Morgunblaðið - 02.11.1960, Blaðsíða 12
12
MORCUNBLAÐ1Ð
Miðvik'udagur 2. nóv. 1960
JMwgniilritafrifr
trtg.: H.f. Ai'vakur Reykjavlk.
Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson.
Ritstjórarí Valtýr Stefánsson (ábm.)
Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson
Lesbók.: Arni Óla, sími 33045.
Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn: Aðalstræti 6.
Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6 Sími 2? 480.
Askriftargjald kr. 45.00 á mánuði innanlands
1 lausasölu kr. 3.00 eintakið.
SJOÐIR LAND-
BÚNAÐARINS
t UMRÆÐUM á Alþingi um
sjóði landbúnaðarins, hef-
ur verið upplýst, að fjárhag
þeirra sé nú þannig komið,
að sameiginlega eigi þeir
tæpum 3 millj. kr. minna en
þeir skulda. Þannig vantar í
Ræktunarsjóð tæpar 23 millj.
en Byggingarsjóður á aftur á
móti tæpar 20 milljónir. —
Þetta eru sannarlega alvar-
leg tíðindi, en þó aðeins enn
ein sönnunin fyrir því,
hvernig „vinstri stefnan"
hefur leikið fjárhag landsins
°g glöggur vitnisburður um
viðskilnað vinstri stjórnar-
innar.
Augljóst mál er að tryggja
verður landbúnaðinum að-
gang að eðlilegum lánsfjár-
markaði til ræktunar og
byggingar og munu þau mál
nú rædd innan ríkisstjórnar-
innar, sem mun leitast við
að finna viðunandi lausn
þessa vandamáls.
En þetta gjaldþrot sjóða
landbúnaðarins sýnir ljós-
lega að á þessu sviði eins og
svo mörgum öðrum verður
nú að byrja á ný að byggja
upp frá grunni. Þar hefur
allt verið látið reka á reið-
anum, eins og á svo mörgum
öðrum sviðum í þjóðlífi okk-
ar á tímum vinstri stefnu,
óstjórnar og ábyrgðarleysis.
Það er létt verk að flytja
á Alþingi tillögur um, að
ríkissjóður taki að sér að j
greiða tugi eða hundruðmill-
jóna fyrir þennan sjóðinn
eða hinn. í sambandi við
sjóði landbúnaðarins má
gjarnan hafa það hugfast, að
úr ríkissjóði hafa verið
greiddar í þá nokkuð yfir
100 milljónir króna á
síðasta áratug. Allt er þetta
fé horfið og sömuleiðis allt
stofnfé sjóðanna. Nú er því
ekki annarra kosta völ en að
leggja nýjan grundvöll á
þessu sviði og er vonandi að
í framtíðinni verði gætt
meiri hagsýni í meðferð
fjárins en hingað til hefur
verið gert. »
VEÐRATTAN
UTAN UR HEIMI
Jasskóngurinn i
EINS og frá hefir verið sagt
í fréttum, kom hinn heims-
frægi jassleikari og hljóm-
sveitarstjóri, Louis „Satchom"
Armstrong, sl. föstudag tii
Leopoldville, höfuðborgar hins
unga og „ótamda“ lýðveldis
Kongó — og var fagnað af inn-
fæddum sem þjóðhöfðingja. —
Hér að ofan er fyrsta myndin,
sem við höfum rekizt á, frá
komu ,Satchoms“ til Kongó,
þar sem hann er umkringdur
aðdáendum. Þetta var þó að-
eins byrjunin — skömmu
seinna urðu viðtökurnar
miklu stórkostlegri.
— ★ —
Louis Armstrong er eins
konar sendiherra Bandaríkj-
anna, er hann nú ferðast um
Afríku þvera og endilanga, því
að ferð hans er að nokkru
kostuð af bandarísku stjórn-
inni. Jafnframt ætlar svo
Pepsi Cola-fyrirtækið sér að
mata krókinn á þessari ferð
hans. Það tekur sem sé einn-
ig þátt í kostnaðinum — og
kemur í leiðinni vöru sinni á
framfæri við íbúa hinnar
svörtu álfu á margvíslegan
hátt.
— ★ —
En hvað um það — senni-
lega má segja, að Bandaríkja-
stjórn geti verið ánægð með
þá fjárveitingu, sem hún hef-
ir lagt til Afríkuferðar Arm-
strongs. Honum hefir nefni-
lega á svipstundu heppnazt
það, sem stjórnmálamönnun-
um og hermönnum Sameinuðu
þjóðanna hefir engan veginn
Kongó
tekizt. Hann hefir vakið gleði
og ánægju, þar sem áður ríkti
óvinátta og tortryggni — og
það munu Bandaríkjamenn
telja sér til tekna.
— ★ —
Þannig var t. d. svo frá
skýrt í fréttum í sambandi við
komu Armstrongs til Leopold
ville, að hinar andstæðu fylk-
ingar fylgismanna þeirra Lum
umba og Mobutus hafi á svip-
stundu gleymt erjum sínum
og sameinazt um að fagna jass
leikaranum þeldökka. — Og
innfæddir trumbuslagarar,
klæddir apaskinnum og hvít-
málaðir í framan sendu hon-
um eftirfarandi kveðju frá
tam tam bumbum sínum:
— Velkominn til lands feðra
þinna . . .
DLÖÐUNUM hefur orðið
** tíðrætt um þau áföll,
sem sjávarútvegurinn hefur
orðið fyrir vegna verðfalls
afurða og aflabrests og er
það að vonum, því að slíkt
tjón kemur auðvitað niður á
þjóðarbúinu í heild. Aftur á
móti hefur árað vel fyrir
annan meginatvinnuveg þjóð
arinnar, landbúnaðinn.
Það sem af er þessu ári
hefur tíðarfar verið með
eindæmum gott og heyfeng-
ur víðast með allra bezta
móti. Snemma voraði og
hausttíðin hefur verið þann-
ig að allt fram að þessu
hefur kúm jafnvel verið
beitt sumsstaðar hluta úr
degi. Þannig léttir veðurfar-
ið mjög undir með landbún-
aðinum í ár. En það er ekki
fyrst og fremst sú staðreynd,
sem vekur bjartsýni heldur
hljótum við að vona að veð-
urfar hafi hérlendis batnað
og muni í framtíðinni verða
betra en það hefur oft verið
áður. Ef þær vonir rætast,
er engum blöðum um það að
fletta, að landbúnaður á
bjartari framtíð en almennt
hefur verið talið til þessa.
Það hefur þegar sýnt sig,
að kornrækt getur verið arð-
vænlegur atvinnuvegur hér-
lendis og vissulega mun það
flýta fyrir því að veruleg
kornrækt hefjist hér, ef
veðrátta helzt svipuð og hún
hefur verið í ár. Og jafnvel
þótt uppskera bregðist að
nokkru eitt og eitt ár, á það
ekki að þurfa að standa í
vegi fyrir kornrækt hér, því
að sannleikurinn er sá, að
uppskerubrestur verður víð-
ar en hérlendis og oft eru
þurrkarnir í hinum hlýrri
löndum jafnskaðsamlegir og
rigninga- og kuldatíð okkar.
En batnandi veðrátta er
auðvitað ekki einungis til
hags fyrir landbúnaðinn. Á
flestum eða öllum sviðum
hlýtur hún að greiða fyrir
blómlegu atvinnulífi og auka
bjartsýnina. En sérstaklega
eru þó líkur til að á næstu
árum muni ferðamanna-
straumur til landsins stór-
aukast, ef veðurfar helzt
svipað og í sumar.
Þegar er það margrætt,
hvern hag við gætum haft af
móttöku ferðamanna og skal
ekki um það fjölyrt, en stað-
reynd er það að áhuginn á
íslandi sem ferðamannalandi
fer mjög vaxandi
Campbell ekki
af baki dottinn
j ÞAÐ er nú ákveðið, að Don-
' ald Campbell, hinn frægi,
j enski hraðaksturskappi, læt-
, ur gera við hinn mikla bíl
I sinn, „Bláfugl", sem skemmd
j ist mjög mikið í síðustu
reynsluferð fyrir mettilraun,
sem Campbell hugðist gera
! á Bonneville-saltsléttunni í
Utah í Bandaríkjunum í sl.
mánuði. — Campbell hefur
lýst því yfir, að hann hygg-
ist alls ekki gefast upp, þrátt
fyrir þetta óhapp sitt — og
muni aftur fara til Utah að
ári með Bláfugl sinn, við-
gerðan og endurbættan.
Campbell hlaut nokkur meiðsl
í slysinu, en þó vonum minni,
svo að ganga þótti kraftaverki
næst. Hann lá í sjúkrahúsi í Salt
Lake City í Utah um tveggja
vikna skeið, og dvaldist s»ðan
annan hálfan mánuð 1 Beverly
Hills í Kaliforníu, sér til hvíld-
ar og hressingar Nú hefir hann
haldið heim til Englands á ný,
filhraustur og stálsleginn, og
nyggst taka til við að endur-
smiða Bláfugl.
— Ég tel, að ég hafi lifað af
, hraðasta“ bílslys, sem um get-
ur, segir Campbeli. — Það a ég
eflaust fyrst og fremst að þakka
því, hve stjórnklefinn í bílnum
mínum var rammbyggður — og
einnig hinum góða flugmanns-
búningi og hjálminum, sem ég
hafði á höfðinu.
í þessari óhappaför minni jók
ég hraðann þannig, að ég notaði
um 90% af orku bifreiðarinnar
— og náði 580 km á klst. er ég
hafði ekið 2500 metra leið. Þá
skullu tvær mjög snarpar vind-
hviður á bílnum. Hin fyrri
breytti stefnu hans, og á meðan
ég var að reyna að ná aftur
réttri stefnu, skall á önnur vind
hviða, sem hrakti bílinn yfir í
olíurönd þá, sem markar brún
akbrautarinnar. Þar sem Bláfugl
var með drif á öllum hjólum,
bitu hjólin hægra megin sig föst
í hina þéttu akbraut, en þau
vinstri fengu hins vegar minni
viðspyrnu, er þau lentu í olíu-
Donald Campbell
röndinni. Þetta mun hafa verið
orsök þess, að híllinn snarsner-
ist — og ég rotaðist í kastinu.
r \
Ég man ekkerfr frekar, hv ð
gerðist, en þeir, sem rannso„uoii
staðinn, hafa sagt mér, að Blá-
fugl hafi tekizt á loft og farið
í stórum stökkum um 300 metra
leið, síðan hafi hann lent á hlið-
inni og runnið þannig áfram
80 metra í viðbót, en á leiðinni
brotnuðu bæði hægri hjólir. af.
— Ja, það voru nú meiri .ætin,
maður — púh!