Morgunblaðið - 02.11.1960, Qupperneq 8
8
MORCVNRLÁÐIÐ
Miðvikudagur 2. nóv. 1960
Viðreisn gjaldþrofasjóðarma
í athugun hjá ríkisstjórninni
j Væntanlega hægt að veita lán fyrir
jólin út á þessa árs framkvæmdir
Frá umrœðum
á Alþingi
UMRÆÐUM um gjaldþrota-
sjóði landbúnaðarins var
fram haldið í efri deild Al-
þingis í gær. Ingólfur Jóns-
son, landbúnaðarráðherra,
flutti skelegga ræðu um mál-
ið, þar sem hann upplýsti
m. a., að ríkisstjórnin hefði
til athugunar, hvernig hægt
væri að koma föstum fótum
undir þessa sjóði. Kvaðst ráð
herra vænta farsællar lausn-
ar þess máls, og þess, að sjóð
imir gætu lánað út á fram-
kvæmdir þessa árs nú fyrir
jólin, eins og þeir hefðu gert.
Ingólfur Jónsson taldi, að
erfitt yrði að fá samþykkt
frumvarp Framsóknarþing-
mannanna um 160 millj. kr.
eftirgjöf af lánum sjóðanna,
en taldi að Hermann Jónas-
son mundi vel skilja erfið-
leikana á því, þar sem hann
hefði ekki getað fengið sam-
þykkta 30 milljón kr. eftir-
gjöf er þrengt var kosti þess-
ara sjóða við efnahagsráð-
stafanirnar vorið 1958.
Almennar stjórnmála-
umræður
Ásgeir Bjarnason, 1. þm. Vest
ttrlands, tók fyrstur til máls um
þetta frumvarp, í efri deild í
gær. Fjallaði ræða hans eink-
um um stjórn-
málaþróun al-
mennt. — Kvað
ræðumaður á-
vallt hafa verið
betur hugsað
um hag sjóða
landbúnaðarins
þegar Framsókn
armenn hefðu
átt aðild að rík-
isstjórn, því að þeir hefðu ætíð
haft í huga, hvernig bjarga
mætti afkomu sjóðanna. Hins
vegar deildi ræðumaður á nú-
verandi ríkisstjórn og þá næstu
á undan fyrir skeytingarleysi
gagnvart þessum sjóðum.
Gylfi Þ. Gíslason, mennta-
málaráðherra, talaði næstur. —
Kvað hann þingmenn sammála
um að umræddir sjóðir væru
gjaldþrota. Væri
því hér um að
ræða stórkost-
legt vandamál.
Hins vegar væri
ágreiningur um
hvernig þetla
vandamál skyldi
leyst, hvort rík
isstjórninni bæri
skylda til að
greiða halla sjóðanna eða ekki.
Framsóknarmenn héldu því
fram, að stjórninni bæri skylda
til þess, en frumvarpsflutning-
ur þeirra sýndi þó, að þeir
hefðu aðra skoðun á málinu,
en þeir héldu fram, og tæki
flutningur frumvarpsins af öll
tvímæli um að ríkisstjórnin
væri ekki skyldug til að greiða
hallann. Þá upplýsti mennta-
málaráðherra, að gengisbreyt-
ingin sl. vetur hefði hækkað
skuídir sjóðanna um 52,4 millj.
kr., en ekki um 90 millj., eins
og Hermann Jónasson hefði
haldið fram daginn áður. —
Menntamálaráðherra kvað kostn
að við sjóðina óeðlilega mik-
inn. Væri rekstrarkostnaður
Ræktunarsjóðs 0,95% af útlán-
um, en Byggingarsjóðs 2,12%.
Til samanburðar nefndi ráð-
herrann, að rekstrarkostnaður
Framkvæmdabankans væri 0,23
% af útlánum, Veðdeildar Lands
bankans 0,35% og Fiskveiða-
sjóðs 0,29%.
Aðalatriðið að leysa
vandann
Ingólfur Jónsson, landbúnað-
arráðherra, kvað það rétt, sem
fram hefði komið við þessar
umræður, að það væri mikill
vandi, að leysa fjárhagslegt öng
þveiti þessara tveggja sjóða
landbúnaðarins. Vandræði sjóð-
anna yrði hvorki
leyst með stór-
yrðum né með
því að leitast
við að finna þá
seku eða sek-
ustu um fjár-
hagsafkomu
þeirra. En aðal-
væri að finna
atriði þessa máls
lausn þess, svo Ræktunarsjóð-
ur Islands og Byggingarsjóður
sveitabæja gætu áfram verið
sú lyftistöng íslenzkum land-
búnaði, sem þeim hefði ætíð
verið ætlað. Þörf landbúnaðar-
kjöl, sagði landbúnaðarráðherra.
ins fyrir aukið fjármagn væri
brýn, og nefndi ráðherrann sem
dæmi að eftir 30 til 40 ár yrði
íslenzk landbúnaðarframleiðsla
að vera helmingi meiri en nú,
ef hún ætti að geta annað eftir-
spurn landsmanna. Framleiðsla
mjólkur hefði dregizt saman ár-
in 1958 og 1959 vegna áhrifa
efnahagsráðstafana vinstri stjórn
arinnar og hefði orðið að flytja
inn smjör frá Danmörku af
þeim sökum. Nú yrði hins
vegar ekki hörgull á landbún-
aðarvörum.
Á réttan og öruggan
grundvöll
Spurningin er, hvernig við get
um komið lánr :j ððunumi á rétt-
an og öruggan grundvöll, hélt
landbúnaðarráðherra áfram. —
Ræktunarsjóður skuldar nú tæp-
lega 23 milljónum meira en nem
ur eign hans og útlánin eru bund
in til fleiri ára en tekin lán og
eru þ'au með lægri vöxtum. Það
er ekki atriði í þessu sambandi
hvort sjóðirnir hafa tapað meira
við gengisbreytingu þessarar
stjórnar eða vinstri stjórnarinn-
ar, en það sýnir traust Framsókn
armanna á núverandi ríkisstjórn,
að þeir skuli ætlast til að hún
leysi mörgum sinnum erfiðara
vandamál, en vinstri stjórnin
gafst upp við að leysa. Fram-
sóknarmenn fóru með stjórn
landsins, er þessir sjóðir voru
féflettir um 30 milljónir vorið
1958, en þá hreyfðu þeir hvorki
hönd né fót sjóðunum til bjargar
Þáverandi forsætisráðherra og
formaður bankaráðs Búnaðar-
bankans Hermann Jónasson, gat
ekki fengið samþykkt frumvarp
um að ríkið tæki á sig þessa 30
millj. kr. skerðingu sjóðanna.
Los Paraguayos, sem koinnir eru hingað til lands til aS
skemmta í Storkklúbbnum, sjást hér er þeir sligu út úr
fiugvélinni í fyrrakvöld.
(Ljósm. Sv. Þormóðsson).
Hann mun því skilja manna bezt,
að það verður erfitt að fá sam-
þykkt nú, að ríkið taki að sér að
greiða 160 milljónir til þessara
sjóða. En háttvirtir Framsóknar-
menn, sem telja sig sérstaka
málsvara landbúnaðarins, hefðu
ekki átt að geyma kröfuna unz
hún var orðin svo há, því auð-
veldara hefði verið að leysa
þetta mál í áföngum.
Koma hag sjóðanna á réttan
kjöl
Ríkisstjórnin hefur nú rætt
vandamál þessara sjóða og er
fullur vilji innan stjórnarinnar
að koma hag þeirra á réttan
Quasimodo og prinsarnir
SÆNSKA akademian er vax-
andi stofnun. Á seinustu árum
hafa Nóbelsverðlaunin fallið í
skaut afbragðsmanna: Laxness,
Jiménez, Camus, Quasimodo og
nú Perse. Hræðslan við almenn
ingsálitið veldur því að Ezra
Pound hefur ekki fengið þau enn
þá. Líklega kemur að því, þrátt
fyrir stjórnmálaflan hans sem
leiddi þennan gáfumann að tinda
stóli fasismans. Thomas S. Eli-
ot segir um Pound: „Ekkert nú-
lifandi skáld býr yfir jafnmiklum
krafti og hann. Hann á næmasta
eyra allra núlifandi skálda. —
Pound hefur bæði sem skáld og
þýðandi — lítum á þýðingar hans
úr kinversku — haft meiri þýð-
ingu en nokkur annar“.
í Morgunblaðiuu rakst ég á
skeyti frá Quasimodo, þar sem
hann ræðir um Saint-John Perse.
Skeytið hljóðar þannig: „Aðal-
skáld úrkynjunarstefnunnar í
Evrópu merkir: Helzti túlkandi
nútímaljóðlistar, þeirrar, sem
hófst með Arthur Rimbaud. —
Kveðjur. Quasimodo." Salvatore
Quasimodo kallaði Perse „prins
úrkynjunar", Morgunblaðið bað
um nánari skýringar. Og Sr.
Quasimodo lætur myrkur sitt
berast á hjara veraldar og þótti
víst nóg um skammdegið samt.
Ekki er það ný bóla að fræg
skáld láti hafa eftir sér vafa-
samar staðhæfingar. Nú væri
sosum allt í lagi ef þessir höf-
úndar létu fylgja' ummælum sín-
um eitthvað svipað þessu: „Við
erum nú þannig gerðir að við
þurfum sífellt að vekja á okkur
athygli á mannfundum með
fáránlegum upphrópunum. Vissu
lega á þetta ekki að gegna öðru
hlutverki en skemmtileg fífla-
læti“. En nú er komið að fólk-
inu, þessu dásamlega óbreytta
alþýðufólki. Það grípur lumm-
urnar og smjattar á þeim af
áfergju hungraðra slána, sem
þrútnar ofvæni bíða véfrétta and
ans jöfranna og geta ekki
alltaf gert greinarmun á sleggju
dómi og véfrétt. Því fyigir vissu
lega ábyrgð að vera rithöfundur.
Smávegis glapsýni er hægt að
fyrirgefa, að því leyti er rithöf-
undur í svipaða sveit settur
og þorri manna, en þegar hann
endurtekur trúðlæti sín án þess
að blikna fer mörgum að verða
um og ó eins og stendur í dæg-
urlaginu.
Baudelaire, Lautréamont og
Arthur Rimbaud hófu nýtt tí'.ia
bil í Ijóðlist Evrópu. Af spá-
mennsku fundu ungu mennirn-
ir tveir, Lautréamont og Rim-
baud, hvar skórinn kreppti. Þeir
lögðu grundvöll nútíma ljóðlist-
ar, svo hún er óhugsandi án
þeirra. Báðir eru þeir um tví-
tugt þegar eldingarnar ljósta
himininn. Þegar Lautréamont
veslast upp á sóðalegu hóteli á
Montmartre treður Rimbaud sig-
urhrósandi inn í París. Rimbaud
fæddist 1854 í Charleville. Nó-
belsverðlaunaskáidið nýja Saint-
John Perse minnir á þessa höf-
unda í voldugum prósaljóðum
sínum. Perse er sérlega vel kom-
inn að verðlaununum og veit-
ingin til hans sigur fyrir nútíma
ljóðlistina.
Og skáldið er einnig
á meðal okkar, á tröð
þeirra manna
sem • eru á þess tíma.
Fer jafnhratt okkar tíma,
fer jafnhratt þessum
mikla stormi.
Hlutverk þess meðal okkar:
skýring boðskaparins
Og svarið gefst því fyrir
uppljómun hjartans.
Þetta er úr Ijóðabálk eftir
Perse: Vindar. Jón Óskar þýddi
úr frönsku. Jón Óskar hefur
einnig þýttljóðeftir Lautréamont
og Rimbaud, sumt er bírt en
annað kernur senn fyrir almenn-
ingssjónir. Starf Jóns er virðing-
arvert og ætti að launast ríku-
lega, því þar er gerð tilraun til
að kynna íslendingum fjársjóði
heimsbókmenntanna.
„Ef ljóð mitt ekki hefur hrað-
ann á, týnir það slóðinni“, segir
Perse. „Já, stundin nýja er að
minnsta kosti mjög ströng“; seg-
ir Rimbaud í bók sinni Árstíð
í víti. Og Rimbaud bætir við:
En nú er vaka.
Veitum viðtöku öllum
lindum orku'
og raunverulegar blíðu.
Og um sólarupprás
munum við koma
vopnuð eldlegri þolinmæði
inn í glæsi-
legar borgir.
(Þýð. Jón Óskar).
Svo eru menn að tala um
prins úrkynjunar, en sá sem
gerir það skal kallast konungur
úrkynjunarinnar. Maður sviptur
heilbrigðu m.ati reynir að gera
þeim til hæfis sem vilja bók-
menntir án spennu og hug-
myndaflugs, meinlaust klapp á
koll vélarinnar, smurðar hend-
ur, vélin geltir áfram en hjarta
mannsins mótast í þessari vél
og enginn talar um uppljómun
hjartans.
1. nóvember 1960.
Jóhann Hjálmarsson.
Eins og ég nefndi áðan er það
þjóðarnauðsyn, að þessir sjóðir
geti starfað eins og þeim er ætl-
að. Þeir þurfa að fá fastar og
tryggar tekjur, sem ekki fara
allar í vexti og afborganir af
skuldum. Það þarf að veita lán-
in á þeim grundivelli, að þau
komi að fullum notum. Það má
gera með því móti, að land-
búnaðarvörur séu seldar á því
verði, sem kostar að framleiða
þær.
Þá svaraði landbúnaðarráð-
herra nokkrum atriðum úr ræðu
Ásgeirs Bjarnasonar um verð-
lagningu landbúnaðarvara og
benti á hvernig fullt samkom-u-
lag hefði verið um verðlag í 6-
mannanefndinni nú í haust, en
kvað bændur hafa kvartað und-
an því, að verðlagsgrundvöllur
væri ekki réttur. Sagði ráðherra,
að þau mál, sem brýnust væru
fyrir landbúnaðinn í dag, væri
rétt afurðaverð og fyrirgreiðsla
með lán. Gat hann þess, að nú
væri í athugun, að hækka skala
á virðingu framkvæmda á veg-
um bænda, svo lánin verði
nokkuð í samræmi við bygging-
arkostnað.
í niðurlagi ræðu sinnar svaraði
landbúnaðarráðherra enn nokkr
um atriðum úr máli Framsóknar-
manna, en lauk máli sínu með
því, að minna enn á þá brýnu
nauðsyn, að rétta við sjóði Bún-
aðarbankans og tryggja landbún-
aðinum lánsfé.
Er Ingólfur Jónsson hafði lok-
ið máli sínu var málið tekið af
dagskrá og umræðunni frestað,
enda var klukkan þá nær fjögug,
og liðinn fundartími deildarina-
ar.
ísfirðingar boðnir
til Jap
an
T O M O I, netaframleiðendurnir
japönsku, buðu nýlega tveimur
ísfirzkum netagerðarmönnum í
ferð umhverfis hnöttinn. Þetta
eru þeir Guðmundur Sveinsson
og Guðmundur Guðmundsson,
sem um árabil hafa sett upp alls
kyns net og nætur á ísafirði, og
Siglufirði yfir sumarmánuðina.
Héldu þeir af stað í langferðina
fyrir helgi. Fóru fyrst til megin-
lands Evrópu, þaðan með þotu
yfir heimskautið til Tokio — og
heimleiðis fljúga þeir yfir Kyrra
haf og síðan heim um Bandarík-
in. Tomoi er einn stærsti neta-
framleiðandi í Japan og hafði á
síðasta ári 40% útflutningsins.
Mikið hefur verið keypt til fs-
lands og hefur heildverzlunin
Marco umboðið hér. Marco hafðí
milligöngu um boðið.