Morgunblaðið - 05.11.1960, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 05.11.1960, Blaðsíða 1
24 síður JtttrgjiitMfe 47. árgangur 254. tbl. — Laugardagur 5. nóvember 1960 Prentsmiðja Morgunblaðsins í ..................- ■ ■.■■ ■■-■ -■■-. - ■■■■<■.■ ■ ■■ ."■ ■■”’.'■................................................................................................................■-.-■"—.......................................... ■■■".-.. ■ ■ V**. ' .. Óstaðfest fregn um fall Krúsjeffs Lonclon, Moskvu, París, b. nóv. (Reuter — AFP — NTB) KVÖLDBLAÐIÐ Die Abend- presse í Vínarborg skýrði svo frá í dag, að Krúsjefí, forsætisráðherra Sovétríkj- anna, hefði verið settur frá völdum og hnepptur í fang- elsi, en Malenkov hefði tek- ið við. Fregn þessi vakti óskipta at- hygli víða um heim. Vestrænir fréttamenn tóku henni þó með nokkurri tortryggni, enda bendir allt til þess, að hún hafi ekki við rök að styðjast. Sovézka sendiráð in í Bonn og Vínarborg hafa neit- að fregninni og sagt, að hún sé vit leysa, upplýsingaþjónusta Sovét- ríkjanna í Bandaríkjunum hefur borið fregnina til baka og banda- ríska útvarpsstöðin Voice of Ameríca sagði, að fregninni hefði einnig verið neitað í Moskvu. Brezka útvarpið hafði eftir Tass fréttastofunni, að allt væri með eðlilegum hætti í Moskvu ea fregnin var ekki borin beinum orðum til baka. Loks lét talsmaður sovézka sendiráðsins 1 London svo um mælt, að hann skyldi ekkert i því hvernig sæmilega skynugt fólk gæti léð eyru slíkum þvætt- ingi. Mynd þessi er frá flóðun- um í Pódalnum, tekin skömmu eftir að flóðið hafði rofið skarð í varn- argarðinn. Björgunarsveitir vinna dag og nótt við að bjarga fólki frá þeim stöð- um er verst verða úti. Um 25 þús. íbúa Arianeeyjar- innar búa nú í tjaldbúðum, en meir en helmingur hennar er undir vatni. Svefnvana frambjóðendur Barizt dag og nótt undir lokin Skips með 9 manna áhofn saknað PLYMOUTH, 4. nóvember. —- (Reuter). — Margt bendir til þess að brezkt kolaflutningaskip, ,Lesrix“, hafi farizt með niu manna áhöfn einhvem síðustu daga í miklum stormi, sem gekk yfir Ermarsund. Fundizt hefur brak úr bjögunarbáti skipsins Flúði BANGKOK, Thailandi. — (Reut er). — í dag var' hafin leit að herflugvél með einum manni innanborð. Vélin kom ekki til bækistöðvar sinnar á réttum tíma, en skrifleg boð fundust frá flug- manninum þess efnis, að hann óskaðf eftir að fara á brott úr landinu, því að hann væri skuid um vafinn. Fregnir frá Laos hermdu í dag, að flugmaðurinn hefði lent flug- vél sinni í Vientiane og óskar hælis í Laos sem flóttamaður. Einkaskeyti til Mbl. frá Sigurði Bjarnasyni, 4. nóvember. TALIÐ er, að um sextíu og fimm milljónir kjósenda muni greiða atkvæði í forsetakosningunum á þriðjudaginn. í síðustu forseta- kosningum greiddu atkvæði rúm lega sextíu og tvær milljónir eða 62,7%. Nú er gert ráð fyrir meiri kosningaþátttöku en nokkru sinni fyrr. •k Nýir kjósendur Á kjörskrá eru nú 9.5 milljónir nýrra kjósenda og telja Demokrat ar að mikill meirihluti unga fólksins fylgi Kennedy. Eisen- hower forseti var árið 1952 kjör- inn með 55% atkvæða og 442 kjör mönnum frá 39 ríkjum. Árið 1956 var hann kjörinn með 58% atkvæða og 457 kjörmönnum, vann öll ríkin, nema átta, sem kusu 74 kjörmenn. ★ Republikanar gera sér nú von- ir um að njóta enn vinsælda Eisenhowers. Forsetinn heldur í dag fimm ræður til stuðnings Nixon. ★ í fótspor Roosevelts Kennedy reynir mjög að feta í fótspor Roosevelts og vitnar oft til hans í ræðum sinum. Roosevelt var árið 1936 kjör- inn með öflugri meirihluta en dæmi eru til í Bandaríkjunum, hlaut 62% atkvæða og 523 kjörmenn af 531. Vann hann þá öll ríki nema tvö. Kennedy segist munu fylgja stefnu Roosevelts og hefur frú Roose- velt veitt honum öflugan stuðn ing. Svo er einnig um Tru- man. Hinn frægi prédikari Billy Gra- ham mætti á fundi í gær með Nixon ásamt Byrnes fyrrverandi utanríkisráðherra Trumans. ir 1—2 tima svefn Rennedy er í dag í Virginiu og heldur í kvöld sjónvarpsræðu í Chicago, sem endurvarpað er um öll Bandaríkin. Nixon er á ferðalagi um Texas, Washington og Californiu. Baráttan um Kali- ) Viðrœður hefjast á ný 14. nóv. LONDON, 4. nóv. — (NTB — Reuter). —• Brezka utan- ríkisráðuneytið skýrði svo írá í kvöld, að ákveðið haíi verið, að viðræður íslendinga og Breta um fiskveiðideiluna hefjist á ný 14. nóv. n. k., en þá munu nefndarmenn hafa ráðfært sig við ríkisstjórmr sínar um málið. Af hálfu íslendinga haía þeir Davíð Ólafsson og Hans Andersen dvalizt í London undanfarið og rætt við við- komandi aðila um áfram- hald viðræðnanna, er frestað var 10. okt. sl. — ★ — Morgunblaðið náði tali af Henrik Sv. Björnssyni, ráðu- neytisstjóra, vegna þessarar fregnar, og staðfesti hann, að hún væri rétt. Ekki kvaðst Henrik geta um það sagt með fullri vissu, hvar viðræðurnar færu fram, en taldi líklegt að það yrði í Reykjavík. Þeir Hans Andersen og Davið Ólafsson eru væntanlegir heim í dag. Nýtt atomvopn BANDARÍSKA útvarpsstöðin Voice of America skýrði svo frá í gær, að bandaríski kjarn orkusérfræðingurinn Thomas Murray hefði hvatt báða fram bjóðendurna til forsetakjörins til þess að láta hefja tilraunir með kjarnorkuvopn neðan. jarðar, þegar er annar hvor þeirra tæki við embætti for- seta. Murray sagði, að banda- rískir vísindamenn legðu nú á ráð um framleiðslu á nýju atómvopni, er valda muni byltingu í gerð atómvopna. Þetta vopn verði unnt að nota gegn hermönnum andstæð- ings, án hættu fyrir óbreytta borgara, sem ekki séu of nærri sprengingunni. Hann bætti því við, að sov- ézkir vísindamenn væra nú án efa einnig að ígrunda möguleika á framleiðslu þessa vopns, og þótt Bantla- ríkjamenn hefðu látið af til- ?aunum með ný vopn, mætti sins gera ráð fyrir, að Rúss- ir gerðu slíkar tilraunir með leynd. forniu eru mjög hörð. Báðir flokk arnir þykjast hafa forystuna þar. Kennedy kemur til New York borgar á morgun, en Nixon held ur sjónvarpsræðu annað kvöld í Los Angeles og verður henni endurvarpað um öll Bandaríkin. Er talið, að þeir Nixon og Kennedy sofi aðeins eina til tvær klukkustundir á sólarhring síð- ustu daga kosningabaráttunnar. Taka við enibættum aftur ISTANBUL, 4. nóvember — (Reuter—NTB — Prófessorarnir Siddik Sami Onar og Fikret Narter, sem í fyrri viku sögðu af sér embættum við Háskólana og Tækniskólann í Istanbul, hafa tekið við þeim aftur. Prófessorarnir sögðu störfum sínum lausum í mótmæla skyni við uppsögn 147 prófessara og háskólakennara í Istanbul. Bráðabirgðastjórn Gursels, Þjóðeiningarnefndin, sem fer með völd þar til ný stjórnarskrá hefur verið gerð, hefur vegna mótmæla prófessoranna tveggja tilkynnt, að háskólalögunum verði breytt á þann veg, að unnt verði að setja í embætti á r.ý nokkurn hluta hinna brottreknu. Sjónvarpið laðar Dani frá kvik- mvndahíisum KAUPMANNAHÖFN, 4. nóvem- ber. — (Reuter). — Forráðamenn kvikmyndaiðnaðarins í Dan- mörku hafa farið þess á leið við danska sjónvarpið að það taki til athugunar breytingu á sendi- tíma sjónvarpsins einkum langra atriða, þannig að þau rekist ekki á kvöldsýningar kvikmyndahús- anna. Nú eru um 500 þúsund sjón- varpstæki í Danmörku og hefur rekstur kvikmyndahúsanna beð- ið allmikinn hnekki vegna til- komu sjónvarpsins. Segir þing- sœtinu lausu BONN, 4. nóvember, — (NTB) — AFG. — Alfred Frenzel, sem fyrir skömmu var handtekinn vegna gruns um njósnir, hefur sagt lausu sæti sínu á þingi Vest ur-Þýzkalands. Talsmaður sosial-demokrata- flokksins skýrði frá þessu í dag en tók sérstaklega fram, að til- kynning um málið hefði borizt flokknum frá forseta þingsins, Eugen Gersteinmaier. Kæra S-Afríku fyrir Alþjóðadómstólnum NEW YORK, 4. nóvember. — (NTB — Reuter). — Eþíópía og Líbería hafa lagt fram kæru fyrir Alþjóðadómstólnum í Haag á hendur Suður Afríku vegna stefnu stjórnar Suður Afríku í kynþáttamálum og brota á mann- réttindum. Fulltrúar hinna tveggja þjóða skýrðu frá þessu á fundi, sem þeir héldu með fréttamönnum, í aðalstöðvum Sameinuðu Þjóð- anna í New York í dag. Sögðu þeir, að vinna yrði að því, að endir yrði bundinn á stefnu stjórn ar Suður Afríku í kynþáttamál- um; börnum blakkra manna í landinu væri meinaður aðgangur að menntun, þau væru notuð til erfiðisvinnu og þeim á margvis- legan hátt annan meinað að njóta mannréttinda í uppvextinum. Bjór- drykkja BONN, 4. nóvember, — (Reuter). Bjórdrykkja Vestur-Þjóðverja yfir 15 ára aldri nemur sem svar ar 119.5 lítrum bjórs á hvern íbúa fyrstu níu mánuði ársins. Er þar um að ræða 6% aukningu frá fyrra ári.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.