Morgunblaðið - 28.02.1961, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 28.02.1961, Blaðsíða 8
8 MORGUNVLAÐ1Ð Þríðjudagur 28. febr. 196Í Utg.: H.f. Arvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Lesbók: Arni Óla, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðaiotræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 45.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 3.00 eintakið. HAGKVÆM LAUSN STÓRMÁLS tjpíðindin af því að loks skuli hilla undir lausn hins alvarlega deilumáls, sem við íslendingar höfum átt í við Breta, verða að teljast með hinum mestu gleðifregnum, sem blöðin hafa flutt um langt skeið. Viðkvæði manna í gærkvöldi, er þeim barst þessi fregn, var á þessa leið: „Er óhætt að trúa þessu? Var hægt að komast að svona hagkvæmu samkomulagi?" Fjölda margir íslendingar vildu nokkru fórna til þess að hinni alvarlegu deilu yrði rutt úr vegi. Það er því ekki að furða, þótt menn gleðjist, þegar samkomulag næst á þann veg, að í rauninni má segja að efni þess sé okkur mun hagkvæmara en sá hátt- ur, sem verið hefur á friðun- armálunum fram að þessu. Réttindi Breta til fiskveiða á takmörkuðum svæðum milli 6 og 12 mílna nokkra mánuði á ári í þrjú ár eru hverfandi lítil á móti þeim hagsmun- um, sem íslendingar hafa af því að fá vernduð hin þýð- ingarmiklu svæði um aldur og ævi, með grunnlínubreyt- ingum þeim, sem ráðgerðar eru. Réttindi Bretanna eru svo lítil, að þau svara aðeins til þess að þeir fengju að veiða á öllu svæðinu milli 6 og 12 mílna í 9.6 mánuði, eða rúmlega % úr ári. Efni þess samkomulags, sem í vændum er milli ríkis- stjórna íslands og Bretlands, er rækilega rætt á öðrum stöðum í blaðinu og skal ekki frekar út í þá sálma farið hér, enda ætti engum að dyljast, að samkomulagið er mjög hagkvæmt fyrir ís- lendinga og framar öllum vonum. Auðvitað ætti öll íslenzka þjóðin að gleðjast yfir því, að þessari deilu skuli eytt og landinu jafnframt tryggð hin þýðingarmestu réttindi. Okk- ur segir þó svo hugur um að viðbrögð kommúnista muni verða nokkuð á annan veg, enda telja þeir það æðstu skyldu sína að koma í veg fyrir friðsamlega lausn þeirra vandamála, sem rísa milli vestrænna þjóða. Mun mönnum því varla bregða mikið við það, þótt komm- únistar ráðist gegn þessu samkomulagi. — Hinsvegar gerðu menn sér vonir um, að viðbrögð Framsóknarflokks- ins yrðu önnur. Að undan- förnu hefur sá flokkur að vísu fylgt kommúnistum dyggilega í einu og öllu. — Menn vildu þó ekki trúa því fyrr en á reyndi, að Fram- sóknarflokkurinn sýndi enn þjónustulipurð sína í þessu mikla hagsmunamáli alþjóð- ar. — Gjörsamlega er útilokað að halda því fram með nokkrum rökum, að ekki hafi verið haldið á málstað ís- lands í þessum samkomulags umleitunum af einstakri skynsemd og festu. Enginn gat í upphafi búizt við jafn- góðum árangri og raun hefur á orðið. Þeir, sem kynnu að vilja andmæla þessu sam- komulagi, neyðast því til þess að lýsa því yfir í leið- inni, að þeirra meginboðorð sé beinlínis að koma í veg fyrir friðsamlega lausn deil- unnar, þeir vilji ófriðinn og fjandskapinn milli þjóðanna, jafvel þó hagsmunum ís- lendinga sé þar með fómað. Þegar Framsóknarflokkur- inn snýst öndverður gegn samkomulaginu, eins og marka má af þeim fréttum, að hann stendur með komm- únistum að vantrauststillögu, þá verður hann líka að lýsa því yfir, að hann óski ekki eftir því, að íslendingar fari að lögum og samkvæmt þjóð arrétti í viðkvæmum deilu- málum. — Framsóknarmenn munu því sjálfsagt snúast sérstaklega gegn því ákvæði, að íslendingar lýstu því yfir, að þeir mundu hlíta úrskurði alþjóðadómstóls ef til ósam- komulags dr'rgi í framtíð- inni, þegar við hyggðum á nýja sigra í landhelgismál- inu. Fr'.nsóknarflokkurinn virðist því ekki ætla að standast þá prófraun að vera lýðræðislegur flokkur, sem vill gæta hagsmuna íslenzku þjóðarinnar. Hann er orðinn svo nátengdur kommúnist- um, að hann hlýtir fyrirmæl- um þeirra í öllu. Meginatriði málsins er hins vegar það, að hvað sem kommúnistar og Framsókn- armenn kunna að segja um samkomulagið, þá stendur ó- haggað, að það tryggir Is- lendingum mikilsverð rétt- indi um alla framtíð án þess að nokkru þurfi að fórna, til frambúðar. Og vissulega mun virðing íslenzku þjóðarinnar vaxa erlendis vegna stilling- ar þeirrar og festu, sem ríkt hefur í þessu máli í tíð nú- verandi ríkisstjórnar, og var sannarlega ekki vanþörf á því eftir alla niðurlægingu vinstri stjórnar tímabilsins. * k 1 i I i i i i i s • *. Engin þjóð hefur ríkari þörf fyrir frið á miðum sínum Morg ríki hafa leyst dgreining um fiskveiðilögsogu með samningum og handfæraveiðar eru heim- ilar á tilteknum tímum og gildir það einnig fyrir brezk skip. Samningurinn gildir í þrjú ár, en er uppsegjanleg- ur eftir það með eins árs fyrirvara. Frá því samningur þessi var gerður, hafa aðrar þjóðir verið útilokaðar frá veiðum milli 6 og 12 mílna við Færeyjár á þeim forsend um, að þær hafi ekki áður stundað reglubundnar veiðar á því svæði. I NIÐURLAGI greinar- gerðar þeirrar, sem fylgir tillögu ríkisstjórnarinnar um lausn fiskveiðideilunn- ar við Breta, er m. a. komizt að orði á þessa leið: „Tilraunir til að setja alls- herjarreglur um víðáttu fisk- veiðilögsögu hafa farið út um þúfur. Fyrir fslendinga hefur þeg- ar mikið áunnizt, en fisk- veiðideilan við Breta stendur enn og er viðbúið, að hún magnist á ný, ef ekki verður að gert. ísland er ekki eina ríkið, sem lent hefur í deilum við aðra út af stærð fiskveiði- lögsögunnar. Ýmiss konar á- greiningur af þessum sökum hefur verið leýstur með samn ingum ríkja á milli. Er þar skemmst að minnast samn- inga Rússa, Dana og Norð- manna við Breta. Samningar Breta og Rússa Árið 1956 gerðu Bretar samning við Sovétríkin um réttindi brezkra fiskiskipa til veiða innan 12 mílna land- helgi við norðurströnd Sovét ríkjana. Samkvæmt samn- ingnum er brezkum skipum heimilt að stunda veiðar allt að þriggja mílna mörkum á tilteknum svæðum. Var samn ingurinn gerður til 5 ára, en framlengist sjálfkrafa 5 ár í senn, ef honum er ekki sagt upp af öðrum hvorum samn- ingsaðalia með eins árs fyrir- vara. Samningnum var ekki sagt upp og gildir því næstu 5 ár. Árið 1955 gerðu Bretar samning við Dani um fisk- veiðilandhelgi við Færeyjar. Var þar um að ræða nokkra breytingu á grunnlínum, en landhelgin var eftir sem áð- ur ákveðin 3 mílur. Samning ur þessi var gerður til 10 ára. Árði 1959 var gerður nýr samningur milli sömu aðila um landhelgi við Feæryjar. Samkvæmt þeim samningi viðurkenndu Bretar 6 mílna fiskveiðilögsögu við eyjarn- ar, er skyldi mælast frá stór- straumsfjöruborði. Á milli 6 og 12 mílna voru enn frerrnir til tekin þrjú tiltölulega lítil svæði, þar sem einungis línu- Afstaða Norðmanna Á sl. hausti gerðu Bretar samning við Norðmenn. Sam kvæmt honum viðurkenna Bretar 12 mílna fiskveiðiland helgi við Noreg, er taki þó ekki gildi gagnvart þeim, fyrr en að 10 árum liðnum Á þessu tímabili heimilast brezkum skipum að veiða milli 6 og 12 milna, að undan teknum fjórum tilteknum svæðum, sem eru með öllu lokuð fyrir togveiðum, og nær það einnig til norskra skipa. Um tvennt að velja Af þessum dæmum er Ijóst, að aðrar þjóðir hafa talsvert viljað til vinna að geta fært út fiskveiðilögsögu sína svo að ekki hlytust árekstrar af. Engin þjóð á meira undir fiskveiðum en íslendingar né hefur ríkari þörf til þess, að friður haldist á miðum um- hverfis landið. Nú er um tvennt að velja, að halda deilunni áfram eða leysa hana með samkomulagi, sem er til frambúðar hagkvæmara en þau fiskveiðitákmörk, sem sett voru með reglugerðinni 1958. Starfsmönnum SÞ í Kongö misþyrmí Leopóldville, 27. febr. (Reuter) JOSEPH Kasavubu, forseti Kongó, gaf í dag fyrirskipun um að allt varalið Kongó- hers skyldi kvatt til vopna. Var fyrirskipunin gefin eftir að forsetanum bárust harð- orð mótmæli frá Sameinuðu þjóðunum vegna árása á starfsmenn SÞ í Kongó. — Sagðist forsetinn kalla vara- liðið til vopna vegna hótana SÞ um að taka völdin í land- inu. — GIZENGA f SÓKN Mikið fát virðist hafa gripið Kongóhermenn við hótun SÞ um að afvopna þá og við framsókn herliðs Gizenga. Her Gizenga tók á föstudag borgina Lulua- bourg og um helgina Port Francqui, sem er tæpa 600 kílómetra fyrir austan Leo- poldville. í dag bárust fréttir um að her Gizenga hafi ráðizt inn í Leopoldvillehérað frá Kasai. Ofbeldi Talsmaður SÞ í Leopoldville skýrði frá því að hermenn Kasavubus hafi barið fjóra kanadiska hermenn með byssu- skeftum, rænt þá og afvopnað. Fleiri starfsmönnum SÞ hefur verið misþyrmt og einni starfs- stúlku nauðgað. Belgískur verk- taki var skotinn til bana skammt frá Leopoldville á sunnudag og í Kivu-héraði, sem er í höndum Lumumbamanna, réðust hermenn á bifreið sem flutti prest og þrjár nunnur. Voru farþegarnir reknir út úr bifreiðinni og nunnumar barð- ar og flettar klæðum. TSHOMBE ÁSAKAR SÞ Tshombe forseti í Katanga hélt blaðamanna-fund í dag og sagði Þar að ef her Gizenga, sem nú ógni öllu Kongó, snúist gegn Katanga, muni Katangaher verj ast og jafnvel hefja gagnsókn. Hann réðst á SÞ fyrir aðgerð- arleysi og sagði að her Gizenga hafi sótt fram hundruð kíló- metra til Luluabourg og Port Francqui án þess að mæta hindr unum. Sýndi þetta bezt getu- leysi SÞ í Kongó. Hann ásakaði SÞ einnig fyrir mismunun og sagði að fulltrúar SÞ í Kongó hafi mótmælt harðlega er ríkis- stjómin í Katanga varð að grípa til lögregluaðgerða heima fyrir en héldu sér saman þegar komm únistalið Gizenga færu með ránum og ofbeldi um ýmis hér- uð. Ráðstefna Tshombe bætti því við að hann væri ekki að ráðast á sam. tökin í heild, sem væru eina von og vernd smáþjóðanna. Heldur væri hann að ráðast á ákveðna fulltrúa SÞ sem hefðu brugðizt hlutverki sínu og svik- ið fyrirætlanir meirihluta að- ildaríkja SÞ. Tshombe bauð í gær Ileo for- sætisráðherra Kasavubu- stjóm- arinnar og Kalonji forseta Kasai héraðs til fundar við sig í Elisabethville og komu þeir þangað í kvöld. Von er á fleiri forystumönnum þangað næstu daga til að undirbúa ráðstefnu um Kongó, sem haldin verður I Genf í marz. Meðal þeirra sem Tshombe boðaði til fundarins er Gizenga, en ekkert svar hefur borizt frá honum um það hvort hann kemur. Creifahjónunum gefinn fáni FYRIR nokkru var fyrrum sendiherra Dana hér á íslandi, Knuth greifa og konu hans, send gjöf frá íslendingum í Kaup- mannahöín. Var það stór is- lenzkur fáni. Greifahjónin búa nú á herragarði sínum á Fjóni. Var það í viðurkenningar- og þakklætisskyni fyrir gott starf á íslandi í sendiherratíð sinni, sem íslendingarnir sendu þeim hjónum fánann. Meðal fslend- inga sem heimsótt hafa greifa- hjónin eru forsetahjónin, er þau fóru utan í fyrrahaust.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.