Morgunblaðið - 25.10.1960, Side 3

Morgunblaðið - 25.10.1960, Side 3
Þriðjudagur 25. okt. 1960 MO RGVNtiLAÐÍÐ 3 ★ New York, 82. ókt. 1 Nll) ár hefur ívar Guð- mundsson, fyrrverandi blaða- maður og fréttaritstjóri Mbl. unnið við upplýsingadeild Sameinuðu þjóðanna. Af þess- um tíma hefur hann verið hálft fimmta ár aðstoðarfor- stjóri skrifstofu Sameinuðu þjóðanna í Kaupmannahöfn. En hann hefur einnig verið blaðafulltrúi SÞ á Italíu og í Egyptalandi í sambandi við Súezmálið. Einnig var haun blaðafulltrúi samtakanna á utanríkisráðherrafundinum í Genf árið 1959. Hér í aðal- stöðvunum hefur hann lengst- um annast tengsl á milli skrif stofu framkvæmdastjóra SÞ og blaðamanna. Síðan 20. september í haust hefur ívar Guðmundsson ver- ið blaðafulltrúi forseta alls- herjarþingsins, írans Frede- ricks A. Boland. Er það um- svifamikið og erfitt starf, sem ekki hentar neinum viðvan- ingum. Við ívar hittumst í gær eft- ir að síðdegisfundum var ný- lokið, og bað ég hann að segja lesendum Mbl. í stórum drátt- um frá því, í hverju starf hans væri fólgið. Komst hann þá m. a. að orði á þessa leið: Mikil aðsókn — Störf blaðafulltrúa for- seta allsherjarþingsins eru mörg og margbreytileg. Það mætti segja, að starfið falli að mörgu leyti frekar undir starfssvið einkafulltrúa. Hlut- verk flestra blaðafulltrúa er sem kunnugt er, að hvetja fréttamenn blaða og útvarps Forseti allsherjarþingsins, F. A. Boland, og lvar Guðmundsson, blaðafulltrúi hans, a skrifstofu og aðra fréttamiðlara, að forsetans. (Ljósmynd: SÞ) Þar er aldrei flóarfriður Samtal við ívar Guðmundsson forseta allsherjarþingsins minnast yfirmannsins á sem mest áberandi og helzt á sem vinsamlegastan hátt. Hér gegnir allt öðru máli. Ásókn fréttafólks að forsetan- um er svo mikil, að blaða- fulltrúinn eyðir talsverðum tíma daglega í að stjaka frétta mönnum frá dyrum forseta. Það má meðal annars gera með því, að blaðafulltrúinn greiðir sjálfur úr spurning- um, eða veitir þær upplýsing- ar sem leitað er eftir. Þetta skeði t. d. þegar fundahamar Ásmundar brotnaði, svo eitt dæmi sé nefnt. Boland forseti vildi ekki ræða þetta atvik við blaðamenn sjálfur. Kom sér þá vel ,að blaðafultrúinn þekkti sögu hamarsins. Xilmæli um ræður og ávörp Önnur störf blaðafulltrúans eru t. d., að ganga frá samn- ingum um tíma og efni fyrir- lestra og ávarpa, sem forset- inn tekur að sér. Hér sem á öðrum sviðum eru tilmælin fleiri en forsetinn getur ann- að og kemur það þá í hlut blaðafulltrúans að skýra frá því munnlega, eða skriflega, að forsetinn geti ekki tekið að sér, að tala á þessum staðn- um eða hinum. Sama er að segja um tilmæli um að koma fram í útvarpi og sjónvarpi. Fjölda margir fara fram á að forseti skrifi ávörp og er slík- um tilmælum stundum vel tekið. Gefnir 10 fundahamrar! Póstur forsetans er svo yf- irgripsmikill, að enginn einn maður myndi endast til að lesa hann og svara. Bréfin fara því fyrst í gegnum „hi-einsunareld“, þar sem haframir eru skildir frá sauð- unum. Það er verk blaðafull- trúans að fara yfir úrvals- póstinn; því oft kemur fyrir, að taka þarf atriði úr bréf- um til yfirvegunar og er hægt að svara mörgum þeirra án þess að ónáða forsetann sjálf- an. Boland forseti vill þó helzt svara sjálfur þegar um blaðafulltrúa er að ræða að þakka fyrir gjafir, sem sendar hafa verið til hans persónulega. Hingað til hefir aðallega verið um að ræða fundahamra ,en til þessa dags hefir forsetinn fengið að gjöf tiu hamra héðan og þaðan úr heiminum, en flesta þó frá Bandaríkjunum. Það líður varla dagur án þess, að nýr fundahamar berist í póstinum. Einn gefandi kom sjálfur flugleiðis frá Washing- ton. Hann hefir vafalaust orð- ið fyrir vonbrigðum því for- setinn hafði ekki tíma til að tala við hann og varð hann að afhenda hamarinn á heim- ili forseta, þar sem um var að ræða einkagjöf. Versta embætti í heimi Það myndi æra óstöðugan, að telja upp þau ógrynni af ólíkum verkefnum, sem blaða fulltrúanum eru ætluð. Hitt væri ef til vill girnilegra til fróðleiks að heyra, hvernig forsetinn sjálfur eyðir tíman- um. Þegar Dag Hammar- skjöld tók við af Trygve Lie, lét Lie svo um mælt að Dag tæki við „versta embætti í heimi“. Og víst er það satt, að það er erilsamt starf að vera framkvæmdastjóri Sam- einuðu þjóðanna. En eg á bágt með að trúa, að til sé tíma- frekara starf, en embætti for- seta allsherjarþingsins. Frá því eldsnemma morguns þar til langt fram á nótt er aldrei flóarfriður, ekki einu sinni á matartíma. Eg efast um að hann hafi komizt heim í mat einu sinni þann mánuð, sem þingið hefir setið, að sunnu- dögum frátöldum. Til viðbót- ar koma svo tvær til þrjár minni háttar móttökur dag- lega. Þegar forseti er ekki á þingi er endalaus straumur af fulltrúum þátttölruríkjanna í heimsókn í skrifstofu hans. Eg held að það sé ekki of mikið sagt, að forseti allsherj- arþingsins sé uppteknasti maður í heimi og maður undr- ast oft, hvernig honum dugar dagurinn til að komast yfir allt, sem hann þarf að gera. Þetta sagði ívar Guðmunds- son um starf sitt sem blaða- fulltrúa hjá forseta allsherj- arþingsins. Svo fáum við okk- ur „einn léttan“ og látum slag standa um það, hvemig heim- inum verður stjórnað til morguns ! S. Bj. Enska knattspyrnan 14. UMFERÐ ensku deildarkeppninnar lór fram sl. laugardag og urðu úrslit leikanna þessi: 1. deild: Aston Villa — Birmingham . 6:2 Blackburn — Arsenal ...... 2:4 Blackpool — N. Forest .... 4:0 Bolton — Fuiham ...T_TtrTTT...Trr„ 0:3 Chelsea — Burnley 2:6 Að 14. umferðum loknum er stað- Leicester — W.B.A 2:2 Ipswich 14 9 3 2 04:18 21 Manchester U. — NewcastJe 3:2 an þessi:. West Ham — Preston 5:2 Wolverhampton — Shellield W. 4:1 1. deild (efstu og neðstu liðin): Tottenham 13 12 1 0 41:12 25 2. deild: Sheffield W 13 9 3 1 24:11 21 Charlton — Middlesbrough 6:6 Burnley 14 10 0 4 40:21 20 Huddersfield — Liverpool 2:4 Everton 13 8 2 3 31:21 18 Lincoln — Derby 3:4 Luton — Leyton Orient 0:1 Manchester U. 12 3 2 7 23:29 8 Norwich — Leeds 3:2 14 :í 2 9 17:27 Plymouth — Southampton 1:3 Blackpool 14 2 2 10 19:34 6 Sheffield U. — Brighton 2:1 N. Forest 13 2 2 9 14:31 6 Stoke — Ipswich 2:4 Sunderland — Rotherham 1:1 2. deild (efstu og neðstu liðin). Sheffield U 15 12 1 2 30:12 25 Norwich 14 7 4 3 23:15 18’ Southampton ... 14 8 2 4 37:28 18 Luton 14 3 4 7 19:31 ío! Brighton 14 3 3 8 24:24 91 Lincoln 14 3 3 8 18:28 9 1 Swansea 13 2 4 7 15:24 8 I 3. deild er Bury nr. eftir sigur yfir Coventry 2:1. I 4. deild er i Chrystal Palace nr. 1 og sigraði um helgina Bradford 4:1. Landsleikurinn milli Wales og Skot- lands, sem fram fór í Cardiff endaði með sigri Wales 2:0. Mörkin settu Jones og Vernon. STAKSTEI^AR „Hver lýgur í Lúdda“ í „Austra", blaði Framsóknaft manna á Austurlandi, birtist ný. lega grein, sem nefndist: „Hver lýgur á Lúdda?“ Þar segir sv* m. a.: „Fyrir skemmstu var lýst hér í blaðinu þeytingi Lúðvíks okk- ar landhelgishetju um landið þvert og endilangt síðastliðiS sumar og jafníramt vakin at. hygli á þvi, að erindi snáðans hafi verið þríþætt. Samfylking gegn Bretum, upprifjun land- helgissagna um sérstaka for- göngu fundarboðenda í land. helgismálinu og svo undirbún. ingur að kjöri fulltrúa á Alþýðu sambandsþing. „Austurland“ bregzt ókvæða við og telur allt þetta hina verstu lygi og svívirðilegan róg um þennan líka á.gætismann og stolt alþjóðar, Lúðvík Jósefsson, en blaðinu gleymist að færa rök að því, hverju var á Lúdda logið í fyrrnefndri reisulýsingu. Var ekki erindið um að samfylkja gegn Bretum eða undirbúa At- þýðusambandsþingið? Hvort tveggja játar Austurland. Og skyldi Lúðvík ekki hugsa sér neina vegsemd af sinni „fræknu framgöngu“ í landhelgismálinu eða man nú enginn lengur væmn ar sjálfshólsgreinar Lúdda á framboðsfundum í Austurlands. kjördæmi við siðustu kosningar? Hér í blaðinu hefur aldrel verið á Lúðvík logið í þessu máli fremur en öðrum og raunar reynt að forðast þras og tog- streitu algjörlega andstætt skrif- um „Austurlands“, sem ritstýrt hefur verið af Lúðvíki sjálfum og morað af hreinum ósannind. um um afstöðu og gerðir Fram. sóknarmanna í málinu frá upp- hafi ásamt hóflausum gyllingum á eigin afrekum. Þótt ekki verði ná.nar rakið í þetta sinn, er víst að enginn er í vafa hver logið hefur mest á Lúðvík í þessum má.Ium. Þar á hann sjálfur sjik met, sem seint verður hnekkt“. Gáta f ritstjórnargrein í Reykjavík. urblaði stóð eftirfarandi: „Enginn vafi er á því, að hin- ar efnahagslegu ráðstafanir rík- isstjórnarinnar eru að verulegn leyti gerðar i samráði við er- lent peningavald. Þær eru með glöggum einkennum utangarðs. skilnings og þjarma líka að at. vinnu og efnahagslífi þjóðarinn- ar með ónærgætni og tillitsleysi framandi handa. Allir landsmenn hafa séð, hvað ríkisstjórnin hefur í landhelgls- málinu átt bágt með sig gagn. vart erlenda valdinu. Hún hefur verið eins og reyr af vindum skekin. Ákveðin og opinski af- staða almennings hefur að J»essn (svo) haldið henni frá. fví að semja af þjóðinni rétt hennar. En hve lengi stenzt stjórnin bron erlendra viðmælenda?" f hvaða blaði haldið þið að þetta hafi staðið? Þið svarið auðvitað Þjóðviljanum, en það er rangt. Þetta stóð í systurblaði hans, Tímanum. Skvldu menn brosa? f Timanum stendur eftirfar- andi: „Forsætisráðherra hefur sagt, að Eysteinn Jónsson hefði sett á alla verstu skattana og ranglát- ustu í þjóðfélaginu. Nú skyldi snúið við blaði. Sannleikurinn er sá, að það voru fjármálaráð. herrar Sjálfstæðisflokksins, sem höfðu forgöngu um að lögleiða þyngstu skattana. Þeir höfðu for ystu í fjármálunum til ársins j 1950. Framsóknarmenn hefðu Jiá tekið við og Eysteinn Jónsson verið fjármálaráðherra frá 195® —58. Á því timabili voru skatt. * ar Iækkaðir jafnt og þétt.“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.