Morgunblaðið - 05.10.1960, Síða 14
14
MORCVNBLAÐIÐ
Miðvikudagur 5. okt. .1960
M u n i ð
Spilakvöld Eyfirðingafélagsins
í Sjáifstæðishúsinu
fimmtudaginn 6. okt. kl. 8,30.
Stjórnin
Rafmótorar
einfasa og þrífasa
Margar stærðir
== HÉÐINN =:
Vélaverzlun — Sími 24260
Verzlunarráð íslands
vill ráða viðskiptafræðing eða mann með
hliðstæða menntun til starfa á skrifstofu
ráðsins.
Upplýsingar veittar á skrifstofunni,
Pósthússtræti 7, V. hæð.
Tilkynning frá
Barnamúsíkskólanum
Allir nemendur, sem innritazt hafa í I. bekk
og efri bekki Barnamúsíkskólans, komi til
viðtals í skólanum FIMMTUDAG 6. eða
FÖSTUDAG 7. okt. kl. 3—7 e.h. og hafi með
sér afrit af stundaskrá sinni.
Nemendur FORSKÓLADEILDAR mæti við
skólasetningu n.k. MIÐVIKUDAG 12. okt.
kl. 3 e.h.
Skólastjórinn
ÞAKJÁRN
7—8—9 og 10 feta nýkomið
Pantanir óskast sóttar strax
Helgi Magnússon & Co.
Hafnarstræti 19 — Símar: 13184 og 17227
/
Stefanía Jónsdóttir
frá Saurbæ - minning
HINN 12. maí sl andaðist Stef-
anía Jónsdóttir frá Saurbæ á
Langanesströnd, eftir uppskurð
og fárra daga legu í sjúkrahús-
inu í Keflavík.
Stefanía var fædd í Krossavík
í Þistilfirði 23. marz 1892. For-
eldrar hennar voru Jón Árna-
son frá Gunnarsstöðum í Þistil-
firði og Vilhelmína Stefanía
dóttir Karls Friðriks Sörensens,
verzlunarstjóra á Vopnafirði.
Ætt Jóns er velþekkt bændaætt
í Þingeyjarsýslu og telur margt
mætra manna þar. Þau Jón og
Vilhelmína hófu búskap í Krossa
vik í Þistilfirði. Efni voru lítil,
en jarðnæði gott og hafa ungu
bjónin vafalaust horft vonglöð-
um, björtum augum til framtíð-
arinnar þar. En fyrr en varði
brá skugga yfir. Unga konan í
Krossavík varð fyrir slysi og dó
eftir fáa daga. Jón stóð eftir
með fjórar ungar dætur, lítil
efni og forstöðuiaust heimili, Þá
var það að þrjú heimili í sveit-
inni buðu honum barnfóstur.
Það þáði hann. Atvik þettá sýn-
ir hverra vinsælda og álits
Krossavíkurhjónm nutu meðal
sveitunga sinna. Jón fluttist með
elztu dóttur sína að Þórshöfn
á Langanesi og vann þar að
smíði og fleiru um nokkur ár.
Hann hélt ágætu föðursambandi
við dætur sínar meðan þær voru
að alast upp. Árið 1903 fluttist
hann til Ameríku ásamt tveim
elztu dætrum, sem þá voru
komnar yfir fermingu. Þriðja
dóttirin fluttist vestur, litlu síð-
ar með föðurbróður sínum, sem
heim kom frá Ameríku. Yngsta
dóttirin, Stefanía, átti einnig
kost á að fara með honum vest-
ur, en hún neitaði ákveðið þvi
boði. Örlögin höfðu ætlað henni
starfssvið hér heima.
Stefanía var aðeins fimm
vikna gömul, þegar hún missti
móður sína. Járnbrá Einarsdott
ir og maður hennar Einar Krist
jánsson, á Garði í Þistilfirði tóku
hana í fóstur. Járnbrá var merk
iskona ,hún var ljósmóðir í
sveitinni í fjöldamörg ár. Stef-
anía litla var ekki eini hvítvoð-
ungurinn, sem hún reiddi heim
til sín og annaðist fyrstu vik-
urnar, ef heilsa móður eða aðrir
erfiðleikar voru á að annast
hann. Járnbrá naut virðingar og
vinsældar allra sem þekktu
hana og. untu hennar líknar-
handa við Ijósmóðurstörf, Steí-
anía naut hins bezta uppeldis
hjá fósturforeldrum sínum. Hun ^
vandist þar snemma vinnu og
var það henni góður skóli um
öll venjuleg störf í sveit. Garð-
ur var í þjóðbraut. Þar voru
gestkomur tíðar. Þar var áning-
arstaður ferðamanna áður en
þeir lögðu upp á Axarfjarðar-
heiði og hvíldarstaður, er komið
var af heiðinni hvort heldur
var að kvöldi eða nóttu. Þar var
gististaður póstsins í hverri ferð.
Þar mættu gestir jafnan alúð og
gestrisni, glaðværð og fyrir-
greiðslu, ef þess þurfti með.
Þetta var æskuheimili Stefaníu.
Hún leit á það sem beztu for-
eldrahús. Einn vetur dvaldi hún
á Akureyri við saumanám. Mun
hún hafa haft nug á að vera
Hafnarfjörður
Unglingar úskast til að bera blaðið út
AFGREIÐSLAN
Arnarhrauni 15 — Sími 50374.
Telpa
13—14 ára óskast til sendiferða. Þarf að
hafa hjól. Uppl. í skrifstofunni.
JHo¥0tttiÞfiifeiifr
Sími 22480.
Snain suða
M atreíðsla
auðoeld
Bragðíð
Ijúffengt
Royal köldu búðingarnir
sjálfri sér nóg um flest það, er
gera þurfti á heimili. Ad fóstur-
foreldrum sínun. látnum hatði
Síefanía jafnan heimili sitt að
Garði hjá fóstursystur sinni,
Kristrúnu Einarsdóttui, Ijósmóð ‘
ur og Jóni Guðmundssyni mannt -
hennar. Reyndist Kristrún henni -
sem bezta systir, trygglynd og
ráðholl.
Árið 1917 giftist Stefanía Ein-
ari Hjartarsyni frá Ytra-Álandi.
Þau byrjuðu búskap á Fjalla-
seli. Eftir fá ár fluttust þau að
Hallgilsstöðum á Langanesi og
bjuggu þar um skeið. Árið 1930
fluttust þau að Saurbæ á Langa-
nesströnd. Þar var þá þríbýli og
réðust þau í að kaupa einn
þriðjunginn úr jörðinni. Mörg
verkefni biðu hjónanna þar.
Með vinnufúsum höndum, sam-
hug og bjartsýni tóku þau til
starfa. Það þurfti að stækka
girðingar, auka ræktun. byggja
peningshús og hlöður. Loks kom
súgþurrkun og fleiri umbætur.
Áfram var haldið í áttina að
markinu, sem var að gera Saur-
bæ að góðu býli og öruggu til
búskapar.
Veturinn 1956 brann hjá þeim
bærinn. Fólkið slapp á síðustu
stundu út úr eldinum. En inn-
bú allt og kýrnar í fjó-únu
misstu þau. Þetta var mikið á-
fall. En þó var nú 'agt upp í
nýjan áfanga, að koma upp
íbúðarhúsi. Þetta tókst vel. Eft-
ir rúmt ár fluttu tsu í gotz,
vandað steinhús með flestum
þeim þægindum, sem nú eru
gerðar kröfur til.
Nú fóru í hönd áhyggjuminni
og léttari tímar og hjónin nutu
ánægju og arðs af verkum sín-
um. En svo kom nú líka kallið'
til Stefaníu, sem aliir verða að
hlýða.
Þau Einar og Stefanía eign-
uðust átta börn. Einn dreng
misstu þau í bernsku. Þau sem
upp komust eru:
Járnbrá, símastjóri á Bakka-
firði, gift Magnúsi Jóhannes-
syni. oddvita á sama stað., Ing-
unn, gift Árna Guðmundssyni
frá Syðra-Lóni bílstjóra búsett
í Keflavík. Arndís, gift Sigur-
birni Þorsteinssyni frá Viðidal,
bónda í Saurbæ; Ásdís, gift
Birni Guðmundssyni, bónda 1
Lóni í Kelduhverfi; Guðbjörg
Halldóra, gift Gústaf Sigurjóns-
syni búsett í Vestmannaeyjum;
Jón Vilhelm, húsameisfa ri,
kvæntur Helgu Pálsdóttur frá
Beingarði i Skagafirði, búsettur
í Keflavík; Björn, heima hjá
föður sinum, ókvæntur.
Eins og flestra húsmæðra lá
verkahringur Stefaníu að mestu
innan veggja heimilisins Upp-
eldi barna sinna og annarra
barna, sem dvöldu þar um
lengri eða skemmri tíma lét hún
sér mjög annt um og öll störf
heimilisins vann hún af alúð og
umhyggju. Hún var vel verki
farin, fljót til verks og rösk og
veittist því létt að afkasta
miklu. Áhyggjur og erfiði lét
hún aldrei á sig fá. En léttlyndi
hennar og gamansemi stráði sól-
skinsblettum i kringum har.a,
sem ekki gleymast peim. sem
með henni dvöldu. Hun var fast
lynd og trygglynd og manni sín-
um ástkær förunautur.
Blessuð sé minning hennar.
G. H.