Morgunblaðið - 30.10.1960, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 30.10.1960, Qupperneq 3
Sunnudagur 30. okí. 1960 MORGVTShLÁÐlÐ 3 www?? Þrídrangar kvaddir! (Ljósm. Siggeir Jónsson) Fariö í Geirfuglasker Þrídrang og Faxasker UM MÁNAÐAMÓT ágústs og septembers í sumar fóru nokkrir Vestmannaeyingar út í Geirfuglasker, Þridranga og Faxasker, til þess að skipta um gas á vitunum þar. Mátti Geirfuglasker. Þangað er 1(4 tíma sigling í suður. Þegar á áfangastað var komið, var gas flöskunum skipað úr mótor- bátnum yfir í trillu, sem síðan flutti þær, bönd o. fl. að flán- um, þar sem þær höfðu ekki „loft“ alla leið upp. L|vert hylki vegur nær 100 kg. Hægt er að fara bandlaust upp í Geirfuglasker, en yfir- leitt er þó farið upp með stuðning af bandi. Þeir sem fyrstir fara, hafa band með sér og sitja svo undir, svo þeir sem á eftir koma hafi stuðn- ing af því. Meðan verið var að ganga frá vitanum, tengja hylkin og kveikja, drápu nokkrir Vest- mannaeyinganna fýl. Þeir virt ust fyllast miklum eldmóð við fugladrápið og sinntu því engu, þótt þeir væru allir út- spýjaðir og dauninn legði af þeim. Fýlaveikin virðist með öllu gleymd. Þeir drápu allt það af ungum fýl, sem þeir náðu og virtist nægilega vel gerður til að borða hann. Þegar allir voru komnir af „Skerinu" og allt komið í bát aftur, var lagt af stað að Þrí- dröngum. Sú sigling tekur á- líka langan tíma og að Geir- fuglaskeri. Á leiðinni tóku menn talsvert hraustlega til matar síns, enda komdð fram yfir hádegi. í Þrídranga er farið á móti vestri eins og í „Skerið“. Skáhallt upp stærsta dranginn (iþar sem vitinn er) liggur keðja, sem hefur verið sett til að hafa stuðning af. Það hefur verið erfitt verk að leggja þessa keðju, en það gerðu þrír kunn ir fjallamenn úr Eyjum. Síð- asti spölurinn hefur verið erf- iðastur,. en þar slútir bergið fram á rúmlega mannhæðar kafla. Keðjan liggur alla leið í Höfn, en mölin var tekin úr svonefndri Kaplagjótu. Þeir sem unnu við þetta urðu að búa í tjaldi allan tímann. Gras eða gróður er enginn þarna uppi, að undan skildu skarfakáli. Tíu gashylki fara í þennan vita, enda er ljósmagn hans mun meira en hinna. Þessi hyliki endast allt árið. Einn þeirra sem fór upp í drang- inn var Kjartan Jónsson, vél- smiður, en hann vann að Á Geirfuglaskeri. — Hér er Jón Gunnlaugssón „að gera sig kláran“ til að sitja undir á meðan hinir koma upp. frá steðjanum og upp á brún. Þessi leið er ágætlega greið- fær, þó nokkuð brött sé, en heldur verra er að fara niður, einktrm efst. Vitinn er byggð- ur árið 1939, en ljósið á hann kom ekki fyrr en 1940 eða 1941, vegna stríðsins. Hann er allra veglegasta hús, stein- steyptur og húðaður utan með skel og tinnu. Vitinn var reistur á 5 vi'kum, og hefur það verið mjög tafsamt og erfitt verk. Allt efni þurfti að flytja að. Sement og timbur kom frá Reykjavík. Þaðan voru einnig múrarinn og smið urinn, en hinir voru Eyja- menn. Sandur var sóttur heim byggingu vitans. Nú sér hann aðallega um tenginguna á hylkjunum og að loginn sé réttur. Frá Þrídröngum var lagt síðla dags og haldið í Faxa- sker. Þangað er rúmlega klukkutíma sigling. Faxasker er mjög lágt, og hylkin því aðeins borin stuttan spöl. Fimm hylki fara í þennan vita. Dagur að kvöldi kominn og öllu lokið. Hylkin 20 eru komin í land. Nú munu þess- ir vitar loga allt árið og auð- velda míimum siglingu og sjó ferðir við Vestmannaeyjar á komandi vertíð. Hér ern þeir siffustu aff koma niffur úr Þridröngum, eftir aff búiff er að draga allt upp, hreinsa og kveikja aff nýju. Þaff ma glögglega sjá að þarna er nokkuff bratt. ekki seinna vera, að ferð þessi væri farin, því úr því fer að verða allra veðra von. Það er betra að vel logi á vitunum, þegar Vetur konungur geng- ur í garð og bátarnir fara að róa á þessum slóðum. Farið var að morgni og kom ið að kvöldi, og tók ferðin um 12 tíma, enda veður mjög hag stætt. Byrjað var á því að taka gasflöskurnar um borð í mótorbát og síðan haldið í um, en þaðan var allt dregið upp Fimm gasflöskur fara í vit- ann á „Skerinu“. Þær voru dregnar upp með handafli, en það er all erfitt verk, nema mannskapur sé þeim mun meiri. Mannskapur var mikill og góður að þessu sinni, svo þetta reyndist ekki mjög erfitt, nema fyrir þá sem voru utan í berginu, til þess að gæta þess að flöskurnar fest- ust ekki undir bríkum og snös Á Geirfuglaskeri. — Þessir fjórir drápu mest af fýlnum, a. m. k. mikiff meira en nóg suffu handa hverjum. — Þeir heita, frá vinstri til hægri: Einar, Húnbogi. Einar c Óli. — Þeir eru brosleitir og matarlegir á svipinn yfir fengnum afla!

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.