Morgunblaðið - 25.10.1960, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 25.10.1960, Qupperneq 10
10 MORCVNBLAÐIÐ Þriðjudagur 25. okt. 1960 Sýning Péturs Friðriks Sigurðsson PÉTUR Friðrik Sigurðsson sýn- ir nú verk sín í Listamannaskál- anum. Hann hefur ekki efnt til sýningar um níu ára bil, og er því fróðlegt að sjá, hvað skeð hefur hjá honum á þeim tím,a. Þegar Pétur Friðrik sýndi í fyrsta sinn í glugga Málarans, ef ég man rétt, var hann barn að aldri og vakti þá mikla at- hygli fyrir myndir sínar. Það má með réttu segja, að hann hafi verið undrabarn á þeim árum. Tæknikunnátta Péturs Frið- riks er mikil, og sérstaklega eru það vatnslitamyndir hans er vekja athygli, hvað það snertir. Olíumálverkið ber og þess merki, að Pétur Friðrik kann ýmislegt fyrir sér með þeirri tækni. En góð myndlist krefst meir en tæknikunnátu. Hún krefst einnig persónulegra við- horfa, sem tengd er reynslu fyrri tíma. Það er ekkert eðlilegra en að ungir listamenn séu mjög und ir áhrifum annarra í myndlist, en það er líka mikill vandi, hverjum þeim, er það gerir, að notfæra sér áhrif til að byggja upp sjálfstæða og sérkennilega list. Aðalatriðið er, að listamenn geti með tíð og tíma öðlazt sjálf- stæði, þannig að verk þeirra fái þann svip, er gefi þeim gildi bæði í þróun og sjálfstæðri tján- ingu, en verði. ekki endurómur einhvers fyrirrennara og glati þar með séreinkennum einstakl- ingsins. Á þessari sýningu Péturs Frið- riks er nokkuð erfitt að gera sér grein fyrir honum sjálfum, sem listamanni. Hann er enn sem komið er ekki nægilega sjálfstæð ur til að sannfæra mann um á- gæti sitt sem málara. En hann sýnir á stundum mikla litagleði, og eins og sagt er áður í þessum Tónleikar Siníón- íuhljómsveitar- innar austanfjalls SUNNUDAGINN. 16. þ.m. lagði Sinfóníuhljómsveit íslands land undir fót og hélt austur yfir Fjall til tónleikahalds. Lék hljóm sveitin bæði að Laugarvatni, í nýjum samkomusal í húsnæði menntaskólans þar, og að Flúð- Stjómandi á tónleikum þessum var Pólverjirm Wodicsko, en ein- söngvari með hljómsveitinni var Sigurður Bj'örnsson. Mjög góð að sókn var að báðum tónleikunum og undirtektir áheyrenda af- bragðsgóðar. — Sunnudaginn 30. okt. mun Sinfóníuhljómsveitin aftur bregða sér „í austurveg" — og þá leika í Skógaskóla og að Hvoli. línum, þá er það fyrst og fremst tæknikunnáttan, sem vekur at- hygli. Það, sem ég hef drepið á hér að framan, eru vandamál, sem Pétur Friðrik verður að leggja allan þunga á að leysa. Slagurinn stendur ekki um, hvort málað er í þessum stíl eða hinum, hvort það eru landslagsmyndir eða abströkt verk, heldur hitt að, losa um núverandi ástand og öðlast sjálfstæði sem málari. Valtýr Pétursson. ★ ÞAÐ væri vissulega alít of vægt til orða tekið að segja, að hér í Noregi væru til menn sem fylgdust með því, sem er að gerast í Skálboltsmá'inu, því að hér eru margir menn, sem brenna af áhuga fyrir endurreisn Skálholtsstaðar. Og þetta er hjá þeim meira en orðin tóm Þeir vilja sýna vilja sinn í verki og það hafa þeir líka gert í ríkum mæii eins og hinar rausnarlegu gjafir þeirra til Skálholts. kirkju bera beztan vottinn um. Eina slíka gjöf hef ég nýlega séð nér í Björgvin. Hún er nú tilbúin til flutnings heim. Það eru hurðir fyrir skipið í Skálholtskirkju. Gef. andinn, Konrad Nerheim, skólastjóri verzlunarskóla í Konrad Nerheim Hurðir í Skálholtskirkju Björgvin, er maður í miklu áliti á sínu sviði og hefur samið margar kennslubækur í kennslugrein sinni. Hann var tekinn til fanga á stríðsár- unum, en slapp nauðuglega úr höndum óvmanna og komst yfir landamærin til Svíþjóðar. En stríðið virðist hafa reynt nokkuð á hann, því hann sýn. ist vera eldri en hann er — Nerheim er, eins og mtkill fjöldi manna hér í landi, ein. lægur vinur íslands og áhuga- maður um framgang og far- sæld islenzku þjóðarinnar og telur sér skylt að stuðla að því, að góð vinátta ríki með frændþjóðunum tveimur. — Gjöf hans til Skálholtskirkju ber höfðinglegan vott um slíka vináttu. Hurðirnar eru gerðar af úr- valseik og mjög útskornar og hefur gefandinn unnið það verk að nokkru leyti sjálfur, því að hann er hagur vel Annars er útskurðurinn gerð- ur af Harald Erikson, mynd. skera, sem býr í nágrenni' Björgvinjar. Yfir dyrum standa orðin: Ó ,Guð vors lands, ó, Iands vors Guð. í sex reitum hurð- anna eru svo myndir og eru þær auðskildar öllum, sem eitthvað eru kunnugir íslands sögu. Sú fyrsta sýnir land. námsmann leggja út frá Nor- egi. Að baki er skógi vaxið, frjósamt land, framundan op ið haf. Á næstu mynd sést land fyrir stafni, en skipverj- ar kast út öndvegissúlum. Þaer eiga að vísa þeim á framtíð- arbólstaðinn í nýju landi Og á þriðju myndinni er bærjnn risinn undir hárri hlíð, bónd- inn og húsfreyjan eru að koma heim. Fjórða myndxn er Dómkiirkjan í Skálholti, sú er Brynjólfur biskup lét reisa. Á fimmtu myndinni er þjóð- sagan um það, er Tyrkja- Gudda er að brenna sálmana fyrir séra Hallgrími; það á að tákna baráttuna milli þess góða og illa. Loks kemur síð- asta myndin, sem er táknræn og sýnir hvernig sagan lifir á vörum þjóðarinnar og geng ur frá einni kynslóð til ann- arrar með því að hinn ungi nemur af hinum eldri. Gam_ all maður situr á stól, en ung ur maður stendur fyrir fram an hann. Að baki er klettótt strönd, en bátur flýtur fyrir landi, Á tveimur neðstu reit- unum eru svo krossmörk og baugur umhverfis. Það á að tákna að meiður kristianar menningar á íslandi átti um aldaraðir rætur sínar á Skái- holtsstað. Ég hef ekki vit á því að meta listgildi þessa verks, en engum blandast hugur urn að þetta er vandaður og vegleg- ur gripur, sem ber ríkan vott um höfðingslund gefandans og áhuga hans á endurreisn Skálholtsstaðar. —G. í íslandskynning í Svíþjóð á vegum IOGT og NTO Á VEGUM Góðtemplarareg’unn | Svíþjóð. Upphafsmaður að þess- ar og Nordisk Templar Orden|ari kynningu er Anders Haralds- í Svíþjóð er nú að hefjast víð-json, starfsmaður við ferðaskrxf- tæk íslandskynnmg um gjörvalla I stofu í Borás. Hann er fræðsiu- BA10URS6 U SÍMI 11360 Vandlátir karimenn láta okkur annast skyrtuþvottinn. Afgreiðslustaðir ; Egnalaugin Gyllir, Langholtsvegi 136 og 35 Notað og nýtt, Vesturgötu 16. Sækjum Verzlunin Sif, Laugavegi 44 Búðin mín., Víöimel 35. Sendum stjóri í umdæmisstúkunni í Bor- ás og mjög áhugasamur og virk- ur góðtemplari. í þessari land- kynningu verður lögð áherzla á að kynna ísland sem allra bezt, jarðfræði þess, atvinnulíf, sögu og bókmenntir. fornar og nýjar. Efni þetta mun verða kynnt með fyrirlestrum. upplestrum, kvik- myndum og öllum tiltækum ráð um, bæði á fundum og samkom- um og í námsflokkum, sem Góð- templarareglan starfrækir um allt land. Námsflokkakerfi sænsku Góðtemplarareglunnar er mjög vel skipulagt og stórm.erkt menningarfyrirbrigði og á náms kerfi þetta uppruna sinn að rekja ti;. sænsku reglunnar. Er ekki að efa að á vegum námflokkanna verður vel fyrir þessari K.ynr. ir.gu séð. Við undirouning og efoisval hefur verið leitað ti. ýmissa merkra kunnáttumanna, svo sem Peters Hallbergs, dokt- ors við háskólann í Gautabovg. Einnig hefur Lárus Helgason, læknir, sem nú starfar við sjúkra hús í Borás, reynzt hjálplegur á margan hátt. Anders Haraldsson hefur d.vaL ið hér á landi undanfarna daga til þess að viða að sér frekara efni til þessarar kynningar. Enn fremur var hann að undirbúa væntanlega hópferð sænskra góð templara til íslands á næsta sumri og að athuga möguleika á því að íslenzkir góðtemplarar geti heimsótt Svíþjóð á sama tíma. Hann lét mjög vel yfir heimsókn sinni hingað og kvaðst nú telja öruggt að af -hinni vænt anlegu hópferð mundi verða á næsta sumri. Hann hélt heim- leiðis í morgun og þegar eftir heimkomu hans mun íslands- kynning hefjast í Borás og ná- grenni og í framhaldi aí þvi um gjörvalla Svíþjóð.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.