Morgunblaðið - 25.10.1960, Qupperneq 22
22
MORGVNBLAÐ1Ð
Þriðjudagur 25. okt. 1960
Dálífill neisti af fyrri getu
— og KR vann hikarinn
í úrslitaleik vann KR Fram 2 ; 0
FTKSTU sjálfstæðu Bikar-
keppninni í knattspyrnu. hér-
lendis lauk á sunnudaginn.
KR fór með sigur af hólmi
og vann bikar Tryggingamið-
stöðvarinnar. Keppninni lauk
í jafnfögru veðri og einkennt
hefur flesta leiki hennar. —
Hafa veðurguðirnir gert sitt
til að gera keppnina skemmti
Úr vítaspyrnu skorar Gunnar
Guðmannsson örugglega.
★ KR tekur öll völd
Ef frá er talið gott tækifæri 1
upphafi síðari hálfleiks, sem Grét
ar miðherji Fram misnotaði — og
ágætt skot Guðm. Óskarssonar,
sem fór í stöng KR-marksins og
út, þá eru tækifæri Fram upp
talin.
En nú áttu KR-ingar hvert upp
W''
jl.
íslandsmeistararnir í kvenna-
flokki töpuðu fyrir Val
Björgvin Schram, formaður Knattspyrnusambands Islands,
ávarpar siguivegarana og afhendir þeim bikarinn.
lega og til hins, að gera keppn
ina að föstum árlegum við-
burði. Keppni þessi er og
verður skemmtilegur þáttur
knattspyrnulífsins, hér sem
í öðrum löndum.
★ Þeir sterkari sigruðu
Sigur KR í úrslitaleiknum var
verðskuldaður. Var þó geta lið-
«nna í byrjun jöfn og til beggja
aðila gat sigurinn farið. En smám
saman urðu tök KR-inga á leikn-
um fastari og ákveðnari og um
það er lauk duldist engum að
liðið sem leikið hafði betur, fór
með sigur af hólmi.
★ Fram sækir fastar
Hin hættulegu markskot létu
á sér standa í þessum úrslitaleik.
I»að var barizt milli vítateiganna,
stundum allhart, og til að byrja
með veitti Fram öllu betur í
þeirri viðureign. Þeir komu KR-
vörninni nokkrum sinnum í mikla
klípu, en alltaf vantaði herzlu-
muninn á að endamarkinu yrði
náð. Næst komust Framarar, er
Hörður Felixsson fékk bjargað
á línu eftir hornspyrnu.
Og smám saman náðu KR-
ingar betur saman. Sveinn átti
skot upp úr hornspyrnu sem Birg
ir stöðvaði á línu. Og hið sama
gerði Birgir rétt undir lok hálf-
leiksins og aftur í síðari hálfleik.
Það má því segja að vel var hann
staðsettur á örlagastundu, að
bjarga þrívegis á línu fyrir Fram.
KR tekur forystu
Framherjar KR gerðust æ
ágengari við Frammarkið, en
mistókst hverjum af öðrum.
Rétt í hálfleikslok er horn-
spyrna á Fram. Ellert á góðan
skalla a>ð markinu, sem er
varinn — og KR-ingar pressa
fast. Það er skotið úr þvögunni
og Halidór bakvörður ver með
höndum til að forða marki.
hlaupið af öðru. Gunnar Guð-
mannsson átti skalla að marki
Fram, Reynir Schmidt skot,
Sveinn Jónsson reyndi að vippa
langsendingu í netið, Þórólfur
átti þrívegis atlögu að markinu,
skot yfir og skot í stöng — en
allt virtist koma fyrir ekki.
Á 25. mín sendir Hörður
Felixson fram valiarmiðjuna
til Ellerts. Hann lætur knött-
inn ganga áfram og Þórólfur
• kemst vegna klaufaskapar
Framvarnarinnar, einn innfyr-
ir og leikur á Geir markvörð
og skorar.
Enn sóttu KR-ingar allfast.
Ellert átti bæði skalla að marki
og skot yfir og sömuleiðis Sveinn
en fleiri urðu mörkin ekki.
★ Liðin
Þetta var betri leikur hjá KR
en sennilega allir aðrir leikir
þeirra í Bikarkeppninni. Það
vottaði þó nokkuð oft fyrir þeim
samleik og samstiltu átaki, sem
fært hefur liðinu marga sigra.
Þó skorti stundum mikið á þetta.
Tilviljanakenndastur er leikur
miðjutríósins. Þar eru þrír góðir
einstaklingar en á samstillingu
þeirra skortir mjög. Stoðir liðs-
ins eru Hörður Felixson og Helgi
Jónsson. Þá áttu og í þessum leik
góðan leikkafla þeir Þórólfur,
Örn og Reynir. Heimir stóð sig
og vel, en misjöfn eru úthlaup
hans.
Frh. á bls. 23
Valsstúlkurnar fagna eftir sigur sinn yfir íslandsmeisturunum.
(Ljósm.: Sv. Þorm.)
HANDKNATTLEIKSmót Reykja
víkur hélt áfram um helgina og
var keppt bæði á laugardags- og
sunnudagskvöld. A laugardaginn
var keppt í yngri flokkunum og
á sunnudagskvöldið fóru fram 5
leikir í meistaraflokki tveir í
kvennaflokki og 3 í karlaflokki.
Yngri fiokkarnir
Heildarsvipur keppninnar á
laugardaginn bar vott um að
Reykjavíkurfélögin eiga mikið
af efnilegum piltum. og stúlkum
í handiknattleik. Alls fóru 7 leik
ir fram og voru sumir þeirra af-
artvisýnir og skemmtilegir til
síðustu mínútu. f öðrum var
munur liðanna of mikill til að
leikirnir gætu kallast skemmti-
legir, en leikhæfni manna kom
þó oft greinilega fram.
Áberandi bezti flokkurinn er
2. fl. karla frá Ármanni og spá
flestir honum sigri í mótinu, þó
ekki sé mótið nemá rétt byrjað,
svo þykja yfirburðir Ármanns-
piltanna miklir.
Æfingarlítil meistaraflokkslið
Eftir að lrafa séð leiki meist-
araflokkanna á sunnudagskvöld-
ið, hefir maður féngið góða vitn-
eskju um að liðin eru öll sem
Efnilegir yngri flokkar en tiff)rifalitlir
leikir i meistaraflokki harla
heild í lítilli æfingu, þótt ein:
staka ieikmenn virðist vera í
góðri æfingu. Einnig er það að
áberandi að nýir leikmenn í lið-
unum eru ekki ungir efnilegir
menn, sem hafa „leikið sig upp“
í liðin heldur eru það „gamlir“
menn, sem flestir hafa séð fífil
sinn fegurri í handknattleiks-
keppnum.
Fyrir utan æfingarleysi var á-
berandi að leiktækni liðanna
hefir farið mjög aftur og er ekki
nærri eins mikil og t.d. á sl. Is-
landsmóti. Keppnisvilji er einnig
áberandi minni og leikgleðin því
að sama skapi lítil. Eina áber-
andi framförin, sem sjáanleg var
á sunnudagskvöldið var hve dóm
arar leikjanna voru mun ákveðn
ari og röggsamari, en þeir bafa
flestir áður verið.
íslandsmeistararnir töpuðu
Hápúnktur keppninnar á laug-
ardaginn var leikur Vals og Ár-
manns í kvennaflokki. Flestir
höfðu spáð Ármannsstúlkunum,
íslandsmeisturunum öruggum
sigri, en raunin varð sú að Vals
stúlkurnar unnu leikinn með
Fyrstu bikarmeistararnir. Sitjandi, taiið frá vinstri: Heigi Jónsson, Hörður Felixson, Gunnar Guð
mannsson, Hreiðar Ársælsson og Bjarni Felixson. Standandi: ÓIi B. Jónsson, þjálfari, Reynir
Smith, Örn Steinsen, Þórólfur Betk, Heimir Guðjónsson, Sveinn Jónsson og Ellert Schram.
(Ljósm.: Sv. Þorm.)
tveggja marka mun, eftir að Ár-
mann hafði haft tvö mörk yfir i
hálfleik.
Þessi sigur Valsstúlknanna
er enn eftirtektarverðari, þeg
ar tekið er tillit til þess að
markmaður liðsins er tiltölu-
lega nýliði í handknattleik, en
Ármannsliðið skipa stúlkur
úr hinu frækna landsliði ís-
lands að meginhluta til.
Markatalan ræður úrslitum
og Valsstúlkurnar unnu
leikinn, en þrátt fyrir það
orkar það ekki tvímælis
að Ármannsliðið getur verið
mun sterkara lið. En í leikn-
um á sunnudaginn skorti all-
an keppnisvilja og samtaka-
mátt hjá liðinu og er leikur-
inn að því leyti til gott dæmi
um hve þau atriði eru þýð-
ingarmikil í flokkaiþrótt. sem
handknattleik.
Daufir leikir
í hinum þrem leikjum, sem
fram fóru i karlaflokkunum var
það sameiginlegt, að æfingar-
leysi var áberandi og í leik Vals
og Víkings sem var jafnasti leik
ur kvöldsins, skorti alla leikupp
byggingu, sem gerir handknatt-
leik skemmtilegan og spennandi.
Leikurinn var harður og óþarfa
pat og fálm setti skugga á leik-
inn.
KR liðið er þó í sérflokki,
hvað æfingu snertir og virðist
vera heilsteyptasta liðið.
Úrslit hinna einstöku leikja
voru sem hér segir.
Laugardagur
2. fl. kvenna:
KR — Víkingur 0:9
Valur — Þróttur 4:1
3. fl. karla:
Fram — KR 6:8
ÍR — Valur 1:6
2. fl. karla:
Víkingur — Ármann ja„
Þróttur — Fram 9:8
KR — Valur 6:7
Sunnudagur.
Meistarafl. kvenna:
Þróttur — Víkingur 3:6
Valur — Ármann 7:5
Meistarafl. karla:
ÍR — Ármann 19:13
Valur — Víkingur 7:ð
KR — Þróttur 19:7