Morgunblaðið - 05.10.1960, Side 23

Morgunblaðið - 05.10.1960, Side 23
Miðvikudagur 5. okt. 1960 MORCUNBLAÐIÐ 23 Um 300 nemendur 1 Handíðaskólanum HANDÍÐA og myndlistarskólinn var settur í gær að viðstöddum kennurum, nemendum og gestum, og er nú hafið 22. starfsár hans. Frá stofnun skólans hafa á 6. þús. nemendur stundað þar nám og í vetur munu þeir verða um 300 og hafa aldrei verið fleiri, síðan skólinn hóf starfsemi sína með því fyrirkomulagi, sem þar er nú. Skólinn starfar i mörgum deild um, þar á meðal eru tvær kenn- aradeildirí teiknikennaradeild, en aðalkennari við hana er Valgerð- ur Briem og vefnaðarkennara- deild. Einnig er almenn vefnaðar deild, við hana kenna þær frú Sigríður Halldórsdóttir, frú Guð- rún Jónasdóttir, frú Margrét Ól- afsdóttir og frú Kristín Jónsdótt- ir. Frú Vigdís Kristjánsdóttir ■kennir myndvefnað og jurtalitun. I kennsludeild hagnýtrar mynd- SKÁK- MÓT SKÁKMÓX með þátttöku Bobby Fischers hefst í Lido i kvöld kl. 7,30. Þetta verður- 5 manna mót, en ekki fjögurra eins og ráðgert var í gær. Þá verður aðeins tefld einföld umferð. Sá, sem bætist við er Arinbjörn Guðmundsson. listar eru aðalkennarar þeir Sig- urður Sigurðsson, listmálari, yfir kennari skólans og Sverrir Har- aldsson, íistmálari. Þar er kennd teiknun, málun, grafik, mosaik, listasaga o. fl. Einnig kennir Nielsen Edwin fjarvíddarteikn- un. Allar þessar deildir starfa á dag inn. Auk þeirra eru kvöld ög sið- degisnámskeið í teiknun, bók- bandi, steinþrykki, mosaik, tau- þrykki, útsaum, myndvefnaði, stíl sögu húsgagnateiknun o. fl. Alls kenna 22 kennarar við skólann og eru þeir allir sérmenntaðir. Lætur af störfum í lok skólaársins í setningarræðu sinni bauð skólastjórinn, Lúðvík Guðmurids- son, kennara og nemendur vel komna, sérstaklega þó tvo kenn aranna þá Sverri Haraldsson og Braga Asgeirsson, listmálara, en þeir hafa l>áðir dvalið erlendis við framhaldsnám. 1 lok ræðunnar gat skólastjóri þess, að hann hefði í hyggju að láta af störfum í lok þessa skóla- árs, sagði hann að eftirmaður sinn hefði ekki verið valinn, en hann vonaðist til þess, að það yrði Sigurður Sigurðsson, listmál ari, yfirkennari skólans, sem væri meðal fremstu listamanna þjóðarinnar. Hann hefði oft gengt störfum fyrir sig í veik- indaforföllum og þar af leiðandi fengið reynslu í starfinu. Síðan lýsti skólastjóri skólan settan og sagðist vona að nem- endur hefðu sem mest gagn af starfi sínu þar í vetur. Dagslálrun 360 dilkar í nýju sláturhúsi á Selfossi Brezkur togari skemmir veiðarfœri línubáta SELJATUNGU, 4. okt. — Þriðju- daginn 27. sept. sl. var tekið í notkun nýtt sláturhús hjá S. Ó. Ólafsson & Co. á Selfossi. Var byrjað á byggingu þessari, sem áföst er frystihúsi, í maímánuði sl. og er henni svo langt komið nú að hægt var að hefja slátrun í sláturhúsinu sl. þriðjudag svo sem áður segir. Byggingin er reist á verzlunar- lóð fyrirtækisins, sunnanvert við fyrirhugað verzlunarhús en götu- hæð þeirrar byggingar var reist að nokkru leyti fyrir nokkrum árum. Öll er hin nýja sláturhúsbygg- ing hin vandaðasta og smekk- legasta að fyrirkorriulagi og byggð eftir ströngustu kröfum er gerðar eru nú til dags til slíkra baráttu þar i landi. Ekki er þe.s ÍJ’Sf'f' A' er ge.16 í tilkynningu Síarcke bver,!ÍT "ÆU, hann muni draga framboð sitt til baka. Starcke hefur um margra ára skeið verið formaður þings- flokks Réttarsambandsins og á sæti í núverandi ríkisstjórn. Talið er sennilegast að Starcke verði ekki í framboði við kosn- ingarnar sem nú fara í hönd, en hann er þó ekki álitinn ófáan- legur til að sitja áfram í ríkis- stjórinni. Viggo Starcke hefur verið.ákveðinn andstæðingur ís- lendinga í Handritamálinu. Stareke s júkur VIGGO Starcke, leiðtogi Réttar- sambandsins í Danmörku, hefur tilkynnt að vegna vanheilsu verði hann að hætta við þátt- töku í væntanlegri kosninga- NORDFIRÐI, 4. október: — Mikill fjöldi brezkra togara er nú að veiðum á línumiðum Norð fjarðarbáta. Svæði það, sem togar arnir halda sig aðallega á, er 20—40 mílur undan landi, en einnig eru þeir oft grynnra. Svo mikið er af togurum þarna, að sjómennirnir hafa ekki getað lagt línuna á þeim miðum sem þeir hafa ætlað á. Fréttaritari blaðsins átti í gær- kvöldi tal við Þorleif Jónasson skipstjóra á vélbátnum Qullfaxa. — Fergusson Frh. af bls. 24 SNJÓLÍNAN HÁTT Norðvestur af Grímsvötnum var flogið yfir sigdæld, þar sem sýnilega hefur brotnað og sigið nýlega. Er þetta á sama stað og umrótið haustið 1955, þegar einn jg kom hlaup í Skaftá, svo þarna á hlaupið í ánni frá um daginn sýnilega upptök sín. Segir Sigurð ur Þórarinsson, sem skoðaði deeldina 1955, að þá hafi hún verið dýpri, en svipuð að um- tnáli. Loks var flogið í stefnu á Kerl ingarfjöll og yfir Langjökul, með það fyrir augum að líta á skrið- jöklana. Virtist snjólínan eða hjarnmörkin vera óvanalega Xiátt í Tungnaárjökli a. m. k., að því er Jón Eyþórsson tjáði okikur, en hann sagði að það mundi Sigur- jón Rist mæla nákvæmar. f OKIÐ AÐ HVERFA Á leiðinni heim sást vel yfir Ok, sem Jón sagði að væri að hraðhverfa. Gígurinn, sem ekk- ert mótar fyrir á herforingja- ráðskortinu, er nú utan við fönn ina og gígbarmurinn aiveg snjó- laus, þó svolítill snjór sé enn í botninum. Annars sögðu þeir fé- lagar að í sumar hefði greinilega bráðnað meiri snjór en venju- lega, bæði í fjöilum og á jöklum. í fyrrakvöld, er hann fór í róður, ætlaði hann út í svonefnda Gull- kistu, sem löngum hefur verið fengsælt mið. Þeir á Gulfaxa neyddust þó til að snúa við, er nokkuð var komið áleiðis og fara á önnur mið sökum togarafjöld- ans. Sagðist Þorleifur sjaldan hafa séð slíkan togararfjölda sem þarna var á miðunum. Fleiri l>át- ar urðu líka að snúa við. Virðist sjómönnum sem togararnir hópist þar að sem bátarnir leggja línuna og er helzt að sjá, að Bretarnir geri sér meiri aflavon þar sem ijátarnir eru. 4 sinnum yfir línuna í fyrradag fór brezki togarinn Serron, GY 309 fjórum sinnum yfir línu vélbátsins Glófaxa er hann var að draga og sagði Björn Sveinbjörnsson að sér hefði virzt að togarinn hreinlega elti þá. Fór sá brezki fyrst á brott, eftir að Glófaxa hafði verið siglt nálægt honum og nafn og númer tekið. Glófaxi missti þó aðeins eina línu og tvö dufl. Vélbáturinn Hafrún, sem var nálægt Glófaxa, varð einnig fyrir barðinu á sama togara og tapaði Hafrún nokkrum línum og dufli. — S. L. Kosið í Þ rótti á Siglufiiði SIGLUFIRÐI, 3. október: — Þróttarkosningunum, um val fulltrúa á 27. þing ASÍ, lauk kl. rúmlega sex í dag. Atkvæði greiddu 380. Úrslit urðu þau, að A-listi, kommúnista, hlaut 212 atkv. og 5 fulltrúa kjörna. B-listi, lýðræðis- sinna, hlaut 164 atkv. og engan kjörinn. Auðir seðlar og ógildir voru fjórir. Kommúnistar hafa jafnan haft ríflegan meirihluta í Þrótti, en nú bættist þeim góður liðsauki þar sem voru öll Framsóknaratkvæð- in í félaginu. Börðust Framsókn- armenn öllu harðar undir merkj- um kommúnista en þeir sjálfir. — Stefán. — Kongó Framh af bls 1 í síðustu viku og 60 aðrir eru á leiðinni. Mobutu hershöfðingi hélt í dag útvarpsræðu og sagði að herinn í landinu mundi áfram gegna sama hlutverkinu og undanfarið, eða þar til stjórnmálamennirnir hefðu fundið leið til að koma á ríkisstjórn sem byggði stefnu sina á réttlæti, friði og frelsi. Frá Elisabethville hafa borizt fréttir um að fjöldi hvítra manna hafi verið handtekinn fyrir að brjóta útgöngubann, sem sett var á í hverfum hvítra manna fyrir tveim dögum. Hinir handteknu voru fluttir til næstu lögreglu- stöðvar, þar sem þeir urðu að sýna skilríki sín. 12,65x15 föst frystihúsbygging, metrar. 1 suðurenda sláturhússins er fjárrétt fyrir 350 fjár og er henni skipt í hólf. Útaf réttinni í vesturhluta byggingarinnar, er fyrst aðalvinnusalurinn með af- þiljuðum aftökuklefa, en úr þess- um sal gengur kjötið síðan inn í annan sal þar sem snyrting þess og vigtun fer fram en þaðan geng ur það síðan inn í kalda geymslu og loks í frystiklefann. Fara kjötskrokkarnir alla þessa leið á járnslá og þarf eigi neitt að bera kjötið til fyrr en það er tekið urhluta byggingarinnar er vinnusalur þar sem innmatur er flokkaður og slátursala fer fram, gæruklefi, klefi fyrir hausa og blóð, kaffistofa starfsfólks og hréinlætisherbergi. Frágangur allur á byggingunni er hinn vandaðasti og aðstaða starfsfólks til fyrirmyndar. Sláturhússtjóri er Sigurjón Stefánsson og vinna undir hans stjórn 10—12 manns. Leyft er að slátra daglega 350 fjár, en sláturhúsið mun starfrækt allt árið og þá teknir til slátrunar stórgripir sem jafnan fellur nokkuð til af. Yfirsmiður byggingarinnar er Sigurður Guðmundsson bygginga meistari á Selfossi. Raflagnir annaðist Rafgeisli h.f. og er raf- lýsing í húsinu mjög fullkomin. — Múrverk annaðist Friðrik Sæmundsson, múrarameistari. Rann á grindverk KL. rúmlega 19 í gærkvöldi var bifreiðin G-99 á leið niður Skóla- vörðustíg. Munu hemlar bílsins hafa bilað og rann hann áfram, lenti fyrst utan í öðrum bíl og síðan á grindverki úr járnpípum, sem liggur meðfram gagnstéttar- brúnni norðanmegin við Lauga- veginn. Ekki urðu slys á mönnum, en bifreiðin skemmdist all mikið. úr frystihúsinu til sölu. I aust- Einnig skemmdist grindverkið. Þakka hjartanlega heimsóknir, blóm, skeyti og raunar- legar gjafir á fimmtugsafmæli mínu 23. sept. sl. Guð blessi ykkur öll. Kristín Guðjónsdóttir, Búrfelli Mínar beztu þakkir til allra þeirra, sem glöddu mig á afmælisdaginn minn 30. sept. sl. — Lifið öll heil. Gerða Eiríks, Gunnarshólma Þakka af alhug auðsýnda vináttu í tilefni af sextugs afmæli mínu 9. sept. sl. — Guð blessi ykkur öll. Guðm. Jóhannesson, Arnarhólt Eiginmaður minn SÉRA SIGURÐUR M. PÉTURSSON Breiðabólstað Skógarströnd lézt þann 3. okt. sl. Jarðarförin auglýst síðar Arnbjörg Eysteinsdóttir Eiginmaður minn GUÐMUNDUR GUÐBRANDSSON frá Leiðólfsstöðum lézt að heimili okkar Álfheimum 42 þann 4. þ.m. Jarðarförin auglýst síðar Sigríður Einarsdóttir Jarðarför eiginkonu minnar OKTAVlU GUÐMUNDSDÖTTUR Reykjadilíð 10 fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudag. 6. okt. kl. 13,30. Fyrir mína hönd og annarra vandamanna. Þorkell Sæmundsson Konan mín SVAVA BJÖRGÓLFS frá Siglufirði verður jarðsett frá Dómkirkjuíini fimmtudaginn 6. okt. klukkan 1, 30. Fyrir mína hönd, barna, tengdabarna og barnabarna. Sigurður Björgólfsson Jarðarför eiginmanns mins, JÓHANNESAR SVEINSSONAR Básenda 14, fer fram frá Fossvogskirkju, fimmtudaginn 6. þ.m. — Athöfninni verður útvarpað. Fyrir mína hönd og barnanna Petrína H. Guðinundsdóttir Jarðarför bróður okkar ÓSKARS BJÖRNSSONAR Lækjargötu 20, Hafnarfirði sem lézt í Landspjtalanum 2. þ.m. fer fram frá Þjóð- kirkjunni í Hafnar/irði, laugardaginn 8. okt. og hefst kl. 2.00 e.h. — Blóm afþökkuð, en þeim, sem vildu minnast hins látna er bent á líknarstofnanir. Systkinin

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.