Morgunblaðið - 05.11.1960, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 05.11.1960, Blaðsíða 6
6 MORClJHTtr.AÐlÐ Tjnneardagur 5. nóv. 1960 Fréttabréf úr Dalasýslu: Höfn og verzlun rís upp í Skarðsstöð I SKARÐSSTÖÐ er eina' höfnin við innanverðan j Breiðafjörð, þar sem hægt er að lenda öllum smærri hát- um, þótt um stórstraums fjöru sé. Þar var rekin verzl- un í stórum stíl af þeim bræðrum Birni og Boga Sig- urðssonum nokkru fyrir alda mót. Meðeigandi var danskt firma. Verzlun þessi náði yf ir mikinn hluta af Dalasýsíu, hluta af Austur-Barðastrand- arsýslu og eitthvað af Strandasýslu. Á þeim árum kom tiltelgd stórskipabry gg j a til Skarðs- stöðvar og var sett þar upp. Stóð hún í 70 ár. Var og byggt þar vandað hús, bæði til vöru- geymslu og afhendingar. ★ Stöðin endurnýjuð Fyrir og um 1910 lagðist niður öll drift í Skarðsstöð og var svo um tíma, en eftir 1920 setti Kaupfélag Stykkishólms upp útibú, þar sem aðallega var verzlað með nauðsynjavöru og tekið á móti afurðum bænda. Fyrir um það bil 4 árum var útbúin mjög sæmileg sölubúð og er þar að fá allflestar nauð- synjavörur til mikilla hagsbóta fyrir héraðið. Fyrir nokkrum árum réðst Skarðshreppur í að koma upp steinsteyptri bryggju í Skarðs- stöð. Þeirri framkvæmd er ekki fulllokið, en við þessa bryggju hafa lestað sig um 70 lesta skip, er komu utanlands frá með timbur o. fl. Hefur það gengið mjög vel. Þaðan var timbrinu ekið m. a. til Saurbæjar og Króksfjarðarness. í fyrra lét Kaupfélag Stykkis- hólms byggja þarna stóra vöru- skemmu, um 200 ferm, með út- búnaði til slátrunar. Var þar slátrað um 1300 fjár haustið 1959. Einnig var skemman not- uð til gevmslu á vörum félags- manna. Er hún því til mikils gagns. ir Hagur fyrir héri-ðið Það er yfirleitt ríkjandi mikill hugur meðal bænda hér um slóðir að efla verzlun og framkvæmdir í Skarðsstöð, er stuðla megi að velmegun og framþróun í héraðinu. Haustslátrun í Skarðsstöð er nú lokið fyrir skömmu. Aö þessu sinni var slátrað þar um 1500 fjár. Fallþungi dilka var svipaður eða jafnvel heldur betri en í fyrra. Hæstu meðal- vigt hlaut Bjami Jónsson, bóndi, Á, rúml. 18 kg. í nokkur ár var Kristján heit- inn Breiðdal verzlunarstjóri við umrætt útibú. Kom hann frá Vegamótum á Snæfellsnesi, þar sem hann hafði lengi unnið að verzlunarstörfum. Hann lézt sumarið 1959. Verzlunarstjóri í Skarðsstöð er nú Björn Guðmundsson, Reynikeldu. — F. Þ. Aðalfundur veggfóðrara NÝLEGA var haldinn aðalfund- ur Félags veggfoðrarameistara í Reykjavík. Formaður var ein- róma endurkjörinn Ólafur Guð- mundsson, varaformaður Sæ- mundur K. Jónsson, ritari Hall- dór Ó. Stefánsson, gjaldkeri Ól- afur Ólafsson og meðstjómandi Stefán Jónsson. Þeir stjórnarmeðlimir, er áður skipuðu stjórn félagsins, báðust eindregið undan endurkosningu. Vladimir Smirnoff íbúðir fyrir aldraða MEÐAL mála á dagskrá bæjar- stjórnar Reykjavikur í fyrradag var tillaga frá Alfreð Gís’asyni um að „bygging íbúða, sem sniðnar séu við hæfi aldraðs fólks og það hafi forgangsrétt til, skuli framvegis vera liður í byggingarstarfsemi bæjarféiags- ins“. Lítilsháttar Umræður fóru fram um tillöguna á þessn stigi og kom þar m a. fram. að í byggingaráætlun bæjarins hefði ætíð verið fyrir hendi möguleiki til að leysa húsnæðis- þarfir aldraðs fólks, en fram til þessa hefði niðurstaðan yfirleitt orðið sú, að barnmargar fjöi- skyldur hefðu verið látnar sitja í fyrirrúmi. Þess var einnig m a. getið, að bærinn hefði styrkt byggingu bæði elliheimilisins Grundar og Dvalarheimilis aldr- aðra sjómanna og veitt þeim aðra fyrirgreiðslu Að ósk flutn- ingsmanns var umræðu um máL ið frestað en þvi jafnframt vísað til athugunar á vegum bæjar- ráðs. Tónloikar Sovétlistamanna ó vegum M.Í.R. TIL LANDSINS er komin á vegum Menningartengsla íslands og Ráðstjórnarríkjanna sendi- nefnd listamanna, er halda munu tónleika í Þjóðleikhúsinu næst- komandi sunnudag. Fararstjóri sendinefndarinnar er reyndar ekki tónlistarmaður að atvinnu, heldur vísindamað- ur, Vladimir Smirnoff. Hann er prófessor í jarðfræði og málma- fræði við háskólann í Moskvu og bréfa-félagi í Vísindaaka- demíu Sovétríkjanna. Eftir Smir noff hafa verið prentaðar um það bil 200 bækur og ritgerðir um vísindaleg efni og rit hans verið þýdd á mörg tungumál. Þetta er fyrsta heimsókn Smir- noffs til íslands og mun hann nota tækifærið til að kynnast íslenzkri jarðfræði. Aðrir í seridinefndinni eru: Valentina Klepatskaja mezzosópr an-söngkona, Rafail Sobolevski, fiðluleikari, Mark Reshetin, bassasöngvari og Evgenía Kalin- kovitskaja, píanóleikari. Önnur heimsókn Sobolevskis Fiðluleikarinn, Sobolevski, kom hér árið 1953 og hélt þá tónleika. Hann er nú þrítugur að aldri og hefur hlotið marghátt- aða viðurkenningu fyrir leik sinn á undanförnum árum, m.a. Thibaud-Long verðlaunin í Paris. Síðan Sobolevski kom hér síð- ast hefur hann farið hljómleika- Rafail Sobolevski ferðir víða um lönd. Hann er nú fastur einleikari Filharmoníu- hljómsveitarinnar í Moskvu. Fyrirrennarinn kominn á, elUlaun Söngvaramir Klepatskaja og Reshetín eru bæði tæplega þrí- tug að aldri, en eru fastir ein- söngvarar við Bolshoj óperuna í Moskvu. Meðal annarra hlut- verka, sem Klepatskaja er kunn fyrir, er hlutverk Vanja í óper- unni Ivan Súsanin eftir Glinka. Það er skrifað fyrir karlmanns- rödd og er Klepatskaja nú eina rússneska óperusöngkonan, sem syngur það á sýningum. Fyrir- rennari hennar í því hlutverki er kominn á ellilaun . Kalinkovitskaja er einkum kunn sem snjall undirleikari. Hún hefur ferðast viða sl. 12 ár, m.a. með Sobolevski. Þau tvö koma á vegum Menntamálaráðu- neytis Sovétríkjanna, er stendur fyrir kynningu á rússneskri list viða um heim. Listafólkið mun koma fram á tónleikum í Þjóðleikhúsinu á sunnudag og ef til vill ferðast eitthvað um í nágrenni Reykja- víkur. Þá mun Sobolevski leika með Sinfóníuhljómsveitinni n.k. þriðjudag. Leikur hann þar fiðlu koncert eftir Aram Katchaturian. Vilja fjölga í Öryggisrúðinu NEW YORK, 3. nóv. (NTB/ AFP) — Seytján ríki Suður og Mið-Ameríku lögðu í dag fram ályktunartillögu í stjóm málanefnd Allsherjarþingsins. þess efnis, að gerð verði sú breyting á stofnskrá SÞ, að 13 ríki skuli eiga sæti í Ör- yggisráðinu, í stað 11, eins og nú er. Þessi ríki vilja að fjölgað verði kjörnum fulltrúum í ráðinu um tvo. verði 8 í stað 6, en tala fastafulltrúa verði óbreytt. Mundi þá þurfa Íminnst 8 atkv. með tillógum í ráðinu, til þess að baer skoð- / uðust samþykktar, í stað sjöj nú. \ * Strætisvagnarnir og börnin Nokkrum sinnum hefar verið talað um Dómio og strætisvagnana hér í dálkun- um. En það virð'st ganga treglega að kenna yngstu kynslóðinni réttar umgengn- isvenjur og almenna kurteisi þegar strætisvagnar eru ann- ars vegar. Eftir að skólar byjuðu í haust tók eðlilega að þrengjast um í strætis- vögnum á flestum leiðum borgarinnar. Þar voru bless- uð börnin að fara í skó'Jann eða úr honum. Nú er svo fyrir mælt í reglugerð strætisvagnanna, að börn skuli ekki taka sæti frá fullorðnum. En því fer fjarri, að eftir þessu sé farið. Börnin gluggann til að sjá ekki íull- orðið fólk, sem stendur á næstu grösum Þessi hegðun barnanna er fyrst og íremst brot á reglum strætisvagn. anna, sem þeim ber að fyigjs, en auk þess ber j«t'ta vott um algeran skort á kurteisi og gefur uppalendum barn- anna ekki góðan v’tnisburð. Ættu foreldrar að bvýna það fyrir börnum sínum að fara að lögum í strætisvögnum sem annars staðar og eins mættu strætisvegnabílstjórar gjarnan láta þessi mál til sín taka. ryðjast inn í vagnana og « R0tta skotin hreiðra um sig í sætunum og horfa svo gjarnan út um Vesturbæjarhúsmóðirin, er skrifaði bréfið um rottuna, hringdi til Velvakanda í gær og hafði þær gleðilegu fréttir að færa, að lottan væri úr tölu lifenda. Hafði meindýra- eyðir einn gert ferð sína í kjallaraíbúðina og komið skoti á kvikindið úr vandaðri byssu sinni. Eins og að líkum lætur var þungu fargi létt af húsmóðurinni og saragleðj- umst við henni að vera laus við vágest þenna. í gær var skýrt frá því hér í blaðinu, að rottuaukning- unni frá því i sumat mundi haldið fullkomlega niðri. Er gott til þess að vita, því fátt mundi borgarbúum finnast óhugnanlegra en ef rottu- plágan færi að gera vart við sig á nýjan leik. • Er alltaf útsala? Vegfarandi skrifar og furð- ar sig á því, að í einni verzlun hér í borg sé alltaf útsala. Spyr bréfritari, hvort það sé verzlunum leyfilegt. að hafa útsölur hvenær sem þeim sýn ist. í lögum um varnir gegn ó- réttmætum verzlunarháttum segir á þessa leið um útsölurt — Útsölu (skyndisölu) má hafa annaðhvort tvisvar á ári, og standi hún yfir i mesta lagi einn mánuð í hvort skipti, eða einu sinni á ári og standi hún þá yfir í mesta lagi í tvo mánuði. Nánavi á- kvæði rim það. á hvaða tíma árs útsölur megi halda innan hinna einstöku greina verzl- unarinnar, getur ráðherra á- kveðið með sérstakri reglu- gerð, eftir tillögum hlutaðeig- andi kaupmannafélaga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.