Morgunblaðið - 16.03.1961, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 16.03.1961, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 16. marz 1961 MORGllTSBL AÐIÐ omið ■ ve beldi ráði úr Útvarpsræða Péturs Sigurðssonar ir MEÐAN ég hlýddi á ræðu hv. 3. þgm. Norðurlands Eystra, Gísla Guðmundssonar, hér áðan, rifj- aðist upp fyrir mér sá einstæði atburður, er hv. 4. landskjörinn þgm. Hannibal Valdimarsson í málþófi stjórnarandstöðunnar, gerði verkfall hér í ræðustólnum og þagði langa stund. Nji er ég fyrstur manna til að viður- kenna, að þegar þessi hv. þgm. þegir þá sýnir hann sína beztu íhlið, en því datt mér þetta í hug, að hv. þgm Gísli Guðmundsson, þagði allt málþófið, en lét þó bugast að lokum og sagði já og nei á viðeigandi stöðum. Nú tókst hinsvegar að lemja þennan annars íhugula þingmann til fylgilags við hina rauðblesóttu hjörð í Framsóknarfjósiny, enda foáru marghrakin rök hans þess glöggan vott. Það væri æskilegt að ræða itarlega þann boðskap sem full- trúar beggja kommúnistaflokk- anna fluttu hér í gærkvöldi. Ræður þeirra um verkalýðs- atvinnu- og kjaramál gætu orðið athyglisverð undirstaða þess, að eýnt yrði fram á hvernig flár- áðir menn hugsa og tala í mynd gífuryroa og blekkinga. Tveir arkitektar alheimssæl- unnar háttvirtir þingmenn Eð- varð Sigurðsson og Björn Jóns- son ræddu nokkuð þessi mál. Enginn tími er til að rekja ræð- ur þeirra, en ég vil minnast á atriði sem kom fram í ræðu hv. þgm. Eðvarðs Sigurðssonar er hann sagði: „að verkalýðshreyf- ingin á íslandi mundi meta hverja lækkun ríkisstjórnarinn- ar á vöruverði, sem hækkuð laun“. Blekking Eðvarös Hver trúir þessum fullyrðing- um Eðvarðs eftir að hafa hlust- að í rúmt ár á einhliða áróður hans og félaga hans í þá átt, að óhjákvæmilegar verðhækkanir gengisfellingarinnar hafi komið með fullum þunga á launþega og allir þeirra kröfuútreikningar byggðir einmitt á því. Það er gengið fram hjá því sem kom á móti, fjölskyldubótum, stór- hækkuðum elli- og örorkustyrk og lækkun útsvara og skatta. Það hefir aldrei verið dregin dul á, að þrátt fyrir þetta væri um kjaraskerðingu að ræða, sem öll þjóðin yrði að taka á sig meðan við kæmumst yfir erfiðasta hjallann. En hvenær hafa þessir herrar slegið upp sem kjarabót, niðurfellingunni á skerðingar- ákvæðum ellilauna gamla fólks- ins og barnalífeyri um síðustu áramót? Það gera þeir ekki, því með því var framkvæmt gamalt loforð kommúnista sjálfra, sem þeir sviku eins og önnur hags- munamál íslenzkrar alþýðu með an þeir sátu í ríkisstjórn Her- manns Jónassonar. Hættunni bægt frá Samkomulagið við Breta er talin ástæða þeirrar vantrausts- tillögu sem hér er til umræðu. í sambandi við það hljóta að vakna ýmsar spurningar þar á meðal hvort nokkur nauðsyn hafi verið á að semja við Breta. Það tel ég einmitt að við höf- um orðið að reyna, til að fyrir- byggja þá hættu sem sjómönn- um okkar var búin á miðunum meðan þessi deila stóð. Svo er fyrir að þakka, að Al- þingi er skipað þeim mönnum að meirihluta, sem hvorki hugsa né tala eins og einn óif þing- mönnum kommúnista gerði í umræðunum um landhelgina fyrr í vetur, en þá sagði hv. þgm. Finnbogi Valdimarsson ,,að íslenzkir sjómenn væru svo vanir hættunum að þá munaði ekki um, þótt þessi hætta væri lögð á þá til viðbótar." Þetta var verðug kveðja kommúnista til ísl. sjómanna. Að vísu viður- kenndi sami hv. þgm. að þessi hætta væri fyrir hendi þá, þótt hann vildi hinsvegar ekkert gera til að afstýra henni. Það vildi formaður Framsókn- arflokksins hinsvegar. Hann hóf máls á því í utanríkismálanefnd eftir að síðari Genfarráðstefn- unni lauk, að Islendingar krefð- ust, að bandarískur sjóher, yrði hér til staðar og berðist við Breta, ef þeir hæfu herhlaup að nýju, inn fyrir 12 mílur. Furðuleg yfirlýsing í umræðunum um samkomu- lagið, hefur stjórnarandstaðan með hinn nýja milliríkjameist- ara Framsóknar hv. 7. þgm. Reykvíkinga í broddi fylkingar haldið uppi furðulegum blekk- ingum, þess efnis, að efnisleg viðurkenning Breta á 12 mílun- um hafi fengizt, er þeir kölluðu herskip sín og togara út fyrir, áður en síðari Genfarráðstefnan hófst, og að öll hætta af ásókn þeirra inn fyrir 12 mílur 'hafi þar með verið liðin undir lok. Sannleikurinn er hinsvegar sá, að frá því að síðari ráðstefnunni lauk og fram að því að sam- komulag náðtst, voru það að- gerðir hæstv. ríkisstjórnar, sem héldu þeim fyrir utan 12 míl- urnar. Fyrst sakaruppgjöfin — síðan viðræðurnar við fulltrúa brezku ríkisstjórnarinnar. Það er staðreynd, sem allir skynibornir menn viðurkenna, að ef samkomulag hefði ekki náðst, þá hefðu brezkir togarar í tugatali ráðizt inn fyrir 12 míl urnar án minnsta tillits til veið- arfæra eða fiskibáta og haft í för með sér stórhættur fyrir líf og eigur íslenzkra sjómanna. En nú er líka gengið fram hjá þeirri staðreynd að krafa hv. 2. þgm. Vestfirðinga um erlenda herskipaíhlutun gegn Bretum innan lögsögu okkar hefði aðeins verið sú fyrsta, sem fram hefði komið, ef svo hefði til tekizt að skaptrylltir brezkir togaramenn hefðu orðið þeir ólánsmenn að valda fjörtjóni á íslenzkum fiski eða varðskipsmönnum. Það er með þetta í huga, sem kommúnistar hafa reynt að standa gegn öllu því, sem verða mætti til að eyða þessari hættu- legu deilu. Þeir sáu fram á, að með sína stefnu að leiðarljósi í landhelgis- málinu, mátti halda svo á því, að við segðum okkur úr Atlants- hafsbandalaginu eyðilegðum fyx ir okkur þá þýðingarmiklu mark aði, sem eru að skapast í Vestur- Evrópu, yrðum bundnir vöru- skiptalöndunum austan tjalds ekki aðeins í viðskiptalegu held ur og pólitísku tilliti. Þetta hefði einmitt tekizt eftir að við hefðum afneitað þeim grundvelli, sem skráður er í stofnskrá Sameinuðu þjóðanna og smáþjóðir heims ásamt ís- lendingum hafa og verða að byggja tilveru sína á, þeirri, að viðræður, samningar og alþjóða lög komi í stað hótana og of- beldis þeirra sterku. Slíkur grundvöllur er ekki lengur fyrir hendi, þegar þjóðin tekur undi’r með samkór komm- únistaflokkanna og segir að samningar séu svik. Fátt sannar betur sýndar- mennskuna, en fullyrðingar þess ara flokka nú um að stækkun fiskveiðilögsögunnar 1958 hafi ekki stuðzt við alþjóðalög eða reglur, en hinsvegar hafi réttur itum Pétur Sigurðsson fslands samkvæmt sömu lögum og reglum verið ótvíræður til þeirra þýðingarmiklu grunn- línubreytinga, sem fást nú viður kenndar af okkar aðalandstæð- ing, með samkomulaginu. Ég vil vekja athygli fiski- manna úr öllum landshlutum, sem hagsmuna eiga að gæta í Faxaflóa og á Selvogsbanka vegna vetrarveiðanna, á því, að fyrir 214 ári síðan taldi núver- andi stjórnarandstaða sig hafa ó tvíræðan rétt til þessarar þýð- ingarmiklu útfærslu, en sveikst um að gera það. Og þeir feng- ust við fleiri svik. Svik á svik ofan Þeir svikust um að reka herinn burt og þeir svikust um að stöðva verðbólguna þótt þetta tvennt væru þeirra höfuðstefnumál. Þessi og mörg önnur svik þess- ara manna eiga nú að vera Sjálf- stæðisflokknum að kenna — flokknum sem þá hafði verið úti- lokaður frá öllum áhrifum á gang opinbera mála, eftir því sem Her- mann Jónasson sagði sjálfur. Er hægt að ganga lengra í þjóðlygi, en þegar þessi stjórn- arandstaða er að brigzla öðrum um þjóðsvik. Ég vil sérstaklega lýsa ánægju minni yfir því atriði samkomu- lagsins, sem tryggir að við fram tíðaraðgerðir okkar í landhelgis- málinu, hefur verið komið í veg fyrir að ofbeldi stórveldis ráði úrslitum. í staðinn verði ágrein- ingnum, ef um hann er að ræða, vísað til Alþjóðadómstólsins til ómetanlegs öryggis, — ekki fyr- ir þá sem hafa atvinnu sína af málæði, heldur þeirra sem vinna sín þjóðnýtu skyldustörf á fiski- miðunum umhverfis landið. Til að viðhalda þeim góðu lífs- kjörum, sem við höfum búið við og til þess að bæta þau nú á næstu árum þurfum við að hafa þrjú megin atriði í huga: Við verðum að búa við heilbrigt efna hagskerfi og rétta skráningu krónunnar. Framþróun útflutningsfram- leiðslunnar verður að eiga sér stað, helzt aúkinn afli, en skil- yrðislaust betri nýting hans og full vinnsla í sem ríkustum mæli — og það sem ekki er síður rnik- ilsvert, auka og bæta markaðs- möguleika útflutningsframleiðsl- unnar. Fá hátt verð fyrir útflutn inginn en kaupa inn góða og ódýra vöru. Þetta er efalaust fljótvirkasta og öruggasta leiðin til að efla almenna velmegun hér á landi. Margir hafa gert sér fulla grein fyrir þessu, en hinir eru þó fleiri, sem líta á afla- magnið sem eina atriðið, en markaðsmöguleikana sem algert aukaatriði. Nærtækasta dæmið um þetta, er flokksályktun Fi’amsóknarflokks ins, sem glennt var sl. sunnudag yfir marga dálka í Tímanum, með það að meginstefnu að tvöfalda þyrfti framleiðsluna á næstu tveim árum. En flokksráð Framsóknar- manna afgreiðir öll markaðs- og viðskiptamál með fjórum að of- línum, sem segja ekki neitt. Markaðshorfur Þótt við lítum framhjá þeirri staðreynd að fyrir togarana er hin verðhái brezki ferskfisk- markaður stór mikilvægur og nauðsynlegt að hann opnist a. m. k. hluta úr hverju ári, þá ber okkur hinsvegar að hafa í huga að megineinkenni íiskneyzlunn- ar í Vestur-Evrópu, er aukin eft- irspurn á fiskafurðum tilbúnum til matreiðslu og neyzlu, til dæm- is frosnum fiökum og niðursuðu vörum. Neytendurnir gerast vandlát- ari á gæði og fullkomnun vörunn ar með vaxandi efnahagslegri vel megun. Eins og er, finnst þessi neyzlu- breyting frekast í hinum háþró- uðu iðnaðar löndum V-Evrópu og Bandaríkj'unum og í náinni framtíð má slá því föstu, að aukn ing eftirspurnar á frosnum fisk- flökum og niðursuðuvörum verði bundin þessum ríkjum. Einmitt þeim ríkjum sem stjórnarandstað an hefur bent sérstaklega á, að byggju við þá almeimu velmeg- un, sem æskilegt væri fyrir okk- ur að ná. Þessi þróun í V-Evrópu verður bezt skýrð með því að benda á, að fyrir nokkrum árum var sára- lítill útflutningur á frosnum flök um til Bretlands, 1959 var harin 1500 tonn en 1960 6300 tonn. Og á sl. ári keypti engin þjóð af okkur fyrir stærri upphæð en Englendingar og þ. á. m. 13% af öllum sjávarafurðum okkar. Framtíðarmöguleikar á góðum mörkuðum í V-Evrópulöndunum fyrir afurðir vélbátaflotans, upp bygging kæliflutningakeðju um meginlandið, niðurfelling tolla og skatta á afurðir okkar, væntan- leg þátttaka í markaðsbandalög- um, allt þetta getur og hefur svo stórkostlega þýðingu fyrir fiskiðn aðinn og allan almenning í land- inu, að einskis má láta ófreistað til að fylgjast með í þeirri þró- un. Það ber jafnframt að hafa í huga að þátttaka Norðmanna í sínu markaðsbandalagi hefur þeg ar veitt þeim lækkun tolla og hærra verð fyrir fisk sinn en við fáum. Ef sú þróun heldur áfram, munu þeir með verðjöfnun geta undirboðið okkur á öllum okkar beztu mörkuðum. Óhagstæð viðskipti Rússar minnka nú árlega fisk- innflutning sinn og stefna að því að verða sjálfum sér nógir. Við- skiptin við þá hafa að mörgu leyti verið hagkvæm þótt þau jafnist ekki á við hina frjálstt markaði. A. m. k. má telja að sá við- skiptamáti, sem tíðkazt hefur við önnur lönd austan )árntajlds, sá, að fá hækkun á fiskverði, en jafnframt sömu hækkun á þeirri vöru sem við verðum að kaupa þaðan í vöruskiptum, sé fordæm- anlegur Það var upplýst fyrir skömmu í dagblaði einu að almenningur hér borgaði 2 kr. 50 meira fyrir kílóið af sykri vegna vöruskipt- anna, heldur en ef hann væri keyptur frá V-Evrópu. Nú væri gaman að spyrja hv. þ.m. Eðvarð Sigurðsson og þá þ.m. Alþýðúbandalagsins, sem hér tala á eftir, hvort þeir teldu það kjarabót fyrir ísl. verka- lýð að borga kr. 2,50 minna fyrir kílóið af sykri, en hann gerir nú, ef með fylgdi að sykurinn væri keyptur frá einhverju NATO- landanna. Það efa ég að þeir geri. Hr. forseti. Eftir blaðaskrifum og öðrum yfirlýsingum beggja kommúnista flokkanna, að dæma, þá hefur verið reynt og verður reynt í enn ríkara mæli að skapa hér fjölda- skoðun, sem yrði blanda haturs og þjóðernisstolts, og mun telja sig óbundna gerðum réttkjörins og lýðræðislegs þingmeirihluta. Óbundna því, að gangast undir velhugsað og hagkvæmt sam- komulag, sem er grundvöllur var- anlegrar lausnar á hættulegri deilu, í anda vináttu og friðar við framtíðarviðskiptaþjóð. Stjórnarandstaðan mun reyna hvaö hún getur til að fá þennan rangskapaða og rangtúlkaða hóp- vilja til að hindra, bæði að deil- um í þessu máli ljúki og enn- fremur að viðreisnarstefna rík- isstjórnarinnar fái að sanna gildi sitt. Ef reynt verður með ólýðræð- islegum athöfnum að hindra fram gang þessa eða annarra nauð- synjamála, þá er gott að hafa í huga, að við höfum nú stjórn. sem þorir að taka mannlega af- stöðu til raunsærra vandamála. Við skulum einnig hafa í huga, að stjórnendur sem gera skyldu sína, verða oft að ganga beint gegn flóðbylgju kjósendahyllinn ar vegna yfirsýnar sinnar og matshæfileika, sem hefur komið þeim í þessar trúnaðarstöður. Með hinni efnahagslegu við- reisn þurfti þessa einmitt með, en þá lögðu stjórnarflokkarnir allt kjósendafylgi sitt að veði fyrir því að verið sé á réttri leið. Fleiri og fleiri sýna þeim aðgerð- um og stjórninni traust sitt, eins verður um landhelgismálið. Það sanna viðbrögð þeirra sjómanna og útvegsmanna sem lýstu sínu, trausti áður en niðurrifsöflin tóku til, við að brjála dómgreind almennings. Yngstu nemendurnir á dansnámskeiði Heiðars Ástvaldssonar í Vestmannaeyjum sýna foreldrum og aðstandendum sinum, hvað þeir hafa lært hjá Heiðari. Dansnámskeið í Eyjum VESTMANNAEYJUM, 8 marz: — Fyrir forgöngu skólastjóra gagnfræðaskólans, Þorsteins _ Þ. Víglundssonar, kom Heiðar Ást- valdsson, danskennari hingað skömmu eftir áramót og hóf að kenna nemendum gagnfræðaskól ans dans. Nemendur barnaskól- ans bættust brátt við. Þátttaka í dansnámskeiðum var mjög mikil, líklega nær allir nemendur beggja skólanna. Að loknu námskeiðinu efndi Heiðar til nemendasýningar fyrir foreldra og aðra aðstandendur barnanna. Nemendunum voru bæði kenndir nýju og gömlu dansarnir. — Bj. G.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.