Morgunblaðið - 30.10.1960, Side 14

Morgunblaðið - 30.10.1960, Side 14
14 MORGVNBLAÐIO Sunnudagur 30. okt. 1960 WMMWOMMK <XM<HMOM<XKM «oe* ji#*?*** £ .^oeMe«4oWW«WK)oooo<MW oioooooooootfWyy^*^^8^*^*! v » ’Avceeeéee: f BLAÐINU Virginia Gazette, sem gefið er út í Williams- burg, Virginíu í Bandaríkjun- um birtist nýlega þessi mynd af tveim starfsmönnum ís- lenzku landhelgisgæzlunnar. Höfðu þeir komið til Banda- ríkjanna 8. sept. sl. og verða þar til í febrúarmánuði, en þá koma þeir heim til íslands og taka upp sín fyrri störf. Menn þessir eru Garðar Pálsson, stýrimaður á Oðni og Jónas Guðmundsson, stýrimað ur á Ægi. Þeir hófu námsferðina í Washington, þar sem þeir kynntu sér sögu Bandaríkj- anna, en síðar hófu þeir nám í æfingamiðstöð bandarísku strandgæzlunnar í Yorktown. nyt þau meðul, sem beina at- hygli að því, sem fallegt er, en skyggja á það sem miður fer. Og það má mikið vera, ef ekki er unnt að finna eitt- hvað fallegt við sérhverja stúl'ku. Kvennaskólinn í Reykjavík mun líklega vera eini skólinn í bænum sem bannar nemend um sínum að mála sig innan skólans. Það er út af fyrir sig ágætt — en reynslan er sú, að fyrsta verk margra þeirra, er heim kemur — og jafnvel fyrr — er að mála sig, og eflaust heldur illa. Væri ekki vænlegra til árangurs, að skólinn hefðist handa um kennslu í þessum efnumi? Stúlkurnar byggju að því alla tíð jafnt og öðrum greinum þeírrar prýðilegu menntunar, er þær hljóta í Kvennaskólan um. «1 1 / T\ 1 - Glerhus Pantons * fH FYRIR no'kkrum vikum reis af grunni í garði einum við Vodroffsveg í Kaupmannah. hið furðulegasta hús — eða svo fannst vegfarendum, sem jþyrptust að hundruðum sam- an til að skoða. Hús þetta er gert að nokkru eins og hálfkúla, en samsett úr fjölda þríhyrninga, sem mynda ramma utan um þrí- hyrndar glerrúður. Húsið er ákaflega einfalt í byggingu og kostar tilbúið 20—25 þús. d. kr. eða sem svarar um það bil 125 þúsund ísl. kr. Það er 4 m á hæð, þar sem hæst er í toppinn og gólfflötur er 100 ferm. Bkki er nauðsynlegt að hafa gler í öllum þríhyrning- unum, þar mætti vera viður,. einangraður eftir vild. Arkitektinn, sem teiknaði húsið heitir Verner Panton. Er' hann fékk hugmyndina greip hann sína gömlu rúm- fræði og flikkaði upp á kunn- áttu sína í meðferð Pýþagoras ar-reglu. tíma arkitektar hafa einnig gert margvíslegar tilraunir með þetta form, t.d. Banda- ríkjamaðurinn Buokminster Fuller. ★ Verner Panton hefur hér útfært þessa hugmynd á skemmtilegan hátt. Húsgagna fyrirtæikið Pluslinje gerði hús ið á Vodroffsvegi, en það fyr- irtæki framleiðir einnig hús- gögn, sem Panton teiknar. Hyggst Panton nota húsið til sýninga á húsgögnum sínum. En honum hafa borizt fjöl- margar pantanir um hálf- og heilkúluhús með þremur hæð um, frá Norðmörmum og Vest ur-Þjóðverjum, sem hyggjast nota þau fyrir veitingastofur. Húsin eru einkar hentug til slíkra nota, því að auðvelt er að flytja þau og setja þau upp eða taka niður. ★ Óneitanlega flýgur að manni sú hugmynd, að slík veitingastofa færi vel á öskju hlíðinni. Hafa ekki einhvern- tíma komið fram hugmyndir um að reisa veitingastofur uppi á hitavatnsgeymunum? Vel gæti farið að hafa þar hálfkúlu úr gleri. Þessi hús hafa þann kost fyrir íslenzkar aðstæður að þau má einfald- lega taka niður að hausti eða í slæmri tíð á sumrin og geyma þau, þar til veður leyf- ir notkun þeirra á ný. Myndin af húsi Pantos minnir á, að einn af yngri listamönnum þjóðarinnar, frú Gerður Helgadóttir, gerði ár- ið 1956, listaverk sem að formi liíkist mjög heilkúlu- líkani Pantons. — Listaverk þetta er í eigu Péturs Bene- diktssonar, bankastjóra, og fékk blaðið góðfúslega leyfi til að taka af því meðfylgj- ndi mynd. ■- Hugmyndin að þessu lista- verki fékk listakonan er frétt- ir tóku að berast frá upp- reisninni í Ungverjalandi og vann hún þá að því jafnóð- um. Kjarni verksins er glitrandi steinn, en um hann vafið vír- flækju, svo að ekki er hægt að ná honum.burt án þess að skemma listaverkið. Þeir biðja um frelsi UM ÞESSAR mundir eru lið- in fjögur ár frá því að upp- reisnin var barin niður í Ung- verjalandi. Til minningar um þjáningar og fórnir þeirra, er árangurslaust börðust fyrir frelsi sínu birtist meðfylgj- andi mynd af landflótta ung- verskum stúdentum, sem krjúpa við gaddavírinn, sem skilur að Austurriki og Ung- verjaland, frelsi og áþján — krjúpa í hljóðri bæn um, að sú stund komi, að þeir geti á ný litið augum ástvini sína í Ungverjalandi — frjálsu Ungverjalandi. Kynnir sér landhelgisstörf Kúlan og hálfkúlan hafa verið aðlaðandi form fyrir arkitekta, m. a. sökum þess, að það form veitir mest rými með minnstu yfirborði auk þess, sem það veitir arki- tektúrnum sem listgrein mikla möguleika. Mó sem dæmi taka hinar fornu hvelf- ingar víða um heim, en nú- % '"V EITT af þvi sorglegasta, sem fyrir augu ber í okkar ágætu Reykjavík eru ungar stúlkur, alls ómótaðar til líkama og sálar, en útmakaðar hinum að skiljanlegu fegurðarlyfjum, „make-up“, varalit, augn- skuggum og púðurklessum, svo a ðekki sé minnzt á ilm- vatnið, sem leggur fyrir vitin svo að mann sundlar. Vissulega væri fráleitt að halda því fram að þetta eigi við allar ungar stúlkur. Marg- ar leyfa sínum æskuþokka að njóta sín, ómenguðum, og margar stúlkur, sem mála sig, gera það prýðilega, og er þá ekkert nema gott um það að segja. Væri nú ekki ráð fyrir ung- lingaskólana að fara að for- dæmi sænskra unglingaskóla, er verja einni til tveim klst. hitt. Meðfylgjandi mynd er úr unglingaskóla í Stokkhólmi, en gæti allt eins vel verið úr íslenzkum unglingaskóla. Meginreglan hjá snyrtikenn- aranum á myndinni er: Nú á dögum eru stúlkur ekki ann aðhvort ljótar eða fallegar — þær eru fallegar svo framar- lega, sem þær vilja vera það. Stúlka, sem gerir sér grein fyrir útliti sínu, færir sér í á viku hverri til þess að kenna ungum stúlkum að þrifa sig, bera sig vel, mála sig og klæða. Líklegt er að slík fræðsla komi þeim mun meira að gagni en fræðastagl- ið, sem hjá mörgum fer inn um annað eyrað og út um

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.