Morgunblaðið - 28.02.1961, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 28.02.1961, Blaðsíða 12
12 MORCV1SBLAÐ1Ð Þriðjudagur 28. febr. 196i Sátta- semjari Eyjum i VESTMANNAEYJUM, 27. J febr. — Sáttasemjari ríkisins, L Torfi Hjartarson, kom hing- að tii Vestmannaeyja síðdeg is í dag og í flugvél*nni með honum komu Barði Friðriks- son skrifstofustjóri Vinnu- veitendasambandsins og Snorri Jónsson framkvæmda- stjóri Alþýðusambandsins. Sáttafundur með sáttasemj ara var boðaður með fulltrú- um vinnuveitenda og verka- kvennfélagsins Snótar kl. 8,30 í kvöld og um ellefu leytið stóð fundur enn. — Fréttaritari Bíllinn fanst upp við Borgarnes AÐFARANÓTT sl. laugardags var bílnum R-2683 stolið við hús- ið Lynghaga 2 hér í bænum. Á sunnudagskvöldið fékk rannsókn arlögreglan upplýsingar um bíl- inn, nokkru eftir að lýst hafði verið eftir honum í útvarpinu. Hafði bílstjóri einn í Borgarnesi ekið framhjá bílnum skammt frá Borgarnesi um hádegisbilið á sunnudaginn. Hafði þá maður verið við bílinn, en ekki vissi bílstjórinn neinn deili á honum. Margar kvarfanir um gallaSar Ijósaperur — O K K U R hafa borizt tugir kvartana út af gölluðum ljósa- perum síðan tilkynningin frá okkur kom um síðustu helgi, sagði Guðmundur Marteinsson, verkfræðingur hjá Raforku- málastjórninni, í símtali við Mbl. í gær. Undanfarin ár hefur nær all- ur ljósaperuinnflutningur verið frá A-Evrópulöndum, sam- kvæmt vöruskiptum við lönd þar. Það er grunur okkar að þær reynist ekki eins vel og ætla mætti og reynsla er af frá öðrum löndum. Töldum við rétt, sagði Guðmundur, að afla upplýsinga um þetta frá almenn ingi og í dag hefur nærri því rignt yfir okkur kvörtunum um perur, sem sprungið hafa eftir litla sem enga notkun. Hafa margar hvellsprungið. Ekki hafa Leynivínsalar teknir Seldu hálf flöskur á 150 krónur SÍÐDEGIS á laugardaginn er einn af bílum götulögreglunnar ók framhjá Hlemmtorgi, urðu lög regluþjónarnir varir við grun- samlega höndlun þar á torginu. Létu þeir til skarar skríða og stóðu þar leigubílstjóra einn að verki við að selja áfengi. Svo sem klukkustundu síðar, ók sami lögreglubíll þarna hjá Hlemmtorginu. Enn á ný þótti þeim þar eiga sér stað grunsam legt athæfi, og það fór á sömu leið sem í fyrra skiptið, að leigu bílstjóri var staðinn að sölu á- fengis. Annar þessara leynivínsala hef ur frá því í ágústmánuði s.l. ver ið tekinn fimm sinnum fyrir á- fengissölu, en neitað í öll skipt in. Hinn maðurinn var nú tekinn í þriðja skiptið, einnig frá því í ágústmánuði. Guðmundur Hermannsson í slysarannsóknardeild götulög- reglunnar var hér að verki gegn þessum leynivinsölum, og hefur hann frá því um síðustu áramót kært 18 menn fyrir þessháttar lögbrot. Leigubílstjórarnir sem teknir voru á Hlemmtorgi, á laugardag inn, höfðu selt hálfa brennvíns flösku og hinn hálfa af Vodka, fyrir 150 krónur. Milljóna tjón af eldi KAUPMANNAHÖFN, 27. febr. - Fjórar verksmiðjur brunnu til grunna í dag í Lyngby, einni af útborgum Kaupmannahafnar. Er tjónið talið nema milljónum danskra króna. 400 manns unnu í verksmiðjunum. Ein verksmiðjanna framleiddi hluta í útvarps og sjónvarpstæki fyrir aðrar verksmiðjur á Norð- urlöndum, sem allar verða fyrir einhverjum framleiðslustöðvun- um vegna brunans. Vonað er að verksmiðjan geti aftur hafið fram leiðslu eftir þrjár vikur. Enska knattspyrnan í Enska knatspyrnan ..... ....222 31. umferð ensku deildarkeppninnar fór fram sl. laugardag og urðu úrslit lekanna þessi: 1. deild: Arsenal — L.eicester........... 1:3 Birmingham — West Ham........... 4:2 Burnley — Blackburn .......... 1:1 Cardiff — Wolverhampton ....... 3:2 Fulham — Blackpool ............. 4:3 Manchester City — Tottenham .... 0:1 Newcastle — Aston Villa ........ 2:1 N. Forest — Manchester........... 3:2 Preston — Everton .............. 1:0 Sheffield W — Chelsea .......... 1:0 W.B.A. — Bolton ................ 3:2 2. deild: Brighton — Norwich ............. 2:2 Bristol Rovers — Luton ......... 4:1 Derby — Swansea ................ 2:3 Ipswich — Charlton ............. 2:1 Leeds — Sunderland ............. 2:4 Liverpool — Lincoln ............ 2:0 Middlesbrough — Plymouth ....... 3:1 Rotherham — Portsmouth........... 1 :Q Scunthorpe — Sheffield U........ 1:1 Southampton — Huddersfield 4:2 Að 31. umferð Iokinni er staðan þessi: 1. deild (efstu og neðstu liðin): Tottenham 31 25 3 3 91:37 53 Sheffield W 30 18 8 4 61.34 44 Wolverhampton 31 19 5 7 80:58 43 Bumley _ 29 17 2 10 78:53 36 W.B.A 32 10 4 18 50:65 24 Newcastle 31 8 7 16 70:87 23 Preston «... 30 8 5 17 30:53 21 Blackpool 29 7 5 17 51:61 19 2. deild (efstu og neðstu liðin): Sheffield U ::2 20 4 8 63:37 44 Ipswich 30 18 6 6 71:37 42 Liverpool 30 17 6 7 68:39 40 Middlesbrough 30 15 10 5 64:50 38 Bristol Rovers 28 8 7 13 52:64 23 Leyton Orient.... 27 9 4 14 39:61 22 Portsmouth 31 7 8 16 43:73 22 Lincoln 31 6 0 19 36:69 18 hlotizt meiðsl á fólki. Ekki kvaðst Guðmundur vita hvað gert yrði í þessu máli, því hér er um að ræða einn anga af utanríkisviðskiptum og myndi viðskiptamálaráðuneytinu gefn- ar upplýsingar um málið. Einu ljósaperurnar, sem verið hafa á markaðnum og ekki hafa verið innfluttar frá A-Ev- rópu, eru sænskar Luma-perur og kvað Guðmundur enn sem komið er ekki hafa borizt kvartanir yfir þeim. Aðalfundur Kven- réttindafélagsins AÐALFUNDUR Kvenréttinda- félags íslands var haldinn mið- vikudaginn 22. febrúar. Formaður, Sigríður J Magnús- son, flutti starfskýrslu félagsins 1960 og gat um frumvörp, sem komið hafa fram á Alþingi um mál, sem koma konum sérstak- lega við. Einnig sagði hún frá þvi, að seinnipartinn í ágúst n.k. yrði fundur alþjóðakvenréttindasam- bandsins í Dublin í írlandi. Félagið hefði rétt til að senda þangað 12 fulltrúa. Félagskonur, sem hug hefðu á að sækja fund- inn, ættu að gefa sig fram fyrr en síðar. Fastanefndir félagsins fluttu skýrslur sínar. Varaformaður, Lára Sigurbjörnsdóttir, átti að ganga úr stjórn, en hún var end- urkjörin. Aðrar í stjórn voru kosnar: Lóa Kristjánsdóttir, Anna Sigurðardóttir og Guðbjörg Arn- dal. Þórunn giftist Vladimir LONDON, 27. febr. — Einka- skeyti frá fréttaritara Mbl. Á laugardaginn voru gefin saman í hjónaband í Moskvu ungfrú Þórunn Jóhannsdótt- , ir, píanóleikari og Rússinn Viadimir Afhkenazi, sem einn ig er píanóleikari. Vladimir er 24 ára að aldri og stórblaðið New York Times sagði fyrir skemmstu, að hann væri einn bezti ,,ungi“ píanóleikarinn í heiminum. Þau munu heim- sækja Bretland í haust og mun Vladimir þá Ieika á nokkrum hljómleikum hér. Þórunn og Vladimir kynnt- ust vorið 1958 á Chaikowski tónlistarkeppni í Moskvu. Vin átta þeirra hélzt eftir að Þór unn koAi til Moskvu 1. febrú ar í fyrra og í nóvember á- kváðu þau að giftast. Vladi- mir fer í hljómleikaferð í apríl til Búlgaríu, Rúmeníu og Frakklands. Þórunn heldur á fram námi sínu í Moskvu til júníloka, en að því loknu held ur hún hljómleika víða í Sovét ríkjunum. Að minnsta kosti sjö manns hafa farizt í flóðum í Alabama fljóti og rúmlega 10 þús manns hafa neyðst t*l að yfirgefa heimili sín í ýmsum suður- héruðum Bandaríkjanna. Or sok flóðanna er óvenjumikil Úrkoma. Meðfylgjandi mynd er frá borginni Birm'ngham i Ala- bama. Mohammed V látinn RABAT, Marokkó, 27. febr. — Reuter. — Mohammed V. kon- ungur í Marokkó lézt í gær og verður útför hans gerð á morgun. Sonur Mobammeds, Moulay Hass an, sem er 31 árs, tók í dag við konungdómi í landinu. Mikil sorg ríkir í Marokkó og öðrum Araba- löndum og hafia samúðarkveðjur borizt víða að. Margt stórmenna verður við útförina á morgun. Meðal þeirra, sem hafa boðað komu sína til Rabat, eru: Leonid Breznev forseti Sovétríkjanna, Hussein konungur í Jórdaníu, Bourguiba forseti Túnis, Averell Harrimann sendifulltrúi Banda- ríkjanna, Ferhat Abbas forsætis- ráðherra útlagastjórnarinnar í Alsír og de Castiella utanríkis- ráðherra Spánar. Flöskuskeyti á hollenzku ESKIFIRÐI, 27. febr. — ,,Hier een Berickt van een eenzame Zeeman van het Schip de West- erdam í April varende op de Atlantic wil die gene die de fres vind my Suhrij Ven en Foto op ere Woord retour het adres is van de eenzame Zeeman Will Rabov, Snoystraat 57, Gouda, Holland“. Flöskuskeyti þetta fannst í Vöðluvík við Reyðarfjörð í s.l. viku. Ef einhver hefði áhuga á að skrifast á við þennan mann, þá færi hann kveðju frá finn- anda. — Fréttaritari. Hvítd flæddi yfir bskkana ÞEGAR vatnavextirnir urða í síðustu viku víða um land, fór Sigurjón Rist vatnamæl- ingamaður austur að Hvítá, til að mæla vatnsflóðið. Lagði hann einkum áherzlu á mæl ingar á Hvítá með tilliti til hugsanlegrar virkjunar þar. Áin hækkaði um ca. tvo metra, að því er Sigurjón tjáði blaðinu í gær, og flæddi úr farveginum á Skeiðum upp á bakkana. Sagði Sigurjón aS slíkt kæmi stundum fyrir t.d. í fyrra og gerði það fólk þar um slóðir ekkert órólegt. Eng ar skemmdir urðu af flóðinu, en í slíkum vatnavöxtum verða bæir, eins og t.d. Út- verk, umflotnir og aðeins hægt að komast þangað á báti. Erindaflutningur á Búnaðarþingi í GÆR var fundi Búnaðarþings fram haldið í Tjarnarcafé. Fjögur ný mál voru lögð fram og þeim vísað til nefnda. Þá flutti William E. Dinusson, prófessor erindi um fóðrun jórt- urdýra. Sýndi hann kvikmynd og flutti skýringar við hana. Einnig flutti Agnar Guðnason ráðunautur erindi um leiðbein- ingarstarfsemi fyrir landbúnað- inn. Lagði hann fram tillögur um endurskoðun á þeim málum og hvatti Búnaðarþing til að taka málið til meðferðar. Næsti fundur Búnaðarþings er ráðgerður kl. 9,30 í dag. 80 lestir á land á laugardag AKRANESI, 27. febr. — 15 bátar eru á sjó héðan í dag. Á land bár- ust 80,5 lestir á laugardag af 11 bátum. Aflahæstir voru Heima- skagi og Sigurður AK með 8,5 lestir hvor Á sunnudaginn voru línubátarnir í landi, en þorska- netjabátarnir tveir lönduðu úr fyrstu lögninni, annar 2 lestum, hinn einni. — Hingað kom Tröllafoss á hádegi í dag og lest- ar saltsíldartunnur. Höfrungur annar er að fara í útilegu með línu. — Oddur. Williams í Kongó LEOPOLDVILLE, 27. febr. Reut- er. — Mennen Williams, Afríku- málaráðherra Bandaríkjanna, kom í dag til Leopoldville í Kongó. Mun Williams dvelja í Kongó í fimm daga og ræða við ýmsa leiðtoga landsins. Williams mun fara á - fund Kasavubu forseta á morgun. Aukið fylgi lýðræðissiana í Trésmíðafélaginu STJÓRNARKJÖR fór fram í Trésmiðafélagi Reykjavíkur um sl. helgi. Úrslit urðu þau að lýðræðissinnar juku atkvæðamagn sitt í félaginu, en fylgi kommúnista stóð í stað. B-listi lýðræðissinna hlaut 245 atkv., en listi kommúnista, A- listinn, 287. Sjö seðlar voru auð- ir. — í fulltrúakosningum til Al- þýðusambandsþings í haust urðu úrslit þau, að lýðræðissinnar hlutu 217 atkv., en kommúnist- ar 288. Hafa lýðræðissinnar því bætt við sig 28 atkv. frá í haust og kommúnistar tapað einu. Kosningabaráttan var mjög hörð og vakti það mikla at- hygli, að framsóknarmenn gengu sérstaklega hart fram í kosning- unum til stuðnings kommúnist- um og spöruðu hvorki vinnu né fé til að vinna að sigri komm- únista, en þrátt fyrir þessar ham farir er greinilegt, að lýðræðis- sinnar eru í sókn í félagiriu og fylgi þeirra vaxandi. Dagskrá Alþingis DAGSKRÁ neðrl deildar Alþingis í dag kl. 1,30: 1. Sveitastjórnarlög, frv. 1. umr. 2. Sala eyðijarðarinnar Þor* steinsstaða í Grýtubakkahreppi, frv. 2, umr. 3. Fæðingarorlof, frv. Frh. 2, umr. 4. Almannatryggingar, frv. — 1, umr. 5. Búnaðarháskóli, frv. 1 umr. 6, Eyðing svartbaks, frv. 1. umr. 7. Stofn lánadeild sjávarútvegsins, frv. 2. umr, 8. Landsbanki íslands, frv. 2. umr. 9, Seðlabanki íslands, frv. 3. umr. 10. Út vegsbanki íslands, frv. — 2. umr. 11, Raforkulög, frv. 1. umr. 12. Matreiðslu* menn á skipum, frv. — 2. umr. Dagskrá efri deildar í dag kl. 1,30: 1. Heimild til að veita Guðjóni Ár- manni Eyjólfssyni stýrimannsskírteini frv. 2. Kornrækt, 2. umr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.