Morgunblaðið - 28.02.1961, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 28.02.1961, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 28. feb'r. 1961 mORniJTSJtLAÐIB 9 UM viðurkenningu Breta á 12 mílna fiskveiðitakmörkun um og hinum nýju grunnlín- um er komizt að orði á þessa leið í greinargerð með tillögu ríkisstjórnarinnar um lausn fiskveiðideilunnar: SAMKVÆMT 1. tölulið orð- sendingarinnar er ráð fyrir því gert, að ríkisstjórn Bret- lands falli frá mótmælum sín um gegn 12 mílna fiskveiði- grunnlínur eins og síðar get- ur. Með þessu samkomulagi fær ísland viðurkenningu Breta á 12 mílna mörkunum, þegar þess er gætt, að til þessa hafa Bretar hvorki við urkennt formlega 4 mílna fiskveiðilögsöguna frá 1952 né 12 mílna lögsöguna frá 1958. í 2. tölulið orðsendingar- innar er gert ráð fyrir að taka upp nýtt grunnlínu- kerfi okkur miklu hagkvæm- ara en það, sem hingað til hefur gilt. Skal nú gerð grein fyrir breytingunum, sem verða á fjórum þýðingarmiklum stöð um við landið. Fyrsta breytingin er á Húnaflóa og leiðir til þess, að grunnlínupunktum fækk- ar um þrjá. Verður línan dregin þvert yfir flóann, milli yztu annesja, Horns og Ásbúðarrifs. Við þessa breyt- ingu stækkar svæðið innan 12 mílna markanna um 972 ferkm. Hefur svæði þetta ekki aðeins þýðingu fyrir þá, sem veiðar stunda þar, held- ur einnig fyrir veiðar fyrir austan og vestan, vegna fiski gangna á þessum slóðum og veitir auk þess vernd smá- fiski, sem heldur sig þarna. Önnur breytingin er sunn- an Langaness og leiðir einnig til fækkunar á grunnlínu- punktum um þrjá. Verður grunnlínan samkvæmt því dregin fyrir mynni þriggja flóa, Bakkaflóa, Vopnafjarð- ar og Héraðsflóa, auk Borg- arfjarðar, úr Langanesi í Glettinganes. Aukning svæð- isins innan 12 mílna marka nemur hér 1033 ferkm. Þarna eru þýðingarmiklar ungfisk- stöðvar, sem nú fá mjög aukna vernd fyrir togveið- um. Hefur þessi friðun því víðtæka þýðingu, enda sækja þangað vélbátar víða að af Austfjörðum. Þriðja grunnlínuhreytingin er á Faxaflóa og leiðir til fækkunar grunnlínupunkta á Selvogsbanka lögsögu við ísland, og er sú og er auðsætt, hversu mikla lögsaga miðuð við breyttar þýðingu það hefur, ekki sízt út af Faxaflóa um tvo, en auk þess samein-1 úr Geirfuglaskeri, sunnaa ast nú Geirfugladrangur Vestmannaeyja, í Eldeyjar- grunnlínukerfinu umhverfis I drang vestan Reykjanesa. á Húnaflóa landið og miðast suðurendi Faxaflóalínunnar við þann punkt. Geirfugladrangur var áður sjálfstæður grunnlínu- staður. Nyrðri endi grunnlín- unnar miðast við Skálasnaga á Snæfellsnesi, sem hefur verið nyrztur þriggja grunn- líunpunkta á nesinu. Þessi breyting á grunnlínunni leið- ir til aukningar á svæðinu innan 12 mílna markanna um 860 ferkm. Er augljóst, hversu mikla þýðingu sú aukning hefur. Með því stækkar fiskveiði- lögsagan um 2200 ferkm. Þar eru þýðingarmestu hrygningarsvæði nytjafiska við ísland. Fleiri skip stunda veiðar á þessu svæði en ann- ars staðar við landið. Er erf- itt að meta þá stórkostlegu þýðingu, sem þessi grunn- línubreyting mun hafa fyrir allar fiskveiðar við ísland í framtíðinni. Þær fjórar grunnlínubreyt- ingar, sem ráðgerðar eru, leiða samanlagt til aukningar sunnan Langaness Fréttabréf úr Borgarfirði eystra: Veðrátta með ei ndæmum góð Borgarfirði, 13. febrúar. Veðráttan hefur verið með ein- dæmum mild það sem af er þess um vetri, svo menn muna vart svo milda vetrarveðráttu. Úrfelli hefur hins vegar verið mikið og umhleypingar all tíð- ir oft rigningar-slitringur í byggð en krepja til fjalla. Frost hafa verið svo lítil að ár og lækir hafa sára sjaldan verið svelli lagt «g þá ekki nema fáa daga í senn, ekki hefur neitt verulegt frost komið í jörð til þessa, en undir- Jendi lengst af nær eða alveg klakalaust. Nokkra daga nú að undanförnu hefur verið föl á jörð en í gær setti storku yfir allt svo nú er haglaust um alla sveit. Fé kom á gjöf um svipað leyti og venjulega eða í nóv. og hefur verið á húsi síðan og nær allsstaðar gefið daglega þrátt fyrir hina mildu veðráttu, enda er jörð nú orðin létt og víða nokkur óhreysti í fé. Lungna- veiki hefur víða gert vart við sig en ekki drepið fé svo telj- andi sé, en votheyseitrun „Hvann eyrarveikin“ hins vegar valdið stórtjóni, á Borg í Njarðvík hef- ur hún drepið um eða yfir 40 ær í vetur alls veiktust þar um 200 ær í einu og eru margar þeirra sem lifðu af mjög illa komnar. Víðar hafa farið kindur úr votheyseitrun í vetur en ekki í stórum stíl enda fækkar þeim stöðugt er gefa sauðfé vothey vegna hinnar bitru reynslu af vanhöldum er því fylgja. Þó nokkuð var byggt yfir sauð fé hér í haust enda hefur því fjölgað á síðustu árum einnig voru byggðar hlöður yfir þur- hey. Stærst af þessum bygging- um er hlaða er Sigurður Jónsson á Sól'bakka byggði í vetur, en hann hóf byggingu hennar ekki fyrr en í nóv. og er það til merk- is um hina mildu veðráttu í vet- ur að áfallalaust gekk að steypa hana upp og ljúka hemni. Aðeins einu sinni varð nokkurra daga stanz vegna áfellis er kom. Hlaðan tekur um eða yfir 800 hesta og verður búin súgþurk- unarkerfi. Félagslíf hefur verið hér með svipuðu sniði í vetur og undan- farið, unga fólkið sýndi hér tvö leikrit á milli hátíðanna, barna- samkoma rétt eftir áramótin, álfadans um þrettánda leytið og þorrablót í byrjun þorra. Vegir hafa aldrei teppzt inn- an sveitar í vetur en smákaflar hafa verið á fjallinu til Héraðs sem hindrað hafa bílferðir að jafnaði, en stöku sinnum hefur verið farið yfir það á bíl. Læknislaust er hér í vetur og hefur fólk miklar áhyggjur af því að hafa ekki lækni nær en á Egilsstöðum eftir að vegurinn þangað er lokaður bílum. Ljós- mæðraskipti urðu hér um s.l. ára mót frú Þórína Þórðardóttir er hér hafði gengt ljósmóðurstörf- Framh. á bls. 13. mai— desemöer Loks er fjórða grunnlínu- breytingin og hin mesta, á Selvogsbanka. Þar fækkar grunnlínupunktunum um þrjá og verður línan dregin á fiskveiðilögsögunni um 5065 ferkm. Þessar breytingar á grunn- línum taka gildi um leið og lausn deilunnar fæst og verða ekki aftur teknar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.