Morgunblaðið - 09.12.1960, Page 12

Morgunblaðið - 09.12.1960, Page 12
12 M on CTIWHL 4 ÐIÐ Föstudagur 9. des. 19G0 Utg.- ti.í Ai-vakur Revkjavut. Framkvæmdast.ióri: Sigfús Jónsson. Rnstjórar= Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason trá Visri.’- Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Lesbók.: Arnj Ola. simi 33045 Auglýsingar: Arni Garðar Kristmsson. Ritstjorn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og aígreiðsla: Aðalstraeti 6 Sími 2?480. Askriftargjald kr 45.00 á mánuði mnaniands. 1 lausasöiu kr. 3.00 eintakið. HAGNÝT JARÐ- EFNI Á ÍSLANDI Fliótfærnin borgar sig ekki TSLENDIN GAR hafa löng- um talið sjálfum sér og öðrum trú um, að í landi þeirra væri engin hagnýt jarðefni að finna, eða a.m.k. í svo litlum mæli að ekki væri orð á því gerandi. Efni eins og góður sandur til steypugerðar er einskis virði í augum fólks, af því að nóg virðist til af honum í land- inu. En sandur var ekki einskis virði í þá daga, þeg- ar vantrúin var svo mikil á íslenzkum sandi, að hann var talinn ónothæfur í steypu, og sandur því fluttur inn frá Danmörku vegna byggingar Dómkirkjunnar í Reykjavík! Á undanförnum árum hefur margt komið í ljós, sem gerir það að verkum, að full ástæða er til að end- urskoða matið á hagnýtum jarðefnum í landinu. Kalk og líparít Þegar hefja átti undirbún- ing að byggingu sements- verksmiðju fannst mikið magn af skeljasandi í Faxa- flóa. En kalk er eins og kunnugt er eitt helzta hrá- efnið til sementsgerðar. Ann- að aðalefnið, sem þarf í sem- ent, er að finna í líparíti, með sérstökum eiginleikum. Hafin var leit að þessu efni, þar sem auðvelt væri. að komast að því, og eftir skamma stund fannst það í Hvalfirði. Þarf því nær eng- in hráefni að flytja til sem- entsvinnslunnar. Biksteinn eða perlusteinn er nú mjög notaður í bygg- ingariðnaði Bandaríkjanna og er að ryðja sér til rúms í V-Evrópu. Fyrir nokkrum árum barst hingað fyrirspúrn að vestan um hvort hér væri ekki bikstein að fmna, þar sem ísland er eldfjallaland. Um það vissi enginn, en það var farið að leita og hafa nú fundizt tvær stórar biksteins- námur. Önnur á Austfjörð- um og hin, hvorki meira né minna en heilt fjall, á Vest- urlandi. Til þess að vinna þessar námur þarf að leggja í allmikinn stofnkostnað og þar sem biksteinninn verður að vera ódýr til að geta keppt á heimsmarkaðnum, getur orðið nokkur bið á að vinnsla hefjist hér. En ekki er nokur vafi á að svo verð- ur fyrr eða síðar og má vera að það verði ekki sízt mikil- vægt innlendum byggingar- iðnaði. Enda mikill skortur hér á hagkæmum byggingar- efnum og ekki síður á hag- kvæmum byggingarháttum. Naman við Mývatn Aðalhráefni Áburðarverk- smiðjunnar í Gufunesi eru loft og vatn, en til þess að áburðarkornin festist ekki saman þarf að úða þau með svonefndum kísilgúr og eru árlega flutt inn um 800 tonn af honum í þessu augnamiði. Á meðan áburðarverksmiðj- an var í smíðum var hafin leit að þessu efni hérlendis og fannst nokkurt magn eigi langt frá Reykjavík. Ekki mun þó hafa þótt svara kostnaði að vinna það. Síðan mun þó hafa fundizt kísilgúr í vötnum í nágrenni Reykja- víkur. En jafnframt hefur á botni Mývatns fundizt stærsta kísilgúrnáma í Evrópu! Þarna má vinna 10 til 15 þús. tonn af verðmætu hrá- efni á ári og nota úrganginn til húðunar á áburði. Miðað við þetta vinnslumagn ætti náman að endast um aldur og ævi, svo mikið myndast af kísilgúr árlega í Mývatni. Almennings-hlutafélag Vonandi verður hægt að ljúka öllum undirbúningsat- hugunum við Mývatn á næsta ári svo að sem fyrst verði hægt að hefjast handa um verksmiðjubyggingu og annan undirbúning. Um 60 manns munu fá atvinnu við vinnslu og flutning á efn- inu og búast má við 40 millj. krória gjaldeyristekjum af þessu á ári. Eðlilegast væri að stofnað yrði almennings- hlutafélag um þetta merka fyrirtæki, með eða án aðild- ar erlendis fjármagns, eftir því sem henta þætti. Enn má nefna það, að bráð lega mun hefjast útflutning- ur frá Hafnarfirði til Þýzka- lands á hraungrýti, en þar verður það notað í bygging- ariðnaðinn. Telja má víst að stöð- ugar framfarir í efnaiðn- aði muni leiða til þess að miklu fleiri íslenzk jarð- efni verði eftirsótt. Og nú er þegar svo komið að ís- lenzka þjóðin býr ekki Iengur í hráefnasnauðu landL HANN heitir U. E. Baughman og er yfirmaður þeirrar deildar bandarísku leynilögreglunnar, sem hefir með höndum það ábyrgðarmikla hluiverk að g-æta lífs og lima forseta landsins, á nótt sem degi. Baughman er varkár maður, sem vera ber í slíku starfi, og hættir ekki á neitt, hvorki að því er öryggi forsetans varðar — né heldur hans eigið öryggi. — • — Svo sem venja er, þegar for- setakosningar fara fram í Banda ríkjunum, biðu menn úr leyni- lögreglunni viðbúnir í grennd við aðsetur þeirra Richards Nix- ons og John F. Kennedys aðfara nótt hins 9. nóv. sl., til þess að taka að sér gæzlu hins nýja for- seta — hvor þeirra, sem kjörinn yrði. — Það var eiginlega fyrst, þegar lögreglumennirnir, sem beðið höfðu alla nóttina í grennd við bústað Kennedys í Hyannis- port í Massachusetts, nálguðust húsið kl. 9:30 að morgni hinn 9. nóv., að bandarískur almenn- ingur þóttist þess fullviss, að John Kennedy hefði — þrátt fyr- ir allt — verið kjörinn næsti for seti Bandarikjanna. » — Yfirmaðurinn, Baughman, var ekki viðstaddur — af því að hann, sem fyrr segir, er mjög varkár maður. Hann hefir látið reynslu annarra sér að kenningu verða. Fyrir- rennari hans í embættinu, J. Maloney, var ekki eins varkár — og það kost- aði hann stöð- una. » — Við forsetakosningarnar 1948, þegar nær allir Bandaríkjamenn fóru í háttinn í þeirri trú, að John Dewey hefði verið kjörinn, þá var Maloney sömu skoðunar — en varð að reyna það næsta morgun, eins og aðrir, að dæmið var skakkt reiknað. Truman hafði verið endurkjörinn forseti. Og þegar Truman vaknaði upp til forsetaembættisins, var eitt af því fyrsta, sem hann sá í blaði u — mynd af Dewey kosninga nóttina, þar sem hann var um- kringdur vinum sínum og nán- ustu samstarfsmönnum. Og í þess um hópi mátti reyndar þekkja Maloney leynilögregluforingja! Og eitt af fyrstu verkum Tru- mans sem endurkjörins forseta var þáð, að flytja Maloney úr stöðu yfirmanns leynilögreglu sinnar í lága stöðu í fjármálaráðu neytinu. — • — Baugham var skipaður eftir- maður Maloneys — og hann hefir sýnilega ekki ætlað sér að falla í sömu gryfjuna og hann. Þess vegna hélt hann sig fjarri keppi- nautunum um forsetaembættið, þar til úrslitin voru orðin fylli- lega Ijós . . . • FRANSISKUSABMUNK- URINN faðir Blandino della Crose hefir stofnað „reglu“ ungra, italskra munka sem skuldbinda sig til þess að sitja a.m.k. eitt ár í fangelsi. Þessir ,fangelsisbræður“, sem skulu starfa meðal hinna almennu fanga, munu einnig fá ágæta aðstöðu til að kynna sér ástandið í fangeisismálunum og orsakir og afleiðingar hinna margvíslegu afbrota — enda er tilgangurinn sá. Viðrœður FISHING News greinir frá þv5, að Norðmenn hafi fallizt á að hefja viðræður við Vestur-Þjóð- verja um hina nýju 12 mílna fiskveiðilögsögu Noregs. Fylgir þetta í kjölfar samninganna við Breta um tímabundnar veiðar brezkra togara upp að 6 mílna mörkunum. Ekki er enn búið að ákveða, hvenær viðræðumar hefjast. — Þjóðverjar telja fiskimiðin við Norður-Noreg meðal mikilvæg- ustu veiðisvæða sinna. Stunda þeir þau jafnvel meira en Bretar. Hægri hönd | Mobutus? ÞEGAR Kasavubu, forseti Kongó, kom heim til Leopold- ville úr för sinni á AUsherjar- þing SÞ í New York fyrir skemmstu, var tckið á móti honum með viðhöfn á flug- vellinum. — Á þessari mynd sést, er Mobutu, herstjóri i Kongó (t. v. kynnir belgiska höfuðsmanninn Jean Gosse fyrir forsetanum. Gosse þessi var áður undir foringi í belgiska hernum í Kongó, dvaldist áfram í land inu eftir að það fékk sjálf- stæði í sumar — og hlaut höf- uðsmannstign í Kongóhem- um. — Margir eru þeirrar skoðunar, að Jean Gosse sé raunveruiega hægri hönd Mo butus og nánasti ráðgjafi. • Hin nýstofnaða regl* treystir á samstarf við leik. menn, og hvetur þá til að ganga í hana. Þannig skulu lögfræðingar fengnir til þess að taka að sér að verja mál fanga, án þóknunar — og læknar skulu sömuleiðis veita föngum ókeypis læknishjálp — svo og fjölskyldum þeirra, þar sem þörfin er oft ekki minni. Blaðamenn verða fengnir til að beita áhrifum sinum til þess að koma fram umbótum á aðbúnaði fanga, — en eitt af meginverkefnum munkanna sjálfra verður það að útbreiða boðskap kristinn- ar kirkju meðal afbrotamenna • Faðir Blandino della Crose hefir mikið starfað að líknarmálum, m. a. í Grikk- landi á styrjaldarárunum. Þá var hann eitt sinn viðstaddur aftöku 16 afbrotamanna og reyndi að veita þeim síðustu huggun við gálgann. Þessi at- burður fékk mjög á munkinn ákveðið að koma á fót slíkri reglu, sem nú er orðin að veruleika. — og kveðst hann þá hafa Crose hefir mikið starfað ið ákveðið að koma á fót slíkri reglu, s».m pú er orðin að veru Baughman — lærði af reynslunni í fangelsi af frjálsum vilja

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.