Morgunblaðið - 30.10.1960, Qupperneq 2
2
MORCVNBLAÐIÐ
Surmudagur 30. olct. 1960
JS
.☆. Sunnudagskrossgátan '☆
| 1 P ht SBirA yæm.
Air/tj UR Wr-
if/IW K AMl
— Sumar
Frh. af bls. 1.
<*r Iéttum skuggum á andlit henn
ar og brjóst. Hún var svo ný-
Sköpuð og ung, og kjóllinn henn-
ar var bleikgulur. Þessi blæju-
kennda sumarflík minnti mig á
klæði gleymskugyðjunnar Maya,
sem austrænir vitringar segja, að
stjórni blekkingum lífsþorstans
hér á jörð.
Ég man, að hún bar eyrna-
lokka úr gulli; þeir voru eins og
hálfmánar og hreyfðust glitrandi
í sólskininu, líkt og hljóðfallið
stjórnaði þeim. Það var silfur-
slikja á Ijósu hápi hennar.
Aldrei hafði ég áður fengið
mæli minn svo fullan af jarð-
neskri hamingju. Á þeirri stund
skynjaði ég bjarma af hinni dul-
arfullu dýrð, er felst í orðinu
kona! Hún var móðir lífsins, og
aldrei verðum við svo miklir, að
við þörfnumst hennar ekki sem
drengir og menn, því að til enda-
loka tímans mun okkur þyrsta
í faðm hennar, þyrsta í ástúð
hennar, hlýju og skapandi gleði.
En þá fyrst, er við hljótum fylgd
hennar til Guðs, er hamingjubik-
ar lífsins fullur.
Það leið að kvöldi, og við geng
um austur yfir eyna heim til
miín. Á lofti voru gullbrydd ský
og blóðrauð þokufjöll í vestrinu.
Ljósin kviknuðu í hverjum glugg
anum á fætur öðrum á leið okk-
ar; það var að koma nótt, en
brátt myndi máninn lýsa yfir
eyjarnar og danshljómar berast
frá baðhótelunum út í kyrra nótt
ina.
Var það þetta kvöld eða eitt-
hvert annað, sem augu hennar
voru svo myrk, að það vakti eft-
irtekt mína? í þeim var svört
dimma, og hún horfði á mig, eins
og hún væri að leita ráðningar
einhverrar gátu í andliti mínu.
Ég veit ekki, hvað hún hugsaði,
en ég fann aðkenning af kvíða:
Mér fannst ég skynja svimandi
flótta tím,ans burt frá augnablik
inu, sem alltaf er liðið, áður en
við fáum gripið það. Við fundum
víst bæði, að bráðum hlaut þessu
að vera lokið. Það hafði aldrei
verið nefnt, en við vissum, að
leiðir okkar lágu ekki saman að
sumri liðnu. Og það var líkt og
sú vitneskja færi að titra í loft-
inu kringum okkur, er við leit-
uðum saman í tunglsbirtunni þá
nótt. Við gripum dauðahaldi
hvort um annað, eins og við vild
um forða okkur frá drukknun í
hafi tímans, þessu gegndarlausa
djúpi, sem beið okkar beggja,
þar sem við hlutum að fjarlægj-
ast um ókomin ár og aldrei mæt-
ast framar. Um morguninn vakn
aði ég við brjóst hennar, þessi
stóru, hvítu brjóst, sem komu
mér stundum til að óska, að ég
væri lítill drengur og mætti
drekka lífið af lindum þeirra.
Hún hafði risið upp við dogg og
horfði á mig. Augu hennar voru
þreytt og munnurinn fölur. —
„Mamma kemur heim í dag“,
sagði hún.
Dagurinn var ungur og bjart-
ur, rauðir logar sólarinnar
brunnu yfir hæðunum í austri.
Náttúran vaknaði af næturdvala
sínum, fersk og döggvuð eftir
hvíldina. En við vorum þreytt,
litla stúlkan mín og ég; við löbb
uðum föl og þögul eftir skógar-
stígunum, það var líkt og aldur
hefði færzt yfir okkur. Áður
höfðum við gengið ölvuð af gleði
um þetta fagra sumarland. Þá
var hvert blóm eins og bros,
hver daggadropi perlu líkur;
ilmur gróðursins, kliður fugl-
anna, laufþytur og ljóminn af
kvöldsólinni, fyllti hjörtu okkar
sársaukakenndri ofgnótt jarð-
neskrar gleði. En nú særði sól-
skinið augu okkar; við vorum
eins og skuggar, sem villzt
höfðu frá fortíðinni inn á ný-
skapaða jörð, skuggar frá ver-
öld, sem var til fyrir löngu. Hún
þrýsti hönd mína, og við litum
hvort á annað. í brosi hennar
vaur enn bjarmi af leik nætur-
innar, en bleikar varir og þreytu
svipurinn á andlitinu vakti með
aumkun og ástúð hjarta mííns.
Það var rökkur í augum hennar,
þótt krónur blómanna væru að
opnast í morgunsólinni. Við vor-
um mett og þreytt, þorsta okkar
svalað. Við hefðum víst bæði
getað hugsað okkur að sofa sam-
an í dimmu rjóðri og vakna ekki
framar, því að á botni bikars
hinnar jarðnesku hamingju leyn
ist óskin um afmáun. Aðeins
kærleikurinn þráir eilífð.
Mamma hennar kom til okk-
ar eitt kvöldið, er við sátum á
tröppunum fyrir utan hús Hans-
ens gamla.
„Þið eruð laglegir gemlingar!"
sagði hún og lézt vera reið. „Þið
ættuð að skammast ykkar“.
„Fyrir hvað?“ sögðum við
bæði í senn og meintum það. Við
vorum jafnsaklaus og Adam og
Eva.
Þá brosti hún og sagði lág-
róma: „Það er hænsnasteik og
rauðvín í búrinu, og ég verð ekki
heima í nótt“.
Hún var skilningsgóð og hlý,
ég hefði gjarnan viljað eiga
hana fyrir tengdamömmu.
Svo kom haustið, er hverju
sumri fylgir. Síðasta kvöldið
okkar festi ég seinustu rósina af
runnanum mínum í hár hennar.
Hún hafði borið þær allar, með-
an við áttum samleið. Nú var
skilnaðarstundin komin. Ég var
búinn að senda dótið mitt til
Osló og ætlaði sjálfur af stað
morguninn eftir.
Næturnar voru farnar að lengj
ast, rökkrið kom snemma, loft-
ið var orðið svalara og ofurlítið
vott á bragðið, þegar leið á
nóttu. Á kvöldin smaug álfalæða
í allar lægðir og gerði eyjuna
mína ennþá ævintýralegri en
hún áður var. Laufið var tekið
að fjúka um götur og vegi, það
sveimaði í loftinu eins og þung-
fleyg fiðrildi og féll til jarðar
jafnt og þétt.
Við komum snöggvast við
heima hjá mér. Hún strauk með
fallegu hendinni sinni um borð-
ið, stólana og rúmið okkar, síðan
kyssti hún mig lengi, lengi. Rétt
í þeim svifum kom tunglið upp,
grænt með rauðleitum blæ; það
var undarlegur litur á því þetta
kvöld. Við stóðum saman við
gluggann og horfðum út á sundið
sem tók á sig ýmis blæbrigði og
blikaði í allskonar hverfilitum
milli koldök'kra stranda eyjanna
Tjöme og Vasser. — Svo fylgdi
ég henni heim. Við settumst í
garðinn hennar. Lauf villivínvið-
arins var orðið rautt og bleikt,
haustrósirnar brunnu í mána-
rökkrinu og asterblómin voru
eins og hvít álfaandlit milli
dökkra runnanna. Þetta var ang-
urvært kvöld og sárt að skilja;
þó urðum við þelrrar náðar að-
njótandi að hverfa hvort frá
öðru, meðan sam.band okkar var
óflekkað af beiskju og leiða. Enn
var ljúft að horfa á hana og
finna yl hennar anda um sig. Við
vissum bæði, að ást okkar gat
ekki varað, að hún byggðist að-
eins á jarðneskri gleði, en ekki
andlegum tengslum. Okkur hafði
hungrað og þýrst hvort 1 annað,
og við höfðum verið mettuð,
fengið svölun. Það er líka ham-
ingja, sem getur verið góð og
hrein, þótt hún sé byggð á sandi.
Okkur hafði báðum verið ljóst
frá upphafi, að við hlutum að
skilja, en stundin var komin og
skilnaðurinn sár.
Einhvers staðar stendur skrif-
að, að ávallt vori að nýju og
aftur vaxi blóm á kvistum. En
það er bæði gamall og nýr sann-
leikur, að rósirnar, er við tíndum
í sumar sem leið, blómstra aldrei
framar.
4 herb. íbúð
Höfum til sölu nýja 4ra herb. íbúð á 1. hæð við
Hvassaleiti. — Allur sameiginlegur frágangur fylgir.
Góð áhvílandi lán.
malflutnings- og fasteignastofa
Siguiður Reynir Pétursson, hrl.
Agnar Gústafsson, hdl.
Björn Pétursson, fasteignaviðskipti.
Austurstræti 14. II. Símar: 2-28-70 og 1-94-78
Þeir hinir mörgu, sem pantað hafa
FURUINIO
fiskileitartækin og
siglingatækin
með skipsfrakt frá Japan.
Gjörið svo vel að hafa sam-
band við mig, sem allra
fyrst og ganga frá pöntun.
Radíó- & raftækjaverzlun
>■ *'
Arna Olafssonar
Sólv'allagötu 27 — Sími 12409
PILTAR,
EFÞIÐ EIGIO UNNUSTUNA
ÞÁ Á ÉG HRINGANA /
8 \' —A V"