Morgunblaðið - 14.10.1960, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 14.10.1960, Blaðsíða 18
18 MORCrnVRT ATtlÐ Föstudagur 14. okt. 1966 Fyrirspurn og svar A AÐALFUNDI L.Í.Ú., sem hald- iiui var í nóvember 1955 komst ég m. a. svo að orði í sambandi við neyzluvöruiðnaðinn: „Gjaldeyrisþarfir þjóðarinnar vaxa stöðugt og það jafnvel örar en sem nemur fólksfjölguninni, og er ekki sjáanlegt að tilkoma neyzluvöruiðnaðarins hafi nein áhrif á þessa þróun, þótt hann hafi fengið ýmsa vernd og fríð- indi með þeim rökstuðningi, að hann minnki gjaldeyrisþarfir þjóðarinnar. Það lítur því út fyrir, að neyzlu vöruiðnaðurinn uppfylli ekki þær vonir, sem við hann eru tengdar um gjaldeyrissparnað, a. m. k. ekki I neinu hlutfalli við þann mikla fólksfjölda, sem við hann er bundinn. Hins vegar hefur ríkisvaldið með óeðlilegri tolla- og haftavernd við þennan iðnað, gert íslenzkri alþýðu að greiða þessa , íslenzku framleiðslu á hærra verði en framleiðendur gætu fengið fyrir hana nokkurs staðar annars staðar í heiminum". Ræða þessi var birt í Morgun- blaðinu 4. desember 1955. Forystumönnum neyzluvöru- iðnaðarins fannst hér vera um ómaklega árás að ræða á neyzlu- vöruiðnaðinn og fóru þess á leit við þáverandi iðnaðarmálaráð- herra, Ingólf Jónsson, að hann skipaði nefnd, sem rannsakaði þýðingu neyzluvöruiðnaðarins fyrir þjóðarbúskapinn með það fyrir augum að í ljós kæmi, að skoðanir minar og ummæli hefðu ekki við rök að styðjast. Iðnaðarmálaráðherra varð við þessari ósk og skipaði nefndina í desembe- 1955 eftirtöldum mönn- um: Jóhannes Nordal, bankástjóra, Guðlaug í»orvaldsson, skrifstofu- stjóra, Ingva Ólafsson, stjórnar- ráðsfulltrúa. Formaður nefndarinnar var Jóhannes Nordal, bankastjóri. Nú eru nær 5 ár liðin frá því að nefndin var skipuð og mer vitanlega hefir ekkert frá henni heyrzt. Þar sem nefnd þessi er nánast til orðin vegna ummæla, sem ég viðhafði á sínum tíma, er ekki óeðlilegt, að ég hafi nokkurn á- huga fyrir því hver árangur hafi orðið af störfum nefndarinnar. Því skora ég eindregið á for- mann nefndarinnar að gera grein fyrir störfum hennar þegar í stað og einnig að svara því, hvort ekki hefði verið eðlilegt, að verndar- tollar iðnaðarins hefðu verið lækkaðir í sambandi við efna- hagsráðstafanir frá í febrúar sT., ef í ljós hefði komið, að óvernd- aði iðnaðurinn, svo sem veiðar færaframleiðsla o. fl. væri hag- kvæmari þjóðarbúinu heldur en sá iðnaður, sem notið hefir hæstra verndartoila. Finnbogi GuðiAundsson frá Gerðum Svar við fyrirspurn Finnboga Guðmundssonar Ritstjóri Morgunblaðsins hefur gefið mér kost á að svara fyrir- spurn Finnboga Guðmundssonar frá Gerðum varðandi störf nefnd ar, sem vinnur að rannsókn á þjóðhagslegu gildi neyzluvöru- iðnaðarins hér á Iandi. Um störf nefndarinnar er það að segja, að þeim miðaði hægt áfram þar til haustið 1958, en þá var tveimur mönnum, þeim Pétri Sæmundsen og Gunnari Vagns- syni, bætti við í nefndina og verk svið hennar aukið. Hefur hún síð an safnað víðtækum upplýsing- um um íslenzkan iðnað, starfs- mannahald hans, framleiðslu- kostnað, gjaldeyrissparnað og tollvernd. Er álit nefndarinnar nú að mestu fullsamið, og standa vonir til þess, að hægt verði að skila því í hendur iðnaðarmáia- ráðherra innan skamms. Vonandi verða þessar skýrslur til þess að gera mönnum auð- veldara en áður að gera sér grein fyrir framlagi iðnaðarins til þjóð- arbúsins, svo og til að meta arð- semi hans í sambandi við aðrar framleiðslugreinar. Hins vegar er að sjálfsögðu ókleift fyrir mig að gera grein fyrir niðurstöðum nefndarinnar í dagblaði, áður en þær liggja fyrir endanlega sam- þýkktar af öllum nefndarmönn- um. Að gefnu þessu tilefni vil ég þó benda á, að engin leið er að leggja dóm á iðnaðinn í heild, þar sem arðsemi og samkeppnis- hæfni einstakra iðnfyrirtækja er mjög mismunandi eftir því, hvernig fyrirtækin eru rekin og eftir þeim aðstæðum, sem þau eiga við að búa. Á hér að sjálf- sögðu hið sama við og um sjávar- útvéginn. Skoðanir mínar varð- andi verndartolla ættu einnig að vera kunnar, m. a. af því, sem ég hef ritað um aðild íslendinga að fríverzlunarsvæði Evrópu, en ég tel þó óhugsandi að afnema verndartolla öðru vísi en í áföng- um á löngu tímabili, enda hafa sterkar og rótgrónar iðnaðarþjóð ir ekki treyst sér til þess á ann- an hátt. 13. október, 1960 Jóhannes Nordal Sendisveinn óskast hálfan daginn eftir hádegi Landssamband íslenzkra útvegsmanna Unglingar óskast til að bera blaðið til kaupenda: LAUGARÁSV EG SÓLHEIMA Talið við afgreiðsluna. jMorgttnÞl&fcifc Sími 22480. Lítil þátttaka í sundkeppninni norrœnu legt væri að alls hefðu 32—34 þúsund Íslendinga synt 200 metr- ana. Þessi tala er nok-kuð hærri ísland rétt yfir meðaltölu — Hin Norðurlöndin kenna um köldu og votviðrasömu sumri en 1957, en þegar þess er gætt að meðaltala okkar i keppninni var 32.393, þá er aukningin væg- ast sagt lítil, en frá þessari með- altölu er reiknað að ísland standi á núlli, og aukningin þvd það sem er fram yfir 32.393. Léleg þátttaka hjá hinutr ÍÞRÓTTAFULLTRÚI rikisins, Þorsteinn Einarsson, er nýkom- inn heim frá Norðurlöndum og snéri fréttamaður iþróttasdðunn- ar sér til hans í gær og leitaði frétta af úrslitum d Norrænu sundkeppninni. Heildarúrslit 1. nóv. íþróttafulltrúinn sagði að heildarúrslit keppninnar yrðu til kynnt á sama tima á öllum Norð urlöndunum og yrði það gert á hádegi 1. nóv. n.k. Um þátttöku hér á landi sagði Þorsteinn Einarsson að ekki væri enn fyllilega ljóst, hve heildar- þátttakan hefði verið mikil, því enn væru ekki komnar allar skýrslur til nefndarinnar, en lik- löndunum Þorsteinn Einarsson sagðist hafa kynnt sér hvernig þátttaka hefði verið hjá hinum Norður- löndunum og hvarvetna fengið þau svör að þátttaka hafi verið treg, og ástæðan fyrir því talin hið votviðrasama og kalda sum- ar. Japönsk ósk Við viljum knattspyrnukeppni á Olympíuleikunum / Tokíó ÞAÐ hefur oft og mikið verið um það rætt að fækka keppn isgreinum Ólympíuleikanna. Raddir hafa verið uppi um það innan Alþjóðaólympíu- nefndarinnar að taka knatt- spyrnu af dagskrá leikanna og áttu Rómarleikirnir að vera þeir síðustu þar sem keppni færi fram í knatt- spyrnu. Ástæða þessa er fyrst og fremst sú, að atvinnu- mennska í knattspyrnu er komin á svo hátt stig, (en at- vinnumönnum er ekki heim- ilt að keppa á Ólympíuleik- um), að keppni áhugamanna í greininni standi langt að baki því sem atvinnumenn geta sýnt og áhugi fólks á „Ólympíuknattspyrnu“ sé því lítill. ic Vegrur áhugamennsku mikill En eftir Rómarleikana hafa þær raddir orðið háværari sem vilja að knattspyrna sé ennþá á dagskránni. Er oft á það bent i þeim umræðum, að sú staðreynd að „hreint og ósvikið áhuga mannalið“ eins og Danir eiga, Verzlunin k A PATONS ULLARGARN NÝKOMIÐ k.' -xaifceR-r. .__________________________________________ hafi náð allt til lokaúrslita, sýni og sanni að knattspyrnan eigi áfram að vera á dagskrá leik- anna. A Japanir vilja knattspyrnu Og nú hefur þessari rödd bætzt mikill liðstyrkur. Nozu varaformaður japönsku Ol- ympíunefndarinnar segir. „Við munum gera allt til að knattspyrna verði á dagskiá leikanna í Tokíó 1964. Það yrði mikið gagn fyrir knatt- spyrnu í Asíu að slík alþjóða- keppni færi fram þar, að sjá þar í keppni beztu lið Evrópu ENSKA landsliðið, sem leika á gegn Luxemburg n. k. miðviku- dag var valið I vikunni. Var sama liðið og sigraði N.-írland með 5 mörkum gegn 2, valið, en það er þannig skipað: Springett (Sheffield W.); Armfield (Black pool); McNeil (Middlesborough); Rosson (W.B.A.);. Swan (Sheffi- eld W.); Flowers (Wolverhamp- ton); Douglas (Blackburn); Greaves (Chelsea); Smith (Tott- enham); Haynes (Fulham); Charlton (Manch. U.). Leikur þessi er einn af leikum í undankeppni Heimsmeistara- keppninnar og þar eru reglurnar þannig, að í upphafi á að til- kynna 22 leikmenn, sem koma til greina að taka þátt í leikun- um. Er hér um að ræða heilt lið varamanna. Varaliðið er þannig skipað: Macedo (Fulham), Ang- us (Burnley), Megson (Sheffield W.), Setters (Manchester U.), Knapp (Leicester), Miller (Burn ley), Connelly (Burnley), Broad bent (Wolverhampton), Baker (Hibernian), Dobing (Black- burn), Bearbook (Chelsea). og S-Ameríku. Japanir munu því vinna að því öllum árum á alþjóðavettvangi að knatt- spyrna verði á dagskranni 1964. Þegar þess er gætt, hve þungt það er á metaskálunum hvað þjóð sú er leikana ann- ast, vill varðandi val keppnis greina, þá ætti það að teljast nokkurn veginn víst að keppt verður í knattspyrnu á OL 1964. Þarna ætti því að verða kærkomið verkefni fyrir þær þjóðir sem enn halda fast í áhugamennskuna innan knatt spyrnunnar. Wales og Skotland munu heyja landsleik í Cardiff 22. okt. nk, Landslið Wales var valið í vik- unni og er þannig skipað: Kels- ey (Arsenal), Harrington (Car- diff), Williams (W.B.A.), Crowe (Aston Villa), Nurse (Swansea), Baker (Cardiff), Medvin (Tott- enham), Woosnam (West Ham), Leek (Leicester), Vernon (Ever- ton), Jones (Tottenham). Tottenham missti fyrsta stigið á þessu keppnistímabili í leik sL mánudag við Manchester City, Leikurinn, sem endaði með jafn- tefli, 1:1, var mjög ójafn og segja fréttamenn að 6:1 fyrir Totten- ham hefðu verið réttlát úrslit. Með þessum leik endaði sigur- ganga Tottenham, þ. e. liðið hafði unnið 11 leiki í röð og var það nýtt met í ensku deildar- keppninni. Mark Tottenham setti Smith en fyrir Manchester City skoraði Colbridge. Císli Einarsson béraðsdomslógmaður. Málflutningsstofa. Laugavegi 20B — Sími 19#>31. Lokað vegna jarðarfarar eftir hádegi í dag Bífreí^averkstæðið Muli Enska knattspyrnan: Tottenham missti loks stig

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.