Morgunblaðið - 14.10.1960, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 14.10.1960, Blaðsíða 6
6 MORCVTSTtr 4mn Pðstudagur 14. oKt. 1960 Fkkert annað en mjög rót- tækar ráöstafanir máttu aö gagni koma lég merki, að hin nýja stefna hefir valdið algjörum straum- ‘hvörfum, og muni á ekki löng- um tíma koma þjóðarbúinu á réttan kjöl, sé hvergi frá henni kvikað. Ræða Gunnars Guðjónssonor, formanns Verzlunarráðs * Islands, á aðalfundi ráðsins í gær EFNAHAGSLKGAR ráðstafanir Og athafnir líðandi stundar verða, sem kunnugt er, ekki metnar svo að einhlítt sé, nema í ljósi reynslunnar. Tíminn hef- ir þá leitt í ljós áhrif ýmissa ófyrirsjáanlegra atvika, ýmist af náttúrunnar eða manna völdum, sem enginn gat séð fyrir. Slíkar athafnir verða því að byggjast á þeim staðreyndum sem fyrir Uggja- Kngin mál hafa verið ofar á baugi með þjóðinni undanfarin ár, en efnahagsmálin, og það i ekki að ófyrirsynju. Alþjóð hef- ir horft á það um langt árab.'l, hvernig sigið hefir á ógæfuhlið- ina í þessum málum, verðbólga magnazt og þjóðin hlaðið á sig skuldum erlendis þrátt fyrir stór felda óendurkræfa efnahagsað- stoð af hálfu Bandaríkja Norð urameríku. Henni er í fersku minni hve fyrrverandi forsætis- ráðherra vinstri stjórnarinnar lýsti ástandinu réttilega við valdatöku sína 1956, er hann sagði efnahagskerfið „helsjúkt". og brýna nauðsyn skjótra að- gerða, svo fremi þjóðarbúskapur inn ætti ekki að fara í kalda kol. Tðldu víst flestir, að hér væri sízt ofmælt, og mörkuðu af þess- um orðum, að þáverandi stjórn væri fullljóst hvernig efnahags- málum þjóðarinnar væri komið Væntu menn því athafna af hendi þessarar stjómar, sem byggðar væru á þeim forsend- um sem fyrir lágu. En því mið- ur, þær athafnir létu algjörlega á sér standa, og þjóðin varð þar fyrir vonbrigðum. Hinu hel- sjúka efnahagskerfi elnaði sótt- in jafnt og þétt. unz svo var komið undir síðustu árslok, að þrátt fyrir bráðabirgðaráðstaf- anir snemma á árinu til stöðv- unar dýrtíðarskrúfunnar, blasti engu að síður við alvarleg verð- bólga og gjaldeyriskreppa, ef ekki yrðu þá þegar gerðar rót- tækar frambúðarráðstafanir. Engri stjórn verður legið á hálsi fyrir það, að draga álykt- anir sem reynast skakkar, ef ó- fyrirsjáanlegir átburðir hafa á- hrif á rás viðburðanria. Hins vegar hlýtur þjóðin að áfellast og glata trausti til þeirra þjóð- arleiðtoga, sem hliðra sér hjá að horfast í augu við þær stað- reyndir sem við þeim blasa og þeir hafa til fullnustu kunnað að meta, og marka stefnu sína samkvæmt því. Engum duldist, að ekkert ann að en mjög róttækar ráðstafanir máttu að gagni koma, enda al- þjóð, orðið ljóst, þegar hér var komið, að slíkar ráðstafanir væru óumflýjanlegar, enda þótt í þeim mundi felast um stund, eigi óverulegar þrengingar fyrir landsmenn. Þjóðin trúði ekki lengur fullyrðingum þeirra stjórnmálaleiðtoga sem iUu heilli, og á móti betri vituni, vildu telja henni trú um, að hægt væri að komast úr ógöng- unum, án þess að nokkur þyrfti að sér að leggja. Bitur reynsla hafði sannfært allt skyni borið fólk um, að slíkt fékk ekki stað- izt. Stjórn sú sem tók við völdum í nóvember síðastliðins árs, sner ist við bessum vandamálum á allt annan og ábyrgari hátt en hingað til hefir tíðkazt í íslenzk- um stjórnmálum. Hún lét það verða sitt fyrsta verk að fela sérfræðingum framkvæmd gaum gæfilegrar rannsóknar á gjör- völlu efnahagskerfi landsins, og völdust til þess úrvalsmenn, sem allir báru traust til. Á grund- velli þeirra staðreynda, sem þessar athuganir leiddu í ljós, lagði hún síðan fyrir Alþingi í byrjun þessa árs, frumvarp um nýja skipan efnahagsmáTa, sem varð að lögum i febrúarbyrjun, sem kunnugt er. Hér var horfzt beint í augu við staðrevndirnar, og róttækari aðgerðir fram- kvæmdar í efnahagsmáhim þjóð arinnar, en áður hafa þekkzt. enda ekki seinna vænna. Við um ræðurnar um frumvarpið á Al- þingi, kom í Ijós, hve 'ggvæn- legt pólítískt siðferðisástar.d rík- ir meðal fjölmargra framá- manna þjóðarinnar á löggjafar- samkomu hennar. Þeir þing- menn stjórnarandstöðunnar, sem áður höfðu lýst með sterkustu orðum. hinu algjöra öngþveiti í efnahagsmálunum, vildu nú sannfæra alþjóð um, að lítrlia, •_Biðstöð_við JLandssjntalaim Forráðamenn stærtisvagn anna eru öðru hverju að gera lagfæringar á ferðum vagn- anna um bæinn og bæta við ferðum, og eiga þakkir skild- ar fyrir það. í bréfi, sem Vel- vakanda barst frá „Rosknum sjúklingi“, er uppástunga um e&t atriði, sem gæti farið betur: eða engra aðgjörða væri þörf. Hins vegar hefi ég fyrir satt, að af öllum hagfræðingum lands- ins, að einum eða í hæsta lagi tveim undanskildum, hafi eng- inn, hvaða stjórnmálaskoðun sem hann aðhylltist, talið fært eða koma til mála að fara inn á aðrar brautir, en þær sem fól- ust í þessu efnahagsmála frum- varpi. Hér skal ekki farið inn á ein- stök atriði þessara laga, sem öii- um eru gjörkunn, en þótt sá tími sem um er liðinn síðan lög- Gunnar Guðjónsson in tóku gildi, geti ekki geíið nema vísbendingu um þær verk- anir til heilbrigðis, sem siðar eiga eftir að koma á daginn, vil ég engu að síður drepa á hver árangurinn af framkvæmd afna- hagsmálalöggj afarinnar hefir orð ið hina fyrstu sjö mánuði eftir gildistöku hennar. Þó þetta sé alltof stuttur tími til þess að fyllilega hafi getað komið í ljós, hvoct efnahagsmálaráðstaf- anirnar nái tilætluðum árangri, má þó nú þegar sjá þess greini- „Það sem mér liggur á hjarta varðar biðstæði stræt- isvagnanna í nágrenni Lands spítalans skrifar hann. Eng- inn strætisvagn stanzar við aðalhlið spítalalóðarinnar, hvorki við Hringbraut né Barónsstíg. Næsta biðstöð við Hringbraut er niðri við Kenn araskóla og við Barónsstíg, er biðstöðin ennþá lengra frá sjúkrahúsinu. í Landsspítalann fer stöð- ugt mikill fjöldi nokkurn Þegar hefir náðst mikilvægur árangur í gjaldeyrismálum, og allar horfur eru á, að gjaldeyris- aðstaða bankanna muni batna all verulega á þessu ári, sem má marka af því, að gjaldeyrisað- staða þeirra hefir batnað um 60 millj. krónur til ágústloka ! ár, samanborið við, að hún versnaði um 220 millj., miðað við núver- andi gengi á sama tímabili fyrra árs. Ber þó þess að gæta, að ým- iskonar misbrestur varð á afla- brögðum. Karfav.eiðar á fjarlæg um miðum gáfu mjög lélegan ár angur, og síldarvertíð við Norð- urland brást, að heita má. Þá varð stórfellt verðfall á lýsi og mjöli, sem áætlað er að geti sam svarað allt að 7% af útflutnings- tekjum landsins. Gefur þetta tvennt oss tilefni til að festa oss vel í huga, að aflabrestur og verðfall afurða, er hluti af þeirri rás atburða, sem við fáum ekki við ráðið, og leggur þjóðinni þá skyldu á herðar, a stilla jafnan fjárfestingu og neyzlu svo 4 hóf, að hún fái komið sér upp vara- sjóðum til þess að mæta slíkum skakkaföllum. Þjóð, sem ekki gerir sér þetta ljóst, á jafnan á hættu, að henni bíði beininga- stafurinn, fyrr en varir. Mundi þá mörgum þykja lítið viður- væri í orðum ýmissra pólitískra seiðmanna. Einnig í peningamálum hefir hin nýja stefna þegar borið ár- angur. Vaxtahækkun sú sem framkvæmd var á árinu og rnið- aði að því að draga úr verðbóigu verkandi eftirspurn eftir lánsfé, og hvetja til sparifjármyndunar, ásamt nýjum reglum um sam- skipti seðlabankans við viðskipta banka og sparisjóði, hafa haft þær verkanir, að útlánaaukning banka og sparisjóða til ágúst- loka í ár. er 143 millj. krónum minni í ár, en í fyrra, en hlut- deild sparifjáraukningar í aukn- ingu útlánanna er 44%, á móti veginn rólfærra sjúklinga utan úr bæ, bæði í röntgen- deildina og til blóðmælinga (kransæða- og æðabólgu- sjúklingar), sumir dag^ega, aðrir 1—2 í viku. Margt af þessu fólki er það lasburða og aldrað, að það munar um hvert sporið, ekki sízt í ó- veðrum. Og fólk sem hefur litlar eða engar tekjur, get- ur ekki notað leigubíla mán- uðum eða árum saman. Þess vegna datt mér í hug 34%, á sama tímabili síð. asta árs. Sparifjárinnlögin hafa aukizt um 162 millj. krónur frá febrúarlokum, en skuldir peningastofnana við seðlabankann hafa í stað bess að aukast um 88 millj. kr. til ágústloka í fyrra. minnkað um 14 milljónir á sama tímabili á ár, Þá hefir aðstaða ríkissjóðs gagnvart seðlabankanum aðeins versnað um 8 milljónir króna iil ágústloka, á mótí 98 milljónum í fyrra, svo góðar horfur eru á, að ríkisbúskapurinn verði halla- laus, og er þá mikilsverðum ár- angri náð í þá átt að fyrir- byggja þenslu í hagkerfi af hahs völdum. Það liggur í augum uppi. að stefna sú sem hér hefir vetið upp tekin, hefir ekki verið sárs- aukalaus fyrir nokkurn iands- manna, enda þótt ráðstafanir væru gerðar til Þess að létta und ir með þeim, sem sízt máttu við kjaraskerðingu, en eflaust mut að vanda hverri stétt finnast sem sinn hlutur sé fyrir borð borinn. Hins vegar fer það ekki á milli mála, að afturhvarf á þeirri braut sem stefndi að al. gjörri upplausn og var afleiðing margra ára ofeyðslu og fjárfest- ingar, sem ekki byggðist aS nægu leyti á aukinni sparifjár- myndun og jók ekki framleiðsiit afköstin nægilega, hlýtur að láta til sín finna, meðan verið er að fara fyrsta spölinn á hinni nýju braut. Er óþarfi að lýsa þeim margvíslegu vndamálum, sem þessar róttæku aðgerðir hafa skapað, bæði einstakling- um og fyrirtækjum, en þau eru óumflýjanleg, og þeim verður hver og einn að mæta sem bezt getur, þó að hart þyki. Hver er nú hlutur verzlunar, iðnaðar og ýmislegs atvinnu- rekstrar í þesum efnum. Þessar stéttir hafa jafnan lýst sig fúsar til þess að taka á sig, að sínu leyti, þær byrðar sem nauðsyn- legar væru til þess að horfið yrði frá kerfi uppbóta og hafta, og komið á heilbrigðu verðmynd unarkerfi og frjálsum verzlun- arháttum. Hljóta þær að fagna þeim ráðstöfunum sem gerðar hafa verið í þá átt. Munu fáir harma afnám innflutningsskrif- stofunnaí, sem um nærri þrjá áratugi hefir staðið sem ímynd spilltra verzlunarhátta og kaldr- ar loppu skriffinnskunnar, auk þess sem afnám hennar sparar 3 milljónir árlega. Hins vegar Framh. á bls. 19. að biðja yður að skrifa um þetta í dálkum yðar“. •JLeiðitrstytt VELVAKANDI veitti því at. hygli ekki alls fyrir löngu, að búið er að leggja hellur frá gangstéttinni, þar sem strætisvagnarnir stanza við Kennaraskólann og upp yfir túnið að spítalanum. Við það styttist leiðin frá strætis- vagnabiðstÖðinni og ekki þarf að krækja fyrir túnið að hli8 unum, en satt er það, að þá sem lasburða eru, munar um hvert sporið. ÞÁ LIGGUR hiá Velvakanda bréf, sem skrifað var í sam- bandi við umræðurnar um bókmenntakennslu hér í dálk unum ekki alls fyrir löngu. — Telur bréfritari að hér vanti alveg íslenzka bókmennta- sögu, þ.e.as. heildarsögu um íslenzkar bókmenntir fyrir aL menning, og vill fá einhvem af okkar ágælu fræðimönnum til að taka að sér að semja slík sögu. Það mun vera orðum aukið hjá bréfritara að slík saga sé alls ekki til. En ég vii gleðja hann með því, að á næsta ári er væntanleg ís- lenzk útgáfa af hinni islenzku bókmenntasögu, sem dr. Stef- án Einarsson ritaði nýlega á ensku á vegum The Americaai Scaadinavian Foundation.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.