Morgunblaðið - 05.10.1960, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 05.10.1960, Qupperneq 22
22 MORCVNBLAÐ1Ð Miðvikudagur 5. okt. 1960 Eiturlyf YFIRVÖLD á Italíu sem fengu til meðferðar mál danska hjólreiðamannsins Knud Enemark sem lézt í hjólreiðakeppninni, hafa nú gefiö út þá yfirlýsingu, að Enemark hafi látizt vegna um orðræðum í DanmSrku. BT skoði, hvort frekari dæmi séu um eiturlyfjanotkun innan danskrar hjólreiðaíþróttar. BT spyr: Hvar fékk Knud Enemark örfandi lyf? Hvers vegna kom lítil handtaska hans ekki heim eins og annar farangur hans en í þessari litlu tösku geymdi hann ýmis meðul? Ekstrahladet segir: Skýrslan frá ítölum hefur alvarlegar afleiðingar í för með sér fyr- ir danska hjólreiðaíþrótt. — fyrst dæmdur frá starfi sínu ævi- langt, en þeim dómi var breytt í eins árs útilokun. f>essi dómur kann nú aftur að verða þyngdur. Þær raddir eru háværar í Danmörku, sem segja að útiloka beri ævilangt alla þá danska hjólreiðamenn, sem neytt hafa örfandi lyfja, því slíkt sé brot á öllum iþróttamannalögum, en þar er greinilega tekið fram að ekki megi neyta lyfja sem örfað geti eða aukið getu manna. Þessar raddir benda á, að ann- Mynd þessi var tekin er Albert undirritaði sinn fyrsta knatt- spyrnusamning við Glasgow Rangers. Til vinstri er Bill Struth. framkvæmdastjóri félagsins þá, nú látinn, og til hægri James Bowie forseti Rangers, nú látinn. ekki sólstingur orsakaði dauBa danska hjóíreiðamannsins þess að hann neytti örfandi lyfja í ofríkum mæli. Eins og kunnugt er var fyrst tilkynnt að Enemark hafi látizt af sólsting. Krufn- ing liksins var ákveðin en neitað var að gefa niðurstöður hennar upp fyrr en að aflokn- um leikunum. Þegar leikunum hafði verið slitið dróst enn að tilkynning yrði gefin um hið sanna í málinu. Er ýmis blöð kröfðust niðurstöðu krufning- arinnar, létu ttalir undan síga og nú er tilkynningin kunn- gerð. it Blöðin æfareið Niðurstaðan hefur valdið mikl- krefst þess að lögreglan grand- Vera kann að öðrum þátttak- endum Dana í hjólreiða- keppni Olympíuleikanna verði hannað að taka þátt í hjólreiðum þar til fyrir liggja sannanir um það, að þeir hafi ekki neytt örfandi lyfja sem hinn látni. ir Útilokun fyrir lífstíð Að undanförnu hefur mikið verið rætt og ritað um þetta mál í Danmörku. Hefur það gert mál- ið flóknara að á sl. ári komst upp um danskan hjólreiðaþjálf- ara, Arne Brösen, sem gefið hafði mönnum sínum vitamínsprautur fyrir keppni og í henni. Hann var ar Dani á Olympíuleikunum hafi verið lagður inn í sjúkraúhs eft- ir sömu keppni og Eenemark lézt í. Hann hafi vaknað til lífsins sem ölvaður maður. Ekki fari á milli mála að hann hafi neitt örfandi lyfja. Og skyldu þá ekki hinir vera samsekir. En nú mun fram fara lögreglu- rannsókn í málinu — en mál þetta vekur nú orðið alþjóðaat- hygli. Alexander Webster ritstjóri afhendir Albert myndina litlu sem tekin var fyrir 17 árum. 17 ára gömul mynd minnti á upphaf mikils frægðarferils SKOZKUR ritstjóri, Aiexander Webster, frá stórblaðinu Sunday Mail í Glasgow gekk í gær á fund Alberts Guðmundssonar. Afhenti ritstjórinn honum að gjöf litla sögulega mynd. Er hún af Al- bert og tekin er hann undirrit- aði sinn fyrsta samning um knatt spyrnu erlendis. Á mvndinni er hann með forseta og fram- SAUTJÁN ára gamall pilt- »r er umtalaðasti knatt- spyrnumaður Noregs í dag. Hann heitir Roald Jensen og leikur með félaginu Brann í Bergen. Þó hann sé ungur að árum, nær frægð hans þegar út fyrir landamæri Noregs og inn- an skamms kann svo að fara að frægð hans geti farið víða. Er hann lék með landsliðinu norska gegn Svíum, varð hann þekktur þar í landi á 90 mínútum — og einn af þeim beztu og traustustu í sænska liðinu, framvörðurinn Sigvard Parling, mun seint eða aldrei gleyma þessum unga norska pilti. Roald Jensen átti drjúg- an þátt í sigri Norðmanna yfir Svíum, 3 gegn einu, nú nýlega. Róáld Jensen lék sér gersamlega að Sig- varrd Parling og að því kom í leiknum að Svíar sáu sitt óvænna gerðu stöðubreytingar þannig, að Thorbjörn Jonsson, sem nýlega er orðinn atvinnu- maður, var settur til að halda þessum bezta manni norska liðsins niðri — en einnig það mistókst. Roak’ hélt eftir sem áður áfra að koma vörn Svíann sem annars var traust, út úr jafnvægi og að leikslokum voru sænsku liðsmennirnir og sænsk- h’ knattspyrnuforystu- menn fyrstir til að við- urkenna þá staðreynd og lofa þennan unga norska leikmann. Roald Jensen hefur leikið knattspyrnu síð- an hann var 8 ára. Á sl. ári „sló hann fyrst gegn“ og æ síð- an hefur hann verið í stöðugri og hraðri fram- för. Hann kom fyrst í norska landsliðið gegn Austurríki í sumar (næsti leikur Norðmanna eftir að þeir unnu ísland 4—1). Þar stóð hann sig með þeirri prýði að norsk blöð voru sammála um að hann væri mesta efni sem norsk knatt spyrna hefði eignazt frá því styrjöldinni lauk. Að sá dómur var réttur, hlaut staðfestingu í leiknum gegn Svíum. En nú hefur skipazt svo, að sennilega mun gleði Norðmanna yfir þessu mikla efni, verða skamm- vinn. Fulltrúar atvinnu- mannaliða éru farnir að elta hann og það mun ekki líða á löngu áður en hann heldur til annara landa. Roald hefur þó gert öll- um atvinnumannaliðum ljóst, að hann getur ekki bundið sig, fyrr en hann hefUr lokið stúdentsprófi. Velgengnin hefur ekki stigið honum til höfuðs og þegar hann gerist atvinnu- maður, hyggst hann sam- tímis mennta sig sem arki- tekt. 17 ára Norðmanni boðin atvinnumennska kvæmdastjóra Glasgow Rangrers, en hjá því félagri hóf Albert frægóarferil sinn í knattspyrnu. ★ Gestur Flugfélagsins meí myndina Saga myndarinnar sem Webst- er afhenti er orðin nokkuð flók- in. Sir Robert Jack prestur að Tjörn á Vatnsnesi sem er Skoti í aðra ættina, frétti af því að þessi mynd væri til. Hann bað íþróttafréttaritstjóra Sunday Mail að leita hennar. Fannst film an eftir mikla leit rykfallin f kjallara hússins. Þegar svo Flug- félag íslands bauð skozkum blaðamanni hingað til lands ( landkynningarskyni var Mr. Webster fyrir valinu. og hann hafði myndina með sér. ir Upphaf frægðarferils Er hann í gær kom á skrifstofu Alberts urðu fagnaðarfundir — en ekki mundi Albert eftir mynd inni. Var honum gjöfin afar kær komin, enda er hún söguleg fyrir hann. Nú eru 17 ár síðan mynd- in var tekin, — frá því Albert hóf þánn feril sem átti eftir að ná hápunkti er hann var talinn leiknasti knattspyrnumaður Ev- rópu. Frá Rangers lá leið hans til frægustu félaga Evrópu á sviði atvinnumennskunnar. ★ Ekki gleymdur Robert Jack sagði að enn væri langt frá því að Skotar hefðu gleymt íslendingnum sem stóð sig svo vel í liði Rangers. Enn væri talað um Albert í blöðum af og til og dyggir áhugamenn knattspyrnunnar myndu enn veru hans þar og allan frægðar- ferilinn sem á eftir fylgdi. Athugasemd VEGNA fréttar í gær um bif. reiðaáreksturinn á Hafnarfjarð- arvegl, skal það tekið fram til að fyrirbyggja misskilning. að bílstjórlnn á olíubílnum áttl enga #ök á árekstri þessum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.