Morgunblaðið - 28.02.1961, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 28.02.1961, Blaðsíða 5
Þriðjuðagur 28. fehr. 1961 MORCrl’WRLAÐIB 5 Svik við brezka fiskimenn, segja tevgaramenn í Grimsby ^ London, 27. febr. (Reuter). ÍHALDSBLAÐIÐ Daily Mail í London segir í þriðju- dagsútgáfu sinni, að Bretland hafi „dregið niður fánann“ í fiskveiðistyrjöldinni við ísland og látið undan úrslitakostum íslendinga um 12 mílna fisk- veiðilögsögu. Nefnir blaðið samkomulagið „uppgjaf- arkosti“ (surrender terms). Þá segir í Daily Mail: „Það er ekki lengra síðan en á síðasta ári að há- marks eftirgjöf Breta var að fá að veiða í tíu ár inn- an tólf mílnanna meðan togaramenn væru að end- urskipuleggja veiðarnar og togaraflotann. Um helm- ingur af afla 230 úthafstogara Breta, aðallega þorsk- ur, er veiddur við ísland. Uppgjöfin (the surrender) mun hafa í för með sér stórkostlegt fjárhagslegt tjón. Búizt er við miklum átökum í hafnarborgunum“, segir Daily Mail. Fundur með Soames Christopher Soames fiskimála- ráðherra átti í kvöld fund með fulltrúum fiskiðnaðarins og skýrði þeim frá samkomulaginu. Hafa þeir undanfarið lagt hart að ríkisstjórninni að skýra frá því hvort samningar væru væntanlegir við íslendinga, því vertíðin við Island væri að hefj ast. Fulltrúar brezkra togaraeig- enda hafa haldið því fram að ef 12 mílna mörk yrðu viðurkennd við ísland, fylgdi þeirri viður- kenningu atvinnuleysi og tekju- missir hjá fiskiðnaðinum. Þá er á það bent í Reuters- fréttinni að íslendingar hafi alls ekki fallið frá fyrirætlunum sín um um frekari útfærslu fiskveiði lögsögunnar, sums staðar allt í 40 til 50 mílur en tekið fram að þegar til þess komi muni ís- lendingar veita sex mánaða fyr irvara. Fréttastofan bendir á að samningur þessi við íslendinga sé mun óhagstæðari fyrir Breta en samningurinn við Norðmenn, þar sem Bretum eru heimilar veiðar innan 12 mílna næstu tíu árin. Kemur hart niður á brezkum fiskimönnum Samkomulag þetta mun koma hart niður á brezkum fiskimönn- um, segir Reuter. Þeir hafa und- anfarið fengið helminginn af þorskafla sínum við fsland, en ár legt verðmæti hans er um 20 milljónir sterlingspunda (kr. 2.133.000.000,00). Ekki hefur ver- ið nákvæmlega reiknað út hve mikið mun tapast við samning- ana. SVIK, segja þeir í Grimsby Togaramenn í Grimsby lýstu í dag einróma óánægju sinni með samkomiulagið og sögðu það svik við brezka fiskimenn. Tveir þekktir togaraskipstjór- ar, þeir Don Lister á togaran- um Grimsby Town, sem lenti í kasti við íslenzkan flugbát á síðasta ári, og Tom Spall lýstu því yfir að ekki hafi verið tek ið tillit til togaramanna þegar gengið var frá samningnum. Deilan rakin f einkaskeyti til Mbl. frá fréttastofu Reuters í London er skýrt frá samkomulaginu í flsk- veiðideilu Breta og íslendinga. Þar er saga deilunnar rakin ítarlega og helztu atriði sam- komulagsins. Segir í skeytinu að deilan hafi valdið fáleikum milli Breta og Islendinga í Atlantshafsbandalaginu. Sam- komulag hafi loks náðst eftir margra mánaða viðræður, bæði í Reykjavík og London. Haft er eftir áreiðanlegum fréttum í London, að samkomu- Christopher Soames, fiskimála- ráðherra Breta. lagið hafi verið gert er Guð- mundur í. Guðmundsson, utan- ríkisráðherra, kom til London rétt fyrir jólin. í tilkynningu brezku stjóm- erinnar segir að samkomulagið verði skráð hjá Sameinuðu þjóð unum og sérstaklega tekið fram að það breyti í engu stefnu Breta gagnvart landhelgi og fiskveiðilögsögu annarra þjóða. Samkvæmt frumvarpi, sem nú liggur fyrir brezka þinginu, verður ríkisstjórninni heimilt að veita úthafsflotanum fjárhagsað- stoð vegna glataðra fiskimiða. Grimsbytogari á tslandsmiðum. — Varðafundur Framh. af bls. 16 sagði hann að í því fælist að Bretar, sem aldrei hefðu viður kennt nema 3 mílna landhelgi samþykktu nú 12 mílna fiskveiði takmörk við fsland. Væri sú við urkenning endanleg og íslending ar gætu einir af fullveldi sínu farið með umráð fiskveiðiland- helginnar og ráðið yfir henni eins og þeim sýndist. Um annað atriðið þ.e.a.s. nýju grunnlínunnar, væri það að segja að ekki skipti einungis máli hvort landhelgin væri míl unni rýmri eða þrengri, heldur við hvaða mörk hún væri miðuð. Vildu lögfesta gömlu grunn- límirnar Grunnlínubreyting var gerð hér eins og kunnugt er 1952 eftir að dómur var fallinn í máli Norð manna og Breta. Var þar stuðst við álit hæfustu sérfræðinga á niðurstöðum þess dóms. Var þá hvergi lengra farið en við töldum að örugglega fengi staðizt, en líka jafnlangt. Á Genfarráðstefn- unni 1958 voru síðan samþykktar reglur um grunnlínur. En við út- færzlu landhelginnar 1958 töldu þáverandi stjórnarflokkar samt ekki fært að breyta grunnlínum, heldur héldu enn við grunnlín- urnar frá ’52 er fiskveiðilandh. var færð út í 12 mílur. Og sér- staklega er það eftirtektarvert, að nú í haust lögðu þeir til að grunn línurnar, sem ákveðnar voru með reglugerð 1952, yrðu lögfest- ar af Alþingi. í nefndaráliti þeirra við það frumvarp frá 13. febr. sl. lögðu þeir enn áherzlu á að lögfesta þessar gömlu grunn- línur, þrátt fyrir ábendingar Sjálfstæðisflokksins og Alþýðu- flokksins, um að keppa bæri að landhelgi. Á því getur engin önn ur skýring verið en sú, að þeir hafi talið einsýnt að okkur brysti lagaheimild til grunnlínubreyt- inga. Ég skal ekki ræða það sér- staklega, sagði dómsmálaráð- herra, hvorf grunnlíubreytingar þær, sem Bretar staðfesta nú fengju staðizt fyrir alþjóðadómi, en það virðast stjórnarandstæð- ingar ekki hafa talið. Ómetanlegt verður þó að telja, að fá þessa viðurkenningu Breta, enda er stækkunin á Selvogsbanka utan Faxaflóa og sunnan Langaness mun meiri en við gerðum okkur vonir um og þýðing þeirrar frið- unar verður seint metin. Gegn þessum veigamiklu grunn línubreytingum var svo fallizt á að Bretar fengju að veiða tíma- bundið á ákveðnum svæðum um þriggja ára skeið. Hagsmunir okkar til frambúðar af grunnlínu breytingunum eru ýkjulaust miklu veigameiri en hin tíma- bundnu hlunnindi Breta. Fylgt fyrri yfirlýsingu Alþingis. Bjarni Benediktsson dómsmála ráðherra ræddi síðan um þá yf- irlýsingu ríkisstjórnarinnar að haldið yrði áfram að vinna að framgangi ályktunar Alþingis frá 5. maí 1959. Væru aðgerðirnar í fullu samræmi við þá samþykkt í landhelgismálinu. Með þeim fengjum við full og ótvíræð yfir- ráð yfir 12 m auk útfærslu við grunnlínubreytingar. Landhelgin ekki með réttu hægt að halda því fram að við leggjum á okk- ur neinar kvaðir að árétta yfir- lýsta stefnu okkar um að við ætlum að fara að lögum. Því gæti sá einn haldið fram, sem afneita vildi lögum og rétti. — Þannig væru íslendingar settir í spor ofbeldismannsins, sem ætlaði að taka sér rétt, sem ekki væri virtur að lögum. En smáþjóð hefur engin tæki önnur en vitna til réttlætishugsjónar- innar, þar sem stórveldin geta tekið sér rétt með valdi. Einn mesti stjórnmálasigur Dómsmálaráðherra ræddi að væri þannig stærri en ekki minniIokum um bað að raunverul eftir en aður. Sýndi ráðherrann fram á, að við aðgerðirnar nú væri í einu og öllu fylgt ályktun Alþingis. Og það væru fleiri en Sjálf- stæðismenn, sem teldu að fara ætti að alþjóðalögum í deilu- málum. Þannig hefur sá lög- fræðingur, sem fremstur er í hópi stjórnarandstæðinga, Ólaf- ur Jóhannesson, lagt á það áherzlu á Alþingi, að hvert spor, sem stigið væri í landhelgismál- inu ætti að vera þannig undir- búið að við værum reiðubúnir að leggja málið undir alþjóða- dómstól, enda væri smáríki brýn nauðsyn á því að lög og væri það tygrgt með þessu á- kvæði að við þyrftum aldrei framar að lúta afarkostum eins og löndunarbanni og herskipa- vernd Við undirgengjumst það eitt, sem við höfum margboðið og okkur væri fyrir beztu að hlutlaus og færasti aðili heims, alþjóðadómstóllinn, skæri úr hugsanlegum ágreiningsatriðum, en valdbreyting væri fordæmd. Við skulum játa að okkur mun áfram geta greint á um það við Breta hver víðátta landhelg- innar skuli vera, en í slíkum deilum höfum við tryggt okkur að við verðum hvorki beittir efnahagslegu né hernaðarlegu réttur ríkti. Athyglisvert er, að valdi og jafnframt höfum við stjórnarandstæðingar lögðu ein- mitt áherzlu á að þessi maður talaði fyrir þeirra hönd um landhelgismálið 1. des. Á tveim Genfarráðstefnum höfum við íslendingar verið sammála um að leggja til að ágreiningur, sem rísa kynni um útfærslu utan 12 mílna marka yrði borin undir gerðardóm. — staðfest að við erum og viljum vera réttarþjóð, sem halda mun áfram að afla sér hverju sinni alls þess réttar, sem hægt er að fá að lögum. Bjarnj Benediktsson lauk máli sínu á þessum orðum: Þótt við þökkum ekkj Bretum, þá skulum við meta það að þeir hafa sýnt að þeir vilja bæta Tóku þeir Hermann Jónasson og : fyrir misgerðir í okkar garð. Ég Lúðvík Jósefsson þátt í þeim yfirlýsingum okkar og höfðu for- yztu um það mál á fyrri ráðstefn- unni. Er það þannig yfirl. stefna allra flokka og ísl. stjórnmála- leiðtoga, að við hljótum að fara að alþjóðalögum. Það er því vil fullyrða að það muni vera dómur allra hlutlausra manna bæði nú og í framtíðinni hér og annarsstaðar að þetta samkomu- lag sé einn merkasti stjórnmála- sigur, sem íslenzka þjóðin hefir fyrr og síðar unnið Stjórnarandstaðan boðar vantrauststillögu FRÉTTASTOFA útvarpsins hafði það í gærkvöldi eftir leiðtogum stjórnarandstöðunnar, Framsóknarflokksins og komm- únistaflokksins, að þeir myndu í dag leggja fram tillögu á Al- þingi um vantraust á ríkisstjórn ina. Má gera ráð fyrir að flokk- arnir flytji þessa tillögu sam- eiginlega, enrda eru þeir fyrir löngu gengnir í náið fóstbræðra- lag, og koma raunar fram sem einn stjórnmálaflokkur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.