Morgunblaðið - 30.10.1960, Blaðsíða 5
Sunnudagur 30. okt. 1960
MORCVNBLAÐ1Ð
5
Þegar þessari kenningu Bohrs
er beitt við frumeindalíkan Rut-
herfords svara mismunandi
myndir frumeindarinnar til mis-
munandi brauta rafeindanna um
kjarnann, breytingar milli
mynda svara til þess að rafeind
stökkvi í einni svipan milli
brauta og láti eða taki um leið
eina orkudeil.
Kenning Bohrs reyndist í hinu
bezta samræmi við forsendurnar,
þær skýrðu staðfestu frumeind-
anna og hið slitrótta litróf
þeirra. Þegar Bohr tókst að
reikna litróf vatnefnisfrumeind-
ariiwiar með hliðsjón af kenning-
unni mátti telja hana fullkomn-
aða.
Menn eru nú að verulegu leyti
horfnir frá frumeindalíkani Rut-
herfords, en kenning Bohrs um
frumeindina eins og hún er hér
sett fram, er enn í fullu gildi.
Niels Bohr 75 ára. — Starfsfólk visindastofnunar Niels Bohr í Kaupmannahöfn.
Hugmyndaflugið er síleiftrandi
en glóðin deyr í pípunni
HINN 7. október sl. náði danski
eðlisfræðingurinn Niels Bohr 75
ára aldri. Bohr er í röð fremstu
vísindamanna, sem um getur í
veraldarsögunni og hefur átt
stóran þátt í þróun nútíma atóm-
vísinda. Einnig hefur hann lagt
stóran skerf til baráttunnar fyr-
ir friði, friðsamlegri notkun
atómorkunnar og eftirliti með
atómtilraunum, þótt sú viðleitni
hans hafi ekki borið of góðan
árangur, fremur en þrotlaus
vinna margra annarra við að
samræma skoðanir manna á
þessu veigamikla atriði.
Hópmynd og eldspýtur
Er Niels Bohr varð 75 ára, bár-
ust honum heillaóskir og gjafir
hvarvetna úr heiminum. Sendi-
nefndir hinna ýmsu vísindafé-
laga komu til vísindastofnunar-
innar, sem ber nafn hans, til
þess að árna honum heilla og
fór þar fyrstur sonurinn, prófes-
sor Aage Bohr.
Sú hefð hefur skapazt við af-
mælisdag Bohrs, að tekin er á
hverju ári mynd af öllum starfs-
mönnum vísindastofnunarinnar.
Svo sem meðfylgjandi mynd sýn
ir, er þessi hópur nokkur stór
(var nú í ár um 100 manns) og
að því leyti merkilegur, að
þarna eru samankomnir hinir
frábærustu greindar- og mennta-
menn. Bohr hefur nú á veggj-
um skrifstofu sinnar í stofnun-
inni slíkar hópmyndir frá sl. 25
árum, að undanskildum árunum
tveim, 1943—1944, er hann dvald
íst í útlegð f Svíþjóð og Banda-
ríkjunum, en Bohr flýði frá Dan-
mörku með fjölskyldu sinni, er
hann komst að því að Þjóðverj-
ar undirbjuggu handtöku hans.
Þá fylgir önnur hefð afmælis-
degi Bohrs, en það er gjöf frá
samstarfsfólkinu — stór poki
fullur af eldspýtum — því að
Bohr er ekki aðeins þekktur sem
frábær hugsuður, heldur og sem
maður, sem er sífellt í eldspýtna
hraki. Segja menn í gamni, að
Bohr fái ekki samrýmt það
tvennt, að halda glóð í pípunni
og hugmyndafluginu.
Frá Dalton til Bohrs
Þegar John Dalton setti fram
frumeindakenningu sína árið
1811, var talið, að frumeindirnar
væru ódeili, en sýnt var, að svo
Niels Bohr
gat ekki verið, þegar Thompson
fann rafeindina árið 1897 og
tókst að sýna fram á, að hún var
léttari en hin léttasta frumeind
og því hluti allra frumeinda.
Þar sem rafeindin ber nei-
kvæða rafhleðslu en frumeindir
eru óhlaðnar, var þegar ljóst, að
i þeim hlaut að leynast jákvæð
hleðsla til mótvægis við hleðslu
rafeindarinnar.
Lengi vel var ailt á huldu um
gerð frumeindanna, en árið 1911
komst Rutherford að raun um,
að hin jákvæða hleðsia og mest-
ur hlutinn af efnismagni frum-
eindarinnar var í kjarna í miðju
hennar og var hann örsmár í
hlutfalli við hana. Samkvæmt
þessu taldi Rutherford, frum-
eindina gerða úr léttum rafeind-
um, hlöðnum neikvæðu raf-
magni,, sem sveifluðust um þung
kjarna hlaðinn jákvæðu raf-
magni, rétt eins og hnettir um
sólu.
Þessi kenning Rutherfords
fékk ekki staðizt, ef gert var ráð
fyrir því, að sömu lögmál giltu
innan frumeindarinnar og utan
hennar.
Samkvæmt raffræðinni hlaut
í sífellu að stafa orkurafsegul-
öldum með breytilegri öldulengd
— frá rafeind, sem sveiflaðist um
jákvæðan kjarna. Þessi orka
mundi tekin af hreyfiorku raf
eindarinnar og hlaut hún því að
sveiflast eftir minnkandi braut
um og falla að lokum inn að
kjarnanum.
En staðfesta frumeinda bar
því vitni, að rafeindirnar féllu
ekki inn að kjarnanum, og af
litrófi frumeinda mátti sjá, að
frá þeim stafaði ekki samfellu
síbreytilegra öldulengda, heldur
rafsegulöldum af nokkrum öldu
lengdum, sem voru einkennandi
fyrir hverja frumeindategund.
★
Niels Bohr fann snjalla leið úr
þessari sjálfheldu með því að
gera ráð fyrir því, að önnur lög-
mál væru gild innan frumeind-
arinnar en utan hennar. Bohr
var nemandi Rutherfords og því
í nánum tengslum við vanda-
málið. Arið 1913 setti hann fram
nýja kenningu um frumeindina
og hafði þá hliðsjón af frum-
eindalíkani Rutherfords, litrófi
frumeinda og kenningu Max
Plancks um orkudeil.
Kenningin var í stuttu máli
þessi: Frumeind getur aðeins
tekið myndum sem svara til
stakra orkugilda, sem einkenna
frumeindina og hún getur að-
eins breytt um mynd með þeim
hætti að breytast í einni svipan
úr einni mynd í aðra. Frumeind-
in getur því ekki látið frá sér
eða fengið orku í óslitnum flaumi
heldur aðeins í skömmtum, sem
nefnast orkudeil. Sérhver orku-
deil svarar til breytingar á frum
eindinni iir einni mynd í aðra og
er jöfn mismuninum á orku
þeirra. Þegar frumeindin lætur
orkudeil, hefur hún breytzt úr
einni mynd í aðra orkuminni,
þegar frumeindin tekur orku-
deil, hefur hún breytzt úr einni
mynd í aðra orkumeiri.
Þau orkudeil, sem frumeindin
lætur vegna breytingar milli
tveggja tiltekinna mynda, koma
frá henni sem rafsegulsöldur
með ákveðinni öldulengd og
birtast sem lína í litrófi frum-
eindarinnar. Þau orkudeil, sem
frumeindin tekur vegna breyt-
ingar milli tveggja tiltekinna
mynda berast henni sem rafseg-
ulöldur með ákveðinni öldu-
lengd og birtast í litrófi frum-
eindarinnar sem eyða.
Yfir á rauðu ljósi
Brezki Nóbelsverðlaunahafinn,
Sir John Cockcroft, skrifaði með
al annarra afmælisgrein um Niels
Bohr, en þeir voru báðir á sin-
um tíma lserisveinar Lords Rut-
herfords. Sir Cockcroft rekur
hinn glæsilega vísindaferil Bohrs
og þau áhrif, sem hann hafi haft
á yngri kynslóðir, og verður það
ekkj endurtekið hér. En Sir Cock
croft segir m.a, frá því, er Bohr
kom ásamt Aage syni sínum til
Montreal í Kanada árið 1944, en
þá starfaði Cockcroft þar að rann
sóknum á þungavatni. Bohr sagði
honum þá, að í Bandaríkjunum
gengi hann undir nafninu Niku-
lás Baker og Aage nefndist Jim
Baker. Með þeim fylgdust tveir
lífverðir, sem var eins gott, því
að þeir björguðu hvað eftir ann-
að lífi Bohrs, er hann anaði út
á göturnar á rauðu ljósi.
— ★ —
En jafnframt segir Cockcroft:
Þegar rannsóknir til framleiðslu
vetninssprengjunnar voru að ná
hámarki árið 1944, hafði Bohr
geysilegan áhuga á hinum stjórn-
málalegu afleiðingum, sem notk-
un sprengjunnar kynni að hafa.
Hann hafði persónulegt samband
við Roosevelt forseta vegna þess
og í álitsgerð, sem hann sendi
forsetanum, hvatti hann Roose-
velt til þess að íhuga gaumgæfi-
lega hverjar afleiðingar fram-
leiðsla sprengjunnar gæti haft
fyrir samband Vesturveldanna og
Rússa. Þá hvatti hann og til þess
að Bandaríkjamenn og Bretar
skýrðu öllum bandalagsþjóðum
sínum frá þessu nýja vopni, að-
ur en það yrði notað og yrði
jafnframt teknar upp viðrseður
um eftirlit með notkun þess.
Sir Cookcroft segir, að þessar
skoðanir Bohrs hafi ekki beinlín-
is aflað honum vinsælda á viss-
um stöðum innan atómrannsó'kna
í Bretlandi, en hann hélt áfram
viðræðum við stjórnarvöldin í
Bandaríkjunum allt árið 1944. —
Cockcroft telur sennilegt, að frá-
fall Roosevelts forseta hafi vald-
ið nokkru um að skoðanir Bohrs
náðu ekki betri framgangi. En
nú byggja menn samningaiil-
raunir um eftirlit með kjarn-
orkuvopnatilraunum á skoðun-
um og starfi Nielsar Bohr.
°y Jl£2!nÉ2[9 Ab
Raf mótorar
Ennþá fyrirjiggjandi á gamla verðinu:
1 fasa mótorar: 0,25 — 0,37 — 0,55 — 0,75 kw.
3 fasa mötorar: 0,5 — 5,5 — 17 kw.
OI,urofar, austomatiskir: 10/16 amp
15/25 amp — 24/40 amp.
Stjörnuþríh.rofar: 10/30 ha. — 1/10 ht..
Mótorskápar m. fjarstýringu: 20/31 amp.
Hannes Þorsteinsson & Co.
Sími 2-44-55