Morgunblaðið - 05.11.1960, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 05.11.1960, Blaðsíða 3
Laugardagur 5. nóv. 1960 MORCTJNrtL AÐIÐ 3 Ásgrímssafn LAUST fyrir 1930 leit út fyr- ir að í holtunum suður af bænum mundi rísa upp lista- mannahverfi. Þá reistu sér þar hús þau hjónin Kristin Jónsdóttir, listmálari og Val- týr Stefánsson, einnig Júlíana Sveinsdóttir, sem seinna seldi sitt hús og fluttist til Hafn- ar, og loks reis þar upp hús með háu risi, þar sem sjá mátti stóra vinnustofuglugga. Annan endann átti Jón Steí- ánsson, listmálari, hinn As- grímur Jónsson. Þarna bjó Ásgrímur og málaði þar tii hann lézt árið 1958, 82 ára að aldri. í þessu húsi verður í dag opnað Ásgrímssafn, en lista- maðurinn mælti svo fynr i gjafabréfi til íslenzka ríkis- ins að myndir hans skyldu verða varðveittar og til syn- is í þessu húsi á Bergstaða- stíg 74, þar til nýtt listasaín yrði byggt og myndum hans ætlað það mikið rúm að gott yfirlit fengist, yfir verk hans. í gær sýndu þrír ættingj- ar Ásgríms, sem hann hafði falið að hafa umsjón með gjöfinni, fréttamönnum hús- ið. Það eru þau Jón bróðir listamannsins, frú Bjarnveig Bjarnadóttir og Guðlaug Jóns dóttir hjúkrunarkona. Hafa þau unnið að öllum undirbún ingi í sambandi við opnun safnsins og skrásetningu lista verkanna. Aðeins um 30—40 myndir af um 400, sem til eru inn- rammaðar, komast fyrir til sýnis í einu. í fyrrverandi vinnustofu listamannsins hanga málverk, sem aldrei hafa korwið fyrir almennings sjónir, utan ein eða tvær smi myndir. í íbúðinni hafa ver- ið hengdar upp vatnslita- myndir, en öðrum verið kom ið fyrir í mjög hentugri geymslu í húsinu, sem Guð- mundur Guðjónsson arkitekt hefur teiknað. Er ætlunin að skipta öðru hvoru um mynd- imar sem hanga uppi, svo að fólki gefist kostur á að sjá sem flestar. En safnið verð- ur opið alla daga nema mið- vikudaga frá kl. 1.30—6 e. h. fram til 5. desember, en ann- an hvern dag eftir það. A morgun, sunnudag, verður safnið opið kl. 10—12 og 2 —10 e. h. Mun frú Bjarnveig hafa safnvörzluna á hendi. Ekkert glens og gnn í hinni litlu vistlegu íbúð Ásgríms er allt eins og ii--1a- maðurinn skildi við það. I’ar má sjá ýmsa muni, sem mað-g ur þekkir af myndunum %' hans, svo sem koparfötu, gul-W an stóran vasa, ferðakofforl- in, sem eru á hestunum á málverki frá Kaldadal á eíri hæðinni, handsnúna grammó- fóninn, sem hann hafði alltalj með sér á ferðalögum, ásamt hljómplötum með tónlist eftir gömlu meistarana, gamla píanóið, sem hann lék svo oft á, stóla með málninga- slettum úr vinnustofunni, út- sletta ferðatöskuna, sem hann notaði fyrir vinnuborð með hvítu málningarslettunni, sem hann kreisti úr túbu sinni, en gat aldrei komið á léreftið. Og sem við fréttamennirn- ir sátum þarna og drukkum úr kaffibollum listamannsins við stofuborðið hans, hóf ég samtal við sessunaut minn, Jón Jónsson, bróður As- gríms. — Þið Ásgrímur eruð ald- ir upp í Flóanum, er það ekki? — Jú, á Rútstaðasuðurkoti. En hann var hálfu fimmtánda ári eldri en eg og farinn að heiman áður en ég man eftir mér. Það var ekki fyrr en við fluttumst til Reykjavík- ur árið 1906 að ég kynntist honum. Þá hafði hann verið í útlöndum, en kom alltaf heim á sumrin til að mála. Veturinn 1906—1907 var hann hér. — Þú hefur auðvitað upp til stóra bróður? litið Jón, bróðir Ásgríms, skoðar sjálfsmynd af listamanninum, sem mun vera máluð 1935—40. Hún fannst í kjallaranum og hefur ekki fyrr komið fyrir augu almennings. í húsi listamannsins — Maður var feiminn við hann. Hann var svo alvar- legur, ekkert glens og grín. Honum hafði ekki líkað ef maður hefði verið of frakk- ur við hann. En hann var ákaflega góður við okkur, bar virðingu fyrir foreldrum sínum og þau fyrir honum. Hann var mjög hjálplegur við mig, þegar ég fór að máia undir hans leiðsögn árið 1911 —1912, en mjög strangur. Ef honum líkaði ekki, hnsti hann bara höfuðið, en var ekkert að útskýra málið. Eg — Um músik og myndlist. \ Þegar Ásgrímur setti plötu á fóninn, þá sat hann venju- lega á rúminu þarna og ég í stólnum og þá þýddi nú ekki að fara að tala meðan við áttum að hlusta. Ásgrím- ur hafði aldrei áhuga fyrir neinum smámunum. 1 blöð- unum las hann aðeins-helztu erlendar fréttir og um listir eða tónlist, dægurþrasið lét hann allt fram hjá sér fara. En smakkaði hann aldrei Þessa mynd tók Ijósmyndari blaðsins, Ól. K. Magnússon, af listamanninum, er hann árið 1952 gaf ríkinu hús sitt og myndir eftir sinn dag. varð svo sjálfur að komast að því hvað var svona slæmt. Þannig var það líka í skól- anum í Höfn. Kennararnir voru allfruntalegir í leiðbein- ingum sínum, en af þvx lærði maður. . — En seinna S æfinni, um hvað töluðuð þið bræðurnir helzt, þegar þið voruð hér samaní Bannað að reykja Nú, dregur Ólafur ljósmynd ari pípuna upp úr vasa sín- um, en Bjarnveig stöðvar hann. 1 þessu húsi á ekki að reykja. — Reykti Ásgrímur aldrei? spyr ég. — Jú, jú, á sínum yngri árum, segir Jón og hlær við. En þegar hann hætti fékk enginn að reykja í húsinu. vín? — Eg held að það hafi einu sinni verið veitt vín í þessu húsi, segir Bjamveig. Það var þegar hann gaf ríkinu húsið og málverkasafnið. Hann bað mig þá fara og kaupa eina flösku. — Þær voru nú tvær, gríp- ur Jón fram í. En þær hurfu tf%%J%%%%%%%< Þar fund- ust 400 myndir eftir hann fíjótt af borðinu. Tvisvar var hellt í glösin og svo voru þær horfnar. Vildi enga mynd selja Talið barst nú aftur að myndum Ásgríms og safninu. Jón sagði að snemma hefði Ásgrímur farið að halda eftir myndum, sem hann vildi ekki selja og seinni árin sem hann lifði seldi hann helzt enga mynd. Jón kvaðst oft hafa verið að reyna að leggja mönnum lið, sem langaði til að eignast mynd eftir bróð- ur hans, en Ásgrímur var tregur, vildi geyma þær á fyrirhugað safn. Eftir lát hans fundust svo um 400 fullgerð- ar myndir í húsinu. Sumar þurfti að hreinsa og gera smávegis við og var það gert í Ríkislistasafninu 1 Kaup- mannahöfn. Og í dag kl. S opnar menntamálaráðherra Asgríms safn og kl. 4—10 verður það opið almeningi. STiKSÍtírö Afbrot unglinganna Eftirfarandi birtist í Þjóðvilj- anum í gær: „Morgunblaðið skýrir frá því í gær að 20 unglingar hafi reynzt uppvísir að 51 innbroti í ná- grenni Keflavíkurflugvaillar oig hafi þýfi þeirra numið að verð- mæti 200—300 þúsundum króna, en „margir þeirra pilta sem eiga hlut að máli og tekið hafa þátt í innbrotsþjófnuðunum eru und- ir lögaldri sakamanna". Auðvit- að er það engin tilviljun að þessi afbrot eru framin í nágrenni herstöðvarinnar á Suðurnesjum; hér birtist vernd og öryggi her- setunnar á einkar Ijósan hátt, samkvæmt alkunnum fordæmum í Bandaríkjunum". Mikil eru áhrif Bandaríkja- manna, ef öll afbrot og afbrota- hneigð í landinu á að skrifa á þeirra reikning. Áhrif af „hersetunni“ í Timanum í gær birtist eftir- farandi frá Adolf Petersen: „I tilefni af yfirlýsingu fram- kv.nefndar miðstjórnar Menning artengsla íslands og Ráðstjórnar ríkjanna í Þjóðviljanum þann 2. þ.m., skal fram tekið, að mið- stjórn landssambands MÍR, kom með reikninga fyrir sambandið á fund þess, árið 1954 eða 55, þeir reikningar voru illa upp- settir og óendurskoðaðir og voru EKKI teknir gildir, síðan það var hafa engir reikningar fyrir landssamband MÍR verið iagðir fram á ráðstefnum (landsfund- um) þess. Þeir reikningar sem fram- kvæmdanefndin virðist vera að gefa yfirlýsingu sína um í Þjóð- viljanum, eru líklega reikningar Reykjavíkurdeildar MÍR, en þeir reikningar voru uppgerðir og endurskoðaðir og samþykktir at- hugasemdalaust á aðalfundi fé- lagsins í febrúarmánuði sl. en þeir reikningar eru óskyldir reikningum landssambands Menningartengsla íslands og Ráðstjórnarríkjanna. Það virðist því ástæða til að áminna þá um sannsögli þessa heiðursmenn sem undirrita yfir- lýsinguna í Þjóðviljanum, og í trausti þess að þeir taki áminn- ingu til greina er útrætt um þetta mál af minni hálfu“. Ertu það líka áhrif frá „herset- unni“, að forsprakkar kommún- ista hafa enga reikninga lagt fram á landsfundum MÍR um árabil? Áætlunarráð ríkisins I fyrradag var frumvarþ Ein* ars Olgeirssonar til umræðu á Alþingi, og segir Þjóðviljinn m. a. svo frá framsöguræðu hans: „Þá vék Einar að frumvarp- inu sjálfu og sagði, að á þvi hefði aldrei verið brýnni þöyf en nú að taka upp heildarskipulagn ingu á þjóðarbúskapnum eins og þar. væri Iagt til. Með þvi að skipuleggja framkvæmdir og fjárfestingu þjóðarinnar ' væri hægt að tryggja bætt lífskjör almennings, framkvæma kaup- hækkun án verðbólgu." Er þetta nú ekki að fara öf- ugt að hlutunum? Allir vita við hvers konar skipulag Einar Ol- geirsson á. — Það er staðreynd, að í nágrannalöndum okkar hafa lífskjörin batnað verulega síð- ustu árin. En það er fyrst og fremst vegna þess, að þau hafa fylgt efnahagsmálastefnu, sem nú hefur verið tekin upp hér á landi. Með því að fylgja hennl munu hér einnig verða stórstíg- ar framfarir á næstu árum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.