Morgunblaðið - 09.12.1960, Side 6

Morgunblaðið - 09.12.1960, Side 6
6 MORCVrffíT 4Ð1Ð Föstudagur 9. des. 1960 B o i u-H já / mar en þá orðinn nokkuð lotinn. Ekki var hann breiður á axlir né herðar og hafði sívalan vöxt, útlimalangur, fremur, nokkuð stórskorinn, þó ekki mjög í and- liti. Ekki var hann höfuðstór, og höfuðið fremur þunnt. Ennið mikið og kúpt með smágerðum þverhrukkum ofarlega, en nokk- uð djúpri rák upp af nefi. Eyr- un heldur smá, nefið beint, þunnt og hátt. Augnbrúnirnar háar, en Hjálmar Jónsson frá Bólu: Ritsafn VI. Æviágrip, þættir og sagnir. Finrnur Sigmundsson tók saman. ísafoldarprentsmiðja 1960. Árið 1949 kom út á vegum ísafoldarprentsmiðju fimm binda útgáfa á verkum Bólu-Hjálmars í bundnu og óbundnu máli, gerð undir umsjá Finns Sigmundsson- ar landsbókavarðar. Þessi ágæta útgáfa hefur, að því er ég bezt veit, komizt inn á mörg íslenzk heimili og enn sýnt og sannað. hversu merkilegt skáld Bólu- Hjálmar var, í senn gáfaður og tilfinningaríkur. Nú, að rúmum tíu árum liðn- um, hefur gildi þessarar útgáfu enn aukizt við það, að út er komið 6. bindi hennar, sem flyt- ur ýtarlegt æviágrip Bólu-Hjálm ars, samið af Finni Sigmunds- syni, einnig kafla um börn skálds ins, geymd handrita þess, lýs- ingar á Hjálmari og sagnir um hann. Er bókin prýdd mörgum myndum af stöðum, sem koma við sögu hans, uppdráttum, mynd um af nokkrum barna hans og barnabarna, rithandarsýnishorn- um og útskurði Hjálmars. Þá eru í bókinni þrjár myndir, gerðar af Hjálmari samkvæmt lýsingum þeirra, sem sáu hann í lifandi lífi. Flytur ritið í heild mikinn og staðgóðan fróðleik um Bólu- Hjálmar og er þess vegna kær- komið öllum aðdáendum hans. Bólu-Hjálmar varð fljótt haif- gerð þjóðsagnapersóna; átti forn eskja hans drjúgan híut í að svo varð. Tóku snemma að spinnast um hann sagnir, misjafnlega á- reiðarilegar, og því erfitt að ó- rannsökuðu máli að átta sig á ýmsum atburðum í lífi hans. Með þessari nýju bók sinni um Hjáim ar má segja, að Finnur Sigmunds son hreinsi til í þessu efni, dragi fram allt það, sem raunverulega er satt og rétt um æviatriði hans, en láti hitt, sem um skortir sönn unargögn, liggja milli hluta. Er því nú á einn stað komin öll áreiðanleg vitneskja um æviferil Bólu-Hjálmars. Frásögn sína byggir höfundur- inn á góðum gögnum, svo sem kirkjubókum og málsskjölum, en þar, sem slíkt hrekkur ekki til, á frásögnum og rannsóknum traustra fræðimanna fyrir norð- an, bæði í Skagafirði og Húna- þingi. Getur hann í formála eink um þeirra frænda Stefáns Jóns- sonar á Höskuldsstöðum í Blöndu hlíð og Stefáns Vagnssonar á Sauðárkróki, sem báðir eru af- komendur Eiríks í Djúpadal, er kemur við sögu Bólu-Hjálmars, og Magnúsar Björnssonar á Syðra-Hóli á Skagaströnd. Er hann þegar kunnur af bókum sínum, en því miður hafa Stefán á Höskuldsstöðum og Stefán Vagnsson birt eftir sig á prenti mun minna en skyldi, svo fróðir og málhagir sem þeir eru. Þótt Bólu-Hjálmar yrði aldrað- ur maður og ævi hans allvið- burðarík, eftir því sem gerist um íslenzka bændur, verður æviá- grip hans, rakið á þann hátt, sem Finnur Sigmundsson gerir, ekki ýkja langt, eða liðlega hundrað blaðsíður í bók. En þá eru að vísu aðeins teknir „ytri þræðir í æviferli Bólu-Hjálmars eftir þeim heimildum, sem fyrir hendi voru“, eins og höfundur kemst að orði. En til er önnur ævisaga hans, sú er hann rekur sjálfur í Ijóðum sínum, hinir innri þræðir í æviferli Bólu-Hjálmars, svo vikið sé við orðalagi Finns. Það er álitamál, hvort ekki hefði far- ið vel á því að rekja þessa þræði jafnframt hinum, það hefði á engan hátt rýrt fræðilegt gildi æviágripsins, en sýnt, hvernig Hjálmar brást í skáldskap sínum við þeim atvikum, sem þar er greint frá. Fá islenzk skáld hafa ort jafn mikið um eigin hagi og Hjálmar í Bólu, allt andstreymi hans verður honum meira eða minna að yrkisefni, og enda þótt hann leggi sjaldnast hlutlægt mat á aðstæður sínar ,býr þessi kveðskapur yfir svo miklu raun- sæi, svo miklu af veruleika tím- ans, sem Hjálmar lifir á, að hann á rétt á sér í ævisögú hans, sé hún skoðuð frá öllum hliðum Þetta eru ekki aðfinnslur við veck Finns Sigmundssonar, það er unnið af mikilli nákvæmni og aðgætni innan þeirra takmarka, sem því eru sett, en ég tel, að það hefði orðið ennþá fróðlegra og skemmtilegra, hefði hann gefið Hjálmari orðið oftar en raunin er. Fróðlegt er að lesa það, sem Finnur tínir til af lýsingum þeirra manna á Bólu-Hjálmari, sem sáu hann með eigin augum, enda þótt þeim beri nokkuð á milli, því flestir þeirra voru í æsku, þegar þeir sáu hann. Er • Konur eru líka menn Það kennir ýmissa grasa í skúffu Velvakanda um þess- ar mundir. T. d. liggur þar eftirfarandi bréf frá „Konu, sem telur sig með mönnum": Stundum undanfarið hef ég séð að konur, sem eru blaða- menn, eru kallaðar blaðakon- ur. Ekki alls fyrir löngu stóð í Morgunblaðinu, að Elín Pálmadóttir blaðakona hefði verið kjörin í stjórn eða vara stjórn Stúdentafélags Reykja víkur. Mér finnst svona mál- tilfinning smásmuguleg, ein- strengingsleg og beinlínis röng. Hér er starfandi Blaða- mannafélag íslands og með- það ófyrirgefanleg vanrækslu- synd að engin ljósrrvnd skyldi tekin af Hjálmari, manni sem lifir fram til 1875 og orðinn þekkt skáld, þegar hann lézt. Þó kemur flestum saman um, að mynd sú, er Ríkharður Jónsson gerði af Hjálmari, sé ekki vit- und lík honum. En búið er að nota þessa mynd svo óspart, m.a. í Skólaljóðum, að flestir munu ætla nú orðið, að þannig hafi Bólu-Hjálmar litið út í raun réttri. Einn þeirra, sem séð hafði Bólu-Hjálmar á uppvaxtarárum sínum var Árni Þorkelsson á Geitaskarði. Lýsir hann honum mjög nákvæmlega, eða á þessa leið: Bólu-Hjálmar var hár mað- ur vexti, eða svo sem hann sjálf- ur segir „hart nær þrjár álnir“, limir þess eru blaðamenn — eða eru konur ekki menn? — Mundi t. d. kona, sem væri vélstjóri vera kölluð vélstýra, og þarf ekki að finna kven- kynsorð yfir læknir og verk- fræðingur, svo að nokkuð sé nefnt, og heita konur, sem eru alþingsmenn nú orðið alþing- iskonur? Nema málsnilling- arnir vilji breyta heiti blaða- mannafélagsins í Blaðamanna og kvenfélag fslands? Væri ekki rétt að þeir byrjuðu á því að finna kvenkynsorð yf- ir málfræðingur?" Velvakandi hefur borið þetta undir viðkomandi blaða mann (konu)t sem er alveg sammála bréfritara, skrifar ekki slútandi, nokkuð loðnar, augun fremur smá, en harla skarpleg og snör. Kinnbein há, kjálkar þunnir. Munnurinn frem ur nettur, en varir nokkuð þykk- ar. Hárið jarpt, þunnt og ætíð afturgreitt, hýjungur á vöngum og grisjóttur skeggkragi. Allur var svipurinn alvarlegur og ein- beittur, gáfulegur og hreinlegur. Horfði Hjálmar venjulega djarft og beint fram, en var langt í frá með þeim íbyggnis- og undir- hyggjusvip, sem mynd Ríkharðs gefur í skyn. Myndir bókarinnar af stöðum, sem snertá æviferil Hjálmars, eru yfirleitt góðar, flestar tekn- ar langt til, svo staðhættir njóta sín, en það vill brenna við, þeg- ar teknar eru myndir af sögu- sig reyndar aldrei annað en blaðamann. Qll erum við jú af tegundinni maður, homo sapiens, á því hafa karlmenn- irnir engan einkarétt. Læknir, verkfræðingur, alþingismað- ur, sendiherra, eru allt starfs heiti, sem ekki þarf neitt að breyta, hvort sem kvenmaður eða karlmaður eiga í hlut —- og sama er um blaðamennina. * Sérgrein nr. 9 og 16 Nokkur bréf hefur Velvak- andi fengið í tilefni af skrif- um hans um strætisvagnana. Kona ein, sem býr á Gunnsrs brautinni, býður fram hjálp sína, ef Velvakandi þurfi ein- hvern tíma að fara frá Mikla- FERDIIMAIMP stöðum t.d. að ljósmyndarinn gleymi sér og ösli heim allt tún á viðkomandi bæ, svo ekki kem- ur annað fram á myndinni en 20. aldar húsakostur á jörðinni. Þó er gloppótt að birta ekki mynd af Nýjabæ, þar sem Hjálm- ar bjó í fimm ár, en þess í stað mynd af Ábæ, þar sem andskoti hans réð húsum, Guðmundur Guðmundsson. En þetta mun stafa af því, að myndirnar í bók- inni eru ekki teknar vegna henn- ar, heldur er notazt við eldri myndir eftir því sem til hefur náðst, teknar í öðru augnamiði én að sýna sem bezt umhverfi Bólu-Hjálmars. Hefði útgáfan átt að senda ljósmyndara norður og láta hann taka myndir með beinu tilliti til þessa ágæta rits Finns Sigmundssonar, bæði í Eyjafirði, Skagafirði og Húnaþingi, því hægt hefði verið að rekja slóð Hjálmars gerr í myndum en gert er. Að öðru leyti er frágangur bókarinnar prýðilegur. Tel ég óhætt að mæla með þessu riti við alla þá, sem áhuga hafa á lífi og skáldskap Bólu- Hjálmars, hins mikla bassaleik- ara íslenzkrar ljóðagerðar. Hannes Pétursson. Mikilvægar upplýsingar um geislaáhrif WASHINGTON, 3. des. — Banda ríski flugherinn hefir tilkynnt, að mjög mikilvægar upplýsingar hefðu fengizt um áhrif geislúnar á lifandi verur úr trjónu Disco- verer-gervitunglsins, sem flug- vél náði á leið til jarðar, eftir að hylkið hafði verið á braut um hverfis jörðu klukkustundum saman. Svo vildi til, að þegar tilraunir þessar voru gerðar, var eitt mesta gos á sólinni, sem komið hefir, og urðu dýrin fyrir geisl- un af þeim sökum. Þær upplýs- ingar, sem við þetta fást, geta síðar meir komið að ómetanlegu gagni, þegar menn verða sendir út í geiminn. torgi niður í bæ í strætia- vagni, jafnvel þó gaman væri að sjá hann hlaupa hringinn í kring um Miklatorg, stöðl. anna á milli, eins og hún gerði áður en hún flutti í bæinn og gerði þessa leið að sinni sérgrein. Hún segir: — „Ég kann á númer 9. Einnig á nr. 16. Þær fara báðar nið- ur á torg eftir dálítinn hrir.g um austurbæinn. Frá torginu er auðvelt að rata. Þar eru bara þrír stöðlar (eða hvað þeir nú heita þessir vandræða punktar). í kringum Mikla- torg eru 5. Þar hefur hver leið sinn stöðul. Nema 9 og 16, sem báðir verða að stanza á sama stað, og sem ég hefi af þeim sökum valið til notk- unar“. ★ Móðir í Fossvoginum kveðst tyðja kvörtun vegna of fárra erða í Fossvoginum. Krakk. irnir 'hennar eiga að sækja skóla niður í bæ, og verða stundum að biða í misjöfnu veðri upp undir klukkutima í bænum eftir að komast heim. Krakkarnir freistast þá til að fara að flækjast, ekki sízt núna þegar jólaútstillingarn- ar eru og kemst los á þau. Ekkert er hægt við því að segja, þau komast ekki heim. Velvakandi á erfitt með að kvarta yfir ferðunum í Foss- voginn, síðan stungið var upp á því hér í dálkunum að auka ferðir yrðu á jólum í Fossvogs kirkjugarð og strætisvagnar voru latnir ganga þangað öll jólin — tómir. Samt sem áð- ur leikur víst ekki vafi á þvi að hverfi, sem tilheyrir Reykjavík, þarf betri sam- göngur við bæinn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.