Morgunblaðið - 02.11.1960, Side 1

Morgunblaðið - 02.11.1960, Side 1
24 síður 47 árgangur Miðvikudagur 2. nóvember 1960 Prentsmiðia Morguriblaðsins ^ v . w'Ww».;- •••• v.-rroocn: :íí*riSW(l»xSM::; Bretaþing sett: Bretadrottning víkur oð veiðideilunni i fisk- hásætisræðu London, 1. nóv. (NTB-Reuter) ELÍSABET Bretadrottning flutti í dag hásætisræðu við setningu brezka þingsins. — Sagði hún að helzta verk- efni þingsins yrði að stuðla að bættri sambúð Austurs og Vesturs. I ræðu sinni, sem ríkisstjórn Macmillans hefur samið, hét drottningin Sameinuðu þjóðunum fullum stuðningi, kvað Breta munu vinna eindregið að því að ná samkomulagi í Genf um bann við tilraunum með kjarnorkusprengjur og sagði að brezka ríkisstjórnin mundi gera sitt ítrasta til að koma á afvopnun undir al- þjóðaeftirliti. Bretadrottning minntist nokkuð á fiskveiðideilur Breta við íslendinga og Norðmenn og sagði meðal annars: —• Ríkisstjórnin 5 sviptir ökuleyfi G Æ R voru í sakadómi Reykjavíkur kveðnir upp 5 dómar yfir mö(nnum, sem all- ir höfðu gerzt sekir uxn að aka u(ndir áhrifum áfengis og valda árekstrum og öðrum ó- höppum. Voru menn þessir kærðir fyrir þessi brot í sumar og haust. Sá sem þyngstan dóm hlaut, var dæmdur til ökuleyf- issviptingar ævilangt, enda um itrekun að ræða. Hinir menn- iijnir fjórir voru sviptir öku- Ieyfi ýmist í eitt ár eða hálft ár. — mun halda áfram að styðja og efla fiskiðnað vorn og reyna að leysa viðkvæmar deilur varð- andi fiskveiðitakmörkin, einkum við þær þjóðir þar sem fiskimenn okkar hafa stundað fiskveiðar við ströndina um langan ald- ur. — TIGNIR GESTIR Það þótti tíðindum sæta að meðal gesta við þingsetninguna var margt tiginna manna, þar á meðal Mahendra konungur í Nepal og Ratna, drottning hans og Konstantin krónprins Grikkja og systir hans Sofía. Hertoginn af Edinborg, eiginmaður Elísa- betar, sat við hiið konu sinnar. MIKILL MEIRIHLUTI Ihaldsflokkur Macmillans hef ur nú 100 þingsæta meiri hluta í Neðri málstofunni og Verka- mannaflokkurinn illa klofinn vegna ósamkomulags um stefn- una í varnarmálum. Ársþing flokksins samþykkti í síðasta mánuði að skora á ríkisstjórnina að hafna afnotun af kjarna- vopnum, en Gaitskell, formaður Verkamannaflokksins, hefur neit að að fallast á samþykktina. FORMANNSKJÖR Fara nú fram nýjar formanns kosningar í Verkamannaflokkn- um og býður Harold Wilson sig fram gegn Gaitskell. Þingmenn flokksins, sem eru 256, hafa þeg ar greitt atkvæði, en þau verða ekki talin fyrr en á fimmtudag. Engar líkur eru taldar á því að Wilson takist að fella Gaitskell. ) Hér getur að Hta háta á síld- veiðum inni á Vestmanna- eyjahöfn. Myndin var tek- in í nóvember í fyrra. Menn velta því nú fyrir sér, hvort síldin muni koma inn á innri höfnina aftur. Á tímabilinu 3. til 8. nóv. 1959 veiddust rúmlega 6000 mál upp úr höfninni, en þá fór mestur hluti síldarinnar í bræðslu á hafnir suður með sjó. — Sjá þriðju síðu. (Ljósm.: Sigg. Jónss.) Flutti á fæðingar■ deildina Teheran, íran, 1. nóv. (Reuter) ÍRANSKEISARI flutti í dag skrifstofu sína til fæöingar- heimilisins í einu af fátækra- hverfum höfuðborgarinnar þar sem Farah drottning og dagsgamall sonur hennar eru. — Blaðamenn fengu í dag að sjá krónprinsinn og taka af honum myndir. Segja þeir hann svarthærðan, með stór augu og uppbrett nef eius og móðirin. Þegar íranskeisari hafði séð son sinn og eiginkonu í morgun, tilkynnti hann að til að geta verið nálægt mæðginunum flytti hann til fæðingarheimilisins og stjórnaði ríki sínu þaðan. SKATTALÆKKUN Fagnaðarlæti íbúanna héldtt áfram í dag og voru götur borg- anna fullar af dansandi og syngj andi fólki. Fjármálaráðuneytið tilkynnti Frh. á bls. 23 Njósnarar teknir MOSKVU 1. nóv. (NTB-Reuter) SAMKVÆMT upplýsingum Tass fréttastofunnar rússnesku, var bandarískur njósnari handtekinn í Sovétríkjunum í dag. Maður þessi, Mikail Platovsky, á að hafa verið í félagi með öðrum banda- rískum njósnara, Slavnov að nafni, sem áður hafði verið hand tekinn. Segir fréttastofan að komið hafi í ljós að Platovsky og Slav- nov hafi verið smyglað inn í Sovétríkin. Hafi Platovsky átt að setjast að í Minsk og safna þar upplýsingum. Þegar hann var handtekinn, fundust í fóruin hans tvö senditæki, símlyklar og ýms njósnatæki, auk rússnesk* vegabréfs, sem framleitt hafi verið í Bandaríkjunum. RÚSSNESKUR Bandaríska útvarpið telur frétt þessa eiga rót sína að rekja til þess að rétt vika er síðan rúss- neskur starfsmaður Sameinuðu þjóðanna, Igor Yakoevlvich Mel_ ekh, var handtekinn fyrir njósn- ir í New York. Þá segir í Reutersfrétt frá Prag að tékkneskur dómstóll hafi dæmt tvo vestur-þýzka njósnara, Wilhelm Kahabka og Frantisek Puchl, til átta og fjögurra ára fangelsisvistar. Gullleit á Skeiðarársandi / 5 Indiafar hladið gulli og demönfurri^ fórst ibar fyrir 293 árum „INDLANDSFAR hlaðið gulli og gimsteinum strand- ar á íslandi. — Dýrmætasti farmur sem til landsins hef- ur komið .„ ....“ Þannig hljóð ar fyrirsögn á ritgerð eftir Árna Óla, ritstjóra Lesbók- arinnar, 3. maí 1936. Þar seg- ir ritstjórinn frá því er hol- lenzkt kaupfar strandaði á Skeiðarársandi haustið 1667. Nú er hafinn undirbúningur þess að reyna að finna strand stað skips þessa og hina dýru málma, er það hafði innan- borðs. ■A: Leyfi fengin Staðfesti Bergur Lárusson frá Kirkjubæjarklaustri við Mbl. í gærkvöldi, að þetta væri rétt. Kvaðst hann hafa aflað sér leyfis jarðareigenda þar eystra, svo og leyfi stjórnarvaida. — Vonazt er til, sagði Bergur, að hægt verði að fara á sandinn seinnipart vetrar eða næsta vor. — Á FuIIkomin tæki Jafnframt því sem Bergur Lárusson hefur aflað sér leyfis til að leita skipsflaksins í sand- inum, hefur hann lagt drög að því að kaupa frá Bandaríkjun- um mælitæki sem „metaldetekt or“ heitir, og gert er til þess að leita að málmum í jörðu niðri. Það liggur ekki fyrir örugg vitneskja um það hvar India- farið strandaði. — Árni Óia segir um þetta m. a.: „Þeir sem bezt þekkja sagnir telja að skip ið muni hafa strandað um 20 km leið fyrir vestan Ingólfs- höfða.“ ir Erfitt verk Inn á sandinn þarna er mjög erfitt að komast, sagði Bergur og nær ógemingur nema á vetrum eða snemma á vorin, því annars vegar er Skeiðará og hins vegar Núpsvötn og Gígju- kvísl. Þó Bergur hafi víða um hina miklu sanda farið, hefur hann aldrei komið á þessar slóðir. — Eg mun nota skrið- beltabíla, til að komast með mælitækin, en þeir geta farið yfir hvað sem er og hægt að fara á flot á þeim ef þörf kref- ur. — Nei, ég veit ekki frekar en aðrir hvar á sandinum helzt er að leita, en víst er að svæð- ið er allmikið um sig, kannski 10—15 km frá austri til vesturs og 5 km frá norðri til suðurs. Eg hefi lengi haft hug á þessu. Frh. á bls. 23

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.