Morgunblaðið - 02.11.1960, Síða 23
Miðvik'udagur 2. nóv. 1960
M O R C 11 N R r, 4 Ð IÐ
23
bækur á uppboði
Dýrmætar
A FÖSTUDAG kl. 5 heldur Sig-
urður Benediktsson bókauppboð
í Sjálfstæðishúsinu, og hefur þar
á boðstólum rúmlega 150 bækur,
meira og minna dýrmætar bóka-
mönnum og vandfegnar. Einna
sjaldgæfastir er sjálfsagt „Qvein-
Stafir", kveðnir við brottför sr.
Steingríms Jónssonar frá Odda.
Þetta eru aðeins 4 bls. kver frá
1825 en hefur ekki verið á neinni
bókaskrá og menn því ekki vitað
að það var tiL
- /Jbrótfir
Framhald af bls 22.
Til þess að gera æfinga tim-
ana enn fjölbreytilegri munu
reyndustu judo-menn féagsins
koma í heimsókn og sýna leikni
sína jafnframt því sem þeir æfa
nemendur í að glíma. Kennari á
námskeiðinu verður Sigurður
H. Jóhannesson, en hann er sá
eini hér á landi, sem hefur gilt
próf í þessari grein íþróttanna.
— Sparisjóður
Framh. af bls. 13.
ekki af því stofnaður neinn
varasjóður, sem hægt er að
miðla af til framkvæmda eða
menningarmála í sveifinni.
Um síðustu áramót var spari-
sjóðurinn kominn á þiúðju
milljón, og varasjóður hans um
hálfa milljón. Formaður sjóðs-
ins, Ólafur Magnússon tilkynnti
þarna í hófinu, að ábyrgðar-
menn og meirihluti stjórnar
sjóðsins hefði ákveðið að sjóð-
urinn veitti núverandi gjaldkera
sínum, Snæbirni rhoroddsen,
kr. 30 þúsund í viðurkenningar-
skyni fyrir vel unnin störf.
Við sveitungar Snæbjarnar
óskum honum til hamingju með
þessa verðskulduðu viðurkenn-
ingu, og færum Sparisjóð Rauða
sandshrepps, og stjómenduin
hans þabkir og árnaðaróskir á
þessum merku tímamótum í
sögu sjóðsins.
Látrum 11/10 1960.
Þórður Jónsson.
— Gullleit
Frh. af bls. 1.
Með þeirri tækni, sem nú er
hægt að beita, finnst mér það
vera þess virði að góðmálmanna
úr hinu hollenzka skipi sé leit-
að. Vitað er að skipið var stórt
og öll ballestin klukkumálmur.
— Ámi Óla vitnar í Arbók
Espólíns um það og Espólín seg-
ir að skipið hafi einnig flutt
t. d. gull, demanta, pell og purp
ura og margt fleira. Hafi farm-
urinn verið metinn á 43 tunnur
gulls, sem hafi jafngilt 8,6 millj.
króna“.
-A Skipið sennilega heillegt
Bergur Lárusson kvaðst helzt
telja von í því að finna klukku-
málminn — ballestina. Vísast er
að neðri hluti skipsins hafi graf
izt heilíegur í hinn síkvika sand
og ætti því ballestin að vera
á sínum stað.
—oóo—•
Þetta hollenzka skip hét Het
Wapen van Amsterdam og var
eitt glæsilegasta skip í verzlun-
arflota Hollendinga á þeim ár-
um. Þegar skipið strandaði var
á því hinn mesti mannfjöldi. —
Espólín segir 300 manns og hafi
af þeim komizt lífs af 50 manns.
Aðrir annálar herma lægri tölu,
200—250 manns og að 60 hafi
komizt af.
Mikið af dýrmætu góssi rak
úr skipinu. Þá sat Bjelke á
Bessastöðum og skikkaði hann
Strengilega sýslumenn að flytja
það til Bessastaða. Komu þó ei
öll kurl til grafar. — Ritgeið
Áma Óla um skipið er byggð á
fjölmörgum annálum og öðrum
heimildarritum og er hún mjög
fróðlegur lestur.
Einnig hefur Sigurður fengið
„Lög Bók íslendinga", fyrsta
prentun frá 1707 í pergament-
bandi önnur útgáfa frá 1708 er
ekki nærri eins sjaldgæf. Þá má
nefna þrjú bindin af „Forordn-
inger og aabne Brefe, sem Magn
ús Ketilsson gaf út 1776—1787,
Þjóðsögur Jóns Árnasonar í frum
útgáfu, íslands Landnámsbók frá
1774, Heims-Kringlu, gefin út í
Hrappsey 1779 frumútgáfur af
ljóðabókum Eggerts, Bjarna og
Seingríms og Æfi Eggerts Ólafs-
sonar bók sem einhvern tíma hef
ur kostað 80 aura, en Sigurður
segir að geti nú farið á 800 krón-
ur. Á uppboðslistanum eru líka
ýms eftirsótt rit, svo sem Ný fé-
lagsrit, Árbækur Jóns Espolíns,
Ármann á aliþingi, Klausturpóst-
urinn og Biskupasögur, og ýmis-
legt fleira, sem hér yrði of langt
upp að telja.
— Friðrik Ólafsson
Framh af bls. 24.
„Skákmaskína“
Mbl. leitaði í gær álits Friðriks
á þessum ummælum Ásgeirs, en
hann var tregur til. Fannst mið-
ur, að menn „færu svona aftan
að sér“, en sagði þó:
— Ég verð að segja eins og
er, að forráðamenn Skáksam-
bandsins hafa litið á mig sem
einhverja skákmaskinu. Svo hef-
ur mér fundizt a. m. k., sagði
Friðrik — og ég hef átt bágt
með að sætta mig við það.
— Það, sem einkum veldur, er
sá styrkur, sem ríki og bær veit-
ir mér nú til þess að ég geti
helgað mig skákinni óskiptur.
Ég er ekki að vanþakka þann
styrk þó ég segi, að ég geti ekki
fallizt á að forráðamenn Skák-
sambandsins hafi rétt til að beita
mér eins og skurðgröfu í mýr-
lendi.
Efst í huga skákmanna
— Þar eð ég nýt hins um-
rædda styrks lít ég á það sem
hlutverk mitt að vinna að efl-
ingu skákíþróttarinar hér hjá
okkur og standa mig eins vel á
erlendum vettvangi og ég fram-
ast get, ef það mætti verða til
þess að nafns íslands yrði getið
meira í skákheiminum.
— Þess vegna legg ég mest
upp úr því að búa mig vel undir
stærstu mótin. Baráttan um
heimsmeistaratitilinn er vitan-
lega efst í huga allra skákmanna
— og úr því að ég á kost á að
taka þátt í þeim leik finnst mér
ekki nema eðlilegt og sjálfsagt
að mæta þar. Fyrir mig persónu
lega er heimsmeistarakeppnin
líka mun eftirsóknarverðari en
Olympíumótið.
Erfitt sumar
— Undanfarnar vikur hef ég
tekið þátt í þremur mótum hér
í Reykjavík á vegum Skáksam-
bandsins — og skömmu áður á
tveimur mjög erfiðum mótum í
Argentínu. Annað þeirra var t. d.
eitt það „sterkasta", sem haldið
hefur verið fram til þessa. Lagt
var mjög hart að mér að taka
þátt í mótunum hér heima eftir
að ég kom að utan og hef ég
því ekki fengið þá hvíld frá
skákinni sem ég þarfnaðist fyrir
svæðamótið.
__Afleiðingin er sú — og ég
geri mér það fullkomlega ljóst —
að ég er haldinn skákleiða, þessa
stundina. Þetta er það, sem kom-
ið getur fyrir alla skákmenn, ef
þeir „keyra of hratt“. Og þetta
er aðeins hægt að yfirstíga með
þviað „veita sér þann rnunað"
að gleyma henni um stund.
Andleg endurnæring
Ég fann það á síðasta mótinu
hér í Reykjavík, að ég var ekki
í essinu mínu. Ég þarf að hvíla
mig algerlega frá skákinni áður
en ég fer á svæðamótið í Hol-
landi. Leggja skákina frá mér,
snúa mér að einhverju öðru með
t;: f HSTAFIK.51'
' '*<lfourÍA-SOÍCNAit -
m :
;
1 >
:f■<* f* B&wp
JkVAi.ct i i.i.Mi joNstíorrujt
ui*. '■ • |
gg
ViBlV
s-(lí f. • n i, ÍÍ/S% <|
'M.
.. : CffiíÍ $XztíStot SSX&Í*
fx'< <> ft t> * hft t
:: i tvortuw röíá>;
. MtX ídk tli VftsSfiS * % /'l
wmm ■ **** ****s * *•?»****»» $
—■ Íranskeisari
Frh. af bls. 1.
að í tilefni fæðingarinnar yrði
veittur 20% afsláttur á öllum
skattgreiðslum þessa árs.
Eins og skýrt hefur verið frá,
var fátækum börnum og mun-
aðarlausum gefið sælgæti og
leikföng á fæðingardegi krón-
prinsins. En auk þess verður
fimm drengjum og tveim stúlk-
um, sem fæddust í fæðingar-
heimilinu sama dag, gefnar sér-
stakar gjafir.
Prinsinn og drottningin eru
bæði við beztu heilsu.
Félagslíf
Róðrafélag Reykjavíkur
Innanhússæfingar eru á mið-
vikudögum frá kl. 8,45 til 10,15 í
leikfimissal Miðbæjarskólans. —
Jökull Sigurðsson, íþróttakenn-
ari, stjórnar æfingum.
Eamkomur
Almenn samkoma
Boðun Fagnaðarerindisins
Hörgshlíð 12, Reykjavík, I
kvöld, miðvikudag kl. 8.
an ég væri að gleyma skákinni
og jafna mig.
— Ásgeir lætur hafa efir sér
að ég hefði getað haft það
„ósköp rólegt“ í Leipzig með því
að tefla aðeins fyrst í stað. Það
er ekki sú hvíld, sem ég er að
leita eftir. Þar hefði ég hvort
sem er verið í hringiðunni allan
tímann. Annað hvort hefði ég
farið og teflt, eða farið hvergi.
— Það, sem mér finnst mig
vanti, er ekki að liggja upp í
dívan. Ég er kominn með skák-
ina á heilann og þarf að dreifa
huganum og endurnæra mig and
lega áður en ég legg í stórátök
á ný. Að öðrum kosti get ég ekki
vænzt árangurs.
Ekki þjóðnýttur
— Að lokum vil ég aðeins
segja það, að ég lít ekki á
sjálfan mig sem þjóðnýttan, ■
enda þótt ég njóti styrks stjórn :
arvaldanna .Hins vegar hafa |
sumir framámenn Skáksam- !
bandsins talið mig eitthvert
verkfæri, sem keypt hafi ver
iff og lagt í hendur þeirra —
og það sé hin mesta óhæfa,
að ég skuli ekki láta algerlega |
að stjórn. — En ég er staðráð
inn í því að gera mitt bezta ,
eins og hingað til. Ef ég veiti'
mér ekki nægilega hvíld get
ég ekki vænzt þess að ná mér
á strik — og hefði ég farið
á Ólympíumótið kæmi ég
þreyttur á svæðamótið, þi< á
milli mótanna er aðeins lið-
lega vika.
— Að ég líti of stórt á mig
til að fara með íslenzku sveit-
inni til Ólympíumótsins, það
tel ég ekki svaravert. Þau um
mæli lýsa aðeins hugarfari við
komandj aðila og skaða mig á
engan hátt.
Skálholt
á Kirkjufíiiigi
KIRKJUÞING hélt áfram störf-
um í gær. Var þá rætt frumvarp
um Vídalínsskóla í Skálholti, sem
minnzt var á í blaðinu í gær.
Er ætlunin, að Vídalínsskólinn
verði starfsskóli fyrir guðfræði
kandidata, sem ætla sér að verða
prestar.
Þá var einnig rædd þingsálykt-
unartillaga um stofnun kristilegs
lýðskóla í Skálholti. Loks var
lögð fram ályktun frá Æskulýðs-
nefnd þjóðkirkjunnar um kirkju
lega miðstöð og æskulýðsstarf-
semi í Skálholti.
Tveimur fyrrnefndu málunum
var vísað til nefnda að umi’æðu
lokinni.
Leiðrétting
í grein Jóns Ásbjörnssonar fv.
hrd. í blaðinu í gær, varð lít—
ilsháttar villa í síðustu setning-
unni. Öll setningin á að vera
þannig: En til þess telst að lög-
gæzla og refsivarzla sé í svipuðu
horfi og gerist með öðrum menn.
ingarþjóðum.
Hjartans þakklæti fyrir gjafir, skeyti og alla vin-
semd og ánægju, sem ókkur var veitt á gullbrúðkaups-
degi okkar.
Guð.blessi ykkur öll.
Sigríður og Elías frá Saurbæ
Hj^rtans þakklæti votta ég öllum þeim mörgu, sem
glöddu mig á 70 ára afmæli mínu með heimsóknum,
blómum, skeytum og gjöfum.
Kristinn Hróbjartsson
Ég þakka hjartanlega öllum, sem glöddu mig á 70 ára
afmælinu mínu rneð heimsóknum, gjöfum og skeytum og
gerðu mér daginn ánægjulegan.
Guð blessi ykkur öll.
Jens M. Jensson, Vífilsstöðum
Eiginmaður minn, faðir okkar og tengdafaðir
SVEINN SVEINSSON
netagerðarmeistari
er andaðist að heimili sínu 27. f.m. verður jarðsunginn
frá Fossvogskirkju 3. þ.m. kl. 1,30. Blóm vinsamlegast af-
þökkuð, en þeim sem vildu minnast hins látna er vinsam-
legast bent á Dvalarheimili aldraðra sjómanna eða Styrkt
arfélag lamaðra.
Kolfinna Magnúsdóttir, börn og tengdabörn
Útför mannsins míns
EINARS KBISTJÁNSSONAR
sem andaðist í Landakotsspítala 27. okt. s.l. fer fram frá
Fossvogskirkju fimmtudaginn 3. nóv. kl. 10,30 f.h. —
Athöfninni verður útvarpað.
Ólöf Isaksdóttir
Útför eiginkonu minnar
HELGU BJÖRNSDÓTTUR
Óðinsgötu 4
sem andaðist 25. okt. í Bæjarsjúkrahúsinu, fer fram frá
Fossvogskirkju, fimmtudaginn 3. nóv. kl. 3 síðdegis.
Fyrir hönd barna okkar og tengdasonar.
Finnur Gíslason
Jarðarför systur okkar
EYFRlÐAR JÓNSDÓTTUR
frá Minni-Völlum
fer fram frá Fossvogskirkju, föstudaginn 4. nóv. kl. 10,30
Blóm afþökkuð. En þeim sem vildu minnast hinnar látnu
er bent á Krabbameinsfélagið. — Athöfninni verður út-
varpað.
Jóhanna Jónsdóttir, Guðjón Jónsson
Sigurður Jónsson
Þökkum sýnda samúð, við andlát og jarðarför
ÞORBJARGAR FRIDGEIRSSONAR
Aðstandendur
Þökkum auðsýrida samúð við andlát og jarðarför
KRISTJANS sveinssonar
frá Bjarneyjum.
Aðstandendur.
Móðir okkar og fósturmóðir
KARITAS BJARNADÖTTIR
andaðist að Hrafnistu, mánudagsmorguninn 31. okt.
Börnin