Morgunblaðið - 09.12.1960, Síða 20

Morgunblaðið - 09.12.1960, Síða 20
20 MfíRcrnvnTAniff Vöstudagur 9. des. 1960 liðnir. Þegar svo loks samning ar höfðu tekizt með okkur, þaut ég heim, ofsakát. Mamma tók fréttunum heldur kuldalega. Hvernig gaeti ég vitað, að ég yrði ekki bara höfð að féþúfu í ein- hverjum skrílslegum ósiðlætis- eða ofbeldismyndum. Mamma hafði sjálf fyrir nokkrum árum afþakkað útvarpssamning, sem hljóðaði upp á fimm hundruð ó viku, af þvi að honum átti að fylgja þriggja minútna auglýs- ingaþáttur. Mér datt allt í einu gott ráð í hug. Eg dró mömmu í kvikmyndahús, til að sjá „Langferðina heim“, fallega og skáldlega mynd, sem hr. Wagn- er var þá rétt nýbúinn að fram leiða. Tveim dögum seinna undirrit- aði hún samninginn: I>úsund dalir á viku, með forgangsrétti eftir hverja sex mánuði upp í tvö þúsund og fimm hundruð dali. Mest þrjár myndir á ári, og ennfremur átti ég rétt á að vera hálft árið í New York og starfa í leikhúsum, ef mér svo sýndist. Það voru ekki aðrar en Garbo og Dietrioh, sem bjuggu við svona kjör. Leikritið, sem ég var í, hætti 3. janúar 1942, eftir að hafa gengið í þrettán vikur. Eg lagði af stað til Hollywood hálfum mánuði seinna. — Þú skilur það vonandi, sagði mamma, — að þú átt ekki að búa hjá honum pabba þínum. Hvort éj skildi það! Símskeytið frá pabba hafði hljóðað þannig. — Elsku Treepee mín! Gestaálman hefur verið gerð hrein og prýdd blómum handa þér, og þú mátt nota hana eins lengi og þú vilt. Mamma hafði opnað þetta skeyti, sem var stílað til mín. Eg varð ofsareið, en hún sýndi af sér einkennilega rósemi. — Þangað til þú ert orðin tuttugu og eins árs, gerir þú eins og ég segi, ella verðurðu að vera kyrr hér heima. Eg get ekki treyst þér, kisa mín, svo að óg verð að ráða fyrir þig eins og mér þykir réttast. Þú manst það, að þú mátt ekki vera svo mikið sem eina nótt í því húsi. Pabbi væri sjúkúr maður, og ekki nema skuggi af því, sem hann hefði einu sinni verið. Mig mundi hrylla við sumu af því, sem ég yrði sjónarvottur að þar . . . Og svo hafði hún leigt handa mér nokkur herbergi í Wiltshire hótelinu í Los Angeles. — Æ, mamma, sagði ég og reyndi að malda í móinn. — Hann vildi, að ég væri hjá sér í Ghicago og svo ráðstafaðirðu mér á eitthvert gistihús þar. Nú viltu halda mér frá honum í Los Angeles. Hann er þó faðir minn. Mamma svaraði, alvörugefin: — Þarna í húsinu gerist sitthvað, sem ung stúlka ætti ekki að sjá. Auk þess er þetta þingmannaleið frá kvikmyndaverunum, en hót- elið miðsvæðis. Þú verður þar. Svo rifumst við um aðra skil mála mömmu. Hún vildi ekki láta mig fara eina til Hollywood. Verndarengillinn varð að fara með mér. Og ég varð að undir- rita skuldbindingu þar • að lút- andi: „Eg lofa því hátíðlega að taka ungfrú Eloise Vittele með mér til Hollywood og halda hana þar sem verndara í minnst sex mán uði“. Mamma, sem var gift lögfræð- ingnum Harry Tweed, gat verið lögformleg. Að sex mánuðum liðnum væri ég orðin tuttugu og eins árs, og þá ekki lengur í um sjá hennar. Ungfrúin varð fyrir sitt leyti að imdirrita skjal, þar sem hún lofaði (1) Að láta mig aldrei borða kvöldverð eina með karl- manni, (2) vera í fylgd með mér á öllum samkomum og samkvæm um og láta mig vera komna heim fyrir miðnætti, og (3) senda mömmu vikulega skýrslu um framferði mitt. Eg þaut upp. — í herrans nafni, mamma, ég er ekki að fara í barnaskóla, heldur til Hollywood. Viltu gera mig hlægi lega með því að láta franská kennslukonu draga mig heim n eð sér á miðnætti? Eg er hrædd um, að leikstjórunum þætti það skrítið . . . — Þeir mundu virða það við þig, sagði mamma rólega og lét sig hvergi. Loks setti hún enn eitt mikil vægt skilyrði. Hr. Wagner átti að senda henni svohljóðandi bréf. „Kæra frú Tweed: Að launum fyrir samþykki yðar til samningsgerðar dótt ur ýðar, Diönu Barrymore við fyrirtæki vort, lofar und- irritaður því, að hvenær sem nafn yðar er nefnt í auglýs- inga skyni fyrir nokkra mynd, sem dóttir yðar leikur í, verði það gert á virðuleg an hátt og yður samboðinn sem listanaanni, og vér lofum að kynna öðrufln þeim, er með auglýsingastarfsemi fara, þá ósk yðar, að nafn yðar sé ekki notað í auglýsingaskyni í sambandi við dóttur yðar og • kvikmyndir hennar, utan á slíkan virðulegan hátt. Vér lofum einnig að gera vort ítrasta til þessa í sam bandi við alla aðra auglýs- ingastarfsemi. Yðar einl. Walter Wagner Productions Inc., Walter Wagenr Enda þótt Bramwell væri kom inn heim úr ferðalagi sínu með ungfrú Cornell, þorði hann ekki að fylgja mér á stöðina. Mamma var orðin alveg vitlaus í sarrt- bandi við hann. Hann væri of gamall handa mér, og síðast en ekki sízt væri hann leikari. — Guð fyrirgefi mér ef ég lofa þér nokkurntíma að giftast leikara, sagði hún. — Þá væri ég orðin vitlaus, og það myndi eyðileggja þig. Eg banna þér að hitta hann. En ég hitti hann nú samt ' laumi Einu sinni og aðeins einu sinni kom á mig nokkurt hik í ást minni á Bramwell. Það gerðist að honum fjarverandi. Kannske hef ég viljað prófa sjálfa mig. Kannske hef ég í undirvitund minni óskað að gleyma honum og gleðjast þannig mömmu, eftir allt saman. Kannske gat ég ekk- ert að þessu gert. Eg fór í samkvæmi, sem Luth- er Green leikstjóri hélt, eftir frumsýningu á nýju leikriti, þar sem aðalstjarnan var ungur, fal- legur og svarteygur maður, sem ég ætla að kalla Richie Merino. í leiknum var hann kyriþakkinn uppmálaður. Eg fann geysilegt aðdráttarafl frá honum. Luther og Edie konan hans stóðu við dyrnar á íbúð þeirra, þegar ég kom þangað. Eg heils- aði þeim og gekk svo inn á milli þeirra, og stóð allt í einu auglitis til auglitis við hr. Merino. Það var eins og mér væri gefið högg og ég fann blóðinu skjóta upp í andlitið á mér. Hann leit á mig og bros kom hægt og hægt fram á varir hans. — Viljið þér ekki fá yður drykk? spurði hann, og dökku augun brunnu. Eg fékk ákafan hjartslátt. Guð minn góður, Diana, hvað gengur að þér? hugsaði ég. Samt gat ég nú hresst mig upp í það að segja já. Hann færði mér glasið. Við sötruðum drykkinn þegjandi, standandi upp á endann og horfð um hvort á annað. Eg vissi ekki ai neinum öðrum þama inni. — Þetta er fallegur kjóll, sem þér eruð í, sagði hann lágt. — Þakka yður fyrir, sagði ég. — Hann er nokkuð mikið fleg- inn. Eg gat ekki stillt mig. — Fer hann í taugarnar á yður? Hann brosti. — Hann gerir það ekki . . . lengi. Svo leit hann enn á mig en labbaði síðan frá mér. Nokkrum dögum seinna hringdi hann til mín. Vildi ég hitta hann eftir sýningu? Við hittumst, löbbuðum inn í ein- hvem bar, og sátum þar um stund. — Við getum fengið eitthvað að mín, sagði hann kæruleysislega. — Viðg getum fengið eitthvað að drekka þar. Eg var algjörlega viljalaus. — Hvar eigið þér heima? — Rétt við Madisontorgsgarð inn. — Er það mögulegt? Eg hélt, að hann hlyti að hafa fín her- bergi í einhverju tízkuhóteli. — Það er ekki fínn staður að búa á, hr. Merino. Og svo fór hann með mig þangað, í götu sem var full af leigukössum og ómerkilegum knæpum. — Við verðum að hafa hægt um okkur, það býr fleira fólk á hæðinni, hvíslaði hann á Skáldið og mamma litla Eg skal segja þér, að flestar þess- ar sýningarstúlkur eru ekkert ann- að en brosið og mjaðmirnar. Það er ekkert í þær spunnið. Eg hef nú samt reiknað út, að þær séu að minnsta kosti .... .... 120 sinnum fljótari að skipta um föt en þú. — . . . þú hefur alltaf beðið mig að hringja til þín ef ég rækist á góða silungsveiði og hér er mokafli eins og er! — Allt í lagi, það er ágætt! . . . Ágætt! Allt í lagi! — Jæja? 1 — Ée hefi ákveðið að segja þér ekki hvað ég er að reyna að gera Eva . . . að minnsta kosti ekki strax! leiðinni upp dimman stigann. Svo læddumst við á tánum eftir löngum, dimmum gangi. Það brakaði í gólfinu. Hann opnaði dyr og ég gekk á undan honum inn. Þetta var lítið og þröngt hérbergi með eina bera rafmagns peru hangandi í loftinu, og eng in ábreiða á gólfinu. Það var lít ið af húsgögnum þarna inni, borð og rúm og stóll — en yfir rúminu var innrömmuð mynd af Eleanora Duse, samskonar og mamma hafði í Loðvíks XVI,- svefnherberginu sínu heima. Ó, hugsaði ég, þegar hann hallaðt hurðinni hægt aftur á eftir okk ur, og kom til mín. Eg er lifandi! Þetta er að lifa! Seinna fór ég að rannsaka þetta nánar. Eg hugsaði um Bram og alla hans ástúðlegu blíðu . . . og ég skildi allt. Það var þessi niðurbældi ofsi hjá Richie, dýrs legur kraftur í böndum, sem mundi slíta sig lausan af minnsta tilefni. Og ég hafði svar að þessu. Það var algjörlega ó- skylt ást. Eg elskaði Bramwell og engan annan. Þegar Bram bað mín, dagí»n áður en ég fór, tók ég honum. Hann ætlaði svo að hitta mig í ailltvarpiö Föstudagur 9. desember 8.00—10.00 Morgunútvarp (Bæn. —• 8.05 Morgunleikfimi. — 8:15 Tón* leikar. — 8.30 Fréttir. — 8.40 Tónleikar. — 9.10 Veðurfregnir. — 9.20 Tónleikar). 12.00 Hádegisútvarp. \ (12.25 Fréttir og tilkynningar), ' 13.15 Lesin dagskrá næstu viku. 15.00—16.30 Miðdegisútvarp. — (15.00 Fréttir. — 16.00 Fréttir og veð« urfregnir). 18.00 Börnin heimsækja framandi þjóð ir: Guðmundur M. Þorláksson segir frá Rauðskinnum 1 Panama. 18.25 Veðurfregnir. 18.30 Þingfréttir. — Tónleikar. 18.50 Tilkynningar. 19.30 Fréttir. 20.00 Daglegt mál (Oskar Halldórsson, cand. mag.). 20.05 Efst á baugi (Haraldur J. Ham« ar og Heimir Hannesson annast % þáttinn). 20.35 ,,Ungir tónlistarmenn**: Pétur Þorvaldsson og Gísli Magnússon leika saman á knéfiðlu og píanój a) Þrjár fantasíur eftir Schu- mann. b) Elégie eftir Fauré. 21.00 Upplestur: Arnfríður Jónatans- dóttir skáldkona les úr Sóleyjar* kvæðum Jóhannesar úr Kötlum. 21.10 ,,Harpa Davíðs": Guðmundur Matthíasson söngkennari kynnir tónlist Gyðinga; VI. þáttur. 21.30 Utvarpssagan: „Læknirinn Lúk* as“ eftir Taylor Caldwell; XIX. (Ragnheiður Hafstein). 22.00 Fréttir og veðurfregnlr. 22.10 Ferðaþáttur frá Italíu, úr bók« inni ,,Regn á rykið** eftir Thor Vilhjálmsson (Höf. flytur). 22.30 I léttum tón: Italskar hljóm- sveitir leika. 23.00 Dagskrárlok. Laugardagur 10. deseknber 8.00—10.00 Morgunútvarp (Bæn. 8.05 Morgunleikfimi. — 8.15 Tón« leikar. — 8.30 Fréttir. — 8.40 Tónleikar. — 9.10 Veðurfregnir, — 9.20 Tónleikar). 12.00 Hádegisútvarp. -j- (12.25 Fréttif og tilkynningar). 13.00 OskalÖg sjúklinga (Bryndís Sig« urjónsdóttir). 14.30 Laugardagslögin. — (15.00 Fréttir). 15.20 Skákþáttur (Baldur Möller). 16.00 Fréttir og veðurfregnir. 16.05 Bridgeþáttur (Hallur Símonar- son). 16.30 Danskennsla (Heiðar Astvaldo* son). 17.00 Lög unga fólksins (Guðrún Aa« mundsdóttir). 18.00 Utvarpssaga barnanna: „A flótto og flugi", eftir Ragnar Jóhann« esson; XV. — Sögulok. (Höfund« ur les). 18.25 Veðurfregnir. 18.30 Tómstundaþáttur barna og ung- linga. (Jón Pálsson). 18.50 Tilkynningar. 19.30 Fréttir. 20.00 Tónleikar: Atriði úr óperunnl „Fidelio'* eftir Beethoven —• (Martha Mödl, Sena Juriac, Wolf gang Windgassen, Rudolf Schock, Gottlob Frick og Fílharmoníu* hljómsveitin í Vínarborg flytug undir stjórn Wilhelms Furtwángl ers). 20.30 Leikrit: „Um sjöleytið" eftir B. C. Sheriff í þýðingu Einars Páls- sonar. — Leikstjóri: Ævar R. Kvaran. Leikendur: Þorsteinn Ö. Stephensen, Lárus Pálsson, Jón Aðils, Guðbjörg Þorbjarnardótt- ir, Gestur Pálsson, Helga Bach- mann og Valur Gíslason. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 „Ur skemmtanalífiuu'4 ^Jónag Jónasson). 22.40 Danslög. 24.00 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.