstefnunni í Versölum árið 1919 áttiu 27 ríki fulltrúa og á friðarráðstefnunni í París árið 1946 áttu 21 ríki fulltrúa. Bjarnason Á fundi allsherjarþingsins nú eiga 98 ríki fulltrúa. Þrjár hinna fyrrnefndu ráð- stefna komu saman að loknum styrjöldum til þess að semja frið og leggja grundvöll að varanleg- um friði og öryggi í heiminum. öll veröldin veit, hvernig það hefur tekizt. Það þing, sem nú ste'ndur yfir og tvær billjónir manna standa að, og eiga fulltrúa á, er einnig að leita að friði. Af- vopnunarmálin eru eitt helzta dagskrármál þeirra. En aldrei hefur þó horft eins ófriðlega á nokkru þingi síðan síðari heims- styrjöldinni lauk og einmitt á þessu. Þessi staðreynd blasir við þrátt fyrir það, að síðan að síðari heimsstyrjöldinni lauk hafa 600 miljónir manna ver- ið leystar undan oki nýlendu- skipulagsins og hlotið frelsi og aðild að samtökum Sam- einuðu þjóðanna. Fulltrúar kommúnistaríkjanna Kennsla í norsku og sænsku í háskólanum hér kenna nýlenduskipulaginu og lýðræðisþjóðunum um örygg- isleysið í heiminum í dag. En eru það ekki einmitt hinar vest- rænu lýðræðisþjóðir, sem hafa verið að afnema nýlenduskipu- lagið á síðustu árum og stuðla þarmeð að auknu frelsi og jafn- rétti meðal þjóðanna? Nýlenduskipulag Rússa En hvernig hafa forysturíki hins alþjóðlega kommúnista hag að baráttu sinni fyrir frelsi og mannihelgi í heiminum á þeasum sama tíma? Er það ekki einmitt Sovét- Rússland, sem tekið hefur upp merki hins gamla og úrelta ný- lendiuskipulags, með undirokun mikils fjölda þjóða og landa? Hvað um Eystrasaltslöndin, sem fengu sjálfstæði í svipaðan mund og fsland, eftir heimsstyrjöldina? Þessi þrjú litlu lönd, sem þó voru byggð milljónum manna hafa hreinlega verið innlimiuð í Sovétríkin og svipt öllu frelsi og sjálfstæði. Er til svívirðilegri nýlendukúgun en þetta — og það á miðri 20. öld? Og hvar er frelsi og sjálfstæði Póllands, Ungverjalands, Austur-Þýzka- lands, Tékkó-Slóvakíu, Rúmeníu, Albaniu, Búlgaríu, Ytri-Mongol- íu og Norður-Kóreu í dag? Þessi lönd hafa öll verið gerð að hjálendum Rússa, að meira eða minna leyti. í sumum þeirra hafa verið' gerðar blóðugar upp reisnir, sem bældar hafa verið niður með hroðalegum manndráp um hins Rauða hers Sovétríkj- anna. Nei, þótt hinar vestrænu lýðræðisþjóðir hafi markvisst unnið að afnámi nýlenduskipu lagsins síðan heimsstyrjöld inni lauk, sem bezt sést á þvi að á þessu allsherjarþingi hafa hvorki meira né minna en 16 gamlar nýlenduþjóðir fengið inngöngu í samtökin sem frjálsar og óháðar þjóðir, þá er nýlenduskipulagið þó ekki dautt. Það eru Rússar og hinn alþjóðlegi kommúnismi, sem hafa tekið það upp að nýju og hneppt fjölda þjóða í þrælakistu þess. Skugginn yfir 15. þinginu Þetta er sorgleg staðreynd, sem enginn sæmilega sjáandi maður kemst framhjá að viðurkenna. Það er sama, hve mikið er tal- að um jaauðsyr. friðar og öryggis í heiminum. Á meðan frelsi og mannhelgi er fótumtroðin verð- ur erfitt að skapa grundvöll var anlegs friðar. Ofbeldi og einræði býður nýju ofbeldi og öryggis- leysi heim. Skuggi þessarar staðreyndar hvílir yfir 15. þingi Sameinuðu þjóðanna, þrátt fyrýr einlæga þrá fól'ksins um víða veröld eft- ir friði og hamingju. — S. Bj. Heimili fyrir merm Leigja bíla án ökumanns NÝLEGA var stofnað í Reykja- vik fyrirtæki, sem hefur það að markmiði að leigja bíla án öku- manns. Fyrirtækið nefnist Bíla- leigan Falur hf. og hefur ein- ungis nýjar Volkswagen-bifreið- ir til leigu. Þjónusta þessi er fyrst og fremst hugsuð fyrir ferðafólk, innlent og útlent, sölumenn o. fl., enda til komin vegna mikillar eftirspurnar að undanförnu. Fyrirtæki með þessu sniði hafa um margra ára skeið starfað í nágrannalöndum okkar. Þess má geta, að erlendir ferðaskrif- stofumenn, sem hér voru á ferð nýlega, létu það álit í ljós, að mikilvægur liður í því að gera ísland að vinsælu ferðamanna- landi væri að ferðafólk gæti fengið leigð farartæki og farið um landið að vild, eftir því, sem hver og einn hefði tíma og getu til. — Fyrirtækið mun ekki leigja yngri ökumönnum en 21 árs bíla sína og er þáð í samræmi við reynslu erlendra fyrirtækja sam bærilegra. Stofnendur Bílaleigunnar Fals hf. eru tveir ungir menn, Hákon Daníelsson og Stefán Gíslason. Þeir hafa kynnt sér rekstur slíkra fyrirtækja erlendis með það fyrir augum að þjónusta fyrirtækis þeirra hér verði svip- uð og annars staðar í heiminum. Bílaleigan Falur hf. verður fyrst um sinn opin eftir kl. 17, í Skipasundi 55, og allar upp- lýsingar veittar í símum 35341 og 12476. f HAUST taka til starfa við Há- skóla fslands tveir nýir sendi- kennarar í Norðurlandamálum, þeir Odd Didriksen cand. mag. í norsku og Jan Nilsson fil. mag. í sænsku. Þeir munu hafa nám- skeið í háskólanum fyrir al- menning í vetur, og eru vænt- anlegir nemendur beðnir að koma til viðtals sem hér segir: í norsku: Framhaldsflokkur fimmtudag 6. okt. kl. 8,15 síðd., byrjendaflokkur þriðjudag 11. okt. kl. 8,15 síðdegis, í VI. kennslustofu. — Byrjendur eru beðnir að hafa með sér Lingua- phone-bók í norsku, sem fæst í Hljóðfærahúsinu, Bankastræti 7. f sænsku: Kennt verður á mánudögum og miðvikudögum kl. 8,15 til 10 síðdegis, og verður kennslan til jóla eingöngu ætluð byrjendum. Væntanlegir nem- endur eru beðnir að koma til viðtals miðvikudaginn 5. okt. kl. 8,15 síðdegis í II. kennslustofu sem bíða dóms Á AÐALFUNDI félagsins Vernd I ar, sem haldinn var sl. þriðju- dag, var m. a. samþykkt tillaga þess efnis, að samtökin beittu sér fyrir því, að sett yrði á stofn i heimili í Reykjavík fyrir menn, sem lokið hafa eða bíða dóms. | Þetla heimili mundi fyrst og fremst hafa gistiherbergi og | mötuneyti þar sem einstaklingar gætu fengið aðhlynningu á ' meðan þeir dvelja í Reykjavík. Sömuleiðis yrðu þar vinnustof- ur og samkomustaður fyrir þessa menn. Heimili þetta mundi einnig hafa það hlutverk að annast vinnumiðlun fyrir þá, og með hjálp sérfróðra manna að stuðla að því, að gera þá að nýt- um þjóðfélagsþegnum. f samtökunum, sem stofnuð voru 6. apríl 1959, eru nú 130 einstaklingar, 14 félög og 31 fyr irtæki, sem styrkja samtókin á ýmsan hátt með framlögum. — Skrifstofa samtakanna er nú í Aðalstræti 10, og hafa fjö’,- margir leitað þangað. Fram- kvæmdastjóri hefur verið ráð- inn Axel Kvaran stud. jur. Lög- fræðilegur ráðunautur er Guð- mundur Ingvi Sigurðsson. Stjórn samíakanna skipa: Þóra Einarsdóttir formaður. séra Bragi Friðriksson, varaform., Lára Sigurbjörnsdóttir, ritari Benedikt Bjarkiind gjaldkeri, Rannveig Þorstemsdóttir, Helgi Vigfússon og Baldur Möller, sem skipaður er af dómsmálaráðu- neytinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.