Morgunblaðið - 30.10.1960, Síða 15

Morgunblaðið - 30.10.1960, Síða 15
Sunnudagur 30. okt. 1960 MORCVN<il'AÐlÐ 15 — Bláa bandid Framh. aí bls. 13. baráttu sína í sameiningu. Allir vita, hvað um er að vera, og skilja hver annan. Þetta er á- reiðanlega ein ástæðan fyrir hin um góða árangri. — Hvernig liður dagurinn? — KL 8 er farið í bað og síðan á fætur. Kl. 9 er morgunmatur, i3L2 hádegismatur o.s.frv. Milli kl. eitt og sjö er útgönguleyfi fyrir |>á, sem vilja. Kl. hálfellefu er allt komið í ró. fe — Er það ekki mikill svefn? — Menn lesa í rúmum sínum fram eftir nóttu. — Héx er auðvitað mikið les- »? — Já, blöðin eru náttúrulega f þaullesin, en bðkakoistur er hér ekki enn mikill. Þú mættir mjög gjarnan skila því til bókaútgef- enda og annarra, sem bækur kynnu að hafa aflögu, að hér eru allar bókagjafir afarvel þegnar. Dagurinn líður aðallega við lestur, spil, tafl og samræð- ur. Sýndar eru kvikmyndir, sem Upplýsingaþjónusta Bandaríkj- anna er svo hugulsöm að senda okkur, og einu sinni í viku flyt- ur Jónas Guðmundsson erindi. Svo fá menn heimsóknir, og margir verja tímanum til þess að hugsa um vandamál sín, rekja sporin að staðnum, þar sem þeir villtust, og reyna að ákveða Þau spor, sem framundan eru, þegar út héðan er komið. íbúð til sölu Rúmgóð tveggja herb. kjallaraíbúð í Skjólunum með sér kyndingu í mjög góðu standi, til sölu. Upplýsingar í sima 23371. Ford vörubifreið til sölu í mjög góðu lagi. Smíðaár 1952. Bifreiðin er með nýrri vél, nýjum fjöðrum og nýjum palli. — Hagstætt vevð ef samið er strax. Upplýsingar gefn- ar í síma 32946. Vppboð Nauðungaruppboð verður haldið að Grensásvegi 26, hér í bænum, þriðjudaginn 1. nóv n.k. kl. 11 f.h. Seld verða áhöld og vélar tilheyrandi verzluninni Kjöt & Álegg (þb. Ragnars Baldvinssonar) m. a. kjöt- sög, búðarvogir, áleggshnifur^ frystitæki, peninga- kassi og búðardiskar. Greiðsla íari fram við hamarshögg. Borgarfógetinn í Reykjavík Verzlunarpláss óskast helzt nálægt miðbænum. Margt kemur til greina. Uppl. sendist Mbl. fyrir mánu- dagskvöld merkt: „Raftæki — 1929“. Nútíma kona vill nýtízku saumavél hII Aldrei áður hefir verið svo ánægjulegt og auðvelt að sauma. Allan daglegan saumasicap gerið þér með Husqvarna Automatic. Hún saumar beinan saum, teygjanlegan saum, ,hnappagöt‘ zig-zag, sjálfvirkt mynstur, rykkir^ bætir, stoppar, varpar saum, blindfaldar, festir tölur o. fl. o. fL Husqvarna er auðveld í meðförum, fjölbreytt notagildi, sænsk framleiðsla. Kynnist vélinni og reynið hana og ef þér veljið Husqvarna hafið þér tekið ákvörðun, sem þér munuð aldrei iðrast. HAGKVÆMIR GREIÐSLUSKILMÁLAR Husqvarna kostir Hringskytta, sem gefur fullkomið öryggi að tvinninn flækist ekki, skyttuna þarf aldrei að smyrja. Vélin er steypt í heilu lagi, sem tryggir nákvæmni í notkun. Innbyggður hraðastillir í vélina gerir mögulegt við mynstursaum og hnappagöt að sauma mjög hægt, spor fyrir spor. Þér stjórníð vélinni með hraðastilli á gólfinu, sem vinnur mjög mjúkt. Kennsla fyigir i kaupunum. , Það er leikur að sauma á lHusqvarna óuawnatío Einkaumboð: GUNNAR ASGEIRSSON H.F. Suðurlandsbraut 16 — Sími 35200. Bezt að auglýsa í MORGUNBLAÐINU Málfundafélagið Ö ÐIMIM félag S]álfstæðisverkam. og sjomanna AÐALFUIMDLR élagsins verður haldinn í Sjálfstæðishúsinu í dag, 30. október 1960 og hefst kl. 2 e.h. DAGSKRA: 1. Venjuleg aðalfundarstorf 2. Lagabreytingar 3. Önnur mál STJÓRNIN,

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.