Morgunblaðið - 25.10.1960, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 25.10.1960, Qupperneq 12
12 MORGVNBLAÐIÐ Þriðjudagur 25. okt. 1960 fllwpittMafrifr Utg.: H.f. Arvakur Heykjavík. Framkvæmdastjóri: Sjgfús Jónsson. . Ritstjórarj Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Lesbók.: Arni Öla, sími 33045 Auglýsmgar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6 Sími 2?. 480. Askriftargjald kr. 45.00 á mánuðj innanlands. 1 lausasölu kr. 3.00 eintakið. SAMEINUÐU ÞJÓÐIRNAR ¥ DEILUM um innanlands- stjórnmál gleymast oft um- ræður um störf þeirra alþjóða samtaka, sem íslendingar, eins og allar þjóðir heims, eiga mest undir að megi dafna og þroskast. Um þessar mundir renna þó flestir, sem um stjórnmál hugsa á annað borð, huganum til Sameinuðu þjóðanna. í gær voru Sameinuðu þjóðirnar réttra 15 ára, því að stofnskrá þeirra var stað- fest 24. október 1945. Það er ekki eingöngu vegna þeirra tímamóta, sem menn hugsa nú til samtakanna, heldur líka vegna þess að á síðustu vikum hafa þau gengið í gegnum mikla prófraun. Skal það ekki rakið hér sérstak- lega, enda mönnum í fersku minni, en meginatriðið er að Sameinuðu þjóðirnar eru nú styrkari en áður og útlit fyr- ir að þær muni eflast í fram- tíðinni og verða færari um að gegna hlutverki sínu. Hér á landi er starfandi fé- lag Sameinuðu þjóðanna og hefur það í tilefni af 15 ára afmæli samtakanna dreift í öllum barna- og unglinga- skólum bæklingi um störf þeirra. Er það vissuleg_a vel til fallið að kynna æskulýðn- um störf þessara merkustu samtaka heimsins, og leitast við að sjá til þess að hin nýja kynslóð verði ekki jafn skeyt- ingarlaus um þau málefni sem mestu varða, eins og hin eldri hefur að ýmsu leyti verið. — Hún ólst upp við allt aðrar aðstæð- ur og á af þeim sökum erfitt með að átta sig á því, að ís- lendingar hafa ekki einungis skyldur við land sitt, heldur eru þeir komnir í hringiðu heimsviðburða, nauðugir vilj- ugir, og geta ekki vænzt þess að varðveita sjálfstæði og frelsi án þess að taka ábyrga afstöðu til mikilvægra al- þjóðamála. EIGN FJÖLDANS t'ITT af meginstefnumiðum ^ Sjálfstæðisflokksins er — og hefur verið — að sem flestir þjóðfélagsþegnar væru efnalega sjálfstæðir og ættu sem mestar eignir. Þessi er einnig stefna frjálslyndra borgaraflokka víða um heim. Sósíalistar spáðu því fyrrum, að stjórnarstefna einkarekst- urs mundi leiða til vaxandi munar á milli efnamanna og öreiga og meginþorri fjár- magns mundi að lokum lenda hjá fáum stóreignamönnum. Þessar kenningar hafa hvar vetna afsannazt, þar sem skynsamlegri einkarekstrar- stefnu hefur verið fylgt og þróunin hefur þvert á móti orðið sú, að fleiri og fleiri hafa eignazt verulegar eignir og færri og færri orðið eigna- lausir eða eignalitlir. Þetta hefur aftur orkað því, að margir lýðræðissinnaðir jafn- aðarmannaflokkar hafa varp- að fyrir borð kenningum um þjóðnýtingu. Á einu sviði hefur hérlend- is tekizt að tryggja einstakl- ingseignir jafnvel betur en í mörgum öðrum löndum. Er þai? átt við eign eigin íbúðar, sem er grundvallarskilyrði fyrir efnahagslegu frelsi sér- hverrar fjölskyldu. En að öðru leyti höfum við helzt úr lestinni. Þannig hafa atvinnu fyrirtæki færzt meir yfir á hendur ríkisins annars vegar og hins vegar ópersónulegs félagsbákns SÍS. Að sama skapi hefur fjármagn verið dregið burt frá einstakling- um. Út af fyrir sig má segja, að það skipti ekki megin- máli, að gæta hags tiltölulega fárra atvinnurekenda sem slíkra. Þeir geta sjálfsagt haft nokkurn veginn nóg handa sér og sínum með því að draga stöðugt saman rekstur sinn. En málið er bara ekki svo einfalt eins og Islending- ar hafa áþreifanlega orðið varir við undangengin ár. Niðurstaðan verður sú, að stöðugt er farið verr með fjár muni þjóðarinnar, sem aftur leíðir til þess að ekki verður eðlileg framleiðsluaukning í þjóðarbúinu. Og hitt ber svo líka að hafa hugfast, að í borgaralegum nútíma þjóðfé- lögum, hvort sem þeim er stjórnað af frjálslyndum, jafnaðarmönnum eða íhalds- mönnum, er stefnt að því að gera sem allra flestum kleift að taka beinan þátt í atvinnu- rekstri og hafa leiðir til þess áður verið ræddar hér í blað- inu. En því marki verður auðvitað ekki náð, ef fjár- magnið er stöðugt tekið af einstaklingunum. UTAN UR HEIMI —N . ' ■■ A’ Sér geg'num holt og hæðir „Ratsjáraugað“ í Thule „sér“ yfir stóra hluta af Sovétríkjun- um — og ef það uppgötvaði eld- flaug, sem skotið hefði verið Þessi uppdráttur sýnir stað- setningu hinna þriggja miklu ratsjárstöðva, í Thule, Yorks hire og Clear, — og hvernig geislum þeirra er beint yfir hinn kommúníska heim .... þaðan í áttina til Norður-Amer- íku, mundu rafeindaheilar á ör- skammri stund reikna út stefnu' eldflaugarinnar, hraða hennar og væntanlegt skotmark, og síð- an senda þær upplýsingar til yfirstjórnar landvarna í Banda- Hærri en Eiffelturninn NEI þetta er ekki Eiffel- turninn í París, þótt mönn- um kunni að detta það fyrst í hug. — Þetta er ný- bygður sjónvarpsturn í Tókíó — og er hann sýnu hærri en hinn frægi „bróð- ir“ hans í París.. Toppur Tókíó-tumsins ris um 330 metra yfir jörðu, og er hann því um það bil 30 metrum hærri en Eiffelturninn. — ★ — Þessi mikii turn kostaði með öllu og öllu sem svar- ar nær 305 milljónum ís- lenzkra króna. Á hinum neðri „hæðum“ hans eru söfn, veitingasalir, minja- gripaverzlanir o. s. frv. — Sjónvarpsturninn er þegar orðinn einhver áhrifamesta „beita“ fyrir ferðamenn, Tókíó hefir upp á að bjóða — alveg eins og Effel-turn- inn er í París. „Augað“ í auðninni sem draga heimsálfa milli — en sannleikurinn er sá, að þær eru alls ekki lengur óvinnan- legar. — Landvarnir Bandaríkj- anna eiga nú yfir að ráða nokkr- um gerðum varnareldflauga — EINS og frá hefir verið skýrt í fréttum blaðsins, var hin mikla ratsjárstöð Bandaríkja- manna í Thule á Grænlandi tekin í notkun fyrir skömmu, en stöð þessi er sem kunnugt er einn liðurinn í miklu rat- sjárkerfi, sem í tæka tíð á að geta varað við mögulegri eldflaugaárás frá Sovétríkjun um. —■ „ELDFLAUGAÖLDIN“ leggur1 mörg óvenjuleg og skemmti- leg „mótív“ upp í hendur ljós myndarans. — Þessi mynd var tekin fyrir skömmu í hinum miklu eldflaugastöðvum Bandaríkjanna á Kanaveral- höfða á Flórída. Myndin er tekin, þegar einni af hinum litlu varnareldflaugum, sem ætlaðar eru til að skjóta nið- ur stórar árásareldflaugar, er skotið í tilraunaskyni. ríkjunum. Gæfist þannig nokk- ur frestur til að gera varnar- ráðstafanir og láta íbúa hættu- svæðisins leita skjóls áður en ósköpin dynja yfir. ★ Varnareldflaugar Til skamms tíma hafa menn talið, að varla væri um að gera neinar varnir gegn hinum ógn- arlega hraðfleygu eldflaugum,

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.