Morgunblaðið - 02.11.1960, Page 2

Morgunblaðið - 02.11.1960, Page 2
2 MORCUNBLAÐIÐ MiðviKudagur 2. növ. 1960 Útibúið í Árósum — fyrsta verkefni Leikfél. Kópavogs Leikfélag Kópavogs byrjar starfsár sitt með sýningu á gam anleiknum „Útibúið í Árósum", í þremur þáttum eftir Max Neal og Kurt Kraatz. (Er þetta fjórða leikár félagsins). Frumsýnt verður að öllu for. fallalausu fimmtudaginn 10. nov. Leikstjóri er Einar Guðmunds- son, leikari, en hann lauk prófi frá Leiklistarskóla Þjóðleikhúss- ins 1058. Með hlutverk fara: Sigurður Grétar Guðmundsson og Auður Jónsdóttir. Auk þeirra fara með veigamikil hlutverk leikkonurn- ar Helga Löve og Vilborg Svein- björnsdóttir. Alls koma fram í leiknum 13 leikendur. byrjað að sefa hann. Þetta er fyrsta barnaleikritið sem Leik- félag Kópavogs sýnir og hefur mikið verið til þess vandað. Einnig er í ráði að setja á svið „Skuggasvein“ eftir áramótin. Snorri Karlsson hefur sem fyrr teiknað og málað öll tjöldin. Sýningar á „Útibúinu“ verða í Kópavogsbíói en á barnaleik- ritinu í Kópavogsbíói og í Skáta- heimilinu við Snorrabraut. — Einnig mun verða farið með „Úti búið“ í heimsókn til nágranna- bæja og sveita, t d. verður það sýnt í Hlégarði í Mosfellssveit miðvikudaginn 23. nóvember. ---------------------------------• Þá er einnig að ljúka æfingum á barnaleikritinu „Lína lang- áokkur", eftir sænsku sákldkon- una Astrid Lindgren. Leikritið er í fjórum þáttum. Er ráðgert að frumsýna það sunnudaginn 13. nóv. Leikstjóri er Gunnvör Braga Sigurðardóttir. Aðalhlut- verk er leikið af Sigríði Soffíu Sandholt. Geta má þess, að í leik 'þessum kemur fram api og er Flestir vildu svartan SKYNDIHAPPDRÆTTI Sjálf stæðisflokksins efndi til skoð- anakönnu.nar um það hvaða lit fólk vildi hafa á bílnum, ef heppnin yrði með. í skyndi happdrættinu eru sem kunn- ugt er tveir Volkswagen-bílar. Auglýsyig um þetta var birt í blöðunum o® sendu mörg hundruð Reykvíkinga álit sitt. — Yfirgnæfandi meirihluti manna vill eiga svartan bíl — og því voru dregin fimm ,nöfn úr hópi þeirra, sem kusu þann svarta: Karen Bryde, Garðavegi 4. Steingrimur Björnsson, Eski hlíð 16B. Emelia Möller, Vesturbrún 24. Sveinn Ri',nar Árnason, Vík, Mýrdal. Jörundur Kristinsson, Álf- heimum 34. Allt þetta fólk fær nú 3 happdrættismiða hvert — og . verður miðunum komið til t þeirra. Næstkomandi þriðju- dag verður dregið um Volks- wagen-bílana tvo. — Hverjir hreppa þá? Dagskrá Alb’mgis Sameinað Alþingi kl. 1,30 e.li. 1. Fyrirspurn: Veðdeild Búnaðarbank ans. — Ein umr. 2. Rykbinding á þjóðvegum, þáltill. — Hvernig ræða skuJi. 2. Hafnarstæði við Héraðsflóa, þáltill. — Hvernig ræða skuli. 4. Byggingarsjóðir, þáltill. — Hvernig ræða skuli. 5. Fjáraukalög 1958, frv. — 1. umr. f. Virkjunarskilyrði í Fjarðará, þál.- till. — Ein umr. T. Lán til veiðarfærakaupa, þáltill. — Ein umr. 8. Skaðabótaábyrgð rikis og sveitar- félaga, þáltill. — Ein umr. 9. Síldariðnaður á Austurlandi, þáltill. — Ein umr. 10. Sjálfvirk símstöð fyrir Austurland, þáltill. — Ein umr. 11. Slys við akstur dráttarvéla, þáltill. — Ein umr. II. Utboð opinberra framkvæmda, þál. till. — Ein umr. 18. Lánsfé til Hvalfjarðarvegar, þáltill. — Ein umr. 14. Rafmagnsmál Snæfellinga, þáltill. — Ein umr. 15. Umferðaröryggi á leiðinni Reykja- vík—Hafnarfjörður, þáltill. — Ein umr. 10. Gjaldeyristekjur af ferðamanna- þjónustu, þáltilL — Ein umr. Milljdnamæringurinn skuldar íslendingunum Tveir þeirra er sigldu Franz Terso sviknir um umsamin laun TVEIR þeirra manna, sem sigldu sl. sumar skemmti- snekkju fyrir ítalskan auð- mann, Monzino að nafni, til Grænlands, hafa verið svikn- ir um umsamdar launa- greiðslur. Hinn ítalski auð- jöfur skuldar þessum mönn- um um 24 þús. krönur alls eða þar um bil. ★ Bjargað í hafi. Grænlandsför þessa ítalska manns var mjög í fréttum blað- anna í sumar. Snekkju hans „Franz Terzo“ var bjargað I hafi og hún dregin inn til Reykja- víkur. Áhöfnin sem siglt hafði henni frá Hollandi, var afskráð hér og send heim Umboðsmaður eiganda snekkjunnar, einnig ítalskur maður, Vittorio Barberis að nafni, samdi við nokkra ís- lendinga um að sigla skipinu til bæjarins Sukkertoppen í Græn- landi. Ferðin til Grænlands gekk vel. Þar urðu eftir á bátnum Guð- mundur S. Jónsson, Unnarstíg 2, Hafnarfirði, er var skipstjóri, og Einar Erlingsson, Suðurlands braut. er var vélstjóri. ★ Hrakfarir enn . Það hafði verið ákveðið að sigla bátnum til Holsteinsborgar og geyma hann þar í vetur, er Mousinni færi frá Sukkertoppen, En vegna bilunar á ,gyrokompás‘ og stýri, var frá þessu horfið, er komið var til 'Syðri Straum- fjarðar. Þar hafa Bandáríkja- menn mikla bækistöð. Stóð til Heiimlcllingar HEIMDELLINGAR! — Gerið skil í skyndihappdrætti Sjálf- stæðisflokksins. Á þriðjudag- inn verður dregið um bílana tvo. | / NA /S hnúíar 1 ^ SV 50 hnútor SnjóJcoma > ÚSi V Shúrir ft Þrumur 'W.:% KuUatkH Hiftski/ H H*9 L Lati Segja má að lægðirnar á kortinu snúist hvor um aðra, því lægðin yfir Grænlands- hafi hefur hreyfzt suður, en hin NNA. Er útlit fyrir norð- austanátt hér á landi, þegar írlandslægðin nálgast Færeyj- ar. Sú lægð er mjög djúp, 960 mb. í lægðarmiðju. Veðurspáin klukkan 10 í gærkvöldi: SV-mið: SA og síðar austan átt og rigning í nótt. SV-land til Breiðafjarðar, Faxaflóamið til Breiðafjarð- armiða: SA gola og dálítil rigning í kvöld, en A eða NA stinningskaldi og skýjað á morgun. Vesfirðir, Vestfjarðamið og norðurmið: SA kaldi og úr- komulitið i kvöld, en hvass NA og snjókoma á morgun. Norðurland til SA-lands og NA-mið til SA-miða: SA- kaldi, en allhvass A eða NA á morgun, rigning öðru hverju boða frá þeim hjálp til að gera við stýrið. en umboðsmaður eig- anda, Vittorio Barberis, vildi enga aðstoð þiggja. Bað hann Islendíngana að leggja bátnum þar á firðinum, því lengra yrði ekki farið. Gengu þeir vel frá bátnum. Þetta var í lok ágúst- mánaðar. Er þeir kvöddu um- boðsmanninn bað hann þá um að gera ekki upp laun sín við umboðsmann sinn í Reykjavik, skipamiðlara, fyrr en hann (Bar- beri) hefði skrifað Faaberg bréf. Á það var fallizt. ÍC Greiðsiur launa stöðvaðar. Hingað til Reykjavíkur komu Guðmundur og Einar 1. sept. ember. Nokkrum dögum síðar kom skeyti til Faaberg skipamiðlara og lagt fyrir hann að stöðva greiðslur til Guðmundar og Einars. Þeir hefðu valdið tjóni á bát Mon. zinis hins ríka og þeir yrðu að bæta það. Þessu mótmæltu þeir Guð- mundur og Einar, en árang. urslaust. Þeir hafa ekki enn fengið um 24.000 krónur, sem þeir eiga inni hjá MonzinL ★ Lögfræðingar í málið. Báðir eru þeir fjölskyldumenn Guðmundur og Einar. Guðmund ur sagði við Morgunblaðið í gær, að sýnt væri að meiningin væri að hafa þetta fé af þeim fé- lögum. Málatilbúningur væri að þeir hefðu skemmt snekkjuna. Á það hefði aldrei verið minnzt einu orði meðan Barberi var með þeim í Grænlandi. Þeir félagar hafa nú leitað að- stoðar lögmanna við að fa sín umsömdu laun, en skriflegir Athugasemd í TILEFNI af grein í Tímanum 28. þ. m. vill framkvæmdanefnd miðstjórnar Menningartengsla íslands og Ráðstjórnarríkjanna. upplýsa, að reikningar félags- ins hafa verið gerðir upp, end- urskoðaðir og samþykktir án at- hugasemda, og hafa ekki komið fram innan félagsins neinar að- finnslur við fjárreiður hans. Reykjavík, 29 október 1960. Hannes Stephensen, Árni Böðvarsson, Jón Múli Árnason, Þorvaldur Þórarinsson, Kristinn E. Andrésson, Halldór Jakobsson, Ragnar Ólafsson. Þ E S S I mynd var tekin I skömmu áður en íslenzka skipshöfnin á Franz Terzo lagði úr höfn hér, áleiðis til Sukkertoppe,n. Talið frá vinstri eru Þröstur Sigtryggs- son, skipstjóri, Einar Erlings- son, vélstjóri, Guðmundur S. Jónss<yi, stýrimaður, Óskar Gíslason, háseti og Bjarni Guð björnsson, vélstjóri. — Lengst tH hægri er Vittorio Barberis, umboðsmaður auðjöfursins Monzino, samningar voru gerðir um þau og bar Faaberg skipamiðlara að inn þá greiðslu af hendi í. h. Monzini. Við munum, ef þörf krefur gera þetta mál að milliríkjamáh. — Hreinum svikum og lygum á sýnilega að beita til að hafa af okkur laun okkar, sagði Guð- mundur. Stjórnmálanám- skeið Varðar á Akurcyri KLUKKAN 8 í kvöl-d, miðviku- dagskvöld, hefst stjórnmálanám skeið Varðar, félags ungra Sjálf- stæðismanna á Akureyri, í Verzl unarmannahúsinu. Gísli Jónsson, menntaskólakennari, flytur er- indi um ræðumennsku. Klukkan 8 á föstudagskvöld flytur Ragnar Steinbergsson, lög fræðingur, erindi um fundar- sköp á sama stað. Skákmótið í Leipzig SÍÐUSTU þrjár umferðirnar, sem tefldar hafa verið á Ólympíumót- inu í Leipzig hafa farið þannig: ísland vann Austurríki 2V4—lMs. Israel vann ísland 3—1. ísland vann Chile 2%—1 %. Staðan í B-riðli er nú þanni:g 1. Svíþjóð 11 vinningar 2. ísrael .. 10 y2 — 3— 4. Austurríki 9V4 — 3— 4. Kúba .... 9V4 — 5. Finnland 8 — 6— 8. Danmörk 7% —. 6— 8.Chile .... 7 % — 6— 8. Spánn 716 — 9—11. Pólland .. 7 — 9—11. ísland 7 — 9—11. Noregur 7 — 12. Indland .. 4 — I keppninni við Austurrikí vann Guðmundur Janetschek, en jafntefli varð hjá Freysteini og Robatch, Arinbirni og Beni og Kára og Lokvenc. I keppninni við ísrael gerði Freysteinn jafntefli við Cherniak og Ólafur við Persitz, en Aloni vann Gunnar og Guthi Guðmund. I keppninni við Chile vann Arinbjörn Larrain, Gunnar vann Ader jafntefli varð hjá Freysteini og Letelier, en Jimenez vann Ólaf.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.