Morgunblaðið - 30.10.1960, Page 10

Morgunblaðið - 30.10.1960, Page 10
10 MOK Cjnvnr 4 fífÐ Sunnudagur 30. okt. 1960 Viðurkenna 4» Rússar útlaga- stjörn Alsírs? Edward Chrankshaw ræðir afstöðu Rússa og nýlendumálin KÚSSAR fóru sér mjög hægt í Afríku í byrjun þessa árs. Rúss- neska framliðið laumaðist, eins og í tilraunaskyni og í skjóli myrkursins, í nýjar stöður, fyr- irfram undirbúnar. >ess sáust engin merki, að þeir væru raun verulega að undirbúa spreng- ingu: Þeir vildu einfaldlega vera á staðnum, þegar hún yrði. Fyrsta sprengingin varð í Kongó, í júlímánuði. — Rússa^ voru þar, en tveimur mánuðum síðar var þeim vísað úr landi. Á Vesturlöndum var almennt litið á þetta sem ákveðna frá- visun og vissulega var það svo, en Rússar tóku það ekki mjög alvarlega. Rússum stendur allra þjóða mest á sama um það, þótt þeir tapi einni smáorustu. Þeir leika eins og skákmaður og eru reiðu búnir að fórna peði ef nauðsyn krefur: Þeir eru þess albúnir að fórna heilli herdeild af peðum — og riddurum og biskupum — þar á ofan, ef þeir sjá sér fært að vinna. Og þeir hlusta á fagn- aðarlæti og hæðnishróp öræstra andstæðinga, með svipbrigðalaus andlit og guð má vita hvaða hugsanir leynast bak við þessi óræðu augu. Fyrir Rússum var ósigurinn í Kongó aðeins minniháttar mót- blástur í tilraunahlaupi, eins og allir gátu heyrt, sem hlustuðu á Krúsjeff, þegar hann talaði í New York strax á eftir. En við skeggræddum glaðhlakkalega um það, að Rússar væru að missa fótfestu í Afriku. Það sama sögðum við líka þegar Krúsjeff sjálfum mistókst að fá Afríkubúa til að fylgja sér í atkvæðagreiðslu um Hamman skjöld og málefni Sameinuðu þjóðanna. Það er ánægjulegt að hin nýja Afríka skuli ekki hafa fall- ið flöt á ásjónu sína við fyrsta hljóminn í básúnum Krúsjeffs. En það hefði furðulegt mátt teljast, svo ekki sé meira sagt, ef slíkt hefði átt sér stað. Þjóð- ir varpa sér ekki í faðm Sovét- ríkjanna, nema því aðeins að engra kosta virðist völ. Það er á engan hátt undir Sovétríkj- unum komið hvaða kostur verð- ur veittur Afríkubúum, heldur okkur. Ef við erum allir gripn- ir af þeirri eyðileggingarósk, sem birtist svo undarlega í am- eríska hafnbanninu á Kúba, þá verður alls ekki um neinn kost að ræða. Krúsjeff býst vissulega við því að við reynum að halda Afríku utan við sovézku her- búðirnar, ef við missum tökin á henni. Hann mun reyna allt hvað hann getur, til að gera slíkt ó- framkvæmanlegt, með því að flækja okkur í andstöðu við afrískar skoðanir. Og til þessa hefur honum orðið talsvert á- gengt, jafnvel í Kongó. Hann er líklegur til að ná enn meiri árangri innan skamms í Alsír, með því að notfæra sér mót- sagnirnar í vestrænni framkomu og afstöðu. Þegar Debré lýsti því yfir, að í Alsír „væri Frakk land að heyja styrjöldina vegna Vesturlandanna", þá sagði hann nákvæmlega það, sem Krúsjeff hefði helzt viljað að hann segði. Og ef Vesturlönd í heild lýsa sig samþykk Debré, þá mun Krúsjeff enn einu sinni. geta sagt við alla Afríku: „Þetta sagði ég ykkur.‘: And-nýlendu baráttan hefur þessa síðustu mánuði orðið mik- ilvægasta mál allra mála í Moskvu og mun halda áfram að verða það. Um annað getur ekki verið að ræða, nú þegar Kína er að reyna að yfirbjóða Sovét- ríkin. Kína hefur nú þegar við- urkennt stjórn alsírsku upp- reisnarmannanna, sem hina lög- legu stjórn landsins og er nú vel á veg komið með að stela hjarta hr. Sekou Tourés frá Rússum. Síðasta dæmið um það, var 25 millj. dollara lán er Pek- ingstjórnin veitti, algerlega rentulaust og skyldi endurgreið- ast á tímabilinu 1970—-1980. Þeg- ar Rússland lánaði Guineu 35 millj. dollara síðastliðið sumar, voru skilmálarnir eins og venju lega: 2'/2% rentur og greiðslu- tími höfuðstólsins 12 ár. Ólíklegt virðist, að Rússar muni geta frestað viðurkenn- ingu á alsírsku uppreisnarstjórn inni mikið lengur. Krúsjeff átti tvær langar viðræður við full- trúa hennar í New York og sagði, að þeim loknum, við blaðamenn, að þeir gætu rétti- lega litið á þetta sem „de facto“ viðurkenningu. Hann bætti því við, að margar aðrar þjóðir hefðu einnig veitt uppreisnar- Takið eftir Höfum 4ra hraða plötuspilara, ýmsar gerðir Radíóverkstæðið VÉLAR & VIÐTÆKI Bolnolti 6 — Sími 35124 Frakklandi ÞEGAR de Gaulle komst til valda, þá var það fyrst og fremst viðfangs efni hans að skapa einingu í Frakklandi og koma á friði í Algier. Enn ríkir þó mikil óein- ing þar í landi og lausn Algiersdeilunnar virðist langt frá því að vera á næstu grösum. Margir haldi því fram að Frakkar eigi aðeins um að velja de Gaulle eða ringulreið í Iandinu. En er ekki til þriðji kost urinn? ÁSTANDH) Málið liggur í stuttu máli þannig fyrir hjá de Gaulle: • Hann er búinn að fá tillögu sína um að Frakk ar hafi sjálfir atómvopn um á að skipa sam- þykkta, og verður hún seinna staðfest í öldunga leildinni. En atkvæða- greiðslan um málið var »reinilega aðvörun til rans. • Hann fær atómvopn sem „ekki hindra fjend- ur okkar í að ráðast á okkur en vini okkar í að koma okkur til hjálpar“, eins og Maurice Faure, fyrrverandi utanríkisrað herra orðaði það. • Hann hefur nú mætt andstöðu í þinvinu, en búið var að draga úr því vígtennurnar fyrir- fram. • Og bak við þessa af- stöðu í þingsölunum stendur gamla vofan: Algier. • Af einhverjum ókunn im ástæðum hefur de Gaulle valið þennan tíma til að draga það fram að Frakkland sé itórveldi og benda á að >að ráði eitt gerðum únum. Um leið hefur lann skipað því að íokkru leyi í sérflokk. Hann hefur rekið oin- bogann í sín nánustu samstarfslönd. • De Gaulle hefur nú aukið andstöðuna gegn sér í Frakklandi. Bæði þeir sem lengst eru tii hægri og lengst til vinstri berjast gegn hon um. Menntamennirnir eru komnir í borgara- stríð gegn honum. Og Jacques Soustelle, sem einu sinni var hans hægri hönd, bíður eftir tækifæri til að steypa honum af stóli. • Unga fólkið lengst til hægri er að reyna að safna öllum óánægðum í einn flokk, og upp- reisnarmenn beina aug- um sínum austur á bóg- inn. HVERT STEFNIR? Hvert stefnir Frakk- land nú? Það veit eng- inn. Jafnaðarmaðurinn Guy Moilet, sem var einn af þeim sem komu de Gaulle til valda, sagði nýlega: — Ég neita því að ekki sé um annað að velja en annað hvort að líta á de Gaulle eins og nokkurs konar óskeik- ulan páfa eða eins og einhvern Machiavelli. sem svíkur land sitt. Það er til þriðja leiðin, leið skynsemi og lýðræðis. De Gaulle hershöfð- ingi verður sjötugur í næsta mánuði. Náttúran setur sín akmörk, líka þegar hann á í hlut. Sjón hans er farin að daprast. En hann sér enn framtíðina fyrir sér í sama ljósi og áður. Á nýlegu ferðalagi sínu úti á landi, sagði hann m. a. í ræðu: — Það sem ég á eftir ólifað — og það verður kannski ekki svo langur tímj — vil ég biðja alla Frakka um að aðstoða mig og vera mér til hjálpar, til að splundra ekki þeirri einingu, sem okkur dreymir all.a um. — En margir Frakk- ar eru hættir að láta sig dreyma með honum. Megnið af Frökkum styður de Gaulle — en stór og hættulegur hóp- ur er á móti honum nú, og sá hópur skiptist í smærri flokka, sem deila ákaft. Það undir- strikar það sem margir vilja halda fram, að valið sé um de Gaulle og ringulreið í landinu. í landinu sogja margir kosturinn til? mönnum „de facto“ viðurkenn- ingu, þar á meðal Frakkland, þegar de Gaulle hershöfðingi tók á móti sendimönnum þeirra. En næsta skref er í undirbún- ingi. Síðastliðinn sunnudag birti Pravda stóra heildarmynd af Afríku í áróðursskyni. Þessi uppdráttur líktist mjög landa- kortinu sem The Observer gaf út fyrir nokkrum árum, til þess að skýra „ismana" í Afríku. En í tilganginn 'vantaði góðvild og allir þeir hlutar Afríku, sem enn lutu nýlendustjórn voru sýndir í umgerð úr hrollvekj- andi hlekkjum. Auk þess fylgdi svo minni uppdráttur af Afríku, árið 1950, til að sýna þær fram- farir sem náðzt höfðu í barátt- unni gegn nýlendustefnunni. Það mikilvægasta við þennan upp- drátt var, að Alsír var sýnt hvorki sem nýlenda né sjálf- stætt ríki: Það var merkt með logandi kyndli, sennilega kyndli frelsisins. Við munum bráðlega fá að heyra meira um þann kyndil. Eg hefi verið að líta í bók, sem nýlega var gefin út í Sovét ríkjunum og heitir: Racial Dis- crimination in the Afriean countries (Kynþátta-aðgreining í Afríkulöndunum). Hún virðist aðallega vera ætluð til heima- notkunar og kannske í Asíu. Þar eru tvær mjög augljósar lygar, til þess að gera hana áhrifa- mikla í Afríku sjálfri. En það vakti mér furðu, að útgefend- urnir skyldu hafa leyft sér lyg- ar: Sannleikurinn er nógu slæm um óskreyttur. Það er ekki nauð synlegt að halda því fram, að öllum Afríkubúum hafi t. d. ver ið algerlega neitað um mennt- un. Kaflinn um Kenya hefði ver. ið fullkomnari ef í honum hefði verið minnzt á Mau Mau. íbók- inni eru bæði saklaus mistök og vísvitandi ósannindi. En ef Rússar hafa nú til þéssa, að nokkru leyti sökum fáfræði á hinu raunverulega ástandi, ekki verið sérstaklega hyggnir 1 Afríku, þá munu þeir bæta úr því: Þeir eru fljótir að lær* af mistökum sínum. Getum vi4 staðið þeim á sporði í því? Iðnaðorhúsnæði Til leigu er gott iðnaðarhúsnæði, 200 til 400 ferm. á jarðhæð. — Tilboð merkt: „Iðnaðarhús —- 1770“, sendist afgr. Mbl. fyrir miðvikudag.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.