Morgunblaðið - 05.11.1960, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 05.11.1960, Blaðsíða 24
Brét trá New York Sjá bls. 10. JHtntmi íþróttir eru á bls. 22. 254. tbl. — Laugardagur 5. nóvember 1960 20 þús. kr. tjóni valdid á mann- lausum bíl MAÐUR nokkur, sem varð að skiljá bílinn sinn eftir i fyrrakvöld bilaðan á Flóka- götunni neðanverðri, kom að honum stórskemmdum í * gærmorgun. — Um nóttina hafði verið ekið aftan á bíl- inn með þeim afleiðingum, að yfirbygging hans gekk úr skorðum. Ummerki sýndu að við áreksturinn hafði bíll- inn kastazt 6 metra. Bifreið- in er Morris-fólksbifreið. ★ 20 jþús. kr. tjón Eigandi bílsins, telur að það muni kosta a, m. k. 20,00 krón ur að bæta tjónið, en ekki er bíllinn tryggður fyrir slíkum skemmdum. Svo mjög laskað- ist húsið að hurðirnar fjórar, voru svo fastar, að ekki var hægt að opna þær, án þess að beita verkfærum við það. Rannsóknarlögreglan fékk xnál þetta til meðferðar síðdegis í gær. Ýmis verksummerki benda tii, að bíllinn hafi verið rauður að lit sem árekstrinum olli. Kona í húsi skammt frá þaðan sem billinn stóð, en það var við Flókagötu 11, telur sig hafa heyrt mikinn skell utan af göt- unni milli klukkan 2—3 um nótt ina. Slegizt í hótel H.B. SMÁÁXÖK urðu á Hótel HB í Vestmannaeyjum nótt eina í vikunni. Gestir hóteisins vöknuðu upp við mikinn skarkala síðari hluta nætur. Hótelstjórinn var þá að kasta einum þjónanna á dyr. Var sá drukkinn og erfiður viður- eignar .Þó tókst að koma hon um út eftir mikinn bægsla- gang og reyndu hótelgestir þá að festa blund að nýju. En þjónninn lét aftur til sín heyra. Hugðist hann ráðast til inngöngu á ný. En dyrnar voru læstar og lét þjónninn sér nægja að brjóta nokkrar rúður áður en lögreglan kom og veitti honum húsaskjól. Hann er utanbæjarmaður og þurfti að bíða a.. m. k. sólar- hrng eftir ferð. Ekki fékk hann inni á hótelinu næstu nótt og bjó hann því áifram hjá lögreghu Vesrtmannaeyja. Stjórnmálanám- skeiðið á Akranesi AKRANESI: — Lokafundur á stjórnrr»álanámskeiði Þórs, Fél. ungra Sjálfstæðismartna á Akra- nesi verður haldinn að Hótel Akraness á morgun, sunnudag, kl. 2 síðd. Þar mæta á fundinum Jón Árnason alþm. og ræðir um þróun Akranesskaupstaðar og Ásgeir Pétursson lögfræðingur, er ræðir um stjórnmálastefnur og almenningsálitið.Á eftir verða kaffiveitingar og námskeiðinu slitið. ★ Skemmdur bíll Rann&óknarlögreglan heitir á alla þá er kynnu að geta gefið uppl. um hver valdur muni að þessu mikla tjóni mannsins, að gert sér viðvart. Varla leikur nokkur vafi á því að bíllinn sem árekstrinum olli hafi orðið fyrir meira eða minni skemmdum. R # s o rota HVAÐA skrímsli er nú þetta, sagði Ingólfur Davíðsson grasafræðingur, er hann kom í gærdag inn á ritstjórn Mbl., er beðið hafði hann að koma þar við og sjá svolitið. Og blaðamaðurinn sagði Ingólfi allt það sem hann vissi um þetta fyrirbrigði sem kom fyrir nokkru upp úr gulrófna- garði austur í Gaulverjabæjar hreppi, að Eystri-Hellum, en þar býr Jón Guðlaugsson. Að Eystri-IIelIium hefur gul rófnarækt verið stunduð að nokkru marki um árabil. I hagstæðri tíð er uppskera 100—150 pokar. Fyrir nokkru, er verið var að taka upp úr garðinum ,kom þessi ægilega rófa upp úr honum. Blaðhvirf ingi hafði virzt eðlileg, en eitthvað hafði losnað af blöð- um, en henni var rykkt upp, því hún var gikkföst. Strákurinn, Bogi Karlsson, sem er sendisveinn hjá Mbl., situr með stóru rófuna frá Eystri- Hellum á hnjánum. Ummál hennar reyndist vera 78 sm. og hæð 25 sm. Venjulega rófu frá Eystri-Hellum, sem vegur rúm 1100 grömm, setti Ijósmyndarinn ofan á fót drengsins. Heima á bænum var rófan sett á vigt og reyndist hún vera T kg á þyngd .Þar kom í ljós að fleiri smærri blað- hvirfingar uxu kringum aðal- hvirfinguna .Er að sjá, sem þessi risarófa sé mynduð af fimm samvöxnum rófum. Ingólfur Davíðsson sagðist aldrei hafa séð svona stóra afbrigðilega rófu. Hann kvað erfitt að segja hvað orsakað hafi þennan vöxt. Heimildar- maður blaðsins gat þess að rófan væri uppvaxin af einu einasta fræi. Það er hugsan- legt að beitt hafi verið varn- arlyfjum gegn arfa í garði bóndans, sagði Ingólfur, og eru þess þá dæmi að afbrigði- legur vöxtur eigi sér stað. í Noregi hafa lyf gegn arfa or- sakað að baldursbrá hafi bor- ið margar flatar körfur og stönglar blómsins verið flatir. Þegar þið hafið ljósmyndað rófuna, væri fróðlegt að fá hana upp í Atvinnudeild til athugunar, aagði Ingólfur Davíðsson að lokum. — Hún mun verða send þangað. Sam- kvæmt því sem Ingólfur segir, má hiklaust ætla að þetta sé stærsta rófa sem kom ið hafi upp úr rófnagarði hér á landi. 2160 brjdstahöldum og fatnaöi smyglað land- helgismálið HAFNARFIRÐI — Málfunda. félagið Þór heldur fund í Sjálfstæðishúsinu nk. mánu. dagskvöld klukkan 8,30. Þar verður rætt um landhelgis. málið og er Bjarni Benedikts. son dómsmálaráðherra frum. mælandi. — Allt Sjálfstæðis. fólk er velkomið á fundinn meðan rúsrúm leyfir. í FYRRADAG, þegar Lagar- sígarettur, 60 tylftir af næl- ^ onsokkum, 240 öskjur af Pólland og Dan- mörk unnu Island 1 FYRRADAG tefldi ísl. sveit- in á skákmótinu í Leipzig við Pólverja. Pólland vann með 2V2 vinning gegn %. Arinbjörn gerði jafntefli við Plate, Doda vann Freystein, Filipovicz vann Guðmund, en Gunnar á lakari stöðu í biðskák við Kostro. ígær tefldu íslendingar við Dani. Arinbjöm vann Nielsen, Kölding vann Gunnar, Ólafur gerði jafntefli við Pedersen en Blom vann Kára. Danir unnu því með 2% gegn 1V2. foss kom frá Ameríku, fundu tollgæzlumenn mikið aí smyglvarningi í skipinu, að- allega kvenfatnað. Við venju lega tollskoðun fannst eitt- hvað af varningi þessum og var leitin þá hert og að lok- um höfðu tollgæzlumennirn- ir fundið hvorki meira né minna en 180 tylftir af brjóstahöldum eða 2160 stk., 44 tylftir af sokkabuxum, 220 pör af kvenskóm, 30 þús. -□ VARÐARKAFFl í Valhöll í dag kl. 3—5 síðd. -□ tyggigúmmí, 4 tylftir af seg- ulbandsspólum og 9 stk. af einhvers konar innanhússíma tækjum. Fulltrúi tollstjóra skýrði blaðinu frá þessu í gær. — Varningurinn var falinn viðs vegar í klefum skipsmanna, aðallega milli þilja í loftun- um, og svo frá gengið að ekki var annað að sjá en loftin væru heil. Eitthvað var einnig falið í geymslum. Það sem áður er talið fannst við leitina í fyrradag og fyrrakvöld, en í gær var haldið áfram að leita og mun þá eitthvað hafa fundizt i viðbóí. Skipverjar hafa verið tekn ir til yfirheyrslu og er upp- lýst hverjir eru eigendur alls þessa varnings. DeiMan við Breta skaSar okkur ekki sagði Finnbogi Rútur á Alþingi LANDHELGISMÁLIÐ var rætt í efri deild Alþingis í gær. Var fram haldið fyrstu umræðu um frumvarpið um lögfestingu fiskveiðilögsögu- reglugerðarinnar og varð um ræðunni enn ekki lokið. Að- eins tveir þingmenn tóku til máls í gær, Páll Þorsteins- son, 5. þm. Austurlands, sem talaði í tæpa klukkustund, og Finnbogi Rútur Valdimars- son, 5. þm. Reyknesinga, sem talaði í sjö-stundarfjórðunga. Páll Þorsteinsson rakti sögu málsins og kom ekkert nýtl fram í ræðu hans. Finnbogi Rútur Valdimarsson flutti aðra ræðu sína við þessa umræðu. Beindi hann orðum sin um mjög til utanríkisráðherra og gagnrýndi nokkur atriði úr ræðu þeirri, er ráðherrann flutti um daginn. Ræðumaður var þungorður um ofbeidi Breta og dró enga dul á, að sjómenn og þá einkum varðskipsmenn væru í stöðugri hættu af völdum þess. Að öðru leyti kvað hann deil- unna við Breta ekki skaða okk- ur og taldi að löndunarbann í Bretlandi yrði okkur ekki til tjóns. Þá fór hann um það nokkrum orðum, hvort við ætt- um að kæra ofbeldið, en komst að þeirri niðurstöðu eftir nokkr- ar bollaleggingar, að við viss- um ekki fyrir hverjum viö skyldum kæra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.