Morgunblaðið - 25.10.1960, Page 17

Morgunblaðið - 25.10.1960, Page 17
Þriðjudagur 25. okt. 1960 MORCVNBLAÐIÐ 17 wimimmi| •yw^i TRÚLOFUNARHRINGAR RAGNAR JÓNSSON hæstaréttarlögmaður Vonarstr. 4 VR-húsið. Sími 17752 'jögfræðistörf og eignaumsýsla Gís/f Einarsson héraðsdómslöginaður. Málfiutningsstofa. Laugavegi 20B. — Sími 19R31 voru fyrir um það bil 35 árum, einmitt á þeim tíma, er þátta- skil urðu í lífi hans. Hann var þá útlærður prentari og hafði um nokkur ár unnið við þá iðn og var ávallt við hana kenndur á þessum árum. Engan okkar vina hans grunaði þá, að prent- aranafnið ætti eftir að þoka fyr- ir öðrum titli, sem hafði ólíkt fegurri hljóm í okkar eyrum. en nú er langt síðan, að hann er aldrei nefndur annað en Kari O. Runlófsson tónskáld, og það nafn ber hann með sóma. Það var ein mitt um þetta leyti, þegar Karl var orðinn 25 ára gamab, að hann tók þá ákvörðun, að ieggja prentiðnina á hilluna og ganga óskiptur tónlistinni á hönd. Það kostaði hann nokkura baráttu að velja þessa leið. Röddin í brjósti hans benti honum á hana, en efasemdirnar kvöldu hann. Prentarastaðan hefur ávallt ver ið talin trygg og góð atvinna en öðru máli var að gegna um störf hljómlistarmanna, ekki sízt á þessum árum, þegar hvorki var til útvarp, tónlistarskóli né hljómsveit með launuðu starfs- liði. Var ekki hyggilegra að hafa tónlistina í hjáverkum? Hann reyndi að hamla á móti og þagga röddina niður í brjósti sínu. Hann eyðilagði handritin af þeim tónsmíðum, sem hann var þú búinn að semja, og þagði í nokkur ár. En þá kom að því að stíflan sprakk og hann samdi „Den farende Svend“, þetta litla sönglag, sem er hreint snilldar- verk. „Síðan hefi ég ekki lagt út í það að reyna að hætta að semja lög“, sagði hann, „og lái mér það, hver sem vill.“ Karl á að baki sér mikið og merkilegt starf í þágu íslenzkr- ar tónlistar. En kunnastur og merkastur er hann sem tónskáld. Margar tónsmíðar hans, einkum sönglögin, hafa náð til hjarta þjóðarinnar, enda samin af manni, sem hlotið hefur gáfuna í vöggugjöf. Áður var minnzt á „Den farende Svend“. Einnig er „1 fjarlægð" mjög vinsælt ein- söngslag. Þá eru kazdakórslögin „Förumanna flokkar þeysa“ og „Nú sigla svörtu skipin“ áhrifa- Allir vel lieybirgir HVAMMSTANGA, 21. okt. — Aðalsauðfjárslátrun lauk hér nú í vikunni. Alls var slátrað um 30 þúsund fjár í tveimur sláturhús- um. Meðalvigt dilka var nokkru betri en sl. ár. Þyngstan dilk sem kom í sláturhús Kaupfélagsins átti Aðalbjörn Benediktsson, Grund, Ytri-Torfustaðahreppi, en þyngstan innlagðan dilk í slátur- hús Sig. Pálmasonar átti Páll Karlsson, Bjargi, Fremri-Torfu- staðahreppi. B ndur munu nokk- uð fjölga fé í haust, enda allir vel heybirgir, eftir einmuna gott sumar, bæði hvað verkun og magn heyjanna snertir. Elstu menn muna ekki aðra eins veð- urblíðu eins og hefur verið hér að heita má allt þetta ár. Barnaskólinn byrjar bráðlega Búist er við að barnaskólabygg ingin hér verði fokheld eftir nokkra daga, en til þessa hefur staðið á að fá gler í gluggana. Kennsla er ekki hafir. í barna- skólanum hér þar sem ekki hefur enn þá fengist skólastjóri, en von ir standa til að úr rætist í næstu viku. — Fréttariari. t o. Karl O. Runólfsson tónskáld sextugur 1 GÆR, hinn 24. október, á'tti eitt kunnasta tónskáld þjóðar- innar sextugsafmæli. Þessi mað- ur er Karl O. Runólfsson, sem er höfundur tónsmíða, sem öll þjóðin þekkir og dáir. Fyrstu kynni mm af Karli sjá, að Karl lét ekkert tækifæri ónotað, oft við þröng kjör, að afla sér þeirrar þekkingar í tón- list, sem honum var unnt að fá. Hann situr nú ekki lengur á skólabekk, heldur er hann nú, virðulegur kennari við Tónlist- arskólann í Reykjavík og hefur, kennt þar síðustu 20 árin tromp-J etleik og hljómfræði. Karl var ekki nema 13 ára gamall er hann var farinn að leika í lúðrasveit. Síðan hefur áhugi hans og starf verið mjög bundið við þessa grein og ráðið nokkru um mörg verkefnin, sem hann hefur valið sér sem tón- skáld. Hann hefur kennt og stjórnað lúðrasveitum víðsvegar um landið, en hér í bænum lief ur hann stjórnað Lúðrasveitinni Svani í mörg ár og þar áður Lúðrasveit Reykjavíkur. Han.z hefur síðan 1955 verið stjórn- andi Lúðrasveitar barna- og unglinga. Þá var hann um tíma hljóðfæraleikari í Sinfóníuhljom sveitinni. mikil. Þá hefur hann samið fiðlu sónötu og mörg hljóöfæralög, sem hér verða ekki talin, en öll bera merki þess, að höfundurinn hefur í senn ljóðræna æð og dramatíska gáfu. Þá hefur hann lagt mikla rækt við þjóðlögin okkar og eru raddsetnúigar hans á þeim athyglisverðar. Andi þjóðlaganna hefur og sett svip sinn á sumar tónsmíðar hans og vil ég þá nefna sönglagið „Hrafn inn“. Það er ekki nema nokkur hluti af því, sem Karl hefur samið, sem birzt hefur á prenti eða heyrst hefur í hljómleikasal eða í útvarpinu, en þó nóg til þess, að Karl skipar nú í viíund þjóðarinnar veglegt sæti a tón- skáldabekk. Karl Ottó Runólfsson er fædd- ur í Reykjavík 24. okt. 1900. For eldrar hans eru Runólfur Guð- mundsson fár Árdal í Andakíls- hreppi og kona hans Guðlaug Margrét Guðmundsdóttir frá Saltvík á Kjalarnesi. Ég vil svo að lokum árna tón- skáldinu allra heilla á sextugs- afmælinu og veit ég, að undir þær óskir tekur öll þjóðin. Baldur Andrésson. Hið sápuríka Rinso tryggir fallegustu áferðina Unglingur óskast til að bera blaðið til kaupenda: Camp Knox Talið við afgreiðsluna. Jttorgmtfrlafrifr Sími 22480. Stúlka vön matreiðslu getur fengið atvinnu nú þegar. Uppl. í srma 18680. Karl fór þá til Kaupmanna-. hafnar, lærði að leika á trompöt hjá Lauritz Sörensen og á fiðlu hjá Axel Jörgensen, en baðir þessir kennarar hans voru í kon- unglegu hljómsveitinni. Enn- fremur lærði hann hljóðfæra- skipan (Instrumentation) hjá Dyring, sem var stjórnandi líf- varðarsveitar konungsins. Þess skal getið, að áður hafði Karl lært fiðluleik hjá Þórarni Guð- mundssyni hér í Reykjavík. Karl hélt seinna áfram námi í Ton- listarskólanum í Reykjavík hjá þeim dr. Mixa og dr. Urbancic og lærði hjá beim kontrapunkt og hljómfræði, en það nám Ibreytti alveg viðhorfi hans til tónlistar og mótaði tónsmíðar hans eftir það. Ennfremur hélt hann áfram fiðlunámi í þeim skóla hjá Hans Stephanek. Af þessari upptalningu má Afqreittir samdægurs HALLDÓR ^ Skolavördustig 2. 2. hæcl. SIGURGEIR SIGURJÓNSSON hæstaréttarlögmaður. Málflutningsskrifstofa. Aðalstræti 8. — Sími 11043. Jóhannes Lárusson héraðsdómslögmaður lögfræðiskrifstofa-fasteignasala Kirkjuhvoli. Sími 13842. Gunna litla er að fara í afmælisveizlu litlu frænku — og brúðunni hennar hefur einnig verið boðið. Mamma vill að þær vekji eftirtekt er þær koma í boðið — og þess vegna eru þær báðar klæddar kjólum — þvegnum úr RINSO. Mamma notar ávalt RINSO, því reynslan hefur kennt henni að RINSO tryggir að þvotturinn hennar er alltaf snjóhvítur og fallegur. RINSO inniheldur aðeins hrein sápuefni, þess vegna eyðileggur það ekki þvottinn og skaðar ekki hendurnar. Einnig fer það vel með kjörgripin hennar mömmu — þvottavélina. Rl N SO þvottur er ávallt fullkominn og skilar líninu sem nýju

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.