Morgunblaðið - 14.10.1960, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 14.10.1960, Blaðsíða 8
8 MOJtCVNTtLAÐIÐ Fös'udagur 14 okt. 1960 Skósóli Krúsjeffs sterkari en friðar-symbol Asmundar Breytt veröi regium um rétt indasviptingar Dómsmálaráðherra fylgir ur hlaði frum- varpi um vægari meðferð brotlegra „OG HVERNIG ætli hann sé þá heima hjá sér?“ sagði ves- lings maðurinn, sem sat við útvarpstækið og hlustaði á frásögn af hamförum Krúsjeffs á Allsherjarþinginu Það er ósköp eðlilegt að mað- urinn spyrji, því enginn er tii frásagnar um það hvernig Krúsjeff hegðar sér í Kreml. En á Allsherjarþinginu hef- ur hann gerzt boðberi nýria hátta. Hann hefur barið í borð- ið, öskrað á ræðumenn og þess háttar — og það kom því eng- um sérstaklega á óvart, þegar hann sagði í ræðu á þinginu í fyrrakvöld, að það væri hm mesta fásinna „að vera að troða menningunni upp á nýlendur". Og menn þurftu ekki heldur að bíða lengi eftir því að Krús- jeff lýsti í verki skoðunum sínum á menningarmálunum. >á var enn rætt um nýlendu- málin og fuiltrúi Filippseyja minnti á, að ekki mætti gleyma nýlendum Rússa, lepp- ríkjunum í A.-Evrópu. — Krúsjeff þeyttist þá úr sæti sínu, hrópaði og steytti hnef- ana. Svo þreif hann af sér annan skóinn, veifaði honum yfir höfði sér eins og víg- reifurindíáni öxi sinni á orr- ustuvelli — og loks buldi í Nýtt frumvarp um STJÓRNARFRUMVARP um verkstjóranámskeið var lagt fram á Alþingi í gær og er það fjórða frumvarpið, sem fram kemur um það efni á 20 ára tímabili, en ekkert hinna fyrri hefur náð fram að ganga. Fræðslan í fast horf Með frumvarpinu er að því er I rökstuðningi þess segir, stefnt •8 þvi að koma verkstjórnar- fræðslu í fast horf með árlegri kennslu fyrir starfancd verkstjóra borðinu: Eitt, tvö, þrjú — og áfram barði Ráðstjórnarleið- toginn með skó sínum í borð- ið. Það var nú skór í lagi. „Óhuggulegt", sagði - As- mundur Sveinsson, mynd- höggvari. Ekki vegna þess, að Krúsjeff hefðj barið Ásmund. Nei. En þar fór hamar As- mundar, hamarinn, sem hann hafði skorið í palesander-við og ísland fært Allsherjarþing- inu. Þeim kommúnistaleiðtog- unum á þinginu óx svo ásmeg in, þegar Krúsjeff tók að afklæðast, að þingforsetinn Boland barði hamrinum eins og járnsmiður við steðja. Ekkert dugði — fyrr en litli íslenzki hamarinn brast og hausinn af honum þeyttist langt fram í sal. Þá reis þingforseti úr sæti og sleit fundi í fússi. Krúsjeff fór að basla við að fara í skóinn, hann var bara kom- inn úr öðrum. En Ásmundur Sveinsson sagði: „Það er hægl að brjóta svona hamra eí slegið er nógu andskoti mikið. En maðurinn hefði svo sem getað farið úr skónum og bar- ið á móti-‘. Þetta er eini fundarhamar- inn sem ég hef gert, sagði Ás- mundur — og ég gerði hann nú bara fyrir orð Kristjáns verkstjóranámskeið og verkstjóraefni, í bóklegum og verklegum fræðum, eftir þvi sem þörf verður talin á. Eins og sakir standa vantar talsvert á að hagnýt sérmenntun í ýmsum verklegum efnum sé fullnægj- andi hér á landi og sambærileg við það, sem gerist hjá nágranna- þjóðum okkar. Enda þótt leitazt hafi verið við að bæta ástandið í þessum efnum, hafa verkstjór- ar, sem vissulega gegna mjög þýðingarmiklum störfum fyrir þjóðarbúið, átt þess lítinn kost á undanförnum árum að afla sér menntunar. Albertssonar, hefði ekki gert þetta fyrir neinn annan. Haus- inn á hamrinum var symbol, það var víkingur, sem hafði yfir sér hjálrn, verndarvopnið. Það er friðarhugsjón okkar Norðurlandabúa, sem ég vildi spegla með skildinum. Við er- um nú friðsamir, enda þótt við hefðum verið víkingar hér áður fyrr, sagði Ásmundur. Listamað'urinn. En það var óheppni, að hann brotnaði. Ég mundi vart geta gert hann aftur, en af- steypu á ég úr gipsi svo að einhver annar gæti skorið hann, ef óskir bærust um það. En ef átökin verða svona mikil í framtíðinni, þá held ég að réttast væri að steypa hann í kopar, bætti hann við að lokum. Sjálfsagt vill Boland held- ur hafa kopar-hamar úr því hann notar ekki skó sinn að hætti Ráðstjórnarleiðtogans. En ef Krúsjeff ætlar hins veg- ar að gera það að venju að sitja Allsherjarþingið, þá veitti Boland ekkert af því að hafa sterklegan kjöthamar, til að hemja höfðingjann frá Kreml. Veigamiklum atriðum breytt Hið nýja frumvarp er að efni til áþekkt því frumvarpi, sera 'flutt var á Alþingi árið 1959, en þó frábrugðið þeim í tveim veiga miklum atriðum. Er það annars vegar að því er snertir stjórn námskeiðana, sem nú er gert ráð fyrir að verði falið þrem mönn- um, skv. tilnefningu frá Verk- stjórasambandi íslands, Vinnu- veitendasambandi íslands og Iðn aðarmálastofnun íslands. Skal stjórnin m. a., í samstarfi við samtök framleiðenda o. fl., gera árlega tillögur um hvar, hvenær og með hvaða sniði verkstjóra námskeið skuli haldin næsta ár á eftir. Iðnaðarmálastofnun íslands skal síðan annast framkvæmd námskeiðanna í umboði stjórnar- innar. Er þetta fyrirkomulag í samræmi við eindregin meðmæli forgöngumanna málsins meðal verkstjóra og vinnuveitanda, svo og norska yfirverkfræðingsins BJARNI Benediktsson, dóms- málaráðherra, fylgdi í gær úr hlaði í Neðri deild frumvarpi til laga um breytingar á al- mennum hegningarlögum — og mælti um leið fyrir 18 frumvörpum öðrum, sem fjalla um breytingar á öðrum lögum til samræmis. — Fela frumvörpin í sér takmarkan- ir á þeim reglum, sem í gildi hafa verið síðustu tvo ára- tugi um réttindasviptingar vegna afbrota. Breyttir tímar — breytt lög I upphafi ýtarlegrar framsögu ræðu sinnar vék dómsmálaráð- herra að því, að í hegningarlög- um væru jafnan ýmis ákvæði, sem vegna breytinga á þjóðfél- agsháttum og skoðunum fólks á hvaða viðurlögum hyggilegast væri að beita afbrotamenn — hlytu að koma til athugunar öðru hvoru. í fyrri dómsmálaráðherra tíð sinni, árið 1952, hefði hann skipað nefnd þriggja sérfróðra manna, þeirra próf. Ármanns Snævarrs og hæstarréttardómar- anna Jónatans Hallvarðssonar og dr. Þórðar Eyjólfssonar, til að endurskoða slík atriði. Fyrsti ár- angurinn af starfi nefndarinnar hefðu verið frumvörpin um skil- orðsbundna frestun ókæru og refsidóma, hvorttveggja merk nýmæli, sem lögfest hefðu verið 1955. Fyrir þingið 1957 hefðu svo verið lögð fram allmörg frum- vörp, þau sömu og nú væri um fjallað. Þau hefðu þá dagað uppi, en að athuguðu máli hefði hann talið 'rétt að leggja þau fram að nýju nú. Einnig hefði hann mælzt til þess við nefndarmenn, að þeir héldu áfram endurskoð- un sinni á hegningarlögunum, eftir því sem ástæður væru til. Neyðarvörn þjóðfélagsins Bjarni Benediktsson sagði síð- an, að að því væri stefnt, að við- urlög röskuðu sem minnst hög- Rolf Wattne, forstöðumarins verkstjórnardeildar Statens Teknologiske Institutt í Osló, en hann hefur kynnt sér aðstæður hér í þessum efnum og skilað álitsgerðum. Hins vegar hefur svo við samningu þessa frum- varps verið sleppt ákvæðum um forgangsrétt til verkstjórnar í opinberri vinnu til handa þeim, sem Ijúka verkstjóranámskeiði, eða verkstjórum, sem hafa starf- að tiltekinn lágmarkstíma, þegar lögin taka gildi. Þykir ekki tíma- bært að ákveða slíkt fyrr en að fenginni reynslu af námskeiðua- um. Fyrir eldri en 22 ára Um þátttöku í námskeiðum þeim fyrir verkstjófaefni, sem frumvarpið fjallar um, er það að segja, að gert er ráð fyrir að þátttakendurnir hafi náð 22 ára aldri, nema því aðeins að þeir Framhald á bls. 10. um afbrotamanns. >ó að ekki yrði komizt hjá refsingum — seiu værú neyðarvörn þjóðfélagsins gagnvart hinum brotlega — yrði hins vegar að forðast, að þær hefðu þau áhrif, að einangra hann frá þjóðfélaginu til tjóna fyrir hann sjálfan og ættingja hans og auka þar með á hættuna sem stafað gæti af honum. Aðalefni frumvarpsins væri það, að breyta reglum þeim um réttindasviptingar, sem látnar hefðu verið fylgja refsingum, þar sem um hefði verið að ræða verknaði, svívuðilega að aU menningsáliti. Þó að vitaff væri, aff þaff héldi mjög aftur af mönnum, aff eiga sviptingu réttinda yf- ir höfffi sér og því fullkomlega eðlilegt að hafa slík ákvæði í Iögum, mættu þau alls ekki ganga of langt, en sú væri reyndin með núgildandi á- kvæði. Gat dómsmálaráðherra þess síðan, að slakað hefði verið á reglum um réttindasviptingar í nálægum löndum t.d. Danmörku, en vék þvínæst að þeim tilslök- unum, sem gert væri ráð fyrir í frumvörpunum. Yrði þeim brot- legu mönnum, sem lagabreyting in snerti, m.a. leyft að taka þátt í kosningum sveitarstjórna og prestkosningum; og lögunum um kosningar til Alþingis, sem kosningaréttur og kjörgengi við forsetakosningar færu einnig eft- ir, yrði breytt þannig, að ný túlkun yrði tekin upp á því, hvað þyrfti, til þess að um mannorðs- flekkun sé að ræða.Verði brot að hafa verið framið eftir að sak- borningur sé orðinn 18 ára gamall og frelsissvipting skv. dómnum að standa í meira en 4 mánuði. Lagabreyting af þessu tagi sagði ráðþerra að ekki væri ný af nálinni. —- Jafnframt þessu yrði svo felld úr gildi í ýmsum sériogum ákvæði um réttindasviptingu eða lögum þessum breytt á þann hátt, að það yrði hér eftir á valdi dómara að kveða á um svipting. una í þeim tilvikum, sem nauð- synlegt þætti. Loks drap dómsmálaráðherra á það, að í frumvarpinu um breyt ingu á hegningarlögunum væri einnig fjallað um nokkur önnur atriði, en þau væru minniháttar; væri þar um það að ræða, að tekin væru upp í lögin skýla-us ákvæði er fælu í sér það, sentv talið hefði verið gildandi réttur um sömu efnisatriði. Sumar sviptingar halda sér Að síðustu sagði Bjarni Bene- diktsson dómsmálaráðherra að enda þótt hér væri um tilslakan- ir að ræða að því er réttinda- sviptingar varðaði, væri um leið ætlazt til þess að slíkar svipting- ar héldhst í Öðrum tilfellum. þ. á.m. ök-uleyfissvipting vegna brota á umferðarreglum eða ölv- unar við akstur, sem væri aug- ljóst dæmi um réttmæta svipt- ingu. Frumvörpunum var öllum vís- að til 2. umr. og allsherjarnefrBU ar með samhljóða atkvæðum. Verkstjórnarfræðslu komið í fast horf

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.